Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. april 1978 Miðvikudagur 19. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — StDA II Úr erindum Lofts Guttormssonar, sagnfræðings og Sigurjóns Björnssonar sálfrædings við stétt og skólamenntun barna i hinum einstöku stéttum. Stéttamuninum er viðhaldið að miklu leyti með þvi að efri stéttirnar hafa i hendi sér stjórnun, fjármál, námsmat og markmið skólanna. „Persónuleikaeinkennin, sem minnst var á, þróast einkum á unga aldri, bæði i fjölskyldunni og i öðrum félagsmótunarstofn- unum, eins og skólum. Þar eð fólk hneigist til að eignast maka úr eigin stétt hafa foreldrar ein- att svipuð persónuleikaeinkenni i meginatriðum. Börn foreldra, sem skipa ákveðin þrep i starfskerfi þjóðfélagsins vaxa upp á heimilum þar sem upp- eldisaðferðir og stundum jafn- vel hið náttúrulega umhverfi ýta undir persónuleikaeinkenni sem samrýmast kröfum þess starfshlutverks sem foreldrarn- ir gegna. Börnum forráða- manna er tamin sjálfsábyrgð innan mjög svo viðra marka, en börnum verkamanna er innrætt hlýöni. Skólarnir styrkja lika aðra þætti i félagsmótun fjölskyld- unnar, og óskir og væntingar nemenda og foreldra eru ná- tengd þjóðfélagsstétt. Vanalega er það svo að væntingar kenn- ara, ráðgjafa og stjórnenda skólanna styrkja væntingar þær, sem nemendur og foreldr- ar hafa i þessu efni...” Náttúruleg eða félagsleg gjöf Þetta samhengi, sem Bowles setur hér fram er i raun þunga- miðja i túlkun róttækra félags- fræðinga á félagslegri fúnksjón skólanna. ,,A grundvelli efna- hags- og starfskerfisins mótast stéttarmenning með sinum ákveðnu uppeldisháttum og gildisviðhorfum, sem gera manni skiljanlegt hvernig skól- inn fer að þvi, að mestu eftir duldum leiðum, að rækja sitt félagslega skilvinduhlutverk i þágu valda- og eignastéttanna. Endurnýjun hinnar félagslegu verkaskiptingar stendur, sam- kvæmt þessari túlkun, i gagn- virku sambandi við endurnýjun hins menningarlega kapitals innan hins stéttbundna fjöl- skyldukerfis. Galdurinn við hiö hugmyndalega forræði felst ekki sist i þvi að hafa innrætt þorra almennings þá trú, að námsárangur einstaklinga i skóla ráðist fyrst og fremst af hans náttúrulegu gjöf (gáfum) fremur en félagsarfi fjölskyldu hans oe stéttar, svo notaö sé orðalag Bourdieus.” Annan og betri skóla Meginviðfangsefni i sósial- iskri stefnumótun skólamála er, sagði Loftur, að skoða og meta að hvejniklu leyti islenskt þjóð- lag og islenskur skóli lýtur þessari sömu röksemdafærslu, sem að framan greinir. Og það er fagnaðarefni að nú þegar skuli vera kominn skriður á rannsóknir i þessum efnum, og ber þar einkum að nefna rann- sókn þeirra Sigurjóns Björns- sonar sálfræðings og Wolfgang Edelsteins. En það er hvorki átaka- né sárindalaust að taka þessa hluti til gagngerrar endurskoðunar, en það er nauðsynlegt. Menn verða bara að kunna að skilja i sundur persónulega þætti ann- ars vegar og kerfisbundna þætti hins vegar, og athuga að af- leiðingarnar af gangverki kerf- isins, hversu slæmar sem þær kunna að vera, eru i sjálfu sér ekki áfellisdómur yfir persón- um, sem eru hluttakendur i starfsemi þess. Við skulum þvi vera óhrædd við að spyrja óþægilegra kerfis- spurninga og vera óhrædd við að gagnrýna okkur sjálf sem virka þátttakendur i þjóðfélagi misréttis og ójafnaðar. Þessu þjóðfélagi viljum við breyta. Til þess þurfum við m.a. að eignast annan og betri skóla”, sagði Loftur að lokum. