Þjóðviljinn - 06.05.1978, Qupperneq 7
Langardagur 6. maí 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Hannibalsævintýrid varö til þess aö skapa vinstri
sveiflu i stjórnmálum...
Hannibalsævintýrið jók verkalýðsþáttinn i
íslenskum stjórnmálum...
Vilmundarævintýriö hefur skapaö hægri sveiflu...
Hannibalsæyintýrid 1967
Vilmundarævintýrið 1978
Tilraun til samanburðar
I kosningunum 1971 minnkaði
fylgi Alþýðuflokksins um
þriðjung. Þetta var aðalástæða
þess að viðreisnarstjórnin féll
eftir 12 ára ömurlegan ferii.
Orsakirnar fyrir hruni
Alþýðuflokksins voru margar.
Sem stjórnarflokkur þótti hann
duglitill. 1 þvi sambandi má
nefna þrjú ráðuneyti sem flokk-
urinn var ábyrgur fyrir:
Utanrikismál Þar var undir-
gefnin við NATO og USA svo
mikil að Islandstóðutanvið alla
norðurlandasam vinnu sem
hugsanlega fól i sér smávægi-
lega gagnrýni á fyrrnefnda
aðila.
Sjávarútvegsmál. Þar var
hvorki sinnt nauðsynlegustu
þörfum á endurnýjun fiskiflota
eða á fiskvernd.
Heilbrigðismái. I trygg-
ingarmálum hafði bókstaflega
engin nýjung átt sér stað önnur
en gengið var fram hjá hæfasta
umsækjandanum um stöðu
Tryggingastofnunarinnar og
Alþýðuflokksmaður settur i
staðinn. Með hliðsjón af orðstir
Alþýðuflokksins frá fyrri árum
var aðgerðarleysið i trygg-
ingarmálum mesta hneisa hans.
Að öðru leyti fór það orð af
Alþýðuflokknum að hann væri
spilltastur allra stjórnmála-
flokka. Eini sýnilegi áhugi
forystumanna þess flokks virt-
ist vera að koma fólki sinu að
rikisjötunni. Eigin hugmyndir
um umbæturskorti að öllu leyti.
1 kosningunum, þar sem fylgið
féll um þriðjung, var i áróðri
flokksins óbreytt ástand lof-
sungið.
Onnur veigamikil ástæða
fyrir hylgishruni Alþýðuflokks-
ins var vaxandi skilningur
kjósenda á nauðsyn öflugs
verkalýðsflokks á Islandi. Arin
fyrir 1971 höfðu einkennst af
miklum kjararýrnunum sem
rikisvaldið hafði staðið fyrir. Æ
ljósara var að kjarabarátta var
sama og stjórnmálabarátta.
Alþýðuflokkurinn var einfald-
lega ekki dæmdur nógu góður
verkalýðsflokkurog hann missti
atkvæði til Samtaka frjáls-
lyndra og Alþýðubandalagsins.
Þetta er mikilvægt að hafa i
huga: Bæði í kosningunum 1967
og 1971 var áhersla á stéttareðli
stjórnmálaflokks á vinstri væng
öruggasta leiðin til fylgisaukn-
ingar.
II.
Nú, á árinu 1978, virðist
Alþýðuflokkurinn vera i tals-
verðri sókn. Að visu er það rétt
að nýleg skoðanakönnun
Dagblaðsins er litt marktæk til
að sýna prósentufylgi flokkanna
af nokkurri nákvæmni. En hins
vegar tel égaðhún sýninokkuð i
hvaða átt straumurinn lá i
stórum dráttum i marsmánuði.
Fyrir kosningarnar i ár hefur
Alþýðuflokkurinn gert sitt besta
úl að afmá af ásjónu sinni sem
flest merki verkalýðsflokks. Að
gera slíkt er sem sagt talið lfk-
legt til ávinnings i kosningunum
1978. í staðinn er áhersla lögð á
hvers konar siðferðisherferb
sem fyrst og fremst felur i sér
ádeilu á yfirborðsfyrirbæri.
Ekki er bent á meginspillinguna
i islenska þjóðfélaginu sem er
allskyns umboðsgróði og
faktúrufalsanir þvi að slikt væri
sósfalismi. Þeim mun rækilegar
er rætt um persónusyndir,
oftast idómskerfinu og oftmeð
lélegan staðreyndagrundvöll
sem undirstöðu. Söguburðurinn
i litlu samfélagi er leiðarljósið
og ýtt er undir hleypidóma og
ihaldssöm viðhorf um refsingu.
