Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 11
10 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 6. maí 1978 Laugardagur 6. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Rætt viö Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem skipar 2. sœti á lista Alþýðubandalagsins i borgarstjórnarkosningum 28. mai Ég er fædd I Vesturbænum, nánar tiltekiö á Ljósvallagötunni sagöi Adda Bára Sigfúsdóttir veöurfræöingur þegar Þjóöviljinn haföi tal af henni um daginn. Adda Bára var fyrst kosin borg- arfulltrúi i Reykjavik áriö 1962 og hefur setiö I borgarstjórn slöan{aö frátöldu kjörtimabilinu 1966-1970. Og I borgarstjórnarkosningunum, sem fram fara 28. mai n.k. skipar hún annaö sæti á lista Alþýöu- bandalagsins. — Hvaö varö þá um þig? — Niöurstaöan var sú aö mér var veitt sú ágæta staöa sem ég hef ennþá — að sjá um alla veöur- farsútreikninga á landinu en áöur haföi veðurstofustjóri haft umsjón með þvi verki. Ég býst viö aö yfirvöldum hafi verið gerö grein fyrir þvi að gerður yröi hávaði ef ég fengi ekki stööu og Kvenréttindafélagiö mundi eiga þar hlut aö máli. Glundroði er rétta orðið um afstöðu Sjálfstæðisflokksins i ýmsum málaflokkum — Hófstu strax afskipti af póli- tik eftir aö þú komst heim? — Ég fór strax aö ^jtarfa i Æskulýðsfylkingunni i Reykjavik og var formaður hennar 1955- 1956. Og tiltölulega fljótt tengdist ég borgarmálefnum. — Hvernig þá? — Mér var stillt upp á fram- boöslista og eitt af þvi fyrsta sem ég geröi var aö aöstoða Guömund Vigfússon viö aö gera tillögur um dagvistarmál barna. Ég var varafulltrúi á kjörtimabilinu 1954-1958 og i fyrsta skipti sem ég flutti tillögu á borgarstjórnar- fundi fjallaði hún um það að viö skyldum fara aö eins og i Osló og stofna eitt voldugt byggingasam- vinnufélag meö aöild borgarinnar og gera þvi kléyft aö annast meirihluta húsbygginga i Reykjavik. — Hefur vinnuandinn i borgar- stjórn breyst á þessu timabili sem þú hefur þar setiö? — Já, hann hefur breyst mjög mikið. Ég var þarna fyrst borgar- fulltrúi 1962-1966. Þá var Geir Hallgrimsson borgarstjóri og i sannleika sagt var þá hægt að tala um mjög sterkan og sam- hentan borgarstjórnarmeirihluta sem greinilega var stjórnað meö haröri hendi það voru bara ákveönir menn úr þessum hópi sem tóku til máls og alltaf sömu menn um sömu málaflokka. Nú er þetta allt miklu lausara í reip- unum. Sjálfstæðismenn i borgar- stjórn standa greinilega upp og halda ræöur án þess aö þaö hafi verið fyrirframákveðið og hnútur fljúga stundum milli manna inn- an flokksins. Glundroði er rétta orðið um afstöðu sjálfstæðis- flokksins i ýmsum málafiokkum. Sennilega hafa prófkjörin hér ein- hveráhrif. Þaöþarf hverfyrir sig að láta bera á sér og tími hinna sterku stjórnenda er liðinn. Ég er orðin lang- eyg eftir þvi að við getum í ríkari mæli sett mark okkar á borgarstjórn — Hefur þetta auðveldað ykkur i minnihlutanum að ná fram málum? — Það auðveldar okkur að ná fram einstökum afmörkuðum málum. Ég get nefnt tvö dæmi frá siðasta kjörtimabili. Ég flutti til- lögu um það aö konur i þjónustu borgarinnar skyldu skilyröislaust njóta þess réttar aö fá þriggja mánaöa barnsburöarfri á fullum launum en áöur var þaö þannig aö þær þurftu að vera búnar aö vinna alllengi hjá borginni til aö fá þetta fri og uröu aö skuldbinda sig til aö koma aftur og vinna minnst 3 mánuði eftir friið. Tillögunni