Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. maí 1978 Marka þarf nýja, víð- sýna og þjóðholla stefnu í landbúnaðarmálum Þegar litið er á framvindu is- lenskra landbúnaöarmála siöustu árin og einkum þann þátt þeirra, sem snýr að stéttarbaráttu bændasamtakanna getur ekki hjá þvi farið, að athyglin beinist eink- uin að tveim staðreyndum. Hin fyrri, að við völd i landinu hefur siðasta kjörtimabil setið rikis- stjórn þeirra stjórnmálaflokka, sem langflestir bændur hafa fram til þessa veitt stuðning á kjördegi. llin siðari að þessa söinu rikis- stjórn hafa bamdur orðið að beita miklum og vaxandi stéttarlegum þrýstingi til þess að knýja á um hinar minnstu úrbaitur i málefn- um landbúnaðarins og jafnframt að fá fslenska ríkið til aö standa við lögboðnar skuldbindingar og greiðslur, sem landhúnaðinn varða. Hvaö veldur? ölluin, sem fylgst hafa með málefnum landbúnaðarins mega vera þessar staðreyndir ljósar eftir þá fjölmörgu bændafundi, sem haldnir hafa verið á þessum vetri og i fyrravetur og þvi regni ályktana, sem frá þeim hefur borist. En hvernig má sitk mót- sögn eiga sér stað, að rikisstjórn, sem bændur hafa öðrum fremur kosið yfir sig, skuli ekki sýna málum þeirra meiri skilning? Kemur þar til illvilji eða van- þekking? Ekki dettur mér í hug að halda sliku fram. Hitt mun sönnu nær, að breyttar þjóðfé- lagsaðstæður eigi þar drýgstan þáttinn. i ágætri grein eítír Þórarinn Lárusson, ráðunaut, sem birtist i búnaðarblaðinu Frey nú i vetur, er nokkuð vikið að breytingu á skoðunum suinra bænda, sem nú sitja á Alþingi um einn þátt land- búnaðarlöggjafarinnar. bað er að segja beina samninga milli bænúa og rikisvaldssins um ákvörðun búvöruverðs. En þar hafa þingmenn i bændastétt haft nokkra tilhneygingu að róa sér á báti en taka ekki undir kröfur flestra annarra stéttarbræðra sinna. Þórarinn Lárusson varpai fram þessari spurningu: ,,Erekki raunveruleg ástæða fyrir skoð- anaskiptum þessara ágætu þíng- manna sú að þeir verða ekki varir við trú eða áhuga starfsbræðra sinna á Alþingi á málefnum land- búnaðarins? ”. Þarna álit ég að tekið sé á kjarna málsins a hógværan og kurteisan hátt. Sviðið allt verður þvi næsta nöturlegt, þegar þær óbilgjörnu árásir. sem landbún- aðurinn hefur sætt af hálfu kross- ferðariddara höfuðstaðarvaldsins eru skoðaðar i ljósi þess áhuga- leysis, er stjórnarliðið á Alþingi hefur sýnt málefnum land- búnaðarins. Eru naumast tíöindi Þessvegna heyrir það vart til pólitiskra stórtiðinda þó að for- maður Stéttarsambandsins sendi landbúnaðarráðherranum og auðvitað rikisstjórninni allri þá orðsendingu á sjálfan gamlaárs- dag, að hann muni segja af sér formennsku i Stéttarsambandinu, sé ekki tekið rösklega á málefn- Ræða Péturs Sigurðssonar, bónda á Skeggsstöðum í Svartárdal á bœndafundi Al- þýðubandalags- ins í Miðgarði um landbúnaðarins af hálfu rikis- stjórnarinnar. Þessvegna vakti andsvar ráöherrans i Timanum 3. jan. sl. ekki þá athygli, sem við hefði mátt búast, er hann var inntur eftir þvi hvaða aðgerða rikisstjórnin hygðist nú gripa til i vandamálum landbúnaðarins. En ráðherrann sagði: ,,Ég hef ekki hugsað mér að skýra frá þeim hugmyndum, : :m fram hafa komið um hveniig leysa megi efnahagsvandamál bændastéttarinnar. Ég