Þjóðviljinn - 19.04.1978, Page 9

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Page 9
Miövikudagur 19. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sýningin er vinsæl á mánudag höfðu tuttugu þúsund manns séð hana I Sýningin gengur afar vel og á mánu- daginn afhentum viö 20 þúsundasta gestinum Pioneer hljómf lutningstæki í bíl, frá Karnabæ, sagöi Vilhjálmur Kjartansson, er viö inntum hann eftir þvi hvernig bílasýningin, Auto 78, gengi. Héðan i frá fær svo hver 10 þúsundasti gestur slik hljómflutningstæki. Við erum mjög ánægð með þessa sýningu, sagði Vilhjálmur. Þessi mikli gestafjöldi hefur rúmast afskaplega vel hér i húsinu, litið hefur verið um örtröð og enginn troðningur. Umgengni sýningargesta hefur lika verið til mikillar fyrir- myndar og hvergi orðið neinar skemmdir, sagði hann enn fremur. I gærkvöld fór fram tiskusýning og verður hún aftur i kvöld og á föstudagskvöldið. A þessum sýningum eru sérstaklega kynnt vor- og sumar- tiskan i bilfatnaði og er það i fyrsta sinn sem efnt er til sérstakrar kynningar á slfkum fatnaði hér. A hverjum degi sýningarinnar, sem stendur til 24. april, er dreginn út gestur dagsins, sem fær sólarlandaferð frá Samvinnuferðum. Einnig leika skólahljómsveitir Arbæjar og Breiðholts daglega og meira að segja tvisvar á laugardag og sunnudag. A sýningunni er ýmislegt sem vekur athygli. Þar eru bilar sem kosta allt frá 500 þúsund krón- um upp i 50 miljónir, og einnig getur að lita 24 tegundir af bilum sem hér hafa ekki verið á boð- stólum fyrr en verða það hér eftir. Frá siðasta ári eru 10 verðlaunabilar á sýningunni og má þar t.d. nefna bil ársins i Evrópu, Rover, frá Brjtish Leyland. Vegna hinnar miklu aðsóknar er ástæða til að hvetja þá, sem vilja koma á sýninguna og skoða sig um i ró og næði, til þess að koma virkudag- ana. Töluvert hefur komið af erlendum gestum á sýninguna, einkum fulltrúar framleiðenda, og hafa þeir lokiðupp einum rómi um ágæti hennar og glæsileik. Sýningin er opin frá kl. 15:00-22:00alla daga til 24. april. —IGG Marglr glesílegir bflar eru t sýningardeild Ford umbobsins. Mest selt af Fairmont segir Úlfar Hinriksson sölu- maður hjá Sveini Egilssyni Fordumboðið, Sveinn Egilsson er með athyglis- veröan sýningarbás á Auto '78. Þar gefur að líta marga laglega bíla á við- ráöanlegu verði. Til þess að verða örlitið fróðari um þessi glæsilegu farar- Ford Flesta er léttur og lipur bfll, sem eins og aðrir mlnni bflar vekur athygii og þykir ekki sist hagnýtur á þessum siðustu og verstu „bensin- verðs timum”. I tæki tókum við úlfar Hin- riksson sölumann hjá Sveini Egilssyni tali og lögðum fyrir hann nokkr- ar spurningar. Hvaða tegund af Ford seljið þið mest af? „Við seljum langmest af Ford Fairmont og er varla hægt að segja að hann stoppi nokkuö hjá okkur og lýsir það einna best vinsældum hans. Ég myndi segja að fáir bilar 1 þessum stærðarflokki og með alla þá hæfileika sem hann hefur til að bera væru jafn ódýrir og hag- kvæmir i rekstri.” Hvaö um Ford Fiesta? „Eins og þú sérð þá er hann einnig mjög glæsilegur og mikið selt af honum. Þetta er sá bill sem við bindum einna mestar vonir við. Aðal kostir hans eru litill rekstrarkostnaður, og eins það, að ef eitthvað skyldi bila, sem ég tel mjög ótrúlegt (hér hlær úlfar), þá er mjög auðvelt að komast að öllum hans stöð- um og er