Þjóðviljinn - 06.05.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 6. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Bresjnef og Schmidt
Góður árangur í
yiðskiptamálum
Enginn í afvopnunarmálum
5/5 — 1 viöræðum þeirra Heimuts
Schmidt, sambandskanslara
Vestur-Þýskalands, og Leónids
Bresjnefs, forseta Sovétrikjanna,
sem nú er I opinberri heimsókn I
^Bonn, kom ekkert þaö fram er
benti til þess aö saman myndi
ganga meö Sovétmönnum og
Vestur-Þjóöverjum um nifteinda-
sprengjuna og Berlin. Bresjnef
endurtók fyrri yfiriýsingar um aö
ekki kæmi tii greina aö Sovétrikin
gæfu neitt eftir I afvopnunarmál-
um I skiptum fyrir þaö aö Banda-
rikin hættu við framleiöslu nift-
eindasprengjunnar, og einnig
voru endurteknar fyrri gagn-
kvæmar ásakanir rikjanna um
brot á hlutleysi Berlinar. Form-
lega á þaö svo enn aö heita aö
Settu hafn-
bann á Höfn
og ríkisstjórnin lét undan
5/5 — Svend Jakobsen, sjávarút-
vegsráöherra Dana, tilkynnti
fréttamönnum i dag aö hann heföi
farið fram á fund meö fulltrúum
annarra rikjá, sem lönd eiga aö
Eystrasalti, i þeim tilgangi aö fá
fram ivilnanir fyrir danska fiski-
menn á Borgundarhólmi og ann-
arsstaðar, sem mjög eru upp á
veiöar i Eystrasalti komnir. Sýn-
ist hér vera um verulega eftirgjöf
dönsku stjórnarinnar aö ræöa,
þar eö áöur haföi Jakobsen sagt
fiskimönnum aö ekki væri hægt
aö semja viö Eystrasaltsrikin
framhjá Efnahagsbandalagi
Evrópu nema meö þvi móti aö
ganga úr þvi um leiö.
Eystrasaltsfiskimenn stefndu
um fimm hundruð bátum til
Kaupmannahafnar og nálægra
hafna fyrir nokkrum dögum og
lokuðu i dag höfnunum með þvi að
leggja bátunum fyrir mynni
þeirra. Tók þá fyrir samgöngur á
sjó til Sviþjóðar og Noregs og
einnig milli dönsku eyjanna. En
fiskimenn opnuðu hafnirnar aftur
fyrir umferð nokkrum klukku-
stundum siðar, er stjórnin sam-
þykkti aö ræða við fulltrúa þeirra.
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra, hafði rétt áöur sagt aö ekki
kæmi til greina að ræða viö fiski-
menn, þar eð þessar aðgerðir
þeirra væru i trássi við stéttarfé-
lag þeirra, en hann hefur greini-
lega hugsað sig betur um.
Fiskimenn á Borgundarhólmi
og viöar krefjast þess að annaö
hvort verði fiskveiðikvótarnir
hækkaðir eða að stjórnin bæti
þeim tjónið, sem þeir verða fyrir
vegna niðurskurðar kvótanna og
útfærslu fiskveiðilögsagna Svi-
þjóðar, Austur-Þýskalands, Pól-
lands og Sovétrikjanna. Þær út-
færslur lokuöu Borgundarhólmur-
um fiskimið, sem þeir hafa lengi
sótt, og mun danska stjórnin nú
væntanlega fara þess á leit viö
þessi riki, að þau veiti dönskum
fiskimönnum einhverjar ivilnanir
á þessum miðum.
Sudur-Afríkumenn
gera árás á Angóla
5/5 — Mörg hundruö manna
suöurafriskt herliö, iand- og flug-
her, gerði i gær árásir langt inn i
Angólu og hafa þau tiöindi vakiö
mikla ólgu á alþjóöavettvangi.
Suður-Afrikumenn segjast hafa
ráöist á bækistöövar SWAPO,
sjálfstæðishreyfingar Namibiu,
sem hefur griðland i Angólu. Ótt-
ast er aö þessar árásir kunni aö
gera aö engu tilraunir Bandarikj-
anna, Bretlands, Frakklands,
Vestur-Þýskalands og Kanada til
þess aö fá samþykki bæöi Suöur-
Afriku og SWAPO viö alþjóölega
viöurkennda áætlun um sjálfstæöi
til handa Namibiu.
