Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 20
I DJOÐVIUINN Miðvikudagur 19. april 1978 -Aðalsirai Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima-' skrá. Stærsta söluskattsvikamál sem upp hefur komist: Nesco h.f. dregur undan Æ g\ «1 • / • 1 40 mujonir kr. Fleiri mál eru i rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra Embætti skattrannsóknar- stjóra hefur aö undanförnu lagt áherslu á að kanna söluskatts- skýrslur og hafa komist upp söluskattsvik hjá nokkrum fyrirtækjum. Garðar Valdi- marsson skattrannsóknarstjóri staðfesti i viðtali við Þjóð- viljann i gæraðsvik þessi næmu tugum miljóna króna. Ekki vildi hann nefna einstök fyrirtæki i þessu sambandi en blaðið hefur það eftir öðrum leiðum að stærsta málið sé hjá Nesco h.f. og nenti söluskattsvikin hjá þvi um 40 miljónum króna. Sérstök rannsðkn skattrann- sóknarstjóra hefur nú staðið i 2 ár. Stærsta málið sem kom upp i fyrra var undandráttur á um 13 miljönum króna hjá einstöku fyrirtæki og er þeirri rannsókn ekki enn lokið. Viðurlög við vanskilum á söluskattierumismunandiog er það rikisskattstjóri sem metur þau. Vægustu viðurlögin eru þau að heimild er fyrir þvi að taka 2% af þeirri upphæð sem ekki hefur verið greidd fyrstu 5 dagana en siðan hækkar þessi prósenta um 1% á hverjum mánuði og getur hæst orðið 10%. Ef málið fer fyrir rikisskatta- nefnd hefur hún heimild til að sekta fyrirtækið allt að tifaldri vanskila upphæð og fyrir alvar- legri og itrekuð brot má dæma viðkomandi söluskattsvikara i allt að 6 ára fangelsi. Fyrirtækið Nesco selur vörur sinar með afborgunarskil- málum. Skv. lögum ber þvi að skila söluskatti á næsta sölu- skatt gjalddaga eftir sölu þó að borgaðsé með afborgunum. Inn i málið blandast þvi röng túlkun fyrirtækisins á reglum um sölu- skattskil. —GFr Starfsmenn viö Sigöldu mótmæla veislu Lúxus fyrir forréttindahóp Ekki verjandi þegar meginþorri lands- manna er lögþvingaöur tilþess að taka á sig kauplækkun Meirihluti starfsmanna Lands- virkjunar við Sigöldu hefur skor- að á stjórn fyrirtækisins að hún afboði 50 manna veislu- og kynnisferð á virkjunarstaðinn sem fara á sumardaginn fyrsta, á morgun. í samþykkt starfsmanna er fullyrt að veislan kosti miljónir króna, en Haildór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, kvaðst i gær ekki hafa á takteinum kostnaðaráætlun um kynnisför- ina. I Sigöldu eru nú um 60 manns i vinnu. Eftirfarandi samþykkt var gerð þar i gær og voru fjórtán starfsmenn á móti henni, þar af átta „fræðingar og verkstjórar” að sögn heimildarmanns blaðs- ins: „Stjórn Landsvirkjunar hefur boðið þingmönnum, ráðherrum og mökum þeirra, ásamt tilheyr- andi embættismannaliði austur að Sigöldu næstkomandi fimmtu- dag, sumardaginn fyrsta. Veislan er umfangsmikil og kostnaður skiptir miljónum króna. A sama tima og forráðamenn þjóðarinnar lögþvinga meginþorra lands- manna til að taka á sig launa- lækkun ætlar Landsvirkjun, sem að hálfu er eign rikisins og að hálfu Reykjavikurborgar, að sóa miljónum af rekstrarfé sinu i lúx- us fyrir fámennan forréttinda- hóp. Við mótmælum þvi harðlega að standa undir kostnaði að veislu- höldum sem þessum með skattfé okkar. Við höfum nóg með að vinna fyrir daglegu brauði, sem sifellt rýrnar, þótt við séum ekki að hafa óþurftardekurbörn á framfæri okkar