Þjóðviljinn - 06.05.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. mal 1978
Ragnar Arnalds um skattalagafrumvarpið:
F yrirtækin
sleppa áfram
borga lítinn sem engan tekjuskatt
Frumvarp rikisstjórnarinnar
um tekju- og eignarskatt kom til
annarar umræðu í efri deild s.l.
miðvikudag. Meirihluti fjárhags-
og viðskiptanefndar lagði til að
frumvarpið yrði samþykkt en
Ragnar Arnalds skiiaði séráliti og
flutti auk þess fjölmargar breyt-
ingartillögur við frumvarpiö. Til-
iögur Ragnars miðuðu m.a. að
þvi að skattlagning fyrirtækja
yrði með eðlilegum hætti og að
nær allir sem náð hafa 67 ára
aldri verði undanþegnir tekju-
skatti með þvi að veita þeim tvö-
faldan persónuafslátt.
ivilnanir fyrirtækja
auknar
Ragnar sagði að margt i frum-
varpinu væri til bóta, en gallarnir
væru þó miklu fleiri. Megingalla
frumvarpsins taldi hann þá, að
allar horfur væru á, að skattlagn-
ing fyrirtækja og rekstraraðila
yrði áfram smávaxin. Frum-
varpið byggi yfir fjölmörgum
smugum frá fyrri tið, sem ætlað
væri þaö hlutverk að lækka tekju-
skatt rekstraraðila, og þó væri
nokkrum nýjum bætt við.
Ragnar benti á að samkvæmt
þessu nýja skattalagafrumvarpi
væru fyrningarhlutföll i flestum
tilvikum hærri en áður, nema
varðandi skip, og að ákvæði um
endurmat eigna myndi auka
fyrningar mjög mikið. Söluhagn-
aður yrði sjaldnast skattlagður
vegna viðtækrar heimildar til
viðbótarfyrningar, eins og kæmi
fram i 42. gr. frumvarpsins. Þá
væri rekstraraðilum veittar
óeðlilegar ivilnanir meö þvi aö
skattstigi félaga við álagningu
tekjuskatts væri lækkaður úr 53%
i 45%. Fenginn arður af hluta-
bréfum eða hlut i fyrirtæki, allt aö
hálfri miljón króna hjá hjónum
yrði og skattfrjáls. Einnig kæmi
andvirði vörubirgða, allt að 30%
af reiknuðu matsverði vara, til
lækkunar á skattskyldum tekjum.
Fjórðung af hagnaði félaga væri
svo heimilt að leggja til hliðar,
áður en skattur væri lagöur á.
þings/é
Ragnar sagði að auk þessa
mætti nefna ýmsar fleiri ivilnun-
arreglur. Samanlögð áhrif af öll-
um þessum smugum hlytu að
verða þau, að verulegur hluti at-
vinnurekstrar i landinu slyppi
með að borga litinn sem engan
tekjuskatt.
Breytingatillögurnar
Breytingartillögur þær sem
Ragnar flutti fólu i sér eftirfar-
andi:
1) Að skattlagning fyrirtækja
og rekstraraðila verði með eðli-
legumhætti.
2) Aö lækkaður verði skattur af
lágum tekjum og hækkaður á há-
um tekjum með brattari skatt-
stiga.
3) Að persónuafsláttur verði
hækkaður, sem leiðir til hækkun-
Ragnar Arnalds
ar á skattleysismörkum, og að
barnabætur verði auknar.
4) Að nær allir sem náð hafa 67
ára aldri, verði undanþegnir
tekjuskatti, með þvi að veita
þeim tvöfaldan persónuafslátt.
5) Að leiga fyrir ibúðarhúsnæði
verði frádráttarbær frá skatti,
allt að 25 þús. krónur fyrir ein-
stakling á mánuði og 50 þús. kr.
fyrir hjón, enda sé eigin leiga ekki
talin lengur til tekna hjá ibúðar-
eigendum.
6) Að lögbundið verði, að hækk-
un skattvisitölu skuli fylgja
hækkun tekna milli ára, en þessi
regla, sem oftast hefur verið fylgt
i reynd, er brotin á þessu ári og
leiðir það til stórhækkunar skatta
i sumar.
Þar eð frumvarpið á ekki að
taka gildi hvað álagningu varðar,
fyrr en komið er fram á mitt
næsta kjörtimabil, þá flutti Ragn-
ar einnig breytingartillögur við
núgildandi skattalög. Miðuðu þær
breytingartillögur að fylla nokkr-
ar stærstu glufurnar i gildandi
skattalögum, til þess að atvinnu-
reksturinn taki á sig eðlilegan
hluta af skattabyrðinni. Benti
Ragnar á að samþykkt þessara
tillagna myndi auka tekjur rikis-
sjóðs á þessu ári um nokkur þús-
und miljón króna.