sjálfri var aö visu visaö til borgarráös en reglu- geröinni var breytt i samræmi viö tillöguna og nú fá allar konur þetta barnsburöarfri. Hitt máliö sem ég vildi segja þér frá var aö ég bar fram tillögu um að dagvist barna hjá konum, sem hafa viðurkenningu Félagsmála- stofnunarinnar, skyldi greidd niður fyrir einstæöa foreldra og námsmenn á sama hátt og dag- vist er greidd niöur á dag- heimilum. Þetta hefur verið gert. Ég hefði tæpast imyndaö mér á þvi fyrra skeiði sem ég sat i borg- arstjórn að þetta hefði náö fram aö ganga þannig að veggurinn er ekki jafn skotheldur og áöur. — Pólitisk áhrif minnihlutans hafa þá aukist? — Þaö sem vinnst á þennan bátt er alltof litið og ég er oröin langeyg eftir þvi aö viö getum sett i rikari mæli mark okkar sósialista á borgarstjórn. Við Alþýöubandalagsmenn þurfum aðvera fleiri iborgarstjórn. — Hvernig finnst þér aö búa i Reykjavik? — Mér hefur vegnað vel i borg- inni. Starfsmenntun min hefur skapaö mér fjárhagslegt öryggi og nánasta umhverfi mitt hefur veriö gott. Ég hef búið i Lauganeshverfinu frá þvi aö ég kom heim frá Noregi. Ariö 1956 giftist ég Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, sem látinn er fyrir 10 árum. Viö eignuöumst tvo syni, sem nú eruum tvitugt. Aö vera borgar- fulltrúi, veðurfræöingur og húsmóðir — En hvernig fer þaö saman að vera borgarfulltrúi, veður- fræðingur og húsmóöir? — Núorðið er heimilishaldiö ekki mikiö vandamál, en meöan synir minir voru á barnsaldri, var þetta einfaldlega ekki hægt nema meö góðri hjálp. Við hjónin hjálp- uðumst að og móðir min hjálpaði okkur. Um skeiö höföum viö ágæta konu heima sem gætti bús og barna. Siðan tókst meö upphringingu frá Veöurstofunni að fá pláss á þvi góöa dagheimili i Steinahlið. Framþróunin I dag- vistarmálum á þefm 17 árum sem siöan eru liöin er sú aö nú væri engin leið fyrir hjón aö koma börnum á dagheimili með þeim rökum einum aö Veöurstofan mætti ekki missa konuna úr vinnu. Það er aftur á móti jafn erfitt og áður að vera bæöi veður- fræðingur og borgarfulltrúi. Ég vinn nú meira I nefndum borgar- stjórnar en ég áður geröi og hef minnkaö starf mitt á Veöur- stofunni niður i 2/3 og tek iaun samkvæmt þvi. Það er erfitt að ná viðunanlegum árangri með slikri tviskiptingu — en þaö getur lika verið kostur að eiga þessa afsökun þegar manni tekst illa. Framhald á bls. 18. Og blómin þarfnast Hka sinnar umönnunar. Frá IMáttúruverndarþingi: Um varúð við olíuleit Á siðasta náttúru- verndarþingi var álykt- að um hættur sem stafa af hugsanlegum oliubor- unum við ísland og um aðgát við oliuleit. Var þetta i fyrsta sinn sem slikur aðili gerir samþykkt i þessa átt. Náttúruverndarþing lagði áherslu á að oliu- leit, ef til kæmi, yrði al- gerlega á vegum inn- lendra aðila. Tillagan um oliuleit var flutt af Sambandi islenskra náttúru- verndarfélaga og Landvernd sameiginlega. I framsögu fýrir tillögunni minnti Helgi Hall- grímsson náttúrufræðingur á þann oliukvitt sem upp gaus 1972 þegar rússneskt oliuleitarskip fann setlög sem liktust oliulögum á 1000 metra dýpi úti fyrir Norðurlandi. Með tilliti til land- rekskenningarinnar telja jarö- fræðingar þaö ekki útilokaö aö olia finnist á landgrunni Græn- landsúr þvi aö hún er viö Noregs- strendur. Gæti hún þá allt eins verið lika I landgrunnshallanum noröan Islands. Oliufélögin hafa veittþessum svæðum athygli eins