Hlutverk siðferðispostulans
leikur sá flokkur sem nokkrum
árum fyrr stóð i vitund þjóðar-
innar á lægsta þrepi stjórn-
málalegs siðferðis.
Ef Alþýðuflokknum i hinu
nýja hlutverki sinu tekst að
bæta viðsig mörgum atkvæðum
samhliða því sem fylgisaukning
Alþýðubandalagsins yrði litil,
þá væri um að ræða mikinn
ósigur fyrir vinstri stefnu og
verkalýðshreyfingu á íslandi.
Færri kjósendur veldu sér þá
flokk i samræmi við stéttareðli
flokkanna en oftast áður þrátt
fyrir kjararýrnun undanfarinna
ára sem á ýmsan hátt er
sambærilegt vib kjarrarýrnun-
ina 1967—1969. Mat kjósenda i
stjórnmálum væri þá á ýmsan
hátt annað en það var 1971.
III.
Til að fá réttmætan saman-
burð á árunum 1971 og 1978 er
nauðsynlegt að rekja nokkuð
sögu áranna fram til 1971.
Forsendur vaxandi skilnings á
öflugum verkalýðsflokki 1971 er
einnig að rekja i pólitisku þró-
uninni.
Við stofnun Alþýðubandalags-
félagsins i Reykjavik 1966 komu
margir nýir einstaklingar til
liðs við sósialiska hreyfingu.
Flestir voru þeir i aldursflokkn-
um 25—40, en hann vantaði
mjög í Sósialistafélag Reykja-
vikur. Meirihluti félagsmanna á
stofnfundi Alþýðubandalagsms i
Reykjavik var ekki i Sósíalista-
félaginu og meirihluti
Sósíalistafélagsmanna var þá
ekki f Alþýðubandalagsfélag-
inu. Afleiðingar þessa voru
tvenns konar: t borgarstjórnar-
kosningunum 1966 jókst fylgi
Alþýðubandalagsins um 25%.
Jafnframt jókst sprengihættan
innan þess. Það var komin á
stað hreyfing til vinstri sem
erfitt var fyrir nokkurn aðila að
beisla.
Hér er hvorki timi né rúm til
að rekja innanflokksdeilur i
Alþýðubandalagi og Sósialista-
flokk 1966—1967, en eins og
lesendum er kunnugt enduðu
þær með að lagðir voru fram
tveir listar Alþýðubandalagsins
i Reykjavik i alþingiskosning-
unum 1967, G-listi og I-listi. Ég
vil aðeins draga hér fram eitt
atriði sem skiptir máli i þessu
sambandi: Hjá báðum listum
var mikil áhersla lögð á verka-
lýðsþáttinn. Þegar Hannibal
Valdimarsson var fenginn til að
skipa efsta sæti I-listans var
ekki aðeins um að ræða spil til
aðlistinn hefði einhverja mögu-
leika i kosningunum. Það var
lika hugmynd að ná i verkalýðs-
kjósendur frá hægri.
Siðarnefnda atriðið
misheppnaðistab mestu leyti og
var meginástæðan sú að örlög
I-listans voru alltof mikið i
höndum andstæðinga Alþýðu-
bandalagsins. t upphafi var
Hannibal hrósað i málgögnum
andstæðinganna, og nefndur
hinn sanni verkalýðsleiðtogi.
Afleiðingin var sú að fjöldi fyrr-
verandi kjósenda flokkanna til
hægri fór að bera viurnar i
I-listann. Þá var blaðinu snúið
við. Morgunblaðið skrifaði dag
hvern að öll atkvæði greidd
Hannibal væru greidd
kommúnistum. Merkileg breyt-
ing varð á Alþýðuflokknum.
Leiðtogar hans fóru að hafa það
sem megininntak áróðurs sins
að flokkurinn væri verkalýðs-
flokkur, opinn öllum sönnum
verkalýðssinnum og jafnaðar-
mönnum.
Það sem gerðist i alþingis-
kosningunum i Reykjavik 1967
var i stuttu máli þetta: Fyrir
tilstuðlan Alþýðubandalagsins
sem heildarvar aukin áhersla
lögð á tengsl verkalýðsbaráttu
og s t jór n m á labar á tt u .
Hannibalsævintýriö stigmagn-
aði siðan mjög þessa stemmn-
ingu meðal kjósenda. Alþýðu-
flokkurinn tók síðan algerlega
óverftskuldaA heim stærsta
ávöxtinn af þessu og framlengdi
þannig lif viðreisnarstjórnar-
innar I fjögur ár.
