Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Flokksfánar kommúnista og kristilegra demókrata hlið viA hliA á fjöldafundi I Ancona, þar sem mótmælt var brottnáminu á Moro og drápunum á lifvöröum hans. Aldo Moro: Stefna hans og starfshættir F Ovístum ör- lög Moros Tilkynning um líflát hans þykir tortryggileg Rán Aldo Moro og vig fimm lif- varða hans í Róm 16. mars 1978 hefur vakið athygli um heim all- an. Aöeins fáeinum dögum áður en honum var rænt, hafði Aldo Moro, i annað sinn, haft forgöngu um samkomulagsgerð á milli koin múnistaflokks ttaiiu og Kristilega lýðræðisflokksins um stuðning hins fyrrnefnda við rikisstjórn hins siðarnefnda. t Times 13. april 1978 var birt grein eftir Peter Nichols um viðhorf og starfshætti Aldo Moro. Megin- kafli greinarinnar fylgir i laus- legri þýðingu og endursögn. Aldo Moro verður ekki minnst sem mikils stjórnsýslumanns, þótt hann hafi verið forsætisráð- herra. i fimm itölskum rikis- stjórnum. Aftur á móti hefur hann markaö djúp spor i itölskum stjórnmálum sem frábær milli- göngumaður. Milliganga hans hófst á sjötta áratugnum, þegar hann var framkvæmdastjóri Kristilega lýðræðisflokksins. Hafði hann frumkvæði að sam- starfi flokks sins og hægri jafnaðarmanna um myndun rikisstjórnar, sem hann veitti sjálfur forstöðu. Rikisstjórn sú setti fordæmi um samvinnu ka- þólskra og marxista. Hún var þess vegna nýmæli i itölskum stjórnmálum og ýmsum hneyksl- unarhella. Tveimur áratugum siðar, þegar samstarf kristilegra lýðræðissinna og kommúnista varð að skilyrði þingræðis á ttaliu, tók Aldo Moro svipaða af- stöðu til kommúnista og hann hafði áður tekið til hægri jafnaðarmanna. bjóðfélagslegar umbætur voru ekki á meðfæri rikisstjórna kristilegra lýðræðissinna og hægri jafnaðarmanna, þvi að hvorugir voru einhuga um stefnu stjórna þeirra. Á fáu mun þó ttaliu hafa verið meiri þörf en setningu löggjafar um umbætur. Fyrir 15 árum hefði með slikri löggjöf mátt að ósi stemma þá félagslegu upplausn, sem siðan hefur grafiö um sig i landinu og náði um sinn hámarki með ráni Aldo Moro. Annars vegar leit Aldo Moro svo á, að Kristilegi lýðræðisflokk- urinn væri hornsteinn italsks þingræðis, en hins vegar, að alla jafna fyndist grundvöllur að sam- starfi flokka, ef grannt væri skoð- aö, þótt þeir sýndust á öndveröum meiði. Jafnframt kostaði hann kapps umfram allt að varðveita samheldni I flokki sinum. Engin ræða hans hefur orðið eins fræg og sú, er hann flutti i italska þing- inu til varnar flokksbróður sin- um, sem vændur var um að hafa þegið mútur af bandariska fyrir- tækinu Lockheed, en þá sneri hann sér að þingmanni þessum og beindi til hans þessum orðum: „Við stöndum allir með þér.” Fullvist þótti, að Aldo Moro yrði útnefndur frambjóöaúdi flokks sins i forsetakosningunum i árs- lok 1978. Aldo Moro þóttist hafa fundið lausn á vandkvæðunum á mynd- un rikisstjórnar i italska lýðveld- inu. 1 stað þingræðis að engilsax- neskri fyrirmynd, þar sem styrk- ur rikisstjórna fer eftir meiri- hluta þeirra á þingi, og stjórnar- andstaöan er eins konar vara- stjórn, skyldi tekin upp sam- stjórnarskipan, þar sem