Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. april 1978 • Fyrirspurnum svarað á Alþingi: Sjónvarpsmynd um Snorra Sturluson Meö Novus-aöferöinni má gera viö rúmlega helming bllrúöu- • skemmda af völdum steinkasts og högga. Bílrúöubrotin bætt og löguð Á fundi sameinaös Alþingis i gær svaraði menntamálaráð- herra tveimur fyrirspurnum, annarri frá Magnúsi Kjartans- syni, en hinni frá Jónasi Árna- syni. Hönnun Þjóðar- bókhlöðu Vilborg Harðardóttirmælti fyr- ir fyrirspurn Magnúsar, en fyrir- spurnin var svohljóðandi: „Er væntanleg þjóðarbókhlaða þannig hönnuð að fatlað fólk, m.a. i hjólastólum, eigi greiða leið um húsið allt og geti gengt þar störf- um?” I svari ráðherra kom eftirfar- andi fram: „Aðalinngangur i bókhlöðuna verður að sunnan, og er gert ráð fyrir, að gengið verði inn á ann- arri hæð. Eru annars vegar, til hægri, fyrst nokkrar tröppur, þá pallur og nokkrar tröppur til við- bótar uns komið er upp á skörina. Þeir sem aftur á móti eiga erfitt með að ganga tröppur eða eru t.a.m. i hjólastól, þeir fara til vinstri upp afliðandi brú, fyrst góðan spöl til vesturs og siðan til austurs og eru þá komnir með aðstaða fyrir fatlaða í Þjóðar- bókhlöðu hægu móti upp á inngönguhæðina. Þegar inn i safnið kemur, er gert ráð fyrir, að þeir, sem geta ekki gengið stigana, hvort heldur er niður á jarðhæðina eða upp á efri hæðirnar tvær, noti lyftur safnsins, sem ætlaðar eru þeim — þingsjá og starfsliði safnsins, einkum vegna bókaflutninga milli hæða, en öllum þorra gesta ætlað að ganga stigana. 1 tveimur af þremur lyftum safnsins verður gott hjólastóls- rými. Loks skal þess getið, að sérstök snyrtiaðstaða er i safninu fyrir fatlað fólk. Leiðbeiningar verða látnar i té, þegar við komuna inn i safnið, þannig að engin hætta verður á, að ekki verði i hvivetna greidd gata þeirra, er örðugra eiga um gang. A vesturhlið hússins, á jarðhæð, er ennfremur inngangur ætlaður starfsliði safnsins, og er þaðan vitaskuld greiður aðgangur að lyftum hússins. Vegna hins tviþætta hlutverks hússins, að vera i senn Lands- bókasafn og Háskólabókasafn, þótti langhentugast að gengið yrði inn i bókhlöðuna á 2. hæð, þar sem verður eins konar miðstöð bókhlöðunnar. Með þessari lausn sparast ennfremur að hafa lyftur til annarra þarfa en áður hafa verið greindar.” Afmæli Snorra Sturlusonar F'yrirspurn Jónasar Árnasonar til menntamálaráðherra var svo- hljóðandi: „Hvað hyggst menntamála- ráðuneytið gera til hátfðabrigða i tilefni af þvi, að á þessu ári eru liðnar átta aldir frá fæðingu Snorra Sturlusonar?” 1 svari menntamálaráðherra kom fram að mál þetta hefur ver- ið rætt i ráðuneytinu, en engin ákvörðun tekin. Ellert B. Schram vakti athygli á þvi að rikisútvarpið mun láta gera kvikmynd um Snorra Sturluson, ævi hans og störf i samvinnu við norrænar sjón- varpsstöðvar. I gær kynnti Ventill h/f Armúla 23 tvær nýjar viðgerðaraðferðir sem ekki hafa áest hér áður. Auk fréttamanna var fulltrúum bif- reiðaeftirlits rikisins og trygg- ingafélaga boðið á kynninguna. Hér er um að ræða viðgerðir á sprungum I framrúðum, svokall- aða „Novus aðferð”. Fljótandi viðgerðarefni er þrýst inn i sprungurnar með fremur einföld- um tækjabúnaði, eins og myndin sýnir. Viðgerðin er varanleg þannig að styrkur rúðunnar helst óbreyttur og skemmdirnar verða nær ósýnilegar. Viðgerðin tekur aðeins um 1 klst. og kostar um 7800 kr. Talið er að með þessu móti megi gera við rúmlega helming þeirra skemmda sem verða á rúðum bifreiða af völdum steinkasts eða annara högga. Þessi aðferð hefur hlotið viður- kenningu norskra yfirvalda og tryggingafélaga. Einnig var kynnt á staðnum að- ferð til viðgerða á vinyláklæðum. Sú viðgerð er bæði fljótleg og full- komin og mun minnsta viðgerð kosta um 3000 kr. —H.