Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Elkem-Spigerverket er eitt stærsta iöníyrirtæki Norðmanna og fæst við fjölbreyttan atvinnu- rekstur. Má nefna járn- og stál- iönað, en einnig framleiðslu á áli og framleiðslu ýmissa neytenda- vara eins og vcrkfæra, lása og annarra járnvara, einangrunar- efnis, tref jagicrvara o.fl. Auk þess rekur fyrirtækið námugröft og framleiðslu og sölu á bræðslu- ofnum i þungaiðnaði. Hjá félag- inu starfa rúmlega 9000 manns á 30 verksmiðjusvæðum. Arssala fyrirtækisins er hálfur þriðji milljarður norskra króna og hef- ur málblendi af ýmsu tagi lengst af verið stærsti þáttur þeirrar sölu. 1 nýútkominni skýrslu stjórnar Elkem-Spigerverket gætir hins vegar mikillar svart- sýni og vonbrigða, ekki sist með tilliti til framtiðarhorfa i málum járnblendideildarinnar. Það er aðallega þrennt, sem sagt er valda samdrætti innan járnblendideildarinnar: hátt raf- orkuverð i Noregi, minnkandi eftirspurn og lækkandi markaðs- verð á framleiðsluvörum járn- blendiverksmiðja á alþjóðamark- aði, og há vinnulaun heima fyrir. Uppsögn starfsmanna Viðbrögð fyrirtækisins við þessum aðsteðjandi vandamálum hafa verið með ýmsu móti. Fyrst og fremst bitnar samdrátturinn á starfsmönnum verksmiðianna oe þá iðulega á þeim lægst settu, þ.e. verkamönnunum. Stærsta járn- blendiverksmiðjan i Noregi, Brcmanger Smelteverk hefur t.d. sagt upp uþb. 60 manns (af 470 starfsmönnum), jafnmargir hafa misst vinnuna við Fiskaa Verk (þar vinna 380), en uppsagnir hafa verið mestar við PEA-járn- blendiverksmiðjuna i Porsgrunn, en þar hefur um 110 starfs- mönnum af 330 verið sagt upp. Alls hafa þvi um 220 norskir verkamenn misst atvinnuna vegna ástands stáliðnaöarins. Auk uppsagna hefur vinnutiminn verið styttur, t.d. hefur Fiskaa Verk stytt vinnutimann um 20% meðal flestra starfsmanna verk- smiðjunnar. Eða eins og skýrslan orðar það: „Vegna markaðs- erfiðleikanna og skorts á orku, hefur orðið nauðsynlegt að minnka framleiðsluna og vinnu- aflið við sumar verksmiðjur járn- blendideildarinnar”. Hlutabréfin falla í verði Erfiðleikar járnblendideildar- innar hafa bitnað á rekstri og heildarafkomu fyrirtækisins. Heildarhagnaður Elkem-Spiger- verket var einni milljón norskra króna minni i fyrra en i hitteð- fyrra. A sama tima hefur þó velta fyrirtækisins aukist um hundrað milljónir, úr 2,6 milljörðum i tæpa 2.7 milljarða norskra króna. Hlutabréf fyrirtækisins hafa gengið kaupum og sölum i Kaup- höll Oslóar, og að sjálfsögðu hefur minni heildargróði haft áhrif á verðgildi hluatabréfanna. Allt frá 1973 hafa hlutabréf Elkems fallið jafnt og þétt i verði, mesta verð þeirra var fyrir 5 árum um 300 krónur norskar, en var lægst i fyrra um 50 krónur. Fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum blaða- skrifum i Noregi vegna þessa verðbréfahruns, og hefur reynt að rétta sinn hlut eftir megni. M.a. hefur Elkem aukið hlutafé sitt um 80 miljónir norskra króna, úr 195 milljónum i 275 milljónir. Gengis- lækkunin i fyrra (5%, sem afleiðing af 10% gengislækkun Svia), hafði þó frekar jákvæð áhrif á hlutabréf fyrirtækisins en hitt. Að minnsta kosti gefur að lesa i ársskýrslu fyrirtækisins til hluthafa þessi dæmigerðu orð verðbólguspekúlantanna: „Heildaráhrif gengislækkunar norsku krónunnar 1977 og i árs- byrjun 1978 má álita hagstæða, svo framarlega sem launahækk- un