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur: Skólamálaráðstefna Alþýðubandalagsins Tengsl skóla og þjóðfélags „SkMaitarflt >kal þvt leggja grnndvSII at ijálfataefiri hugsun nemenda og þjálfa haefnl þeirra til aant starfs viA aftra.” Úr markmiftsgrein (2gr.) grunnskólalaganna, en einsog er ýtir skólinn undir samkeppni ogeykurá misrétti nemenda. Loftur Guttormsson, sagnfræðingur: Hín félagslega skílvínda------------------------- í erindum sinum á skólamála- ráðstefnu Alþýöubandalagsins, fjölluðu þeir Loftur Guttorms- son og Sigurjón Björnsson báöir um þaö hvernig og hvers vegna skólinn eins og við þekkjum hann best, viöheldur og jafvel eykur á misrétti i þjóftfélaginu. og hér veröur litillega gerft grein fyrir umfjöllun þeirra um þetta efni, hvors um sig. Loftur vék fyrst að þvi hversu I .timabært þaö væri, fyrir Is-‘ lenska sósialista, að gera sér far um að skilja og skilgreina tengslin á milli skóia og þjóð- félags. Hann kvaö hafa gætt allt of mikils tómlætis i þeirra röö- um um hina félagslegu virkni (fúnksjón) skólans, þeirrar stofnunar sem nær allir uppvax- andi einstaklingar kynnast af beinni reynslu, og sem hlýtur að hafa mikil og varanleg áhrif á hvern og einn. Skólinn með sin- um margvislegu félagslegu áhrifum hefur ekki hlotið, i vit- und okkar þann pólítiska virð- ingarsess, sem honum ber og skólamál hafa ekki talist ótvi- rætt til stjórnmála, sem þau þó augljóslega eru, ef að er gætt, sagði hann. Og hver gæti hugsanlega ver- ið skýringin á þessu tómlæti sósialista gagnvart skólanum, spyr Loftur. Ein tilgáta er sú að það sé vegna þess að i ritum lærimeistaranna, Marx og Eng- els, hafi sósialistar ekki fundið neinar klásúlur um skóla i kapitalisku þjóðfélagi. En sú vöntun, sem þó er ekki alger, á sina eðlilegu skýringu sem er sú, að á timum þessara manna voru almenningsskólar varla komnir til sögunnar. En Marx segir þó um uppeldið að það skuli vera eins hjá öllum börn- um, ókeypis og samræmt fram- leiðslustörfunum. Og hann gagnrýnir hugmyndir frjáls- hyggjumanna um almennt og jafnt þjóðaruppeldi af rikisins hálfu (sbr. stefnuskrá þýska verkamannaflokksins, sem kennd er við Gotha), á þann hátt, að það sé ekki fram- kvæmanlegt i hinu stéttskipta þjóðfélagi. Almenningsskólar — formlegt jafnrétti Með tilurð almenningsskól- anna i Evrópu seint á 19. öld, og hér á tslandi i byrjun þeirrar 20. urðu þáttaskil. Það uppeldis- og fræðsluhlutverk, sem áður haföi eingöngu hvilt á fjölskyldunni færðist að miklu leyti yfir á sér- hæft félagsfesti, þar sem skólarnir voru. Hinir fyrstu almennu skólar byggðust fyrst og fremst á við- horfum frjálshyggjumanna, en grunntónninn i þeim viðhorfum er að félagsleg staða einstak- linga skuli ekki bundin af öðru en þeirra eigin framtaki og verðleikum. Allir skulu hafa formiegt jafnrétti, þ.e. form- lega jöfn tækifæri til að reyna sig við sömu viðfangsefni án til- lits til þess hvað i hverjum og einum býr. Samkvæmt þessu er litið á einstaklingana sém félagslega óháð stök, óbundna af