Þjóðviljinn - 06.05.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. mal 1978 AF S KEMMTILE G U SKEMMTANALIFI Fyrir kemur að dagblaðið Tíminn, sem gefið er út hér í Reykjavík, en er annars málgagn dreifbýlisins,tekur fyrir á síðum sínum málefni sem varða þjóðarhag. Slíkur fyrirburður vekur alltaf athygli, eins og önnur undur og stórmerki. Á miðvikudag- inn var birtist í blaði þessu athyglisverð grein um vínmenningu á islandi undir yfir- skriftinni, ,,Má gera skemmtanalífið skemmtilegra?''. Þetta er fimmdálka heil- siðugrein með framhaldi aftar í blaðinu og fjallar um þann aðsteðjandi vanda, sem blasir við þegar menn leggja útí þá tvísýnu að gera sér glaðan dag. Blaðið f reistar þess að varpa nokkru Ijósi á þetta umfangsmikla mál með því að leita svara hjá þeim sérfræðingum, sem afskipti hafa af fólki undir þeim kringumstæðum, sem á íslandi eru kallaðar ,,dagmunur''. Tíminn tekur ef nið f östum tökum, eins og vænta má, leitar orsaka og dregur ályktan- ir. Álits er leitað hjá Samtökum veitinga- og gistihúsaeigenda, bif reiðastjórafélaginu Frama, lögreglunni, dómsmálaráðuneytinu og áfengisvarnarráði. Talsmaður SVG vill hafa opið allan sólar- hringinn og helst lengur, alla daga vikunnar og er tilgangurinn sá, eins og segir í grein- inni, að ,,færa okkur nær nútíðinni". Á þetta sjónarmið fellst talsmaður bifreiðstjórafé- lagsins Frama, sem telur að það mundi stuðla að mun stöðugr.i og regiulegri vinnu leigubílstjóra, ef fólk væri að tínast á dans- staðina og af þeim allan sólarhringinn, alla vikuna. Eins og málum er nú háttað koma allir af öllum dansstöðunum á sama tíma sólarhringsins og það telur dagblaðið Tím- inn óheillavænlega þróun. Heilsugæslan í landinu tekur mjög í sama streng og telur að stórt skref yrði stigið í heilbrigðisátt með því að hafa opið á vínveitingahúsum allan sólarhringinn, alla vikuna. Með slíkri ráð- stöfun væri til dæmis líklegtað hægt væri að ganga milli bols og höf uðs á blöðrubólgunni í landinu. Allt of algengt er að „selskaps- klæddar konur", sem búnar eru að týna kápunni sinni, komi löðursveittar útúr Sig- túni í örvæntingarfullri leit að leigubíl, fái engan og verði að brjótast fjallabaksleið uppí Breiðholt í hinum ægilega veðurham hins íslenska heimskautsvetrar. Og sú spurning hlýtur að vakna: Hvað bíður hálf- nakinnar konu, sem gref ur sig í skaf I í von- lausri bið eftir leigubíl á aðfaranótt níst- andi sunnudags. Það þarf ekki Tímann til að svar þessari spurningu. Svarið er: Blöðrubólga! og ekkert nema blöðrubólga! Svo giftusamlega vill til að Tíminn hefur náð tali af Ólafi W. Stefánssyni fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og tekur hann mjög ákveðna afstöðu til málsins. Hann segir orðrétt: „Auðvitað þarf að taka af- stöðu til þessara mála en það þarf að gera með gát því að mörgu er að hyggja". Það er alltaf fengur að því að fá slikar yf ir- lýsingar frá ábyrgum mönnum. En einn er sá aðili, sem dagblaðið Tíminn hefur gleymt að ráðfæra sig við, en það er nothæfur þjóðháttafræðingur. Slíkur sérf ræðingur hefði getað leitt þjóð- ina i alian sannleikann um það að eitt af því fáa sem þjóðlegt getur talist í fari (slend- inga eru drykkjusiðir þeirra. Brennivíns- kúltúr landsmanna ber að varðveita, slík menningararfleifð sem hann er. (slending- ar eiga að vera þess minnugir að drykkju- siðir Egils Skallagrímssonar hafa haldist ó- brenglaðir á (slandi í þúsund ár. ölæði er á (slandi þjóðiegt sálarástand, sálarástand sem lifað hefur af þrautir og þrengingar, hallæri hungur og harðindi: sálarástand, sem ber að varðveita í lengstu lög eins og önnur þjóðleg verðmæti t.d. handritin. Og það er ekki bara ölæðið sem ber að varð- veita, heldur og aðra þjóðlega þætti ís- lenskrar drykkumenningar og hafna er- lendum hégóma. Enn er haldið í horfinu í þessum efnum. Það sem-útlendingar kalla að dreypa á guðlegum veigum, köllum vér íslendingar enn að „lepja apapiss". Þjóð- legt er það í Frans að sitja á góðra vina