Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Mótið í Las Palmas: Miles efstur Friörik gerði jafntefli í 4. umferð Enski stórmeistarinn Antony Miles hefurtekið forystu á alþjóð- lega skákmótinu i Las Palmas. i 4. umferð sigraði liann Spánverj- ann Padron og hefur þvi hlotið 3.5 vinninga. Friðrik Ólafsson gerði hinsvegar jafntefli við italska stórmeistarann Mariotti og er með 2 vinninga. önnur úrslit i 4. umferð urðu sem hér segir: Rodriquez vann Medina. Jafntefli gerðu Panchenko og Tukmakov, Larsen og Del Correl, Sax og Csom, Stean og Dominquez, Sanz og Vesterinen. Hún var þvi heldurróleg 4. um- ferðín þvi af 8 skákum lauk 6 með jafntefli. Skák Friðriks og Mari- ottis, var allan liman i jafnvægi. Mariotti reyndi vafasama byrjun, hina svokölluðu Ponziani byrjun en þrátt fyrir góðar tilraunir af hálfu Friðriks komst hann ekkert áfram og var jafntefli samið að loknum 20 leikjum. Larsen var i sviðsljósinu i þessari umferð.. Hann vann snemma peð af Del Corral en tefldi framhaldið mjög ónákvæmt og mátti að lokum þakka fyrir jafntefli. Staðan: Staðan að toknum 4 umferðum er þessi: 1. Miles 3.5 v. 2-4. Tukmakov, Stean og Sanz 3v. 5-7. Del Corral, Larsen og Sax 2,5 v. 8-9. Friðrik og Vesterinen 2 v. 10-13. Mariotti, Padron, Csom og Rodriquez 1,5 v. 14. Panchenko 1 v. 15-16. Medina og Dominquez 0,5 v. 5. umferð var tefld i gærkvöldi. Þá telfdi Friðrik við Sovétmann- inn Panchenko. —hól. Fyrsti kjósandinn I Reykjavfk var Kristln Jóhannsdóttir frá Goddastöðum I Laxárdal. Hún kaus á mlnútunni 2 sl. sunnudag, er utankjörfundarkosning hófst. Fólk er hvatt til þess aö fara aö dæmi hennar og láta ekki dragast aö kjósa ef þaö veröur fjarri slnum kjörstað á kjördegi. Borgarstjórnarkosningarnar Kjördeild Kjósendur á kjot í Rcykjavík Utankjörstaðakosning Hverjir hafa kosningarétt? Allir sem eru 20 ára að aldri 28. mai 1978, eru islenskir rikis- borgarar eða hafa jafnan rétt við þá og eru eigi sviptir lög- ræði. Þeir sem fullnægja þessum skilyrðum hafa kosningarétt i Reykjavik, ef þeir eiga lög- heimili þar, þeas. bjuggu þar fyrir lsta desember siðast liö- inn. Ertu á kjörskrá? Ef þú hefur minnsta grun um að þú sért ekki á kjörskrá i Reykjavik og villt taka þátt i borgarstjórnarkosningunum skaltu kanna hvort þú sért ekki á kjörskrá, og gera það strax. Kjörskráin liggur frammi á Manntalsskrifstofunni i Reykja- vik, og einnig getur þú leitað þér upplýsinga um þetta á skrif- stofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3. Sértu ekki á kjör- skrá þarf að kæra þig inn á hana hafirðu til þess fullan rétt að vera þar. Við það aðstoðar kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins þig, en nauðsyn- legt er að láta hana vita sem allra, allra fyrst hvort kæra þarft þú að kjósa utan kjörfund- ar. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla i Reykjavik fer fram daglega i Miðbæjarskólanum, frá kl. 10-12 fh. og 14.00-18:00 og 20:00-22:00 alla virka daga en aðeins 14:00 til 18:00 á sunnu- dögum. Þá geta Reykvikingar, stadd- ir utan Reykjavikur sem ekki verða i bænum á kjördag kosið hjá sýslumönnum, bæjarfóget- um og lögreglustjórum, hjá hreppstjórum, skipstjórum á is- lenskum millilandaskipum, for- stöðumönnum sendiráða og fastanefnda hjá alþjóðastofn- unum, sendiherrum, og ræðis- mönnum. Allir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins, G-listans, sem ekki verða heima á kjördag, sem ekki eru vissir um hvort þeir eru á kjörskrá eða eru i ein hverju i óvissu með eitt eða ann- að sem viðkemur kosningunum, eru eindregið hvattir til að hafa samband við kosningaskrifstofu flokksins, Grettisgötu 3, en þar verður miðstöð utankjörstaða- atkvæðatgreiðslunnar. IHvar fer utankjörfundarkosn- ing frain? Sértu á förum úr bænum og . verðir ekki heima á kjördag V'erum mimiug þess að kosn- I ingar