hlutur hvers flokks i rikisstjórn yxi eða skryppi saman, eftir þvi sem þingmönnum hans fjölgaði eða fækkaði i kosningum. (Nokkurt fordæmi að slikri samstjórnar- skipan mun vera i Sviss.) Þing- ræði að fyrrnefndu leiðinni er nú stundum kennt við tvennd, þ.e. stjórn og stjórnarandstöðu, en að hinni siðari við kór. — Aldo Moro leit ekki á Kristilega lýðræðis- flokkinn og Kommúnistaflokk ttaliu sem andstæö skaut. öllu heldur leit hann á Kommúnista- flokkinn sem eins konar sam- ferðarflokk Kristilega lýöræðis- flokksins. Og taldi hann hafa ýmislegt fram að leggja til lands- málanna, en ekki geta gert tilkall til forystu fyrir þeim. I þjóðþingskosningunum 1976 hlaut Kommúnistaflokkur ttaliu meiri framgang en nokkru sinni fyrr, en Kristilegi lýðræðisflokk- Framhald á 18. siðu 18/4— Tilkynning gefin út i nafni Rauðu hersveitanna svokölluðu um að Aldo Moro, fyrruin for- sætisráðherra ltaliu, hefði verið tekinn af lifi og liki hans varpað i stöðuvatn, þykir af ýmsum ástæðum tortryggileg. Vatn þetta heitir Duchessaog er i Apennina- fjöllum um 160 kilómetra norð- austur af Róm. Vatnið er lagt þykkum is og l'járhirðar, sem halda kindum sinum til beitar á þessum slóðum, segja að ekki hafi verið hægt að komast að þvi siðan á föstudaginn vegna kulda og fannfergis. Lögreglan fann nýverið ibúð, sem talið er liklegt að mannræn- ingjarnirhafi hafst við i um tima, um tiu kilómetra norður af Róm. Lögreglan uppgötvaði staðinn fyrir tilvisan slökkviliðsmanna, 18/4 — Stjórnir sovétlýðveldanna Georgiu og Armeniu hafa hætt við fyrirætlanir um að fella úr stjórnarskrám rikjanna trygg- ingar fyrir þvi, að georgiska og armenska verði áfram rikismál þeirra. Hefur nú verið staðfest að i stjórnarskrám beggja þessara lýöveida verði hér eftir sem hing- að til málsgreinar, er tryggi stöðu þjóðtungnanna sem opinberra tungumála. Greinar um þetta, sem verið hafa lengi i stjórnarskrám lýð- veldanna, voru felldar úr er upp- köstvoru gerð að nýjum stjórnar- skrám nýverið. $amkvæmt óstaðfestum fréttum olli þetta sérstaklega mikilli ólgu i Georgiu, og er sagt að siðstliðinn föstudag hafi þúsundir manna safnast saman á götum höfuð- borgarinnar Tifils og krafist þess að georgiskan héldi i einu og öllu hlut sinum i stjórnarskránni. Er talið liklegt að stjórnarvöld hafi látið undan kröfum mikils hluta almennings i þessu efni. Uppkast hefur einnig verið gert að nýrri stjórnarskrá fyrir þriðja transkákasiska sovétlýðveldið, Aserbædsjarvog vantar þar einnig greinina sem tryggir stöðu þjóð- tungunnar sem rikismáls. End- anlega frágenginn texti asersku sem brutust inn i ibúðina eftir að nágrannarnir kvörtuðu yfir þvi að vatn streymdi þaðan inn i næstu ibúðir. Ekki er talið óhugsandi að mannræningjarnir hafi skrúf- að frá vatninu og tilkynnt um lik Moros i Duchessavatni I þeim til- gangi að leiða lögregluna á villi- götur. 