og best sést af þvi, aö fram til ársins 1977 höföu um 20 evrópsk félög farið fram á leyfi islenskra stjórnvalda til oliuleitar viö land- iö. Slik leyfi hafa ekki veriö veitt enn. Helgi Hallgrimsson sagði aö það væri I rauninni mjög hæpið aö þarna væri nokkur olía, en þó svo væri, lægi okkur ekkert á, þvi aö oli'a hefur þá náttúru að vera si- fellt að hækka i veröi. Ahrif oliu á sjávarlif eru alkunn. Oliuborun mundi einkum vera þorskinum hættuleg. Sá hringstraumur sem ber þorskseiðin kringum land, gæti einnig borið oliumengun. Það væri afdrifarik ákvörðun aö veita erlendum félögum leyfi til oliuleitar, þvi aö oliuhringarnir eru einna viösjárverðastir allra auöhringa. Hér væri hins vegar alls ekki verið aö leggjast gegn þvi aö íslendingar rannsökuöu sjálfir land sitt og landgrunn. Þingiötelur nauösynlegt aðfar- iö verði meö ýtrustu varúö i oliu- leit viö ísland og itarleg könnun fari fram á liklegum áhrifum oliuborunar, hvort heldur er til leita r e ða v inn slu, á lif rik i sjáv ar- ins og þjóöfélagokkar, áöur en til greina kemur að veita leyfi til hennar. Verði þar stuöst viö reynslu sem þegar er fengin, ma. i grannlöndum okkar. Þingiö leggur einnig áherslu á að full aö- gát veröi höfö i oliuleit án borana og að slik leit verði algerlega á vegum innlendra aðila. Samþykktin Náttúruverndarþing 1978 vekur athygli stjórnvalda á þeim hætt- um, sem eru samfara oliuborun við strendur íslands, og kunna aö reynast afdrifarikar fyrir lifkerfi sjávarins, þar með talda fiski- stofna, innan þeirrar lögsögu, sem við höfum tekið að okkur aö vernda og berum þvi ábyrgö á gagnvart umheiminum. Þingið minnir á, að oliulindir eru endanlegar auölindir, hér sem annarsstaðar, en fiskur og aörar sjávamytjar eru verömæti, sem geta varað um alla framtiö, ef rétt er á málum haldiö. Mengunarvarnir í öllum iðnaði Náttúruverndarþing 1978 minnir á fyrri varnarorð um frá iðnrekstri, mengun sérstak- Umhverfismálin í sjálfetætt ráðuneyti Ný land- græðslu- áætlun? Eftirfarandi tillaga var flutt af Landvernd og Sam- bandi islenskra náttúru- verndarfélaga og hlaut ein- róma samþykki: Náttúruverndarþing 1978 telur tímabært að nú þegar verði hafist handa um undir- búning aö næstu 5 ára áætlun um landgræöslu, gróöur- vernd og nýtingu lands. Náttúruverndarþing telur aö ekki megi veröa hlé á sókn til þeirra markmiöa sem Alþingi setti tslendingum meö landgræðsluáætluninni 1974. A dagskrá náttúruverndar- þings var aö fjalla um endurskoö- un löggjafar um náttúruvernd og nýframkomiö frumvarp til um- hverfismálalaga. Ekki tókst aö ljúka formlegri afgreiöslu á nein- um ákveönum ábendingum um náttúruverndarlögin, en hins veg- ar var gerö samþykkt þar sem umhverfismálafrumvarpinu var fagnaö. Náttúruverndarþing lagöi á- herslu á þá skoðun sina, aö stofna beri sjálfstætt umhverfisráðu- neyti, en í frumvarpinu er gert ráö fyrir að umhverfismálin yrðu vistuö i einhverju þvi ráöuneyti sem fyrir eru. Enn fremur taldi náttúruverndarþing rétt aö lagöir væru til umhverfisráðuneytisins fleiri málaflokkar en nefndir eru i frumvarpinu. Siöan segir i sam- þykktinni: Verði hins vegar aö ráði aö tengja umhverfismál og félags- mál eöa aöra málaflokka saman i stjórnsýslunni fyrst um sinn, komi heiti umhverfismála fram i nafngift viðkomandi ráöuneytis. Þingiö hefur ekki aöstööu til aö fjalla um frumvarpið i heild, en bendir