hef ekki þau vinnubrögð að segja fyrst frá þvi hvað ég ætla að gera, en verða svo siðar að koma með skýringar á þvi, af hverju það var ekki hægt”. Hvort gullkorn þetta á í raun- inni að þýða það, að fremur sé undantekning en regla, að land- búnaðarráðherrann yfirleitt geti komið þvi i framkvæmd, sem hann telur nauðsynlegt, skal ósagt látið. En skörulegar hefði rikisstjórnin orðið að taka á mál- efnum landbúnaðarins en raun hefur á orðið, eigi bændur að syngja henni lofsöngva. Átök um grundva llaratriöi Alít mitt er, að bændum sé nauðsyn á að gera sér grein fyrir þvi, að nú er tekist á um grund- vallaratriði i stefnunni i islenskum atvinnu- og efnahagsmálum. Sá ágreiningur markast af þvi, hvort byggja skal áfram á landbúnaði og sjávarútvegi sem stofngrein- um og byggja upp iðnað fyrst og fremst sem úrvinnslu úr afurðum þeirra og þjónustu við þær. Hins- vegar standa svo kenningar hinna nýju hagvaxtarpostula, er með ódýrri orku og ódýru vinnuafli vilja gera tsland framtiðarinnar að sannkallaðri paradis fyrir stóriðjuver og þá einkum hvers- konar málmbræðslur. Það er þessi ágreiningur, sem liklegur er til að skipa mönnum i stjórn- málaflokka i náinni framtið. Það er um þessar nýju draumsýnir höfuðstaðarauðvaldsins, sem mest hafa kynt undir þeim árás- um, sem landbúnaðurinn hefur orðið fyrir i málgögnum þess sið- ustu árin. Þegar þrir stjórnmálaflokkar, Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur efna til prófkosninga til Alþingis i höfuð- stað iandsins á þessum vetri er það glöggt timanna tákn, að nið- urstöður prófkjöranna allra virð- ist mega rekja til áhrifa þeirra þjóðfélagsafla, sem ötullegast hafa unnið gegn islenskum land- búnaði og raunar hafið fullkomna rógsherferð gegn honum i allri þjóðmálaumræðu. Það hefði ekki þótt trúleg spásögn á árdögum Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks að glistrupsk dagblaða- mennska mundi ráða þarferðinni við val manna i æðstu trúnaðar- stöður að sex áratugum liðnum, sem og hjá sjálfu ihaldinu. Sann- leikurinn er þvi sá, að breyttar þjóðlifsaðstæður og breytt staða stjórnmálaflokkanna hlýtur að leiða til endurmats á þvi hvernig menn skipa sér i flokka og er svo um bændur öðrum fremur. Þrjú meginatriði Að minu áliti verður framtiðar- stefna i landbúnaðarmálum að taka mið af þremur meginatrið- um: t fyrsta lagi að halda landinu i byggð og láta landbúnaðinn áfram vera þann nauðsynlega bakhjarl sem hann hefur verið eðiilegri byggðaþróun og æski- legri myndun þéttbýliskjarna um landið. Tel ég að fækkun bænda og frekari grisjun byggðar sé ekki samrimanleg æskilegri þróun þess þáítar og mikilliþörf aukinna samfélagslegra aðger-ða þar sem byggð stendur hvað höllustum fæti. í öðru lagi verður að búa bænd- um góð lifskjör og ekki lægri tekj- ur en öðrum stéttum, eigi byggð að haldast. Þá verður sérstaklega að stuðla að þvi að auðvelda frumbýlingum að koma fyrir sig fótum og byggja upp lánakerfið i auknum mæli með tilliti til þess. t þriðja lagi ber að haga fram- leiðslunni i samræmi við neyslu- hætti og markaðsaðstæður á hverjum tima. Kemur þá mjög til kasta rikisvaldsins um þátt þess i verðmyndunarkerfi landbúnað- arvara. Gjalda verður mjög var- hug við þvi, að hlutfallslega