eru kjarabarátta, og i 1 kjarabarúttunni' mú enginn 1 liggja á liði sinu. Kosningastjórr. G Hstans. Enski stórmeistarinn MQes er nú efstur á mótinu I Las Palmas Leikklúbbur ung- menna á Akureyri Frumsýnir „Leif Ljóns- öskur” LeikkúbburinnSaga á Akureyri frumsýnirá morgun sunnudaginn 7. mai barnaleikritið „Leifur ljónsöskur”. Höfundur er Torben Jetsmark, en leikritið þýddi Ilalla Guðmundsdóttir. Leikstjórar eru Theódór Júliusson og Þórir Stein- grimsson, en leikmynd, svið og búningar er unnið I hópvinnu af leikurum, undir leiðsögn Þráins Karlssonar. Frumsýningin verður i Dynheimum og hefst kl. 14.00. Leifur ljónsöskur er sirkusljón, en finnst vistin i fjölleikahúsinu heldur dapurleg og strýkur þaðan. Hann tekur að leita sér at- vinnu, en ekki reynist honum erfiðleikalaust að fá vinnu við sitt hæfi, af ýmsum orsökum. Þá eru hinir heimsfrægu, en treggáfuðu lögregluþjónar Hnútur og Toppur áhælum hans og er þvi lifið ekki alltof bærilegt fyrir Leif. 1 leik- ritinu er margt skemmtilegra söngva, sömdum af danska tón- skáldinu Ole Nordenhoff, enHalla Guðmundsdóttir hefur þýtt þa. Sextán leikarar taka þátt i sýningunni. Með helstu hlutverk fara: Helgi Már Barðason, sem fer með hlutverk Leifs, Magnús Arsælsson, er leikur Lúlla lampa- kveik, Snjólaug Brjánsdóttir, sem leikur Topp og Jóhanna Kr. Birgisdóttir, sem fer með hlut- verk Hnúts. Ungmennafélag Gnúpverja sýndileikrit þetta viða um Suður- land siðastliðið haust við mjög góðar móttökur. Höfundurinn, Torben Jetsmark, er danskur gaman- og látbragðsleikari, sem getið hefur sér gott orð sem leik- ari, leikstjóri og rithöfundur. Þetta er 3ja verkefni leik- klúbbsinsSögu,en klúbbinn skipa einkum ungmenni á aldrinum 15-20 ára. Klúbburinn mun sýna leikritið nokkrum sinnum á Akureyri, en siðan fara i leikför til nágrannabyggðarlaga. Leikfélagid Grímnir í Stykkishólmi Sýnir í Kópavogi og Selfossi I lok siðasta mánaðar frum- sýndi Leikfélagið Grimnir i Stykkishólmi leikritið Hlaupvidd sex eftir Sigurð Pálsson undir leikstjórn Signýjar Pálsdóttur. Leikritið hefur verið sý’nt i Stykkishólmi tvisvar við mjög góðar undirtektir. Leikendur eru tólf. Leikritið gerist hér á landi á striðsárunum. Nú um helgina fer hópurinn með leikritið suður á bóginn. Sýningin verður i Kópa- vogsbiói i kvöld kl. 20.30. Miöa- pantanir eru i sima 4 19 85. Miða- sala i bióinu frá kl. 4 e.h. I dag. Sí$an veröur sýnig f Selfossbiói kl. 4 e.h. á morgun. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN Tvær stöður AÐSTOÐARLÆKNA við lyflækningadeild spitalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veit- ast til 1 árs, frá 1. júli og 1. ágúst n.k. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 7. júni n.k. Upplýsingar veita yfirlæknar deild- arinnar i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Óskast á næturvaktir i Hátúnsdeildum spit- alans. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á bæklunarlækningadeild og endur- hæfingardeild spitalans. Fullt starf eða hlutavinna kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri i sima 29000 (484) Reykjavik, 7. mai 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Friðardagur inn 1978 íslenska Fiðarnefndin og Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna efna til fundar á Friðardaginn, 8. mai nk. kl. 20.30 i MíR-sainum, Laugavegi 178. 1. Erindi Gisli Pálsson: Gadhafi og gatan fram á yið Dagur Þorleifsson: Nifteindasprengjan 2. Kvikmyndasýning. Kaffiveitingar. íslenska Friðarnefndin Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna. -é- 2- ■11 \ar Þjóðarbókhlaða Tilboð óskast i að steypa sökkla og botn- plötu, steypumagn 1140 rúmm. Verkinu skal að fullu lokið 1. sept. 1978. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 23. mai, kl. 11.00. BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.