þó á eftirtalin atriði, sem Náttúruverndarráö hefur gert at- hugasemdir viö: (Um er aö ræöa aðild náttúruverndarnefnda ofl. aö umhverfiseftirliti, starfsleyfi orkuvera og vinnslustööva sjá- varútvegs og landbúnaöar, frum- kvæöi aö gerö landnýtingaráætl- ana) ... Aö ööru leyti visar þing- ið frumvarpinu til náttúruvernd- arráös til nánari umsagnar. Deilt um Blönduvirkjun Fyrir náttúruverndarþingi lá tillaga um Blönduvirkjun frá Samtökum um náttúruvernd á Noröurlandi og náttúruverndar- nefnd Skagafjarðar, þar sem bent var á að ónógar rannsóknir hefðu farið fram varðandi fyrirhugaða virkjun Blöndu i Húnavatnssýslu. Skipulagsnefnd þingsins varð ekki sammála um afgreiðslu til- lögunnar, og komu fram 2 sjálf- stæöar tillögur frá einstaklingum i nefndinni. Helgi Hallgrimsson náttúrufræðingur á Akureyri flutti tillögu sem gekk mjög i sömu átt og upphaflega tillagan, en Hjörleifur Guttormsson stóö fyrir tillögu þar sem tekið var undir ályktun náttúruverndar- ráðs um þessi efni frá því i mars sl. Þingforseti, Hákon Guðmundsson, bar fram dag- skrártillögu þar sem visað var til veigamikilla ábendinga i ályktun ráðsins sem taka yröi til greina áður en endanleg ákvörðun um virkjun yrði tekin. Greinilegt var að ýmsum harðvitugum and- stæðingum Blönduvirkjunar þótti þessi dagskrártillaga sér mót- dræg, en hún var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 15. ------ — - — — — —— — —— — —— — — — ■—■ — — ■ ■ wmmm m mmmm m mmam m m jHvernig er ástand I hvalastofnanna? I ■ I ■ I ■ I ■ I BB I I ■ I ■ ■ ■ ■ i Það bar til liðinda á náttúru- verndarþingi að gerð var sam- þykkt um hvalveiðar, en hvorki fyrri náttúruverndarþing né náttúruverndarráð hafa áður ályktaöum þau efni. Samþykkt þingsins fjallar um könnun á hvalveiðum tslendinga og hval- stofnum hcr við land, tillögur og eftirlit i kjölfar könnunarinnar, og stuðning við verndaraðgcrðir á alþjóða vettvangi. Samband islenskra náttúru- vcrndarfélaga bar tillöguna fram á þinginu, og mælti Helgi Hallgriinsson náttúrufræðingur fyrir heniii. Fyrri tveir töluliðir tillögunnar voru samþykktir samhljóða, en siðasti töluliður- inn lilaut smávegis andbyr, en l'ékk þó fylgi mikils meirihluta þingfulltrúa. Samþykktin fer hér á eftir „I tilefni af hinni miklu fækk- un hvala i heimshöfunum, svo að jaðrar við útrýmingu vissra tegunda, og vegna umdeildrar þátttölu islendinga i hvalveið- um ál yktar Náttúruverndar- þing 1978: 1. Að Náttúruverndarráði verði falið að gangast fyrir hlut- lausri könnun á fyrirliggjandi upplýsingum um hvalveiðar islendinga og ástandi þeirra stofna, er hér eru veiddir. 2. 1 ljósi af niðurstöðum þessar- ar könnunar geri ráðið opin- berlega grein fyrir stööu málsins og leggi fram tillögur um frekari gagnasöfnun og eftirlit með veiðum eftir þvi sem nauðsynlegt kynni að vera talið. 3. Að æskilegt sé að Islendingar styðji eðlilegar verndarað- gerðir á alþjóðavettvangi, meðal annars innan Alþjóða hvalveiðinefndarinnar, varð- andi hvalastofna sem taldir eru i hættu. lega að eKKi verði leyfð- ur hérlendis annar iðn- rekstur en sá sem hefur fullnægjandi tök á mengunarvörnum vegna umhverfisins og vegna heilbrigði þeirra er við hann vinna. Þetta var meginmál einnar af ágætum ályktunum náttúru- verndarþings. t niðurlagi álykt- unarinnar var áréttuö nauösyn þess, aö geröar séu fullnægjandi kröfur um mengunarvarnir viö starfandi iðnaöarfyrirtæki og vinnslustöðvar. — (Innan sviga vill Þjóðviljinn i þessu sambandi minna á hneykslið i Straumsvik: eina hreinsitækjalausa álbræðsl- an í veröldinni heldur áfram að brjóta islensk lög og ganga á gef- in fyrirheit um úrbætur). 