þvi auðveldur i við- gerð. Nú hefur ykkar vinsælasta bil Ford Bronco verið breytt til mikilla muna; hvert er þitt álit á þeirri breytingu? Aður en Bronco jeppanum var breytt var hann gifurlega vin- sæll og örugglega vinsælasti jeppinn hér. Enn heldur Bronco glæsileik sinum og er nú orðinn það góður aftur að hann á örugglega eftir að seljast vel i framtiðinni og á ekki eftir að svíkja neinn sem hann reynir. Hann var t.d. kosinn bill ársins 1 Bandarikjunum i fyrra og sann- ar það betur en margt annað gæði hans. Getur þú frætt okkur nokkuö um hinn vinsæla Ford Fair- mont? „Já. Hann kostar 1 dag rétt tæpar 3.5 miljónir sem verður að kallast einstakt verð fyrir svo stóran og rúmgóðan bfl. Þá er nú einn hans stærsti kostur að hann eyðir ekki miklu eld- sneyti þar sem i honum er f jög- urra strokka vél. Eyðslan er eitthvað i kring um 10 litra á hundraðið. En kostir hans eru margir og eftirspurnin eftir honum sannar það betur en mörg orð” sagöi Úlfar Hinriks- son að lokum. SK. 1 sýaiagardelld P. Stefánsson era bflar f mörgum verðflokkum. íana * JV| n „Litill en rúmgóður” — eitt af kjörorðum Evrópabfla I dag. \gy---t------ Land*Rover Range Rover Austin Minl-bfllinn frá P. Stefánssyni veröur æ skemmtilegri þótt ytra útlitið breytist ekki mikið frá ári til árs, en alltaf stendur hann samt fyrir sinu I verði og virðist hagkvæmur i rekstri á allan hátt. Gód varahluta- þjónusta Kappsmál okkar hjá P. Stefánsson segir Sigfús Sigfússon framkv.st P. Stefánsson er elsta bílainnf lutningsfyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er stofnað 1908. i sumar eru liðin fimm ár frá því að P. Stefánsson tók að selja bila frá Leyland verksmiðjun- um bresku. Við litum i sýn- ingarbás þeirra á bilasýn- ingunni AUTO '78 og tókum framkvæmdastjóra fyrir- tækisins Sigfús Sigfússon tali. „Við erum með alla þá bila sem við seljum á þessari sýningu” sagði Sigfús. „Við erum að hefja innflutning á vörubilum frá Leyland og vitum að þar fara góöir vörubilar og er- um meö tvo slika á þessari sýn- ingu.” Nú flytjið þiö inn sex biiateg- undir fyrir utan vörubiiinn. Af hvaða tegund seljið þiö mest? „Við seljum langmest af Austin Alegro og þeir renna út hjá okkur eins og heitar lummur”. „Þá er gifurleg eftirspurn eftir Range Rover og er i dag um fjög- urra mánaða bið eftir honum.” „Það sem gerir afgreiðslufrest- inn svo langan á Range Rover er að við fáum fáa bila þvi eftir- spurnin er gifurleg um allan heim og við hér fáum ekki þá bila til af- greiöslu sem við þurfum”. Ert þú ánægður með sýninguna hér? „Já alveg sérstaklega. Þetta er i fyrsta skipti sem almenningi gefst kostur á að bera saman verð og gæði allra þeirra bilategunda sem eru fluttar inn og viö hér hjá P. Stefánsson erum alls óhræddir við þann samanburö". Er umboðið með eitthvaö nýtt á döfinni? Nei ekki get ég nú sagt það. Við einbeitum okkur að þeim sex teg- undum sem við erum nú þegar með og viljum ekki fjölga þeim að svo stöddu. Við leggjum áherslu á góða varahlutaþjónustu og eftir þvi sem tegundunum fjölgar þá minnka möguleikarnir á slikri þjónustu.” Að lokum kvaðst Sigfús vera mjög ánægður með mikla eftir- spurn og sölu. Hann kvaðst vera mjög bjartsýnn á innflutning vörubilanna og kvað Leyland verksmiðjurnar vera mjög sterk- ar á þvi sviði. SK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.