ö. Skattafrumyarpiö rætt á Alþingi Umræöur um skattalaga- frumvarp rikisstjórnarinnar hófust i neöri deild Alþingis um sex leytið í gær. Gert var ráð fyrir að umræður stæðu fram á nótt. Greint verður frá umræð- unum { blaðinu á morgun. Fundur var i sameinuðu Alþingi siðdegis i gær. Var þar svarað nokkrum fyrirspurnum þingmanna sem greint er ann- ars staðar frá á siðunni. Þá gerði menntamálaráðherra grein fyrir skýrslu um fram- kvæmd grunnskólalaga og und- irbúning undir niu ára skóla- skyldu. Skýrsla menntamála- ráðherra er mjög yfirgripsmik- ið r it, rúmar 140 siður. Auk ráð- herra tóku til máls um skýrsl- una, Pálmi Jónsson, Helgi Selj- an, og Páll Pétursson. Búlgörsk kynningar- vika 800 íslendingar til Búlgaríu í sumar 40 miljónir fyrir ráögjafastörf Þetts er alveg gasalega gott brauö, sem Svanhlldur Jakobsdóttir er aö fá sér. Brauöinu er dýft I einhvers konar krydd og er átiö táknrænt og þýöir aö sögn búlgörsku stúlkunnar aö manni standi öll heimili I Búigariu opiföeftir að hafa neytt þessa brauðs. (Ljósm: — eik) Á árunum 1974-1977 nam kostn- aður vegna ráðgjafasta rfa um rekstur rikisfyrirtækja eða rikis- stofnana náiægt 40 miijónum króna, eða nákvæmlega 39.651.088. Greiðslur þessar fóru til 12 ráðgjafaaðila. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi i gær, er fjármálaráð- herra svaraði fyrirspurn frá Jóni Arm. Héðinssyni um kostnað vegna ráðgjafastarfa um rekstur rikisfyrirtækja og stofnana. 1 svari ráðherra kom fram að stærsta greiðslan hefur farið til Hannarrs.f. eða rúmar llmiljón- ir. Næst koma norska ráðgjafa- fyrirtækið A. Habbersted og verkfræðistofa Kjartans Jó- hannssonar með 6,8 miijónir hvor um sig. Ráðgjafastörf þessi hafa mið- ast við athuganir i þeim tilgangi að auka sparnað i rekstri viðkom- andi rikisfyrirtækja. í fyrradag hófst búlgörsk kynn- ingarvika i Vikingasalnum á Hót- el Loftieiðum. Þaö eru búlgarska fcrðaskrifstofan Balkantours, flugfélagið Balkanair^Feröaskrif- stofa Kjartans Helgasonar, Flug- leiðir og Hótel Loftleiöir, sem standa að þessari kynningu og er tilgangur hennar að auka tengsl milli islendinga og Búlgara sagöi Dimitar Viatchev, sendiherra Búlgara á islandi er hann bauö fréttamenn velkomna á blaða- mannafund á Loftleiðum i fyrra- dag. A undanförnum þrem áratug- um hefur verið byggð upp mikil og góð ferðamannaþjónusta i Búl- gariu og eru Búlgarir nú meðal fremstu þjóða i þeim efnum. Arið 1960 komu 200 þúsund ferðamenn til Búlgariu en á siðasta ári voru þeir 4 og 1/2 miljón. Nú i sumar gefst tslendingum tækifæri til að heimsækja þessa gamalgrónu þjóð sem mun árið 1982 halda upp á 1300 ára afmæli Sitt*. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar hefur skipulagt einar 20ferðir til Búlgariu á timabilinu 20. mai til 2. september i sumar, fyrir u.þ.b. 800 manns. t Búlgariu er hægt að njóta sólar og sjóbaða við Svartahafið og skiðaferða i fjöllunum og margs fleira sem landið býður upp á. Verðlag i Búlgariu er mjög lágt á okkar mælikvarða og sagði Kjartan Heigason að þar væri þvi mun auðveldara að hagnýta sér hinn lélega gjaldeyrisskammt is- lenskra ferðamanna en viða ann- ars staðar. Alla daga fram til n.k. sunnu- dags verður unnt að fá ljúffengan, ekta, búlgarskan mat framreidd- an i Vikingasalnum á Hótel Loft- leiðum, en hér eru staddir þrir kokkar frá Búlgariu sem munu annast matseldina. Þar verða lika búlgarskir skemmtikraftar, hljóðfæraleikarar og dansarar. Af þeirri reynslu sem blaðamenn höfðu af veitingunum og skemmtikröftunum á blaða- mannafundinum er meira en óhætt að hvetja fólk til þess að kynnast þvi af eigin raun. A sumardaginn fyrsta verða sýndar kvikmyndir frá Búlgariu í Vik- ingasalnum frá kl. 14:00 til kl. 18:00. —IGG Karl Sigur- bergsson tekur sætí á Alþingi Karl Sigurbergsson tók sæti á Alþingi i fyrradag i fjarveru Gils Guðmundssonar sem er erlendis i opinberum erindum. Karl Sigur- bergsson hefur áður setið á Alþingi. Karl Sigurbergsson Alþýðubandalagid í Vestmannaeyjum Opnar kosningaskrífstofu Siðast liðinn þriðjudag var opnuð kosningaskrifstofa Al- þýðubandalagsins i Vest- mannaeyjum. Skrifstofan er i húsnæði Alþýðubandalags- ins að Bárugötu 9, simi 1570. F'yrst um sinn verður hún opin á þriðjudags-, mið- vikudags- og fimmtudags- kvöldum frá kl. 20:00 til 22:00. Starfsmenn skrifstofunnar eru Edda Tegeder, Þorkell Sigurjónsson og Björn Bergsson. —IGG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.