I kjölfar kosninganna 1967
vorustofnaðir tveir stjórnmála-
flokkar, Alþýðubandalagið og
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna. Aðalmarkmið hins
siðarnefnda var að vinna að
stofnun öflugs verkalýðsflokksI
sósialdemókratiskum búningi.
Alþýðubandalagið svaraði með
þvi að leggja á það áherslu að i
raðir þess væru allir sannir
verkalýðssinnar velkomnir.
Þvi var eðlilegt að i kosning-
unum 1971 var nauðsyn öflugs
verkalýðsflokks meginatriði
kosningabaráttunnar á vinstri
væng. Alþýðuflokkurinn var nú
endanlega gjaldþrota sem slik-
ur og hrun hans var mikið.
IV.
Fróðlegt er að gera saman-
burð á Hannibalsævintýrinu
1967-1971 og Vilmundar-
ævintýrinu 1978.
Hannibalsævintýrið varð til
að skapa vinstri sveiflu i stjórn-
málum. Þessi staðreynd er
algerlega óháð kostum eba
ókostum Hannibals og stuðn-
ingsmanna hans að undaskildu
þvi óhjákvæmilega: Hannibals-
ævintýriðjók verkalýðsþáttinni
islenskum stjórnmálum.
Vilmundarævintýrið hefur
þegar skapað hægri sveiflu i
Alþýðuflokknum. Hættaerá þvi
að þetta skapi einnig vissa
hægri sveiflu viðar. Vilmundar-
ævintýrið hefur dregið athygl-
ina frá stéttarþættinum i
islenskum stjórnmálum og auk-
ið ameriska þáttinn þar (sem
þegar var talsverður fyrir).
V.
Hvert er hlutskipti Alþýðu-
bandalagsins þegar þessar
sveiflur ganga yfir, fyrst i jaðri
þess en siðan utan þess? Er það
fyrst og fremst óvirkur mót-
takandi, sér til gróða eða taps?
Þvi miður neyðist ég til að
svara þessari spurningu að
mestu leyti játandi. Alþýðu-
bandalagið hefuraðeins að tak-
mörkuðu leyti lært lexiuna af
Hannibalsævintýrinu en mikil-
vægasti hluti hennar er að
vöxtur og viðgangur Alþýðu-
bandalagsins er undir þvi kom-
inn hvað það er trúverðugur og
kraftmikill stéttarflokkur fyrir
vinnusala („launþega”) og þeir
eru flestir á Stór-Reykjavikur-
svæðinu. Ég hef öngvar töfra-
formúlur um hvernig hér megi
bæta úr en vil þó nefna nokkur
atriði.
1. Aukin róttækni i efnahags-
málum. T.d. að setja á oddinn
kröfu um þjóðnýtingu utanrikis-
verslunar. Bæði er krafa þessi
réttmæt og auk þess góð kosn-
ingatækni þvi að hún ærir
örugglega Sjálfstæbisflokkinn
og stuðlar þannig að þvi að gera
kosningarnar að einvigi Alþýðu-
bandalagsins og
Sjálfstæðisflokksins, sem er
mjög æskilegt.
2. Almennt betri tök á efna-
hagsmálum, tæknilega og þekk-
ingarlega. M.a. þarf i þessum
efnum (sem fleirum) að
samhæfa miklu betur störfin i
stjórnmálum og verkalýðsmál-
um en verið hefur.
3. Að sjálfsögðu á Alþýðu-
bandalagið að halda áfram vöku
sinni i' „þjóðfrelsismálum”,
bæði viðvikjandi hernum og
erlendri stóriðju. En það er allt-
af spurning á hvað eigi ab leggja
mesta áherslu, hvað eigi að
vera mest áberandi. . Þannig
dreg ég i efa að hugtakið
„islensk atvinnustefna” sé
liklegt til að hafa mikil áhrif á
Stór-Reykjavikursvæðinu. (Til
að fyrirbyggja misskilning vil
ég taka fram að ég er hlynntur
„islenskri atvinnustefnu” að
svo miklu leyti sem ég skil hug-
takið.)