lækk- aðar niðurgreiðslur stuðla, að breytingum á neysluvenjum bú- vörum i óhag og álagning sölu- skatts á vissar búvörugreinar dragi úr neyslu innanlands en kalli á aukinn útflutning. Stjórnun og skipulagning framleiðslunnar fari i framtiðinni einkum fram gegnum lánakerfið og sem heppi- legustu vali framleiðslugreina á. Hvérjum stað. Höfuðatriðið er að haga land- búnaðarlöggjöfinni i samræmi við þessa þrjá meginþætti, sem hljóta að verða uppistaða heil- brigðrar landbúnaðarstefnu. Þvi vil ég minna á nokkur þau atriði, sem ég tel hvað þýðingarmest að koma i framkvæmd sem allra fyrst i þágu bændastéttarinnar og æskilegrar byggðaþróunar i dreifbýlinu. Þar verður að sjálf- sögðu stiklað á stóru og um að ræða atriði, sem mjög hafa borið á góma i umræðum og ályktunum undangenginna bændafunda. Það sem gera þarf Brýn nauðsyn er að setja ný lög um framleiðslumál landbúnaðar- ins. Meginmarkmið þeirrar laga- setningar verði að tryggja bænd- um beina samninga við rikisvald- ið um kjaramál sin, með fullkom- inni rikisábyrgð á búvöruverði. t þeim sveitum eða sveitarhlutum þarsem búskaparaðstaða er erfið og byggð i hættu sé veitt heimild til að greiða sérstakar verðupp- bætur á framleiðsluna. Reynist þörf á skipulagningu eða tak- mörkun búvöruframleiðslunnar skal einnig veitt heimild til beit- ingar kvótakerfis, sem fyrst og fremst taki mið af skerðingu bú- vöruverðs hjá þeim framleiðend- um, er stunda búskap sem auka- grein og afla megin hluta tekna sinna með öðrum hætti. Hugsan- lega komi einnig til skerðing verðs á framleiðslu stærstu búa ofan ákveðins marks, reynist þörf Pétur Sigurösson slikra aðgerða. Slikir samningar verða jöfnum höndum að taka mið af fullnægjandi verðákvörð- un gagnvart viðmiðunarstéttum hverju sinni og þvi, að slik á- kvörðun standist i raun. Þá er skjótra úrbóta þörf i lána- málum landbúnaðarins, einkum með það fyrir augum, að létta frumbýlingum róðurinn ásamt öðrum þeim bændum, sem erfið- asta fjárhagsafkomu hafa. Leggja verður rika áherslu á að miða lánakerfið i auknum mæli við að auðvelda kynslóðaskipti á bújörðum og tryggja eðlilega endurnýjun innan bændastéttar- innar. Þar er nauðsynlegt að stór- hækka lán til jarðakaupa og miða þau við ákveðinn hundraðshluta af sölumati hverrar jarðar. t sambandi við afurðalán land- búnaðarins, og rekstrarlán til sauðfjárbænda verður að miða úrbætur við að fullnaðargreiðsla fari fram við afhendingu vörunn- ar. Rikjandi ástand er óviðunandi til frambúðar og óþoiandi kjara- skerðing bænda i þjóðfélagi óða- verðbólgu að þurfa að bíða á ann- að ár eftir að fá greiðslu á af- rakstri erfiðis sins. Taka verður upp verulegar fjárveitingar til landbúnaðarins með tilliti til byggðasjónarmiða og byggðaþróunar. Þar þarf Byggðasjóður að gegna stór- auknu hlutverki með þvi að veita aukaframlög til vissra fram- kvæmda þar sem byggð stendur höllum fæti, er komi sem viðbót við fyrirgreiðslu annarra stofn- lánasjóða. Verkefni Byggðasjóðs verði og gert viðtækara i þessu skyni, með þvi að hann veiti fé til að hraða framkvæmdum ýmissa samfélagslegra þátta svo sem á sviði vegamála, rafvæðingar og dreifingar sjónvarps. SAS, Danska ferðamálaráöið og Flugleiðir hafa samstarf um að reyna að auka leröa