félagslegum hefðum fjöl- skyldu og stétta, sem keppa inn- byrðis um eftirsóknarverðar stöður og gæði i krafti eigin gáfna eða hæfileika. Þannig verður til þjóðfélag einstak- lingsfrelsis og borgaralegs jafn- réttis þar sem litiö er svo á að skólinn hafi yfir að ráöa félags- lega hlutlausum tækjum til þess að flokka einstakiingana með tilliti til hæfileika og greindar. Og það fer ekki hjá þvi að sú hugsun leiti á, þegar leitað er ástæðna fyrir kenninga- og stefnuleysi sósialista i skóla- málum, að þærsé e.t.v. að rekja til þess að þeir hafi leynt eöa ljóst aðhyllst viðhorf frjáls- Loftur Guttormsson hyggjumanna og þar með tekið góða og gilda hina borgaralegu skólahugmyndafræði, þ.e. að skapaður væri grundvöllur fyrir félagslegan jöfnuð með stofnun almenningsskóla, þar sem öll- um væri veitt jöfn tækifæri á hæfileikamarkaði skólans. ópólitisk stofnun í þágu rikjandi afla Samkvæmt þessari hug- myndafræði er skólinn hafinn yfir pólitiskar deilur, að mestu leyti, ekki er deilt um eðli og áhrif þeirrar starfsemi sem fram fer innan veggja skólanna, þar með talið hæfileikamatið og skólinn er álitinn ópólitisk stofn- un og þvi ekki ástæða fyrir sósialiskan stjórnmálaflokk að móta grundvallarstefnu i skóla- málum. Og sósialistar virðast heldur ekki hafa gætt að þvi sem Marx sagði forðum daga, að rikjandi hugmyndafræði hverra tima væri ekkert annað en hug- myndir rikjandi stétta. Það skyldi þó ekki vera að stofnun almenningsskólanna hefði verið liður i að treysta hugmyndafræðilegt forræði borgarastéttarinnar i átökum við vaxandi verkalýösstétt? Var ekki einmitt þörf einnar alls- herjar manngerðar- og við- horfsmótunarstofnunar til þess aö hafa hemil á lýðnum sam- fara útvikkandi pólitiskum rétt- indum hans og almennum kosn- ingarétti? Niðurstöður þeirra félags- fræðinga, sem af hvað mestri yfirsýn hafa fjallaö um félags- lega fúnksjón skólans i frönsku, bresku og bandarisku þjóðfél- agi, einkum með tilliti til tengsla skóla og jafnréttis, styðja greinilega þessar hug- myndir og vafalitið myndu is- lenskar rannsóknir gefa mjög svipaðar niöurstööur, og hafa reyndar gert. Skipbrot jöfnunarstefnu umbótasinna Fyrst vék Loftur að bretanum A.H. Halsey og viðleitni breskra umbótasinna til aö útrýma mis- mun á tegundum skóla fyrir sambærileg skólastig, i þvi skyni að jafna tækifærin til mennta, en þessi mismunur var af þeim talin mesta hindrunin á vegi jöfnunarstefnunnar og minnir það mjög á allt tal okkar tslendinga um jöfnun bóknáms og verknáms. Umbótasinnar, þar með tal- inn Halsey, héldu þvi fram að þá fyrst, þegar þessum mismun hefði verið útrýmt, myndu hin hefðbundu tengsl milli skólateg- undar, stéttaruppruna og félagslegs frama rofna. En sú varð þó ekki raunin, þrátt fyrir áratuga baráttu, og umbótastefna frjálshyggju- manna hefur beðið skipbrot að mati þeirra sem mest hafa fjall- að um þessi mál, svo sem Hal- sey. Hann segir m.a. að þrátt fyrir mikla útþenslu mennta- kerfisins breska á 6. og 7. ára- tugnum hafi mismunurinn á skólagöngu með tilliti til stétta, kynþátta, kynferðis og búsetu haldist óbreyttur, það hafi aö- eins fjölgað i hverjum hópi, án þess að hlutfallslegir möguleik- ar þeirra til skólagöngu hafi breyst. Og hann segir