1 annarri álytkun er skorað á fjárveitingarvaldið að sýna i verki skilning á nauösyn mengunareftirlits og mengunar- varna meö þvi aö veita nægu fé til Heilbrigöiseftirlits rikisins, Siglingamálastofnunar ríkisins og annarra stofnana meö svipuö verksviö. Náttúruverndarþing hvatti til endumýtingar úrgangsefna og benti i þvi sambandi á smuroliu, úrgangstimburog pappir — Einn- ig var ályktaö um varnir gegn oliumengun, um - sorplosun og sorphreinsun og önnur skyld at- riöi. Samræmt og samfellt landnýting- arskipulag Náttúrm erndarþing 1978 ininn- ir á nauðsyn þess aö skynsanilega verði farið m eð auðlindir þjóðarinnar þannig að þær komi að sem bestuin notum til lifs- bjargar og farsældar fyrir lands- inenn uin ókoniin ár. Sérstaklega þarf að gæta að endurnýjunar- inætti hinna lifrænu auðlinda lands og sjávar. viðhafa ráðdeild i notkun þeirra sem takmarkaðar eru og velja þær nýtingaraðferðir sem koina sainfélaginu að sein bestuin notum. Jafnframt þarf að liuga að þörfum koinandi kyn- slóða. Þetta er upphafið aö lengri samþykkt, en i framhaldinu er bent á að draga þurfi saman á einn staö upplýsingar um ástand auölindanna, nýtingarleiöir og þjóðhagslega arðsemi mis- munandi kosta. 1 þvi sambandi beriaðhafa i huga.abfleira hefur gildi fyrir li'fskjör landsmanna en efnahagsleg hagnýting ein saman. Þá vakti náttúruverndarþing athygli á nauðsvn þess að skipu- leggja notkun lands á grundvelli endurskoöaörar löggjafar um Framhald á bls. 18. Pólitíkin var mikiil þáttur i lifi minu frá barnæsku — Segðu mér frá ætt þinni og uppruna, Adda? — Þó að ég sé fædd i Reykjavik voru foreldrar minir báöir úr sveit. Móðir min hét Sigriður Stefánsdóttir frá Brettings- stöðum i Laxárdal i S-Þingeyjar- sýslu og faðir minn var Sigfús Sigurhjartarson frá Urðum i Svarfaðardai. Ég er alin upp i Reykjavik og á Seltjarnarnesi og á sumrin var ég gjarnan á Brett- ingsstöðum hjá móðurfólki minu. Þaö er dýrlegur staöur sem nú er kominn i eyði. — Heimili þitt hefur veriö mjög pólitiskt? — Já i hæsta máta. Pólitikin var mikill þáttur i lifi minu frá barnæsku. Þaö fyrsta, sem ég sjálf man, var aö pabbi var i framboði fyrir Alþýöuflokkinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu, lik- lega 1934, og ég fékk stundum að sitja i bilnum meö honum á fram- boðsferðum hans. A þeim árum gat ekkert jafnast á við feröalög upp i sveit i minum huga. Hann var i framboði á móti Ólafi Thors og ég man hvaö mér þótti leiöin- legt aö ólafur fékk miklu fleiri at- kvæöi en hann. Bretar voru búnir ad hernema Menntaskólann — Þú hefur áður sagt frá þeirri gjörningahriö sem dundi yfir fööur þinn og fjölskylduna i Finnagaldrinum 1939 þegar þiö misstuð húsið á Seltjarnarnesi og þegar faðir þinn var handtekinn af Bretum 1941 og fluttur til Bret- lands i fangabúðir. — Já, ég sé ekki ástæðu til aö endurtaka þá sögu hér en við fluttum aftur til borgarinnar 1940 og það haust byrjaði ég i Mennta- skólanum. Þá stóð þannig á aö Bretarnir voru búnir aö hernema Reykjavik og einnig Mennta- skólann og héldu honum i 2 ár. 1 1. bekk sat ég þvi i Alþingishúsinu einhvers staðar i námunda