i ofanálag. Við krefjumst þess að stjórn Landsvirkjunar afboði fyrirhug- aða veislu. Veisluféð gæti gengið upp i lækkun á rafmagnsverði til almennings, eða að Landsvirkjun greiddi starfsmönnum sinum um- Framhald á 18. siðu Furðu lostinn yfir þessari afgreiðslu — segir Þorbjörn Broddason Ég er furðu lostinn yfir þessari afgreiðslu, sagði Þorbjörn Broddason, er Þjóðviljinn spurði hann um afgreiðslu meirihluta fræðsluráðs Re^ykjavikur á til- lögum fræðslustjórans i Iteykja- vik og menntamálaráðuneytisins um úrbætur í málefnum fram- haidsdeilda i skólum borgarinnar en þær fólu lika i sér lausn á hús- næðisvandræðum Fósturskólans. Algjört ófremdarástand rikir nú i þessum málum, sagði Þorbjörn, en meirihluti Sjálfstæðisflokksins synjaði tillögum fyrrgreindra aðila áu nokkurs röksluðnings. Eg hef ekki hugmynd um hvað liggur aö baki en það hljóta aö vera einhverjar annarlegar póli- tiskar ástæður. Undanfarin ár hefur öng- þveiti rikt með framhalds- deildirnar i borginni. Þær hafa starfað við ýmsa skóla, svo sem viðskipta- braut við Laugalækjarskóla, sjóvinnubraut við Hagaskóla og heilsugæslu- og uppeldisbrautir sem áöur voru i Lindargötuskóla. i Armúlaskóla. Kristján Gunnarsson fræðslu- stjóri og menntamálaráðuneytið hafa að undanförnu unnið að lausn á þessum vandamálum og tillögur þeirra voru á þá leið að brautirnar við Laugalækjarskóla og Ármúlaskóla yrðu sameinaðar i einn fjölbrautaskóla i hinum siðarnefnda sem siðan gæti þró- ast áfram með nýjum verknáms- deildum. 1 Laugalækjarskóla eru tvö skólahús og með þessum tillög- um var gert ráð fy.rir að annað yrði fyrst um sinn nýtt fyrir 8. og 9. bekk grunnskóla en hitt yrði fengið Fósturskólanum i hendur sem verður nú að hirast i óhent- ugu leiguhúsnæði. Eins og áður sagði höfnuðu full- trúar meirihlutans, þau Davið Oddsson, Elin Pálmadóttir, Ragnar Júliusson og Aslaug Frið- riksdóttir þessum tillögum án nokkurs rökstuðnings og einnig var hafnað beiðni kennara Armúlaskólans og gulltrúa minnihlutans, Þorbjarnar Broddasonar, Arna Þórðarsonar og Björgvins Guðmundssonar um frestun afgreiðslu. Meirihlutinn lagði engar nýjar tillögur fram og situr nú við sama ófremdar- ástandið. Ég get eiginlega ekki sagt annað en ég sé stórhneyksl- aður, sagði Þorbjörn að lokum. Fóstrunemar sœtta sig ekki við kjör sín Ætla ekki tíl starfa Fóstrunemar sem útskrifast í vor hyggj- ast ekki að óbreyttu ráða sig sem fóstrur að loknunámi. Teija þær áð laun fóstru séu svo lág að þau nægi engan vegin til framfærslu og greiðslu á nám- skuldum er hlaðist hafa upp á þriggja ára námi. Byrjunarlaun fóstru eru rúm 153 þúsund á mánuöi. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem fóstrunem- ar héldu i gær. Einnig kom fram að skortur á fóstrum er mikill . á dagvistunar- stofnunum og kenndu fóstru- nemar lágum launum og lélegri aðstöðu um. Þær sögðu að algengt væri að tvær fóstrur væru með 20 börn undir handleiðslu allan daginn og er það gifurlegt álag bæöi fyrir fóstrurnar og börnin. Þær lögðu og áherslu á að dagvistunarstofnanir eiga að vera uppeldisstofn- anir en ekki einhver geymsia fyrir börnin. I þvi sambandi töldu þær lágmark að fóstrur hefðu eina klukkustund á dag til undirbúnings starfsemi næsta dags. e|, Guðmundur J. Guðmundsson I ræöustól við hlið fundarstjóra Guð- mundar