Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.04.1978, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 19. april 1978 WÓÐVILJINN — SÍÐA 15 r Yfírlýsing frá stjórn Kattavinafélags Islands Átök í Sambandi Dýravernd- unarfélaga íslands Hér á landi er starfandi Sam- band Dýra v ern dun arfélaga islands.i lögum þessertilgangur sambandsins tilgreindur sá m.a. að sameina öll félög, sem vinnaö verndun dýra, svo og þá einstakl- inga, sem búsettir eru þar, sem sérstakt dýraverndunarfélag er ekki starfandi. Þá er það lika til- gangur sambandsins að koma fram gagnvart opinberum aðilum varðandi dýravernd og að hafa afskiptiaf málum, sem varða dýr og velferð þeirra. 1 Sambandi Dýraverndunar- félaga tslands, skammstafaö SDl, eru nú þessi félög: Dýra- verndunarfélag Reykjavikur, Dýraverndunarfélag Hafnfirð- inga, Dýraverndunarf élag Akureyrar, Hundavinafélag tslands og Hundaræktarsamband tslands. Innan þessara félaga allra eru margir áhugamenn um dýravernd, en þö hefur fjöldi félagsbundinna dýraverndunar áhugamanna verið minni en ætla mætti, og þvi æskilegt frá sjónar- miði dýraverndar að auka aðild að SDl. Hér verður til fróðleiks rakin sérstæð saga, sem rétt þykir að skjalfesta, vegna þess m.a. að hún lýsir þvi nokkuð vel, hvernig hægt er að misnota fengið vald i þeim tilgangi að viðhalda þvi, jafnvel þótt þess gerist þá þörf að brjóta lög félagasamtaka og við- teknar lýðræðislegar reglur, sem allir munu telja sjálfsagðar og grundvöllur mannréttinda i lýð- frjálsu landi. Aðalfundur Sambands Dýra- verndunarfélaga íslands hafði veriðboðaður 5. mars 11978. Rétt- um mánuðiáður, þ.e.a.s. 5. febrú- ar 1978, sótti Kattavinafélag Islands bréflega um upptöku i SDl. Var bréfið sent i ábyrgðar- pósti til stjórnar SDl, enda i lög- um Kattavinafélagsins m.a. ákvæði um, að félagið skuli stuðla að þvf að fækka villiköttum á mannúðlegan hátt til að hindra þjáningar þeirra i sulti og kulda. Þetta er sannanlega mannúðar- mál og allur tilgangur Kattavina- félags tslands þvi dýraverndar- mál. Þegar stjórn Kattavina- félagsins hafði ekki borist svar við beiðni um upptöku i SDt þremur vikum eftir að umsókn var send, sendi Kattavinafélagið itrekun um svar. Þá barst bréf frá stjórn SDt, þar sem þess er óskað að lög Kattavinafélagsins og félagaskrá þess verði send til stjórnar SDt. Lögin voru send strax með bréfi frá stjórn Katta- vinafélagsins, en þar eð félaga- skráin væri spjaldskrá og ein- göngu til i einriti, væri ekki hægt að senda félagaskrá þá á stund- inni. Hinsvegar bauðst stjórn Kattavinafélagsins til þess i bréfi þessu að taka með á aðalfund SDÍ þessa spjaldskrá, þannig aö kjörbréfanefnd gæti sannfært sig um félagatal. Þegarekkertsvar frá SDl hafði ennþá borist daginn fyrir aðal- fund SDt, en stjórn Kattavina- félagsins hafði hug á, að félagið gæti orðið fullgildur aðili að SDl fyrir fundinn sendi stjórn Katta- vinafélagsins eftir farandi sim- skeyti, laugardaginn 4. mars 1978 til Jórunnar Sörensen: „Jórunn Sörensen, formaður Sambands Dýraverndunarfélaga tslands, Sunnuflöt 12, Garðabæ Kattavinafélag tslands itrekar beiðni um inngöngu i Samb. Dýravernðunarfélaga tslands fyrir aðalfund 5.3 ’78 ella verði inngöngubeiðni