enn fremur að viðhorf barna til skólanáms og raunveruleg frammistaöa þeirra i skóla end- urspegli aðeins hið félagslega umhverfi þeirra og fjölskyldu- aöstæður, og það sem sé mest um vert, væntingar kennara þeirra. Skólaumbætur eru betri en ekki, segir Halsey, ,,en betrum- bót á hlutfalli nemenda-kenn- ara, bygging nýrra skóla og jafnvel samning fjölbreyttari námsskráa hafa þegar best læt- ur takmörkuð áhrif til mótvæg- is.” Skólinn viðheldur misréttinu Einnig vitnaði Loftur i frakk- ann Bourdieu og bandarikja- manninn Samuel Bowles, þar sem Bourdieu segir að skólinn sé eitt mikilvirkasta tækið til að viðhalda rikjandi félagsmynstri þar sem hann láti i té einhvers konarréttlætingu á félagslegum ójöfnuði og viöurkennir um leiö menningararfinn, þessa félags- legu gjöf, sem náttúrulega gjöf. Samúel Bowles segir um tengsl efnahags- félags- og m e n n i n g a r k e r f i s i n s i kapitalískum þjóðfélögum að stéttaójöfnuðurinn i skólakerf- inu og þátttaka skólans I endur- nýjun hinnar félagslegu verka- skiptingar séu svo augljós að þeim verði ekki neitað. Hann segir að gildi, persónuleikaein- kenni og væntingar, sem færist frá einni kynslóð til annarar gegnum félagsmótun fjölskyld- unnar hafi augljósa samsvörun 1 staft þess aft veita hverjum og elnum tækifæri til að þroska slna sérstæftu hæfiieika og greind viftheldur skólinn mismun nemenda og eykur jafnvel á hann. Skólínn eykur á misréttíd i erindi sinu fjallaöi Sigurjón Björnsson aftallega um nokkrar nifturstöftur rannsóknar, sem hann sjálfur hefur gert ásaml Wolfgang Edelstein. Þar var upphaflega um aft ræfta saman- burftarathugun, annars vegar a börnum, sem komu til meftferft- ar vegna einhverra sálrænna vandamála, og hins vegar á börnum sem ekki komu til slikr- ar meftferftar. Athuguð voru börn á aldrinum 5-15 ára, 100 i hverjum árgangi, og einnig var aflað upplýsinga um foreldra þeirra, afa og ömmur. Meðal þess, sem athugað var og er, þvi rannsóknin er enn i gangi, er vitsmunalegur þroski greind, skólaganga og náms- árangur barnanna með tilliti til félagslegs og stéttarlegs upp- runa. Félagsleg áhrif á þroska Það hefur komið i ljós i þess- ari rannsókn að allmikill munur er á vitsmunalegum þroskaskil- yrðum barna eftir uppruna. Hér verður talað um stéttir, þó e.t.v. sé ekki um eiginlegar stéttir að ræða, en um þá skilgreiningu hefur mikið verið deilt. Alls komu fram i rannsókn- inni á sjötta þúsund starfsheiti er tóku til tveggja kynslóða, þ.e. foreldra barnanna og svo aftur foreldra þeirra, og var þeim endanlega raðað i sex flokka. En snúum okkur þá að niður- stöðunum, fyrst greindarvisi- tölu. Meöaltal greindarvisitölu i lægstu stétt var 96.4 stig og i hæstu stétt 108.8 stig. Börn, sem hafa greindarvisitölu á bilinu 45—89 eru yfirleitt talin litið vangefin eða tornæm og sam- kvæmt niðurstöðunum koma um 30% þeirra úr verkamanna- og sjómannastétt, en aðeins 6% úr hástétt. Greindarvisitala 110-149 stig telst aftur á móti góð eða mjög góö. Úr lægstu stétt voru 15.6% með greindarvisitölu á þvi bili, en 50% úr hæstu stétt. Og hvernig skyldi börnunum svo vegna i skólanum? Þar sem hér er um að ræða langtima- rannsókn er unnt að fylgjast með börnunum þar til skóla- göngu lýkur