Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓDVILJINN Miövikudagur 19. april 1978 íslandsmótið í handknattleik: Úrslitin í kvöld Þá leika Valur og Víkingur til úrslita í 1. deiid íslandsmótinu í hand- knattleik lýkur i kvöld i Laugardalshöllinni. Þá leika fyrst KR og Ár- mann og siðan verður úrslitaleikur mótsins tslensku keppendurnir sem kepptu á Norðurlandamótinu i borðtennis fatlaðra um helgina stóðu sig frábærlega vel og eink- um og sér i lagi þær Guðný Guðnadóttir og Guðbjörg Kristin Eiriksdóttir (Didda). Þetta er i fyrsta skipti sem fatl- að iþróttafólk tekur þátti Norður- landamótinu i borðtennis en mót- ið var að þessu sinni haldið i Roskilde i Danmörku Guðný Guðnadóttir varð þriðja i sinum flokki og hlaut þvi brons- verðlaun fyrir. Má geta þess hér að hún var al- mennt talin best i sinum flokki. Leikur hennar við Norðurlanda- meistarann er þar glöggt dæmi um. milli Vals og Vikings. Báðir þessir leikir eru mikilvægir fyrir félögin og þá sérstaklega seinni leikurinn milli Vals og Vikings þvi þar er barist t fyrstu lotunni sigraði sænska stúlkan 22:20 en i þeirri næstu sigraði Guðný 22:20. t þriðju lot- unni var siðan um hörkukeppni að ræða og endaði hún með sigri sænsku stúlkunnar 22:20 og er þvi óhætt að segja að sá sigur hafi verið naumur. Guðbjörg Kristin Eiriksdóttir (Didda) þótti einnig standa sig afburðavel og tókst henni einnig að krækja sér i bronsverðlaun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið mun þetta vera i fyrsta skipti i sögu Norður- landamóta i borðtennis sem ts- lendingur kemst á verðlaunapall. SK. um titilinn besta hand- knattleiksliðíslands en í fyrri leiknum er barist á botni deildarinnar. Fyrri leikurinn milli KR og Ar- manns er mikilvægur fyrir þær sakir að ef KR-ingar vinna eiga þeir enn möguleika á að sleppa við aukaleikina við HK um 1. deiídarsæti. En tapi þeir er það hlutverk KR að leika um lausa sætið i 1. deild á næsta keppnistimabili. Og siðari leikurinn er leikur sem margir biða spenntir eftir að sjá. Búist er við mikilii aðsókn i höllina og eins gott fyrir fólk að tryggja sér miða i tima. Forsala verður við höllina og hefst hún klukkan 6. Ógjörningurer að spá um úrslit leiksins. Liðin bæði hafa sýnt það að þau eru til alls likleg og bóka má hörkuleik. Vikingarnir eru þó álitnir held- ur sigurstranglegri þar sem þeir eru sagðir hafa sýnt betri leiki i vetur en Valsmenn en þeir hafa verið að sækja i sig veðrið og er skemmst að minnast leiksins gegn Fram fyrir stuttu en þar voru Framarar teknir i kennslu- stund af Valsmönnum. Eitt er það sem Vikingar hafa i plús er þeir ganga til leiksins gegn Val. Þeim nægir jafntefli en Valsmenn verða að vinna eigi titillinn að verða þeirra. Leikinn dæma þeir Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson. SK. V íðavangshlaup IR á morgun Hið 63. i röðinni fer að venju fram á Sumardaginn fyrsta og hefst það kl. 14.00. Hlaupið hefst eins og siðustu 20 ár i Hljómskálanum vestan mið- tjarnarinnar við Skothúsveg. Eft- ir 1.5 km hring i Hljómskála- garðinum er hlaupið yfir Hring- braut við Gamla Garð og hlaup- inn stór hringur i Vatnsmýrinni réttsælis og komið aftur norður, yfir Hringbrautina á sama stað og áður. Er nú hlaupið gegn um garðinn, norðan Tjarnagötu og beygt til austurs eftir Kirkju- stræti. Endamarkið er að þessu sinni við norðaustur horn Alþingis- hússins skammt þaðan, sem 1. hlaupið hófst. Undanfarin ár hef- ur hlaupinu lokið i Austurstræti, en við það að fá skátum Austur- strætið fyrir sitt húllumhæ, sem er ekki þorandi að láta hlaupar- ana troðast i gegn um, var breyt- ing nauðsynleg. Alls eru skráðir 99 hlauparar, 21kona og 78karlar og þar á með- al flestir bestu hlauparar lands- ins, svo sem sigurvegarnir frá i fyrra. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir Selfossiog Agúst Asgeirsson ÍR. M.a. kemur hinn góðkunni hlaup- ari Jón Diðriksson UMSB heim til að taka þátt i hlaupinu. Keppt er um bikara fyrir 3ja kvenna sveit, sigurv. 1977 HSK: 3ja sveina sveit er UBK vann 1977: 3ja manna — 5 manna og 10 mannasveitirkarls sem ÍR vann 1977: Elstu 5 manna sveit sem IR vann einnig 1977. Þá er nú i fyrsta sinni keppt um sveitabikar 3ja manna 30 ára og eldri. lafnt í Firðinu 11 Tveir leikir voru leiknir i Islands- mótinu i handknattleik I gær- kvöldi. í meistaraflokki karla léku FH og ÍR og lauk leiknum meö jafntefli 21:21. Jens Einarsson átti mjög góðan leik i marki 1R og varði sem ber- Valur tapaöl Einn leikur var háður i meistara- keppni KSÍ i gærkvöldi og áttust þar við IBV og Valur. Enn máttu Valsmenn þola tap nú 0:2 og er þetta þriðji tapleikur Vals i röð. Þess má geta að Jón Hermanns- son lék nú i fyrsta skipti með ÍBV og átti góðan leik. SK. serkur. Bæði liðin eru þvi úr fall- hættu. 