eigi sér ekki stað vegna þeirr- ar verðhækkunar, sem gengis- lækkun er samfara”. Umhverf ismáiin kosta peninga Umhverfisumræðan i Noregi hefur aðallega fjallað um þá mengun og eyðilegginu, sem hlýst af byggingu verksmiðja og beisl- un vatnsorku. Ekki sist hafa verksmiðjur af þvi tagi, sem Elkem-Spigerverket starfrækir orðið fyrir barðinu á umhverfis- verndunarsamtökum. Þessi um- ræða hefur knúið Elkem-hringinn beint eða óbeint til að leggja meiri rækt við byggingu hreinsi- tækja og rannsóknir á mengunar- hættu. Engu að siður hefur fyrir- tækið skorið niður útgjöld til mengunarmála um 12 milljónir norskra króna á siðasta ári. (Úr 71 milljónum i 59 milljónir.) Þar- af var um 60 milljónum varið i hreinsitæki við Bremanger Smelteverk og Salten Verk. Sam- timis hefur fyrirtækið beðið um- hverfisyfirvöld um frest á frekari gerð hreinsitækja, þar sem Elkem fáist við rannsóknir á nýrri hreinsunartækni, sem muni valda gjörbyltingu i þessum mál- um. Þessi nýja aðferð byggist á þvi að nýta orku úr úrgangsefn- um verksmiðja, og gerir fyrir- tækið sér miklar vonir um sölu og útflutning á slikum hreinsitækj- um i framtiðinni. Hinn íslenski sólskins- blettur Eins og fyrr segir, rikir mikil svartsýni i ársskýrslu Elkem- Spigerverket. Það er vitaskuld eðlilegt, þegar tekið er tillit til þess, að sala á heildarafurðum fyrirtækisins hefur rýrnað um 90 þúsund tonn á siðastliðnu ári. Stærsta söluhrunið hefur þó verið á járnblendi, eða 60 þúsund tonn- um minni sala, en 1976. En þegar Island ber á góma i skýrslunni, kveður skyndilega við hressari tón: „Eitt af stærstu og áhuga- verðustu sölusamningum fyrir- tækisins, er samningur um sölu á 30.000 kW bræðsluofni til Islands. Ofninn verður tölvustýrður, bæði viö hráefnissetningu og bræðslu”. En Elkem-Spigverket getur ekki aðeins hrósað happi i sambandi við sölu á bræðsluofnum til Is- lands. Landið hefur flest það að bjóða, sem Noreg skortir: Ódýra raforku á hagstæðum, föstum samningum,—1.70kr á kWstund i stað 2.50 kr. i Noregi), ódýrt vinnuafl, hagstæða tæknisamn- inga og söluþóknun og takmark- aða afskiptasemi yfirvalda i sam- bandi við umhverfismál. Bygging járnblendiverksmiðju á lslandi gerir einnig Elkem-Spigerverket kleift að taka lán hjá Norræna fjárfestingarsjóðnum. Lán þaö er 200 milljónir norskra króna, og nemur helming þeirra erlendu lána, sem tekin verða til að fjár- magna verksmiðjuna. Þó ekki sé minnst á þetta siðasta atriöi i árs- skyrslu Elkem-Spigerverket, má telja fjárfestingu fyrirtækisins i járnblendiverksmiðju á Islandi eina sólskinsblettinn i svartnætti þvi, sem virðist rikja yfir járn- blendideild Elkem-Spigerverket. 1M Skoðanakönnun i Fiskvinnslu- skólanum: 10% telja ríkis- stjórnina góða I nýútkomnu nemenda- blaði Fiskvinnsluskólans eru m.a. birtar niðurstöður skoðanakönnunar, sem fram fór I skólanum í janúar sl. Skoöanakönnunin var leyni- leg og tóku þátt i henni allir þeir nemendur sem þá voru viö nám i skólanum. Spurningarnar voru hinar fjölbreytilegustu og birtum við hér nokkrar þeirra ásamt svörum til gamans og fróð- leiks: Ert þú kristinnar trúar? Já 48%, nei 22%, hlutl. 30%. Ertu á móti Z i islensku máli? Já 70%, nei 24% hl. 6%. Er rikisstjórn Geirs Hall- grimssonar góð stjórn: Já 10% nei 58% hlutl. 32%. A Island að vera i NATO? Já 39%, nei 45% hlutl. 16% Hafa alþingismenn okkar of há laun? Já 58% nei 24% hlutl. 