Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 19. april 1978 ORÐSENDING TIL FORELDRA. í dag fá nemendur grunnskóla í hendur bæklinginn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1978“, með upplýsingum um framboð á sumarstarfi neöangreindra stofnana. Foreidrar eru hvattir til þess að skoða bæklinginn vandlega með börnum sínum. Angantýr Einarsson sendir Sitt af hverju frá Raufarhöfn fþróttaráð Reykjavíkur Leikvallarnefnd Reykjavíkur Skólagarðar Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur Æskulýðsráð Reykjavíkur Tjarnargötu 20 s. 28544 Skúlatúni 2 s. 18000 Skúlatúni 2 s. 18000 Borgartúni 1 s. 18800 Fríkirkjuvegi 11 s. 15937 I i gær birti Landpóstur fyrri m hluta fréttabréfs frá Angantý ■ Einarssyni, Raufarhöfn. Hér ] kemur siðari hlutinn : I Skólamál ■ | . Grunnskólinn á Raufarhöfn ’ taldi 120 nemendur skólaárið j 1975—1976. Fastráðnir kennarar I voru 6. Gagnfræðaprófi luku 17 “ nemendur. Athugun á nem- endaskrá skólans sýnir, að sjötti hver nemandi er aðfluttur á tveimur næstu árum á undan og segir það sina sögu um þær breytingar, sem hafa orðið á bú- setu i þorpinu. Tónlistarskóli Raufarhafnar var stofnaður og hóf starfsemi sina i byrjun október. Skóla- stjóri er Margrét Bóasdóttir og kennarar tveir, Orthulf Prunner og Jóhann Jósefsson. Nemendur eru tæplega 50 og leggja stund á pianó-, harmoniku-, gitar- og blokkflautuleik og söng. Skólinn er til húsa i húsakynnum grunn- skólans. Listalif Tónlist var að öðru leyti i miklum hávegum höfð á Rauf- arhöfn þetta árið. Kirkjukdrinn ogkór Raufarhafnarskóla, báð- ir undir stjórn Margrétar Bóas- dóttur, æfðu af kappi, héldu tón- leika og fóru i hljómleikaferðir. Breskur barytonsöngvari, John Speight kom og hélt söng- skemmtun og Sinfóniuhljóm- sveit Islands hélt tónleika i Hnitbjörgum, við mikla aðsókn og góðar undirtektir. Leikfélag Raufarhafnar sýndi Tobacco Road eftir Erskine Caldwell á Raufarhöfn, Vopna- firði, Þórshöfn og i Skúlagarði. Með aðalhlutverk fóru: Heimir Ingimarsson, Kristjana Krist- insdóttir, Hrefna Friðriksdóttir og Jakob Jakobsson. Leikstjóri var Magnús Axelsson. Myndlistarviðburðir urðu tveir á árinu. Hallmundur Kristinsson hélt málverkasýn- ingu og Anna Sigrlður Björns- dóttir sýndi garfiklist, bæði I Hnitbjörgum, við góða aðsókn. Nýr vinnustaður o.fl. Samvinnufélagið Rafafl hóf starfsemi á Raufarhöfn og ann- ast raflagnir, viðgerðir á raf- magnstækjum og rafbúnaði og tekur að sér útboð. Félagið hef- ur aðstöðu i verbúð, sem Sildin h.f. átti fyrrum. Aðeins 210 kindur voru settar á veturinn 1976 og hefur þeim fækkað ár frá ári, enda eru sauðfjárbændur nú aðeins orðn- ir þrir talsins. Hestamennska virðist hinsvegar vera að spretta upp ekki sist meðal ungra sveina. Barnadagheimili var rekið um sumarið og fram á vetur eft- ir nokkurra ára hlé á slfkri þjón- ustu. Kvenfélagið Freyja Kvenfélagið Freyja á Raufar- höfn boðaði þorpsbúa til fagnað- ar i Hnitbjörgum vegna sex- tugsafmælis sins nú i haust. Mun það elsta félag á Raufar- höfn með svo langan, samfelld- an starfsaidur. Núverandi for- maður er Kristin Haraldsdóttir en á undan henni Hólmfriður Friðgeirsdóttir, i 26 ár. Fyrsti formaður var Pálina Jónsdóttir en af öðrum konum i forystu fé- lagsins á fyrri árum skulu nefndar: Guðrún Pétursdóttir og Rannveig Lund. Félagið hef- ur allansinn aldur beitt sér fyrir fjársöfnunum til margvislegra framfara- og réttlætismála og aðstoð við bágstadda, réð t.d. á árum áður stúlku til hjálpar á heimilum I veikinda- og for- fallatilvikum. Siðasta áratuginn hefur félagið fyrst og fremst Angantýr Einarsaon. lagt fé I félagsheimiliö Hnit- björg, en þar á Freyja myndar- legan eignarhlut. önnur félagsstarfsemi Varðandi aðra félagsstarf- semi skulu nefnd ungmennafé- lagið Austri, sem hefur oftast nær tómstundakvöld einu sinni i Ungmennafélagið Ármann i Hörgslands— og Kirkjubæjar- hreppi gekkst fyrir félagsmála- námskeiði að Kirkjubæjar- klaustri dagana 1.