viö flokksherbergi Sjálfstæðis- flokksins og i 2. bekk vorum viö i kjallara Háskólans. — Var þá ekki losarabragur á skólahaldinu? — Skólinn var á algjörum hrakhólum þessi tvö ár. Fyrsta árið höföu 1. og 2. bekkur ekkert samband við aðra bekki, en seinna árið fór kennsla öll fram i háskólanum ef ég man rétt. MR kynntist ég fyrst i 3. bekk. — Hvenær laukstu svo stúdentsprófi? — Þvi lauk ég 1946 á 100 ára afmæli skólans. Það sýnir kannski bjartsýni fólks á þessum styrjaldarárum að 1943vorum við bekkjarsystkinin alveg sannfærð umað striðinu yrði lokið þegar viö lykjum stúdentsprófi og fórum þá strax að safna fé fyrir utanlands- ferð. Við seldum sælgæti og reyndar vinarbrauð og mjólk lika til ágóöa fyrir þessa ferð. Þetta stóöst bæði með striðslokin og peningana og viö þurftum ekki aö greiða fargjöldin úr eigin vasa. — Hvert fóruð þið? — Við fórum til Noregs, Sviþjóöar og Danmerkur aö ógleymdum Færeyjum hvar viö heimsóttum m.a. Jóhannes Patursson i Kirkjubæ. Þetta var stuttu áöur en hann lést og var ákaflega eftirminnileg heimsókn. — Hvers vegna fórst þú i verðurfræði að loknu stúdents- Ekki bara veður- fræðilegur áhugi heldur lika kven- metnaður — E.t.v. var það ekki bara veðurfræðilegur áhugi heldur lika einhvers konar kvennametnaöur. Ég vildi endilega fara i eitthvert stærðfræöinám og ljúka þvi en þaö geröu tiltölulega fáar stúlkur á þeim árum. Þá var flug milli landa aö byrja og mikil þörf fyrir veöurfræðinga. 1 stæröfræðideild Menntaskóians var það kynnt sérstaklega að fólk vantaöi á Veöurstofuna og ég sá aö þarna var leið i trygga atvinnu fram- undan og stööu þar sem ég ætti kostá fullkomnu launajafnrétti. — Varstu mikil kvenréttinda- kona á þessum árum? — Viö vorum það allar menntaskólastúlkurnar og sá pólitiski andi sem rikti heima ýtti undir mig. Þó aö á minu æsku- heimili hafi rikt hin klassiska verkaskipting milli húsbónda og húsmóður þá var viöhorf beggja foreldra það að nauösyn væri að viö dætur þeirra fengjum menntun sem geröi okkur kleyft aö standa algjörlega á eigin fótum. Sjálf var ég ekki i Kven- réttindafélaginu á þeim árum, en man þó aö ég hélt einhvern tima ræöu um kvenréttindi i málfunda- félaginu Framtiðinni og var mikill aðdáandi Katrinar Thor- oddsen sem bæði var læknir og stjórnmálamaður. Ég gekk ekki i Kvenréttindafélagið fyrr en aö loknu námi. En kvenréttindi og sósialismi hefur alltaf verið grundvallarlifsskoðun min. Þetta tvennt veldur þvi að ég get aldrei lagt stjórnmálabaráttuna á hilluna. Veðurstofan hafði undirgengist að senda engan komm- únista til Keflavikur- flugvallar — Hversu lengi varstu i háskólanámi? — Fyrsta veturinn eftir stúdentspróf var ég i verkfræöi- deildinni hér heima til undir- búnings veðurfræðináminu en fór til Oslóar 1947 og lauk þar námi 1953. Þegar ég kom heim var kalda striðið i algleymingi hér og Veöurstofan haföi undirgengist að senda enga kommúnista til Keflavikurflugvallar en þar var aðai flugveðurþjónustan hér á laudi. Flestir nýir veöur- fræðingar fóru þangaö því að þar var þörfin brýnust og menn uröu þá að standa i þvi aö hreinsa sig af imynduðum eða raunveru- legum sósialiskum viðhorfum áður en þeim var veitt staða. prófi? nuua nara á heimili sinu aö Laugateigi 24. Meöal vinnufélaga á Veöurstofunni. Það sem vinnst á þennan hátt er alltof lítið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.