Undanfarið hefur Alþýðu-
bandalagið haldið fjölmenna og
góða fundi með bændum um
landbúnaðarmál. Þessu ber að
fagna og yfirleitt er stefna
Alþýðubandalagsins i land-
búnaðarmálum góð. En æski-
legt væri ef Alþýðubandalagið
gæti haldið jafngóða fundi með
hinum ýmsu hópum vinnuselj-
enda i þéttbýlinu og komið þar
fram með markvissa stefnu i
málum þeirra. Ef slikt tækist
væri Alþýðubandalagið i meiri
sókn en dæmi eru til fyrr um
islenskan verkalýðsflokk.
Viðvikjandi Vilmundar-
ævintýrinu þá hefur Þjóðviljinn
einkum upp á siðkastið sýnt
fram á yfirborðsmennskuna i
„siðferðisherferð” Vilmundar
og félaga. Meira að segja hefur
verið bent á tengsl Jörgensens
málsins og Aiþýðuflokksins,
nokkuð sem ekki hefur sést á
sfðum Þjóðviljans mjög lengi.
Hér má segja að betra er seint
en aldrei.
Uppákoma Vilmundar-
ævintýrisins er sennilega
skýrasta dæmi þess að Alþýðu-
flokkurinn treystir sér ékki til
að berjast við Alþýðubandalag-
ið á þeim grundvelli hver þjóni
vinnuseljendum best. En það er
að miklu leyti komið undir styrk
og trausti Alþýbubandalagsins
sein verkalýðsf lokks hvort
Alþýðufiokknum tekst að heyja
árangursrika orrustu á þessum
nýja baráttugrundvelli.
Lundi, 4. april 1978.
Gisli Gunnarsson.
Auður
Halldór
Agnes
Valdimar
Arni
G-listinn íHveragerði
Manntalið 1801
Birtur hefur verið listi Alþýðu-
bandalagsins við sveitarstjórnar-
kosningarnar f Hveragerði. List-
inn er þannig skipaður:
1. Auður Guðbrandsdóttir hús-
móðir og varaform. Verka-
lýðsfélags Hveragerðis og ná-
grennis.
2. Halldór Höskuldsson trésmið-
ur.
3. Agnes Hansen kennari.
4. Valdimar Ingvason húsa-
smiður.
5. Arni Helgason húsgagnasmið-
ur.
6. Erlendur Guðmundsson húsa-
smiður.
7. Björn Eiriksson málari.
8. Karlinna Sigmundsdóttir hús-
móðir.
9. Sigmundur Guðmundsson
garðyrkjumaður.
10. Asgeir Björgvinsson húsa-
smiður.
Ættfræðifélagið hélt aðalfund
sinn fyrir skömmu. Þar kom
fram að setning á I. bindi af
manntalinu 1801 er um það bil
hálfnuð en félagið hefur með
höndum útgáfu þess. Þetta bindi
nær yfir Suðuramt frá Lónsheiði
að Hvitá i Borgarfirði en á þvi
landsvæði bjuggu um 17 þúsund
manns árið 1801. Gert er ráð fyrir
að manntalið allt verði þrjú bindi.
Manntal þetta er elsta allsherjar-
manntal okkar næst manntalinu
frá 1703 og hin merkasta heimild,
ekki aðeins ættfræðilega heldur
engu siður hagfræðilega á marg-
an hátt. Félagið hefur áður gefið
út manntal frá 1816 en það er ekki
til úr nándar nærri öllum sóknum
á landinu. I mánntalið frá 1801
vantar hins vegar ekkert.
Skýrt var frá þvi á fundinum að
Námsflokkar Reykjavikur hefðu
staöið að tveim námskeiðum I
ættfræði á siðastliðnum vetri en
slikt námskeið er alger nýjung
hér á landi og þótt viöar væri
leitað. Ekki voru námskeið þessi
ættfræðifélaginu viðkomandi að
öðru en þvi að formaður félagsins
var þar leiðbeinandi. Alls sóttu
námskeiðin 42 menn á öllum
aldri, konur i miklum meiri hluta.
A aöalfundinum flutti Sigurgeir
Þorgrimsson erindi um Olaf
Snókdalin ættfræðing og ætta-
bækur hans.
Stjórn félagsins var endurkos-
in. Hana skipa: ólafur Þ.
Kristjánsson formaður Bjarni
Vilhjálmsson, Jakobina Péturs-
dóttir, Jóhann Gunnar Ólafsson
og Pétur Haraldsson.
Félagsmenn i Ættfræöifélaginu
geta allir orðið sem áhuga hafa á
ættfræði og vilja hlynna að henni
og útgáfu heimildarrita um þau
efni.