-4. aprll, 1978. A námskeiðinu var kennd ræðumennska, fundarstjórn og fundarreglur, hópstarf og farið var yfir flesta aðra þætti félags- málastarfs. Námsefni Æsku- lýðsráðs rikisins var notað á námskeiðinu. viku fyrir unglinga, Bridgefélag Rauf arhaf nar, sem heldur spilakvöld einu sinnii viku, bæði yfir háveturinn, Lionsklúbbur Raufarhafnar og Slysavarna- deild kvenna. Yfir veturinn mun láta nærri, að haldnir séu almennir dans- leikir mánaðarlega, fjölmenn- astir munu nýársfangaður og þorrablót. Á sumrin eru dans- leikir talsvert oftar. Dans- hljómsveitin Jenný á Raufar- höfn leikur oftast fyrir dansi við almennar vinsældir. Kvikmyndasýningar eru haldnar 3—4 sinnum i viku og „diskótek” fyrir yngra fólk öðru hverju. Tvö félög hafa næstliðin ár haldið fjölmennar árshátíðir en það eru Lionsklúbburinn og Al- þýðubandalagið, en það er eina stjórnmálafélagið, sem telja má með lifsmarki á staðnum. Mannalát Að lokum skulu nafngreindir Raufarhafnarbúar, sem létust á árinu: Þorbjörg Tómasdóttir, f. 15. des. 1888, fyrrum húsmóðir f Asi á Raufarhöfn, d. 21. febr. Björn Sigfússon, f. 3. des., 1895, verkamaður,fyrrum bóndi i Brekknakoti i Þistilfirði, d. 1. mai. Stefán Anton Jónasson, f. 5. des. 1903, fyrrum bóndi á Harðbak, d. 23. júli. Kristbjörg Jóhannsdóttir, f. 23. júlf, 1897, fyrrum húsmóðir I Sæbóli á Raufarhöfn, d. 14. des. Þátttakendurvoru á aldrinum 15-44, alls 13. Undu þeir hag sinum hið besta og var stundum áliðið nætur þegar fólk kom til heimkynna sinna. Létu þátt- takendur i ljós áhuga á að framhald verði á slikri félags- málafræðslu & vegum ungmennafélagsins. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Magnús CMafsson, Svéins- stöðum, A-Húnavatnssýslu.. mhg SÍMASKRÁIN 1978 Afhending simaskrárinnar 1978 hefst mánudaginn 24. april til simnotenda. í Reykjavik verður simaskráin afgreidd á Aðalpósthúsinu, gengið inn frá Austur- stræti, daglega kl. 9-18 nema laugardag- inn 29. april kl. 9-12. í Hafnarfirði verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni við Strandgötu. i Kópavogi verður simaskráin afhent á Póst- og simstöðinni, Digranesvegi 9. Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10 simaskrám eða fleirum, fá skrárnar send- ar heim. Heimsendingin hefst miðviku- daginn 19. april n.k. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði verður simaskráin aðeins afhent gegn af- hendingarseðlum, sem póstlagðir voru i dag til simnotenda. Athygli simnotenda skal vakin á þvi að símaskráin 1978 gengur i gildi frá og með sunnudeginum 7. mai 1978. Simnotendur eru vinsamlega beiðnir að eyðileggja gömlu simaskrána frá 1977 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur i gildi. Póst- og simamálastofnunin. KIÖRSKRÁ Kjörskrá til alþingiskosninga er fram eiga að fara 25. júni n.k., liggur frammi al- menningi til sýnis i Manntalsskrifstofu Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 25. april til 23. mai n.k. frá kl. 8.20 f.h. til kl. 4.15. e.h., þó ekki laugardaga. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi siðar en 3. júni n.k. Reykjavik, 19. aprfl 1978 Borgarstjórimi i Reykjavik. Þátttakendur I félagsmálanámskeiði umf. Armanns. F élagsmálanámskeið á Klaustri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.