fundi með glös af fínustu koníjökum, þefa uppúr þeim og njóta þess sem fransmenn kalla „bouquet". Þjóðlegt er það aftur á móti á islandi að fara að dæmi Egils Skalla- grímssonar og Ármóðs bónda Skeggs „þeysa uppúr sér" spýjunni hver framan í annan í huggulegum og þjóðlegum partíum í heimahúsum, eftir vel lukkað kvöld á vín- veitingahúsi. Og á sama hátt og Egill ældi uppí gestgjafa sinn í dæmigerðu þjóðlegu, islensku partíi og krækti úr honum augað morguninn eftir leggja þjóðlegir, íslenskir æskumenn gjarnan leið sina þegar kvölda tekur á hið svokallaða almannafæri til að ráðast á og berja gamlar konur og stela frá þeim aleigunni, eða limlesta ellilífeyris- þega á heimleið í von um að hægt sé að ræna af þeim ellilaununum. Slík er hin þjóðlega arfleifð íslenskrar vinmenningar, menn- ingar, sem ekki hefur gleymst, menningar sem ber að varðveita eins og allt sem þjóð- legt getur talist. Eitt af því sem þjóðlegast er í íslenskri drykkjumenningu er lang- drykkjur. Með heimskulegri löggjöf hefur mönnum verið gert erf itt um vik að stunda þá íþrótt, eða með því að banna bjórinn. Hér á þessi vísa vel við: Það er okkar þjóðarböl að þjóra alltof lengi Ef við fengjum áfengt öl væri allt í besta gengi. Flosi. Laugardalshöll á morgun MIKIL DÝRASÝNING A morgun kl. tvo e.h. hefst fjol- breytt sýning á dýrum og fleiru, innan og utan dyra Laugardals- hallar. Aöstandendur sýningar- innar eru fjáraflarar fyrir dýra- spitala Watsons. Ágóöanum verður svo varið til þess aö reisa sjúkraskýli fyrir meidda og hrjáöa hesta við téöan spitala. Margt á að gleðja augu og eyru dýraunnenda á sýningunni. Fá þeir þar augum barið ýmis- Félag áhugamanna Adalfunáur Aðalfundur Félags áhuga- manna um heimspeki verður haldinn á morgun sunnudag 7. maí 1978, kl. 14.30 i Lögbergi, húsi Lagadeildar H.l. A dagskrá fundarins eru meðal annars til- lögur um breytingar á lögum félagsins, kjör nýrra manna i stjórn, o.fl. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. leg kykvendi svo sem hunda, ketti, kaninur, geitur með kiðl- inga, marglit búrfygli og margt fleira. A svæðinu verða hestar úr reiðskóla Fáks, sem yngri kyn- slóðin getur brugðið sér á bak á. Og enn er gleðibrunnurinn ekki þurrausinn; búktalari og hundar leika ýmsar kúnstir, fimmtiu hestamenn úr Fáki skeiða á reið- skjótum sinum i fylkingu á sýninguna. um heimspeki á morgun Siðasti reglulegi fyrirlestur vetrarins verður sunnudaginn 28. maí, kl. 14,30 i Lögbergi. Vil- hjálmur Arnason flytur erindi sem hann nefnir „Siðfræði Jean-Paul Sartres”. Að erindi hans loknu verða frjálsar umræð- ur og fyrirspurnir Fundurinn er öllum opinnog skráðir verða nýir félagar. Raunvísindastofnun Háskólans Þarf tæki til segul- sviösmælinga ráðstefnum og vakið athygli, enda eru aðstæður til slikra rann- sókna betri frá náttúrunnar hendi á Islandi en viðast annars staðar. Tækjagjöfina afhenti Hr. Karl- heinz Krug, sendiráðunautur i sendiráði Sambandslýðveldisins Þýskalands, að viðstöddum próf. Guðlaugi Þorvaldssyni Háskóla- rektor og próf. Sveinbirni Björns- syni, formanni stjórnar Raun- visindastofnunar Háskólans, en við gjöfinni tók fyrir hönd stofn- unarinnar dr. Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur. Hr. K. Krug afhendir R,H. tækja- gjöf Alexander von Humboldt Stiftung Dr. Leó Kristjónsson viö hið nýja segulmælingatæki Fyrir nokkru var Kaunvisinda- stofnun Háskólans afhent form- lega að gjöf frá visindasjóönum ..Alexander von Humbotdt Stiftung” i Þýskalandi vandaö mælitæki tii mæiinga á segulsviöi jaröar og á segulmögnun berg- sýna. Tækið mun auðvelda mjög þær rannsóknir á segulstefnu i hraun- lögum, sem Raunvisindastofnun- in hefur staðið að allmörg undan- farin ár i samvinnu við aðrar inn- lendar og erlendar stofnanir. Hafa niðurstöður rannsóknanna veitt margháttaðar upplýsingar bæði um jarðfræði Islands og um eðli jarðsegulsviðsins. Þær háfa birst mjög viða i fræðiritum og á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.