lögð fyrir aðal- fund i upphafi hans, samanber Hundavinafélag Islands. Full- trúar Kattavinafélagsins munu mæta við fundarstað með nauð- synleg gögn til kjörbréfanefndar. Stjórn Kattavinafélags tslands.” Svo hófst aðalfundur SDI i Tjarnarbúð uppi þann 5. mars 1978. Eins og frá var skýrt i sim- skeytinu voru mættir utan við fundarsalinn 17 aðalfulltrúar og 5 varafulltrúar frá Kattavinafélagi tslands, i þeirri von að strax i upphafi fundar yrði þeim boðið að koma inn i salinn og fá inngöngu i SDl. Svo varð þó ekki. Aðalfundinn setti Jórunn Sörensen, formaður SDI, og skip- aðiformaðurinn, Sigriði Asgeirs- dóttur, héraðsdómslögmann sem fundarstjóra. tlögum SDIstendurhinsvegar i 10. gr.að kjósaskulifundarstjóra og fundarritara. Með þessu voru þegar i upphafi brotin lög SDt af formanni þess. Þvínæst skipar fundarstjóri kjörbréfanefnd, sem öll var úr DýraverndunarfélagÍReýkjavfkur og Olaf Jónsson, lögfræðing, for- mannhennar. I lögum SDl stend- ur að einnig skuli kjósa kjör- bréfanefnd. Þar með hafði fundarstjóri framið aniiað laga- brotið þessa fundar. Þegar hér var komið sögu á fundinum, fékk kjörbréfanefnd m.a. kjörgögn og félagsspjald- skrá Kattavinafélags Islands og hóf störf sin að athugun kjör- gagna. Formaður lagði fram árs- skýrslu SDt, og átti siðan að ræða hana. Formaður Hundavina- félagsins, Jakob Jónasson, lækn- ir, fékk þá orðið og las upp samrit af simskeytinu frá Kattavinafél- agi tslands, sem sent hafði verið formanni stjórnar SDI daginn áð- ur, og vakti athygli á þar, að utan fundarsalar biðu nú fulltrúar frá Kattavinafélagi Islands, hvort ekki væri rétt að bjóða þessu fólki i salinn. Orðrétt sagði formaður Hundavinafélagsins i lok ræðu sinnar: „Þar sem Kattavina- félagið hefur fullnægt öllum formsatriðum um inngöngu i SDt og fulltrúar þess eru mættir hér við fundarstað, 17 samkvæmt félagatölu, þá krefst ég þess að fundurinn samþykki hér og nú inngöngu Kattavinafélags tslands i Sambandið, og kjörbréf fulltrú- anna verði tekin til greina. En stjórn SDl óskar að halda sér stranglega við lagabókstafinn, þá krefst ég þess til vara, að fundi verði frestað um 5 minútur og stjórnin haldi stjórnarfund, þar sem samþykkt verði innganga Kattavinafélagsins”. Ekki var þessu þó sinnt frekar af fundar- stjóra, og fundi haldið áfram. Eftir rúma tvo klukkutima var ákveðið fundarhlé. Allan þann tima lét fundarstjóri fulltrúa Kattavinafélagsins biða utan fundarsalar, og þótti mörgum fulltrúum á fundinum þetta vera nrikið hneyksli og i engu sam- ræmi við tilgang DSI. Þar ættu allir dýravinir að vera velkomnir til stuðnings við málefni samtak- anna, dýravernd. Eftir kaffihléið leyföi fundar- stjóri loks, að fulltrúar Katta- vinafélagsins mættu koma inn i fundarsalinn. Þá höfðu kjörgögn verið athug- uð, c® hafðikomiðf ljós, að aðeins tvö félaganna höfðu lögleg skil- riki, en það voru Dýraverndunar- félag Akureyrar með 2 fulltrúa og Kattavinafélag tslands með 17 fulltrúa, en stjórn SDI hafði þó ennþá ekki samþykkt að Katta- vinafélagið fengi aðild að SDI. Vegna þess að kjörgögn lágu aðeins fyrir frá einu aðildarfélagi SDt, lagði kjörbréfanefnd til að aðalfundi yrði frestað, og yrði framhaldið 19. mars. Fundarstjóri