1 tilkynningunni, sem gefin var út i nafni mannræningjanna, var látið að þvi liggja að Moro hefði verið látinn fremja sjálfs- morð. Rinascita, timarit á vegum Kommúnistaflokksins á ttaliu, segir að Moro hafi haft forgöngu um aukið samstarf flokks sins, kristilegrademókrata, til vinstri, fyrstvið Sósialistaflokkinn ogsið- an viðKommúnistaflokkinn. Væri það að likindum þessvegna, að mannræningjarnir hefðu valið hanri sem fórnarlamb. stjórnarskrárinnar hefur hins- vegar ekki enn verið birtur. t Georgiu sérstaklega hefur lengi rikt mikil óánægja með váx- andi notkun rússneskunnar, sem er sameiginlegt opinbert mál allra Sovétrikjanna, i skólum. Sagter að 1975hafi æðri skólum i Georgiu verið skipað að nota skólabækur á rússnesku i öllum fögum nema þeim, sem fjalla beinlinis um georgiska menn- ingu. Siðastliðið ár var Georgiu- maður 1 að nafni Vladimir Sjvanija, yfirlýstur þjóðernis- sinni, dæmdur til dauða fyrir nokkursprengjutilræði, sem hann kvaðst hafa framið i mótmæla- skyni við vaxandi rússnesk áhrif. ítölsk- víetnömsk samvinna um oiíuborun 18/4 — AGIP, oliufyrirtæki italska rikisins, tilkynnti i dag að það hefði gert samning við stjórn Vietnams um oliuleit og oliuborun i vietnamskri landhelgi. Svæðið, þar sem borað verður samkvæmt samningnum,ersuður af óshólm- um Mekong. Lækkandi fæðingatala 19/4 — Siðastliðið ár fækkaði fæðingum i heiminum hlutfalls- lega i fyrsta sinn, siðan skrásetn- ingar á þeim hófust, að sögn bandariskrar rannsóknastofnun- ar. Fæðingar voru á árinu 29 á hvert þúsund manns, en á rið áður 30 á hvert þúsund. Væntanlegur meöalaldur hækkaði á árinu úr 59 árum i 60. Ef fæðingum fækkar ekki meira, tvöfaldast ibúafjöldi heimsins engu að siður fram til ársins 2019. Nú eru jarðarbúar 4.2 miljarðar talsins. Stofnunin segir að lækkandi fæðingatala sé að þakka viðtækum ráðstöfunum þróunarlanda i þá átt. I Bretlandi, þýsku rikjunum báðum, Lúxemburg og Austurriki fer fólki heldur fækkandi. tbúa- fjöldi Kina er nú talinn vera um 930 miljónir. 1.160.00 Hollendingar gegn nifteinda- sprengjunni 18/4 — Hollensk samtök, sem berjast gegn nifteindasprengj- unni, afhentu i dag hollenska þinginu lista með undirskriftum yfir 1.160.000 manna, sem styðja þá kröfu að sprengjan sé endan- lega bönnuð. Af aðilum, sem beita sér ein- dregið gegn nifteindasprengjunni þar i landi, má nefna hollensku kirkjurnar og kommúnistaflokk- inn. Nico Schouten, fram- kvæmdastjóri samtakanna, kvaðst vonast til þess að ákvörð- un Carters Bandarik jaforseta um að slá ákvörðun um framleiðslu sprengjunnar á frest myndi leiða til þess, að sprengjan yrði endan- lega bönnuð. Samtökin hyggjast færa baráttu sina i aukana og beina henni gegn öllum kjarn- orkuvopnum. r Ovænt sumargjöf frá rithöfundum I dag, miðvikudaginn 19. april, siðasta vetrardag, efnir Rithöf- undasamband tslands til bóksölu á Bernhöftstorfunni til ágóða fyr- ir sambandið, eins og venja hefur verið tvö undanfarin ár. Þar verða seldar bækur áritað- ar af höfundum og eru þær inn- pakkaðar svo að enginn veit hvaða bók hann hreppir. Hver pakki kostar tvö þúsund krónur. Flestir bókaútgefendur i land- inu hafa gefið nýjar eða nýlegar bækur og úrval er mikið. Opið siðasta vetrardag á Torf- unni i Bankastræti klukkan 10 til 6. Georgía og Armenía: Andspyrna gegn rússneskum áhrifum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.