1 meistaraflokki kvenna léku Haukar og Vikingur og lauk leiknum með jafntefli 10:10 og er Armann þvi fallið i 2. deild. SK. Enska knattspyrnan: Þrir leikir voru leiknir I ensku knattspyrnunni I gærkvöldi. Úrslit þeirra urðu þessi: Notthingham Forest —QPR . 1:0 Liverpool — Ipswich ...... 2:2 WBA — Leeds............... 1:0 SK Ný byggingaraðferð: Sprungur og leki úr sögunni? auk þess sem aðferðin mun hafa verulegan sparnað í för með sér Sturla Einarsson með festingu fyrir einangrunina Uppi i Mosfellssveit er verið að hyggja einbýlishús með nýrri aðferö, sem fróöir menn segja að eigi eftirað valda byltingu i bygg- bigu steinsteyptra húsa hér á landi. Þar skal fyrst nefna, að verulegur sparnaður verður þegar þessi aðferð er notuð, sein liggur i þvi að ekki þarf að múra húsið, hvorki að utan né innan, aðeins sandsparsla það. En það sem sennilega telst merkilegast við þessa aðfcrð er að menn telja að veggjasprungur og þá um leið hinn hvimleiði leki, sé Ur sögunni. Þaö er Sturla Einarsson bygg- ingarmeistari sem byggir þetta hús og notar við bygginguna aðferð sem Agnar Breiðfjörð er höfundur að. Aðferðin er fólgin i þvi, að allir burðarveggir eru steyptir i tvennu lagi meö einangruninni i milli. Þannig að segja má að einangrunin sé nú utan á húsinu i stað þess að setja hana innan á veggi eins og alltaf er gert. Og vegna þess að buröar- veggir eru steyptir i tvennu lagi, innri veggurinn 14 cm . Siðan einangrun utan á hann og loks 6 cm. veggur þar fyrir utan, þá kemur platan og innburðaveggir aldrei útúr útveggjunum eins og nú er og þess vegna myndast ekki sú þensla sem alltaf verður á end- um plötu og -innri burðarveggja, steypan springur ekki og húsiö lekur ekki. Hér má sjá hvernig veggurinn er steyptur. Innri veggurinn 14 sm. þá einangrunin og siðan ytri veggurinn 6 sm. Þegar venjuleg uppsláttarað- ferð er notuð, þá er botnplatan steyptfyrst, siðan Utveggir ofan á hana, þá loftplata þar ofan á. Plötuendarnir koma þá samhliða útveggjunum og ef úti er 10—15 stiga frost, en inni venjulegur stofuhiti, geta allir séð hversu gffurlegur þenslumunur hlýtur að verða þar á. Við þessa miklu þenslu kemur sprunga i útvegg- ina sem opnar svo vatni greiða leið inni húsin, enda mun vart finnast það steinhús á Islandi sem ekki lekur meira eða minna og mjög erfiðlega hefur gengið aö finna efni til aö loka þeim alger- lega. Með þessum nýju mótúm, er unnt að steypa báða veggina samtimis meö einangruninni i milli og er notað sérstakt áhald, skammtari, við að koma steyp- unni í mótin. Þau eru þannig gerð að ekki þarf að pússa húsin, aðeins sandsparsla og eins eru allar rafmagnsdósir, hurðakarm- ar og gluggakarmar steyptir i veggina. Sturla sagði að sér reiknaðist til að sparnaður á 200 ferm. einbýlishúsi með þessari aðferð væri um 3,3 miljónir króna, auk þess sem þessi bygg- ingaraðferð væri fljótlegri en eldri aðferðir og það myndi lika spara stórfé. Þótt ekki hafi verið byggt eftir þessari aðferö áður hér á landi varekkiósvipuðaðferðnotuö árið 1924, þegar ibúðarhUsiö að Ragn- heiöarstöðum i Gaulverjabsjar- hreppi var byggt. Þá voru veggir hafðir tvöfaldir og reiðingur not- aður sem einangrun i milli og var þá torfið sett niður jafndðum og steypt var. Það hús hefur aldrei sprungið né lekið. Sturla sagðist vera bUinn að byggja mörg hUs um dagana eftir eldri aðferðinni, en hann sagðist vera svohrifinn af þessari aðferð og svo viss um ágæti hennar að hann myndi i framtiðinni ekki byggja með annari aöferð, nema þá eitthvað enn nýrra og betra kæmi i ljós. Hann sagði þessa aðferð hafa yfirburöi yfir hina eldri á öllum sviðum. Það þarf engasérstaka tækni við mótaupp- sláttinn, aðeins áð nota rétt mót og það sem þeim fylgir. —S.dór. RITSTIORI Félagasamtök sem gefa út timarit, óska að ráða aðstoðarritstjóra sem siðar gæti tekið að sér starf ritstjóra. Starfið yrði fyrst um sinn hlutastarf, en siðar fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra reynslu i starfi við blaðaútgáfu. Umsóknir um starfið sendist afgreiðslu Þjóðviljans fyrir n.k. laugardag, merkt „Ritstjóri”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.