úrskurðaði þá, að fundi yrði slitið og frestað sam- kvæmt tillögu kjörbréfanefndar. Þessu var mótmælt af mörgum fulltrúanna á fundinum, sem báðu um orðið um fundarsköp, en þvi sinnti fundarstjóri I engu og sleit fundi. Menn ræddu þessi má óform- lega að þessuloknu, m .a. var bent á, að aðalfund átti að halda fyrir lok októbermánaðar ár hvert samkvæmt lögum SDt., þannig að einnig i þvi efni hafði stjórn SDl brotið lög þess. Milli fyrri og siðari hluta aðal- fundar fékk svo stjórn Katta- vinafélagsins bréf frá stjórn SDl, þar sem tilkynnt var, að stjórn SDt hefði fallist á, að Kattavina- félagið yrði aðili að SDt. Fram- haldsaðalfundur SDt hófst svo i Tjarnarbúð niðri, sunnudaginn 19. marskl. 2e.h. — Fundarstjóri var áfram Sigriður Asgeirsdóttir, héraðsdómslögmaður, sem Jór- unn Sörensen hafði skipað fundarstjóraaðalfundar andstætt lögum .Sdí, þar sem segir, að hann skuli kjósa á aðalfundi. Þá hafði hin skipaða kjörbréfanefnd, sem einnig átti að kjósa sam- kvæmt lögum SDI þegar lokið störfum fyrirupphaf aðalfundar- ins, og tilkynnti formaður kjör- bréfanefndar, Ólafur Jónsson, lögfræðingur, um fjölda at- kvæðisbærra fulltrúa hvers félags. Vegna mjög aukins fjölda fulltrúa i sainum frá fyrri hluta aðalfundar, varð mönnum strax ljóst, að hér hafði eitthvað óvenjulegt skeð milli fyrri hluta aðalfundar og framhaldsaðal- fundar. Vitað var, að á fyrri hluta fundarins voru 2 fulltrúar með at- kvæði frá Dýraverndunarfélagi Akureyrar, og var þessi tala nefnd opinberlega á fyrri hluta fundarins, þvi að það félag hafði þá lögskipuð kjörgögn. Nú voru fulltrúar þessa félags hinsvegar orðnir 6 talsins, hafði fjölgað um 4. Mest var þó aukningin á tölu at- kvæðisbærra fulltrúa, frá Dýra- verndunarfélagi Reykjavikur. Eftir þvi sem næst varð komist á fyrri hluta aðalfundar,þá voru þeir þá 14, en á framhaldsaðal- fundi voru þeir orðnir 24 alls. Þess skal getið, að kjörgögn voru ekki lögð fram á fyrri hluta aðal- fundarins fyrir Dýraverndunar- félag Reykjavikur, en talan 14 mun vera nærri sanni, ef saman eru taldir fulltrúar þeirra þá Samkvæmt lögum SDI á hvert aðildarfélag rétt á 1 fulltrúa á aðalfund SDÍ fyrir hverja 10 með- limi upp að 100, en 1 fulltrúa fyrir hverja 25 félaga fram yfir 100. Samkvæmt þessu hefur þá Dýraverndunarfélag Reykjavik- ur haft um 200 félagsmenn fyrir fyrri hluta aðalfundar og þá átt rétt ál4fulltrúum,entilað fá rétt á 24 fulltrúum þarf félagatalan að vera minnst 450. Þannig hefur þurft að fjölga i Dýraverndunar- félagi Reykjavikurum minnst 250 félagsmenn milli fyrri hluta og framhaldshluta aðalfundarins. Það mun vera fáheyrt fyrirbæri i islenzku félagslifi, og örugglega ekki lýðræðislegt, að hægt sé að fjölga félögum og þar með at- kvæðum i kjöri til stjórnar félags á meðan á aðalfundi stendur. Hér virðist þó tilgangurinn hafa helg- að meðalið hjá stjórn SDt, að hindra að hægt yrði að hrófla við áframhaldandi setu þeirra allra i stjórn SDl. A aðalfundinum var nokkuð rædd ársskýrsla SDl, sem form. SDt, Jórunn Sörensen, hafbi lagt fram og hafði framsögu um aftur á framhaldsaðalfundinum. Þá var og rætt um ársreikninga SDt, en jjessi mál verða ekki rædd hér að þessu sinni. Stjórn SDl lagði til, að