Þjóðviljinn - 06.05.1978, Side 15

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Side 15
Laugardagur 6. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hjalti efstur BRIDGE U i 4 or. O ! o í > •. ct: -) b o n Frá íslandsmótinu í sveitakeppni Þegar þetta er skrifað, er lok- ið við að spila 3 umferðir af 7 i mótinu. Staöa sveitanna er þessi: 1. Hjalti Eliasson 50 stig 2. Stefán Guðjohnsen 47 stig 3. Guömundur Hermannss. 38 stig 4. Sigurjón Tryggvason 30 stig 5. Guðmundur T. Gislas. 26 stig 6. Steingrimur Jónasson 17 stig 7-8. Armann J. Lárusson 16 stig 7-8. Jón Asbjörnsson 16 stig 1 gærkvöldi áttust við, sveitir Hjalta og Stefáns. Mótinu verð- ur framhaldið i dag og i kvöld og lýkur á morgun. Spilað er á Loftleiðum. Efst á baugi Það er alls óvist, að þessi þáttur nái að þjóna þeim til- gangi, er honum er ætlaö, og á ég þar við vöntun sl. tveggja þátta minna i blaðinu. Lesendur þáttarins eru beðnir velvirðing- ar á þessu, en vonandi stendur þetta allt til bóta. Þess utan er bridgevertiðinni að ljtlka viöast hvar, utan stórmóta sem nú standa yfir og eru á dagskrá i júni. Einnig má minna á þátt- tökutilkynningu i bikarkeppni sveita, en þær skulu hafa borist fyrirmiöjan mai, til stj. BSl/co. Hjalti Eliasson pósthólf 256 Kópavogi. ALoftleiöum stendur nú yfir Islandsmót i sveitakeppni. Búið er að spila 4 umferðir, 5 og 6 umferð eru spilaðar i dag og lokaumferðin verður spiluð á morgun, sunnudag. Aö venju, eru syndir leikir á röflu (Rama). Að sjálfsögðu eru allir vel- komnir, til að fylgjast meö. Nv. tslandsmeistari sveita, er sveit Hjalta Eliassonar. Nokkuð eru menn orðnir lang- eygir eftir úrslitum i bikar- keppni BSI, i tvimenning. Eru menn farnir að hafa þetta mál i flimtingum og segja, aö liklega er sama tölvan sem reiknar út árangurinn hjá BSI og sú sem stjórnarskrárnefnd hefur notaö undanfarin ár... Þáttinn rekur minni til, aö fyrirhugað sé að halda keppnis- stjóranámskeið á vegum BSI, i byrjun júni, undir leiðsögn Svend Novrups frá Danmörku. Ekkert er vitað meir um þetta mál og væri það að sönnu ánægjulegt ef stjórn BSI skýrði nánar frá. Einnig er fróðlegt að frétta eitthvað um OL ’78, sem fram fer i New Orleans I júni. Eru einhverjir sem vilja fara héðan og ef svo er, hverjir? Hvenær rennur út þátttökufrestur sá, sem settur er? Hver er áætlaður kostnaður og svo framvegis. Frá Ásunum Nú er aðeins ólokið einu kvöldi í Butler-keppni félagsins og er staða efstu para þessi: 1. Jón Baldursson — Sævar Þorbjörnsson 100 imp. 2. Hjörleifur Jakobss. — Þorlák- ur Jónss. 84 imp. 3. Jakob R. Möller — Guðmund- ur Sveinss. 80 imp. 4. Einar Þorfinnss. — Sigtrygg- ur Siguðrss. 61 imp. 5. Páll Valdimarss. — Valur Sigurðsson 59 imp. 6. Hermann Láruss. — Ólafur Láruss. 43 imp. Keppni lýkur nk. mánudag. Frá Breiðholti Þremur umferðum er nú lokið i barometer-keppni félagsins og er staða efstu para þessi: 1. Finnbogi Guðmarss. — Sigurbjörn Armannss. 79 st. 2. Sigriður Rögnvaldsd. — Vigfús Pálss. 63 st 3. Guölaugur Karlss. — Elisabet Sigvaldad. 28 st. Alls taka 14 pör þátt i mótinu. Frá Bardstrendingum Orslit i einmenningskeppni félagsins: 1. Helgi Einarsson 212 stig 2. ölafur Árnason 211 stig 3. Viðar Guömundsson 206 stig 4. Korbrún Indriöadóttir 203 stig 5. Pétur Sigurðsson 202 stig 6. Finnbogi Finnbogason 201 stig. Félagið óskar félögum sinum gleðilegs sumars og um leið þakkar þátturinn samstarfiö i vetur. Frá TBK. Þegar einni umferð i para- keppni félagsins er ólokið, er staða efstu para þessi: 1. Sólveig.Finnbogi 462 stig 2. Ósk, Dagbjartur 461 stig 3 Sigriður, Jóhann 458 stig 4. Halldóra.Sigriöur 456 stig 5. Guðrún, Rafn 451 stig 6. Kristin, Jón 435 stig Siðasta umferðin veröur spil- uð nk. fimmtudag. fVerkfræðingur — T æknif ræðingur Keykjavikurhöfn óskar eftir að ráða verk- fræðing eða tæknifræðing til starfa við tæknideild. Nánari upplýsingar um starfið gefur yfir- verkfræðingur i sima 28211. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist eigi siðar en 25. mai. HAFNARSTJÓRINN í REYKJAVÍK SÖNGLÖG I eftir Sigurð Ágústsson, Birtingaholti —18 einsöngslög, 2 dúettar — eru nýlega komin út. tJtsölustaðir i Reykjavik: íslensk tónverkamiðstöð, Laufásvegi 40 Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðu- stig Fást einnig i bókaverslunum viða um land. titgefandi. Tökum aö okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T résmíðaverkst æðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 ugiysing í Þjóðyflianum ber ávöxt Frumvarp um tölvuskráningu: Leiðréttíng Eins og skýrt var frá i siðustu viku þá hefur verið lagt fram stjornarfrumvarp um kerfis- bundna skráningu á upplýsing- um, er varða einkamálefni. I fréttinni var sagt að Ragnar Arn- alds hefði á árinu 1974 lagt fram frumvarp ,,um verndun cinstakl- inga gagnvart þvi að komið verði upp safni upplýsinga um skoðanir þeirraeða aðra persónulega hagi með aðstoð tölvutækni”. Hér var ekki rétt meö farið þvi eins og kemur fram i greinargerð með frumvarpinu þá lagði Ragn- ar Arnalds o.fl. fram þingsálykt- un um þetta efni 1974 þar sem skorað var á rikisstjórnina að láta semja slikt frumvarp. Tillag- an var endurflutt 1976 en náði ekki fram að ganga. Hins vegar er ljóst að þessi tillöguflutningur hefur haft áhrif á það að nú er komið fram frumvarp um tölvu- skráningu. . . &■ SKIPAUTGCRÖ RlKiSlNS M.s. Esja fer frá Reykjavik, þriöju- daginn 9. þ.m. vestur um land I hringferð og tekur vör- ur á eftirtaldar hafnir: tsafjörð, Akureyri, Húsavik, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörö, Vopnafjörö og Borgarfjörð eystri. Móttaka til hádegis mánudag. M.S.Baldur fer frá Reykjavik 10. þ.m. til Þingeyrar og Breiðafjarða- hafna. Vörumóttaka: mánudag og þriðjudag. Ms. Hekla fer frá Reykjavík, föstudag- inn 12. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð, (Tálknafjörð og Bíldudal um Patreks- fjörð), Isafjörö, Noröurfjörö, Siglufjörð og Akureyri. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 11. þ.m. / Askorun til eigenda og ábyrgðar- manna fasteigna um greiðslu fasteignagjalda i Reykjavik Fasteignagjöld i Reykjavik 1978 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við, að óskað verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra i samræmi við 1. nr. 49/1951 um sölu lög- veða án undangengins lögtaks. Reykjavík 3. mai 1978 Gjaldheimtustjórinn i Reykjavik. Frá Tónlistarskól- - anum í Reykjavík Inntökupróf i tónmenntakennaradeild skólans, verða dagana 18. og 19. mai n.k. Umsóknarfrestur er til 15. mai. Um- sóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu skólans og þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar um prófkröfur og nám i deild- inni. Skólastjóri. Grundvöllur Framhald af bls. i benti hann á, að Island hafði ávallt hlotið jákvætt umtal erlendis, og heföu hvalveiðar landsins verið sterkt vopn tslendinga i landhelgisdeilunni. Jón tók einnig fram, aö visinda- ritgerð sú, sem byggir á niður- stöðum umræddra kannana, hafi verið rædd ýtarlega i visindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins, og samþykkt af öllum hlutaðeigandi visindamönnum. —IM Samningskrafa Framhald af 20. siðu taka þau inn i hús smátima i senn, 15—20 i hóp, lesa fyrir þau og föndra meö þeim. ,,Það er sanngirniskrafa hjá mæðrunum að reist veröi gott skýli hér á stærsta leikvellinum i Breiðholtinu”, sögðu þær, ,,en um leiö eini möguleikinn til þess að við getum notað það sem viö vor- um að læra á þessum námskeið- um”. I leiðindaveðrum eru ekki margir krakkar hér, enda er ekki ætlast til þess að krakkarnir séu inni á leikvöllunum. Viö höfum stundum tekiö þau hér inn i skúr- inn og lesið fyrir þau en auðvitað er engin aðstaða til þess.” Um það vorum við sammála gæslu- konunum. —AI. Karlakórinn Stefnir Tónleikar á Neskaupstað Karlakórinn Stefnir i Mosfells- sveit heldur tónleika i Egilsbúð á Neskaupsstað i kvöld kl. 20:30. StjórnandiiLárus Sveinsson. Ein- söngvarar Þórður Guðmundsson og Halldór Vilhelmsson. Undir- leikari er Guðni Þ. Guömundsson. Að loknu tónleikahaldinu veröur I dansleikur i Egilsbúð.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.