18% Er kaup verkafólks i fisk- iðnaði of lágt? Já 97% nei 3% Eru of margir skuttogarar á Islandi i dag? Já 64%, nei 16% hlutl. 20%. Eru of margar heild- verslanir i landinu? Já 73% nei 12% hlutl. 15%. A að leyfa bjórinn? Já 61%, nei 33% hlutl. 6% Viltu láta bandariska her- inn fara af landinu? Já 55% nei 30%, hlutl. 15%. Ertu sammála Aroni G. i afstöðu hans til „varnarliðs- ins?i” Já 21% nei 45% hlutl. 34%. A að hætta öllum fram- kvæmdum við Kröflu strax? Já 21%, nei 60% hlutl. 19%. —eös ÍBÚASAMTÖK VESTUHBÆJAR Hið nyja veggspjald Ébda- samtaka Vesturbæjar Aðalfundur íbúasamtaka Vesturbæjar Aðalfundur tbúasamtaka Vesturbæjar verður haldinn i Iðnó luppi) mánudaginn 8. mai kl. 20.30. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Rétt ár er nú sið- an samtökin voru stofnuð en þau eru hagsmunafélag ibúa i gamla Vesturbænum (vest- an Lækjargötu) en öllum áhugamönnum um þennan bæjarhluta er þó frjálst að starfa i samtökunum. Ný- lega gáfu tbúasamtökín út veggsp jald af gömlum glugga og nafni þeirra. Þar er ennfremur þess getið að nýir félagar geti látið skrá sig hjá Sögufélaginu. efst i Fischersundi, simi 14620. „Meö hagstædari ingum sídari ára” Segir Rolf Norheim, forstjóri járnblendideildar Elkem-Spigerverket Þjóðviljinn náði tali af forstjóra járnblend ideilda r Elkcm- Spigerverkets, og innti hann af hinum slæmu horfum deildar- innar, og þá sérstaklega með tilliti til verksmiðjunnar á Grundartanga. Norheim: Þessa stundina er stáliðnaðurinn og heimsverð á stálafurðum i öldudal. Hins vegar höfum við ráðist i bygg- ingu verksmiðjunnar með lang- varandi áætlun i huga. Fram- tiðarútlitið hefur ekki breytst, þó svo að útlitið sé ekki sem glæsilegast i augnablikinu. Spurning: En nú hefur sölu- verö stálafurða fariö lækkandi jafnt og þétt frá 1973? Norheim: Heimurinn þarf alltaf stál. Þegar tekin var ákvörðun um járnblendiverk- smiðju á tslandi var tekið tillit til þessarar staðreyndar, og til þess að verðlag á stálafurðum er sibreytilegt. Spurning: Um 130 manns hafa misst atvinnuna i Noregi vegna samdráttarins i stáliðnaðinum. Má telja að Grundartangavcrk- smiðjan verði óöruggur vinnu- staður fyrir islenska verka menn? Norheim: Við höfum enn ekki hafið ráðningar að neinu marki, og þvi of snemmt að fara að tala um uppsögn verkamanna. Hins vegar er vinnumarkaðurinn ávallt háður sölu afurðanna. Þegar hagsveiflan er lág og erfitt er að selja fulla stálfram- leiðslu verksmiðjunnar, og um- framafurðirnar verða aö fara i samn- geymslu, má búast við annarri vinnuhagræðingu. Spurning: Er bygging Grundartangaverksmiðjunnar mcð hagkvæmari fjárfest- ingum, sem járnblendideild Elkem-Spigcrverket hefur gert á siðustu árum? Norheim : Þaðer ljóst að lágt raforkuverð tslands býöur upp á hagstæðari vinnsluskilyrði en i Noregi. Ýmsar aðrar kringum- stæður gera tsland jákvætt I þeim skilningi. En ég veit ekki, hvort hægt sé að segja, að is- lenska járnblendiverksmiðjan sé hagstæðasta fjárfesting járn- blendideildar Elkem-Spiger- verket? Spurning l En meö þeim hag- kvæmustu? Norheim: Já, það má segja það. 1M Frá stjórnarfundi Elkem-Spigerverket I Noregi. Frá vinstri: For- stjóri Verkfræðideildar, Nils Bugge, forstjóri Járnblendideildar, Roif Norheim og forstjóri Rannsóknardeildar, Tor Evjen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.