og jafnvel lengur ef þess er óskaö. Þá skulum við fyrst snúa okk- ur að einkunnum á barnaprófi. A einkunnabilinu 0-5.9 vor 11.9% úr lágstétt og 5.1% úr hástétt. En á bilinu 9-10 voru aðeins 6.8% úr lágstétt en 31.6% úr hástétt.; Það sama gildir um unglinga- prófið nema að þar er munurinn orðinn enn meiri. Þá voru á einkunnabilinu 0-5.9 39.5% úr lágstétt og 7.1% úr hástétt, en meö einkunnir 9-10 voru 0.8% úr lágstétt og 11.4% úr hástétt. Barnapróf Eink. lágst. hást. 0-5.9 11.9% 5.1% 9-10 _ 6.8% 31.6% Samkvæmt þessu virðist skói- inn fremur auka á mismun milli barna en draga úr honum og þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvað það sé sem eink- um stuðli að þessum mismun. Ein af spurningunum sem leitað er svara við i umræddri rannsókn er, hver verður loka- menntun þeirra sem rannsóknin nær til. Og ef við tökum fjóra elstu árgangana þá sem eru f. 1950, ’51, ’52 og ’53:, kemur eft- irfarandi i ljós. Or verkamanna- og sjó- mannastétt hafa 9.5% einungis lokið skyldunámi, 69.5% hafa lokið gagnfræðaprófi eða álika skólagöngu, 11.4% stúdentsprófi eða álika og 9.5% hafa lokið há- skólanámi. En úr embættismannastétt er enginn, sem aðeins hefur lokiö Sigurjón Björnsson skyldunámi en aftur á móti hafa 57.1% lokið háskólanámi. Hvert stefnir svona þjóð- félag? Þessar niðurstöður koma all- Unglingapróf lágst. hást. 39.5% 7.1% 0.8% 11.4% ar mjög vel heim og saman við þær erlendu athuganir, sem Loftur Guttormsson gerði að umtalsefni, einkum tilvitnun hans I Samuel Bowles. Varðandi geðheilsu barnanna var einnig gifurlegur munur með tilliti til stétta. Af þeim sem voru með mjög slæma geðheilsu voru 24.3% úr lágstétt og 8.4% úr hástétt. Það fer ekki hjá þvi að fengn- um niðurstöðum sem þessum vakni spurningin um hvert svona þjóðfélag stefni eiginlega. Er ekki timabært að efldar verði stórlega fræðilegar athug- anir á islensku þjóðfélagi, svo við megum kynnast þvi sem mest og best og leita úrbóta þar sem þeirra er þörf og virðist það ekki vera óvlða. —IGG Elnn ár Uára hópnnm veitir verftlaunum sinum vifttöku. • • Landssamtök klúbbanna Oruggur akstur í fyrsta sinn veitt verölaun fyrir 30 ára öruggan akstur A ársfundi klúbbanna öruggur akstur, sem haldinn var i mars voru i fyrsta sinn veitt verftlaun fyrir öruggan akstur i 30 ár og voru þrjátiu og sex bifreiftaeig- endur sem hlutu þau verftlaun. Á fundinum voru tilkynntar og/efta afhentar 345 5 ára viftur- kenningar, 110 merki fyrir 10 ára öruggan akstur, 24 fyrir 20 ára og 7 fyrir 30 ára. 1 ár fá alls 667 manns, i verftlaun fyrir öruggan akstur, iögjaldsfria ábyrgftar- tryggingu ökutækja sinna hjá Samvinnutryggingum. Fundinn sóttu 200 mannsogþar voru sam- þykktar tvær ályktanir þess efnis að skora á allan almenning i land- inu að hef ja samstilltan áróður og baráttu gegn slysum og eigna- tjóni i umferðinni og skorað á dómsmálaráðherra að gefa Um- ferðarráði fyrirmæli um myndar- lega forgöngu til aukins um- ferðaröryggis i landinu og að gera -ráðinu þaö fjárhagslega kleift. Stjórn klúbbsins var öll endur- kosin áfundinum, en hana skipa: Kristmundur J. Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, for- maður, Tryggvi Þorsteinsson læknir og Grétar Saémundsson rann sóknarlögreglu mað ur. Nokkrir verðlaunamenn úr ná- grenni Reykjavikur sóttu fund- inn. Borgfirðingavaka hefst í dag Fjölbreyttar kvöldvökur Borgfirftingavaka er aft verfta árviss viftburöur i félagslifi Borg- firöinga. Aft þessu sinni hefst vakan i Logalandi aft kvöldi siöasta vetrardags, meft tón- leikum Sinfoniuhljómsveitar islands og siöan rekur hver sam- koman aftra. A sumardaginn fyrsta verður opnuð sýning á grafisk og teikningum i Valfelli og verður sýningin opin á fimmtudag —■ 14.00 22.00. Eru myndirnar á sýningunni I eigu Listasafnsins i Borgarnesi. Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður fyrsta kvöldvakan af þremur og verður hún i Lyng- brekku. önnur kvöldvakan verður i Heiðarborg á föstudags- kvöldið 21. april og hin þriðja i Logalandi á laugardagskvöldinu. Dagskráin á kvöldvökunum er nokkuð mismunandi en af helstu atriðum má nefna að lesið ér kvæði kvöldsir.s, nemendur úr Tónlistarskóla Borgarf jaröar leika á pianó, Gisli Þorsteinsson og Kristin Jónasdóttir syngja ein- söng. Þrir leikþættir verða sýndir, látbragðsleikur, sem félagar úr leikdeild umf. Skallagrims eru með, samiestur úr leikritinu „Stalin er ekki hér”, flutt af félögum úr leikdeild umf. Staf- holtstungna og auk þess sýna nemendur Bændaskólans á Hvanneyri leikþátt. Nemendur úr Klepp- járnsreykjaskóla sýna látbragðs- leik, nemendur úr Grunn- skólanum i Borgarnesi sýna jass — dans og Margrét Guðjónsdóttir sýnir nútimaleikfimi. Einnig syngur Bjartmar Hannesson gamanvisur. Tveir kórar koma fram á Borg- f i r ð i n g a v ö k u . Samkór Hvanneyrar undir stjórn Olafs Guðmundssonar og Karlakórinn sunnan Skarðsheiðar, undir stjórn Agústu Agústsdóttur. Má af þessu sjá, að dagskrá kvöldvökunnar verður fjölbreytt og ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Borgfirðingavöku lýkur með bilasýningu Bifreiða- iþróttaklúbbs Borgar- fjarðar i Borgarnesi laugar- daginn 29. arpil. —mhg Enskukennslan Svör við æfingum i 22. kafla 1. Svörin eru i textanum. 2a. Dæmi: Mary, have you washed yet? Yes, I’ve just washed. 2b. Dæmi: Mary, have you got up yet? It’s nine o’clock, but I need’nt get up yet. 3. Dæmi: Have you just got up? I got up hours ago. 4: Dæmi: Mark, you must help Mrs Yates with the cleaning. I needn’t do it. Someone else can help Mrs Yates. No, you must do it. It’s your turn to help with the cleaning. 5. Dæmi: Mark, you needn’t help Mrs Yates with the cleaning to- day. 6. Dæmi: And I’ve just made the coffie, and gone shopping with Mrs Yates and... 7. Dæmi: I mustn’t whistle in the classrooms... 8. Svarið fyrir ykkur sjálf. 9. Dæmi: I haven’t written on the walls yet. I haven’t fought in the playground yet. 10. Dæmi: I've just smoked in the school. I’ve just whistled in the classroom. 11. Dæmi: Are you allowed to whistie in the classrooms? No, we mustn’t. 12. He drove home, took the dog for a walk, gave the cat some milk, he ate his supper and wrote his diary. 13. He hasn’t driven home. He hasn’t taken the dog for a walk. Hehasn’t given his cat any milk. He hasn’t eaten his supper. He hasn’t written his diary. 14. 1. g: gate, gone, song. 2. b: ball, bill, brush. 3. s: ears, sour, seven.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.