Framkvœmdir við Bessastaðaárvirkjun:
Skrásetning hafin í leigjendasamtök
Starfshópar kanna
ýmis hagsmunamál
Nýlega var haldinn fjölmenn-
ur fundur leigjenda á höfuð-
borgarsvæðinu og ákveðið að
stofna á næstunni leigjenda-
samtök.
Fimm manna undirbúnings-
nefnd var kosin á fundinum, og
eiga sæti i henni:
Bjarney Guðmundsdóttir
Fannarfelli 10 s. 72503
Fjóla Guðmundsdóttir Nesbala
27 s. 17112
Jón Kjartansson Rauðalæk 25 s.
31069
Jón Asgeir Sigurðsson
Fjólugötu 11A s. 29604
Jóhannes Ágústsson Miklubraut
42
Áhugamönnum sem þátt vilia
eiga i stofnun leigjendasam-
takanna skal bent á að láta skrá
sig hið fyrsta hjá einhverjum
ofangreindra.
Fram að stofnfundi munu
starfa hópar sem kanna eftir-
greind viðfangsefni, og er
mönnum enn opið að taka þátt i
þeim:
Leiguhúsnæði i Reykjavik,
mat á húsnæði og verðbinding
húsaleigu, drög að nýjum húsa-
leigusamningi, heilsuspillandi
húsnæðis i Reykjavik, húsa-
leigustarfsemi Reykjavfkur-
borgar, verkalýðshreyfingin og
félagsleg bygging leiguhús-
næðis, þróun byggingamála og
stefna ýmissa félagasamtaka.
Bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra
aöila við íslenska stjórnmálaflokka:
Líklega að lögum í dag
Frumvarp um bann við
fjárhagslegum stuðningi er-
lendra aðila við islenska
stjórnmálaflokka var sam-
þykkt i neðri deild i gær með
nokkrum breytingum.
Breytingarnarfela þaðim.a.i
sér að erlendum sendiráðum
á íslandi er óheimilt að kosta
eða styrkja blaðaútgáfu i
landinu. Frávisunartillaga
frá Sighvati Björgvinssyni
var felld með 27 atkvæðum
gegn 5.
Vegna breytinga á frum-
varpinu i neðri deild var það
sent aftur til efri deildar og
gert er ráð fyrir að það fái
lagagildi á fundi efri deildar
fyrir hádegi i dag.
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Opið hús í Skálan-
um.
Mánudagskvöldið 8. mai n.k. verður opið hús á vegum Alþýðubanda-
lagsins i Hafnarfirði i Skálanum. Opnað er kl. 20.30. Kynntar verða
niðurstöður hópumræðna frá fundinum 2. mai sl. um umhverfis- og
skipulagsmál. Mætum öll. Starfið er styrkur okkar.
Engin ákvörðun tekin
Við umræður á Alþingi í gær stjórnin hefur enn ekki tekið á-
kom fram hjá Geir HaUgríms- kvarðanir um byggingafram-
syni, forsætisráðherra, að rikis- kvæmdir við Bessastaðaár-
Skjald-
hamrar í
sídasta
sinn
Skjaldhamrar, leikrit Jónasar
Arnasonar, verður sýnt i siðasta
sinn I kvöld. 6. mai og hefur þá
verið sýnt oftar á fjölum Iönó en
nokkurt annaö Islenskt verk, eða
187 sinnum. Með veigamestu
hlutverkin I leiknum fara Þor-
steinn Gunnarsson, Valgeröur
Dan og Karl Guðmundsson, leik-
myndin er eftir Steinþór Sigurðs-
son, en leikstjóri er Jón Sigur-
björnsson.
Skjaldhamrar hafa vakið
áhuga leikhúsmanna viða erlend-
is og er nú verið að undirbúa sýn-
ingar á verkinu i tveimur leikhús-
um i Póllandi, I Wroclaw og
Bialystok, þar sem það veröur
leikiö i pólskri þýðingu Piotr
Valgerður Dan og Karl Guð-
mundsson I Skjaldhömrum.
Szymanowski. Ennfremur eru
fyrirhugaðar sýningar á Skjald-
hömrum I Lulea I Sviþjóð og i
Kemi I Finnlandi. — Einnig mun
mikill áhugi hjá leikfélögum viða
Uti á landi aö taka verkiö til sýn-
ingar. — Alls hafa nú um 45 þús-
und manns séð verkið hjá Leikfél-
agi Reykjavikur.
Samtök herstöðvaandstæðinga
Samtök herstöðvaandstæðinga. Opiiin mið-
nefndarundur um Keflavikurgöngu
Opin miðnefndarfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga verður
haldinn i litla salnum I Félagsstofnun stúdenta þriðjudaginn 9. mai
kl. 20.30. Umræðuefni: Fyrirkomulag Keflavikurgöngu. Herstöðva-
andstæðingar hvattir til aö mæta.
virkjun. Sagði forsætisráðherra
að hönnun þessara fram-
kvæmda væri ekki lokið. Tómas
Arnason tók einnig til máis og
sagðist telja að fullur og eNileg-
ur gangur væri á framgangi
þessa máis.