Þ. Jónsonar. , ., Ljósm. JAS. Nauösyn á stofnun leigj endasamtaka A undirbúningsfundi sem boð- að var til á mánudagskvöld vegna stofnunar lcigjendasam- taka lagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verka- mannasambands islands áherslu á nauðsyn þess að gera leigu frádráttarbæra frá skatti og jafnframt að hverfa yrði frá einkabraski með byggingar og sölu húsnæðis en efla byggingar á vegum sam vinnuféla ga og verkalýðsfélaga. Fundurinn var mjög vel sótt- ur og tóku margir til máls. Sam- þykkt var að stofna Landssam- lök leigjenda á islandi sem fyrst og voru 5 skipaðir i sérstaka undirbúningsnefnd, scm boðar til stofnfundar. í nefndina voru kjörnir: Jón Kjartansson frá Pálmholti, Bjarney Guðmundsdóttir, Jón Asgeir Sigurðsson, Fjóla Guð- mundsdóttir og Jóhannes Agústsson 1 upphafi fundarins ræddi Haukur Már Haraldsson blaða- fulltrúi ASl um aðdragandann að stofnun leigjéndasamtaka, en Haukur hefur ásamt nokkrum leigjendum og for- ystumönnum úr verkalýðs- hreyfingunni unnið að þessu máli að undanförnu. Guðmundur J. Guðmundsson rakti þróun húsnæðisbygginga i Reykjavlk, allt fráþviað fyrstu verkamannabústaðirnir voru teknir i notkun árið 1932. Þá ræddi hann um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis i borg- inni, og sagði að þó vissulega hefði mikið áunnist i þeim efn- um, sérstaklega með niðurrifi braggahverfanna, væri enn langt i land. ótrúlega mörg reykvisk börn búa við skerta heilsu alla ævi vegna lélegra og rakra kjallaraibúða, sagði Guðmundur. Guðmundur lagði áherslu á að verkalýðsfélögin ættu að snúa sér af krafti að húsnæðismálun- um, bæði með byggingu verka- mannabústaða og leiguhús- næðis. Hann ræddi einnig leiðir til þess að stórauka félagslegar byggingar, bæði á vegum hins opinbera og verkalýðsfélag- anna. Minntist Guðmundur þar á fé lífeyrissjóðanna, sem hann taldi að nýta mætti i þessu skyni. Guðmundur lýsti að lokum ángægju sinni með stofnun leigjendasamtaka og sagðist hann vænta mikils árangurs af samstarfi þeirra og verkalýðs- félaganna i náinni framtið. Að loknu máli Guðmundar talaði Arnmundur Backmann lögfræðingur og kynnti hann fundarmönnum uppkast að fé- lagslögum fyrir leigjendasam- tök. 1 umræðum um lögin kom fram að nauðsynlegt væri að fé- lagið yrði opið öllum leigjendum ibúðarhúsnæðis, svo og öllum þeim sem styddu tilgang félags- ins. Þó bæri að útiloka þátttöku þeirra sem eru leigusalar eða hafa beina hagsmuni af útieigu ibúðarhúsnæðis. Fundurinn stóð fram á tólfta timann, en auk framangreindra tóku þessir til máls: Bragi Jósefsson, Birna Þórðardóttir, Stefán ögmundsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Róska óskarsdótt- ir, Gunnar H. Birgisson, Jón Kjartansson, Konráð Thomson, Alfheiður Ingadóttir Orn Marinósson, Finnur Birgisson og Þórunn Valdimarsdóttir. -ÁI. Ný stjórn hjá RARIK Eftirtaldir menn voru i gær skipaðir af iðnaöarráðherra i stjórn Kafmagnsveitna rikisins til næstu fjögurra ára: Pálmi Jónsson, alþingismaður, Akri, A-Hún., formaður, Aðal- steinn Guðjohnsen, rafmagns- stjóri, Reykjavik, samkvæmt til- nefningu Sambands Isl. rafveitna, Axel Kristjánsson, forstjóri Hafnarfirði, Hjalti Þorvarðarson, rafveitustjóri, Selfossi, Jón Helgason, alþingismaður, Segl- búðum, V-Skaft.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.