inanna- straum til Grænlands. i sumar verður fjölgaö um eiiia ferð viku- lega. Flogið verður fimm sinnum frá Kaupmannahöfn og alltaf höfð viðkoma i Keflavik. Þar geta far- þcgar ýmist farið með Flugleið- um til Kulusuk á austurströnd- inni, eða áfram til Narssarsuaq við Eirfksfjörð. A blaðamannafundi var frá því skýrt, að reynt yrði að ,,selja tvö lönd i' einu” eins og það er orðað. Með öðrum orðum : minna ferða- menn á að úr þvi þeir eru komnir alla leið til íslands væri eiginlega Hér mun numið staðar i upp- talningu hinna þýðingarmestu úrbóta á sviði landbúnaðarmála þótt margs sé ógetið. óneitanlega hefði verið freistandi að fara nokkrum orðum um innlenda fóð- uröflun og fóðuriðju félagsbúskap á jörðum, markaðsmál og mark- aðsleit o.fl. En það verður ekki gert að sinni. Nauðsyn nýrrar stefnu t máli minu hér áðan vék, ég að þeim þremur meginatriðum, sem ég tel að hljóti að vera höfuð- markmið réttlátrar og eðlilegrar stefnumörkunar i landbúnaðar- málum. Að lokum er rétt að skoða þessi markmið i ljósi rikjandi á- stands þó að upptalning mfn hér að framan um nauðsynlegustu úrbætur i landbúnaðarmálum taki raunar af öll tvimæli. Hefur stefnan i landbúnaðar- málum tryggt eðlilegt byggða- jafnvægi og æskilega byggðaþró- un? Tala ekki þar skýrustu máli eyddar byggðir og sveitir, þar sem litt má útaf bera með áfram- haldandi búsetu, að ekki hefur það markmið náðst. Hefur landbúnaðarstefnan tryggt bændum viðunandi kjör og sambærilegar tekjur við aðrar stéttir? Svo er vissulega ekki meðan við bændur fáum aðeins i okkar hlut frá 2/3-3/4 af tekjum viðmiðunarstéttanna að ógleymdum þeim vitahring, sem kapphiaupið i stækkun búanna hefur skapað og fyrr verið rakið. Hefur stefnunni i landbúnaðar- málum tekist að tryggja að fram- leiðslunni hafi verið hagað i sam- ræmi við neysluhætti og mark- aðsaðstæður? Þar verður svarið einnig neikvætt. Við búum á tímum verðjöfnun- argjalds og ráðagerða um kjarn- fóðurskatt og rikisvaldið virðist fremur koma til móts við kröfur bændasamtakanna um nauðsyn- legar úrbætur með kákkenndum tilburðum á útsölustigum heldur en að tryggja á hverjum tima þessum nauðsynjavörum jafnan hlut almannafjár i verðmyndun þeirra. Séu þessar staðreyndir hafðar i huga þarf naumast að undra að illa hafi til tekist um hina póli- tisku forystu landbúnaðarmála. Stöðugt fleiri bændur gera sér þessar staðreyndir ljósar. Þvi er að renna upp timabil endurmats fyrri viðhorfa og mörkunar nýrr- ar, viðsýnnar og þjóðhollrar stefnu i landbúnaðarmálum. synd og skömm að taka ekki Grænland með i leiðinni. Etoðið er upp á stuttar ferðir út lrá Narssarsuaq — fótgangandi eða á bát t.d. til bæjarins Narssaq, til Bröttuhlíðar, upp á jökul. Þá eru sérstakar freisting- ar lagðar fyrir sportveiðimenn, bæði i firðinum og í nærstreym- andi ám, en upp i þær gengur sil- ungur ágætur. 1 fyrra munu 7-8 þúsundir ferðamanna hafa komið til Græn- lands. ^ Sumaráætlanir um flug til Grænlands taka gildi 13. júni og er þeim fylgt fram i miðjan sept- ember. • Biikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ ónnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SIMI53468 Ætla aö vinna upp Grænland sem ferdamannaland

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.