Tilefni orða forsætisráðherra
voru fyrirspurnir LUðviks Jó-
sepssonar um þetta efni. Benti
LUðvik á að Rafmagnsveitur
rikisins hefðu i desember s.l.
taliðað bUið væri að vinna nægi-
legan hönnunarundirbúning til
þess að hægt væri að taka á-
kvarðanir um framkvæmdir.
Lúðvik beindi einnig þeirri
fyrirspurn til forsætisráðherra
hvort rikisstjórnin hefði gert
ráðstafanir til að leysa úr fjár-
hagsvandamálum Rarik. I svari
forsætisráðherra kom fram að
rikisstjórnin hefur ekki tekið
neinar ákvarðanir um málið, en
nefnd vinnur að athugun máls-
ins. Þá beindi LUðvik þeirri fyr-
irspurn til forsætisráðherra
hvort rikisstjórnin hefði breytt
fyrrri ákvörðun um hækkun á
hUsahitunartaxta Rafmagns-
veitna rikisins. Forsætisráð-
herra sagði að þegar hUshitun-
artaxti Rarik hefði verið hækk-
aður um 25% þá hefði hækkunin
verið við það miðuð aö húsahit-
un með rafmagni yrði ekki dýr-
ari en húsahitun með oliu.
Við hækkun taxta Rarik hefði
hins vegar ekki verið tekið tillit
ti! þess að olia til húsahitunar er
niðurgreidd og þvi hefðu taxt-
arnir hækkað meir en til stóð.
Rarik hefði nU verið falið að
leiðrétta þetta.
Lúðvik sagði að ljóst væri að
það væri stefna rikisstjórnar-
innar að miða rafmagnsverð
Rarik við það sem væri óhag-
kvæmast i dag, þ.e. húshitun
með oliu.
Alþýðubandalagið á Akureyri Opið hús i Eiðsvalla-
götu 18
Opið hús I Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn 7í?nai kl. 15 til 18.
Kaffisala. Upplestur. Rætt um kosningaundirbúninginn. Félagar og
stuðningsmenn Alþýðubandalagsins fjölmennið. —
Kjördæmisráð Aiþýðubandaiagsins i Reykjanes-
kjördæmi — Opið hús i Þinghól
Alla laugardaga fram að þingkosningum verður opið hús i Þinghól
frá kl. 16. Þar verður rætt um kosningaundirbúninginn og unnið að
kosningaverkefnum kjördæmisins. Frambjóðendur G-listans I kjör-
dæminu verða til skrafs og ráðagerða. Kaffiveitingar. Fjölmennið.
Alþýðubandalagið i Norðurlandskjördæmi — eystra
Kosningaskrifstofa á Akureyri
Kosningaskrifstofan er að Eiðsvallagötu 18 á Akureyri. Siminn er 2 17
04. Skrifstofan er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 1 til
7 e.h. og frá kl. 2 til 5 e.h. á laugardögum. Kosningastjóri er Óttar
Einarsson. Kjördæmisráð og Alþýöubandaiagið á Akureyri
Kosningaskrifstofan Hafnarfirði
Alþýðubandalagið i Hafnarfirði hefur opnað Icosningaskrifstofu að
Strandgötu 41, 3. hæð (gengið inn bakdyramegir ) . Skrifstofan verður
fýrst um sinn opin frá kl. 17 til kl. 19. Slmi 54510. Litið við og athugið
kjörskrána.
Kosningaskrifstofan i Kópavogi
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Kópavogi er opin frá 13—19
alla virka daga. Skrifstofan er I Þinghól. Athugið um sjálfa ykkur, vini
og félaga, hvort eru á kjörskrá.
Alþýðubandalagið á Siglufirði Kosningaskrifstofa
Alþýðubandalagið á Siglufirði hefur opnað kosningaskrifstofu I Suður-
götu 10: Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 3 til kl. 7 siðdegis. Sími
skrifstofunnar er 71294.
Stuðningsfólk Alþýðubandalagsins! Hafið samband við skrifstofuna.
Kosningaskrifstofa i Garðabæ
KosningaskrifstofaAlþýðubandalagsins I Garðabæ er I Goðatúni 14,
simi 4 22 02. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 17-19. Félagar og stuön-
ingsfólk Alþýðubandalagsins lítið við á skrifstofunni.
Alþýðubandalagið I Garöabæ
Stefnuskrá G-listans um borgarmál
Stefnuskrá G-listans um borgarmál liggur frammi á Grettisgötu 3.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hana áður en hún kemur til af-
greiðslu á félagsfundi i næstu viku.