skipuð yrði þriggja manna nefnd til að endurskoða lög SDt. Var þessari tillögu að aðalfundi breytt þann- ig, að hvert aðildarfélag SDt ætti einn fulltrúa i þessari laganefnd, sem skyldi skila tillögum fyrir næsta aðalfund. Næst skyldi hef ja stjórnarkjör. Las fundarstjóri þá upp tillögu stjórnar SDt, að hún yrði öll end- urkjörin og spurði, hvort nokkrar aðrar tillögur væru. Formaður Hundavinafélagsins, Jakob Jónasson, læknir, fékk þá orðið og bar fram tillögu um menn i næstu stjórnSDl. Þegar hann vildi fá að kynna nánar þessa tillögu og þá menn, sem i framboði væru, stöðvaði fundarstjóri hann og sagði, að nú væri aðeins stjórnar- kjör á dagskrá, og aðeins mætti lesa upp nöfn manna, sem væru bornir fram. Þessu gerræði mót- mælti formaður Hundavina- félagsins, þar eð hann taldi nauð- synlegt að skýra nánar bakgrunn þessarar tillögu. Fundarstjóri sagði þá, að það yrði að biða þar til eftir stjórnarkjörið, undir liðn- um önnur mál. Þótti mörgum fundarmönnunum það harðir kostir að mega ekki kynna fram- bjóðendur fyrir kosningu i stjórn, en þeir mættu kynna sig eftir stjórnarkjör. Það þættu liklega einkennilegir framboðsfundir til Alþingiskosninga, ef þeir væru haldnir að lokinni kosningu. Þannig fékk t.d. dr. Vilhjálmur G. Skúlason, prófessor, sem hafði gefið kostá sér sem formannsefni stjórnar SDI, ekki tækifæri til ab koma fram og kynna sig fyrir stjórnarkosninguna. Fór þvi vegna þessarar ákvörð- unar fundarstjóra fram úthlutun á þeim fjölda atkvæðaseðla, sem kjörbréfanefndin ákvað. En hún var skipuð á fyrra hluta aðal- fundarins og öll úr Dýraverndar- félagi Reykjavikur, en ekki lög- lega kosin eins og áður var frá skýrt. Enga skýringu fengu fundarmenn heldur frá formanni kjörbréfanefndar, Ólafi Jónssyni, lögfræðingi, hvernig á þvi gat staðið, að fulltrúum sumra aðildarfélaganna hefði fjölgað svo mjög frá fyrri hluta til siðari hluta aðalfundarins. Eftir þessa fjölgun samkvæmt mati þessarar kjörbréfanefndar var kjörseðla- fjöldinn þessi: Dýraverndunar- félag Reykjavikur 24 (áður um 14), Hundavinafélagið 24 (sama og áður), Kattavinafélagið 17 (sama og áður). Dýraverndunar- félag Hafnarfjarðar 11 (sama og ábur) Dýraverndunarfélag Akur- eyrar 6 (áður 2) og Hundaræktarsambandið 5 (áður likl. 2). Heildarfjölgun fulltrúa frá fyrri hluta aðalfundar til þess siðara er þannig um 17 fulltrúar, og þessi viðbótaratkvæði öll munu hafa komið til vegna að- gerða fráfarandi stjórnar SDl til að tryggja endurkjör hennar. — Enda fór svo, að stjórnin var öll endurkjörin, þannig að meðþess- um einræðislegu bolabrögöum heppnaðist fráfarandi stjórn að tryggja sér setu til eins árs án nokkurra breytinga. Þótt Katta- vinafélag íslands væri eitt af þremur stærstu aðildarfélögum SDt,þá gat fráfarandi (ogendur- kjörin) stjórn SD ekki fallist á að það félag fengi einn einasta full- úiia i stjórn SDÍ. Stjórn SDI er þvi nú skipuð 3 fulltrúum i Dýraverndunarfélagi Reykjavikur, 3 fulltrúum úr Hundavinafélaginu og 1 fulltrúa úr Dýraverndunarfélagi Hafnar- fjarðar. Eftir alla þá tregðu, sem stjórn SDI sýndi við að samþykkja aðild Kattavinafélags Islands strax i upphafi, slðan þessi ólýðræðis- legu brögð við fundarstjórn, k jör- bréfanefnd og fjölgun fulltrúa milli fyrri og siðari hluta aðal- fundar til að tryggja það, að Kattavinafélag Islands fengi eng- an mann i stjórn SDl, þótt ekki hafi tekist að hindra inngöngu þess i SDt, þá tók stjórn Katta- vinafélags tslands þá ákvörðun, að segja félagið strax úr Sam- bandi Dýraverndunarfélaga Is- lands. Það er sorgleg staðreynd, að stjórn Sambands Dýravernd- unarfélaga tslands hefur beitt þessum sérstæðu einræðislegu aðferöum til að sitja áfram. Um sjálfa kosninguna er enginn á- greiningur. Hún fór lýðræðislega fram, og talningu atkvæða önnuð- ust formenn allra aðildarfélag- anna. Brögðþau, sem höfð voru i frammi, voru i fyrsta lagiþau, að fundarstjóri var skipabur en ekki kosinn, eins og skal gert sam- kvæmt gildandi lögum SDl. Þá var i öðru lagi fundarstjórn ein- ræðisleg og hlutdræg, málfrelsi var ekki virt af fundarstjóra, jafnvel þegar beðið var um orðið um fundarsköp. i þriðja lagivar svo kjörbréfanefnd skipuð af fundarstjóra án nokkurrar aðildar fulltrúa aðalfundar, en samkvæmt lögum SDl skal kjör- bréfanefnd kosin. Þá var i fjórða lagi aðalfundi frestað af fúndar- stjóraum tvær vikur eftir tillögu frá kjörbréfanefnd, án þess að fundarmönnum aðalfundar væri gefið leyfi til að tjá sig um þetta atriði, sem þó varðaði fundar- sköp. Þennan tima milli fyrri og siðarihluta aðalfundar notaði sið- an fráfarandi stjórn til að safna liði og auka fjölda fulltrúa, sem styðja myndi fráfarandi stjórn til endurkjörs, og á framhaldsaðal- fundinum var hún öll endurkcsin. Nú ákvað ennfremur aðalfund- urinn, aðlög SDI skuli endurskoð- uð fyrir næsta aðalfund SDI. Verður fróðlegt að sjá, hvaða breytingar þar verða gerðar, en augljóst má vera af forsögu máls- ins, að mjög liklegt er, að stjórn SDl muni gera það, sem i hennar valdi stendur til að hindra, að sjónarmið fulltrúa á aðalfundi SDI geti komið i veg fyrir, að stjórnin sitji áfram svo lengi sem hún óskar þess. Stjórn Kattavinafélags Islands telur hinsvegar, að orku þess félags, sem nú telur um 300 virka félaga, vera betur varið til dýra- verndunarmála með að stuðla beintaðþeim áhugamálum, en að taka þátt i aðetja kappi við undir- ferli og brögð eins og þau, sem voru rikjandi við fyrstu kynni Kattavinafélagsins af stjórn Sambands Dýraverndunarfélaga Islands. Ef hinsvegar lýðræðisleg vinnubrögð yrðu siðar tekin upp i Sambandi Dýraverndunarfélaga tslands, þá mun stjórn Katta- vinafélags tslands telja það sjálf- sagt, að félagið gerist aðili að SDI á jafnréttisgrundvelli. Stjórn Kattavinafélags Islands er mæta vel ljóst, að innan þeirra félaga, sem nú eiga aðild að SDt, eru fjöldamargir einlægir dýravinir, og sumir félagar Kattavina- félagsins eru þar einnig félagar. Það er þvi einlæg von stjórnar Kattavinafélags Islands, að þró- unin innan SDI megi verða i lýð- ræðisátt, þannig að allir sannir dýravinir geti unnið i sátt og sam- lyndi að þvi meginverkefni, að dýrin megi njóta þeirrar verndar og þess lifsviðurværis, sem mannúðleg geta talist. Stjórn Kattavinafélags tslands. Reykjavik, 27. mars 1978 Svanlaug Löve Eyþór Erlendsson Margrét Hjálmarsdóttie Sigriður Lárusdóttir Hörður Bjarnason Gunnar Pétursson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.