Suður-Afrika hefur þegar sam-
þykkt áætlunina fyrir sitt leyti, en
SWAPO hefur ýmislegt viö hana
að athuga. 1 dag hafði Pik Botha,
utanrikisráðherra Suöur-Afriku, i
hótunum um að Suöur-Afriku-
menn kynnu að afturkalla sam-
þykki sitt við sjálfstæðisáætlun-
ina ef SWAPO samþykkti hana
ekki undireins og léti jafnframt
þegar i stað af skæruhernaði.
Ekki hafa tölur borist af mann-
falli i árásinni. Suður-Afriku-
menn segjast ekki hafa ráöist á
annað en bækistöðvar SWAPO, en
i fréttum frá Luanda, höfuðborg
Angólu, segir að flóttamannabúö-
irog óbreyttir borgarar hafi orðiö
fyrir árásum. Þetta er mesta
árás Suður-Afrikuhers inn i
Angólu frá þvi að Suður-Afriku-
menn gerðu innrás i landið i
borgarastriðinu þar 1975-76.
Ræningjarnir hóta
enn að drepa Moro
5/5 — 1 tilkynningu útgefinni i
nafni Rauöu hersvcitanna svo-
kölluöu, sem barst til blaða i
nokkrum helstu borgum ttaliu i
dag, segir aö téöar sveitir muni
nú standa viö þá hótun sina aö
taka Aldo Moro, sem þær hafa
haft í haldi siöan 16. mars, af iifi.
Rikisstjórnin hefur til þessa neit-
aö kröfum mannræningjanna um
aö láta 13 fangelsaöa hermdar-
verkamenn lausa I skiptum fyrir
Moro.
Francesco Paolo Bonifacio,
dómsmálaráðherra italiu, sagð-
ist hallast að þvi að hótunina um
aftökuna bæri ekki að taka alvar-
lega, heldur væri hún enn ein við-
leitni ræningjanna i tauga-
striði þeirra i þeim tilgangi að
valda ólgu og upplausn.
fjórveldin úr siöari heims-
styrjöld, Bandarikin, Sovétrikin,
Bretland og Frakkland, hafi yfir-
umsjón meö borginni.
Viðræður um viðskiptamál
gengu hinsvegar greiðlegar og á
morgun munu þeir Bresjnef og
Schmidt undirrita 25 ára samn-
ing um samvinnu i efnahags- og
viðskiptamálum. Sovétrikin hafa
þegar meiri verslunarviðskipti
við Vestur-Þýskaland en nokkurt
annað vestrænt rfki. i skálaræöu
til heiöurs Bresjnef sagði
Schmidt, að samvinna á þessum
vettvangi yrði báðum aðilum til
stórmikils gagns, þar eð Sovét-
rikin væru auðug af hráefnum og
Vestur-Þjóðverjar gætu á móti
boðið þeim upp á háþróaða tækni.
Lyfsöluleyfi sem
/
Forseti Islands veitir
Lyfsöluleyfið i Keflavik er laust til um-
sóknar.
Umsóknarfrestur er til 5. júni 1978.
Umsóknir sendist landlækni.
Fráfarandi lyfsali óskar að notfæra sér
heimild 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 um
að viðtakanda sé skylt að kaupa vöru-
birgðir og áhöid lyfjabúðarinnar.
Einnig skal viðtakandi kaupa húseignina
Suðurgötu 2, Keflavik,þar sem lyfjabúðin
er til húsa.
Leyfi þessu fylgir kvöð til að annast rekst-
ur lyfjaútsölu eða lyfjaútibús i Grindavik
og lyfjaútsölu i Sandgerði.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
5. mai 1978.
CITROÉNA'
TÆKNILEG FULLKOMNUN
CITROÉN^CX
LUXUSBÍLL
í SÉRFLOKKI
CITROÉN^GS
DRAUMABILL
FJÖLSKYLDUNNAR
ÞEGAR ÁKVEÐIN ERU BÍLAKAUP
ER NAUÐSYNLEGT AÐ VITA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA
HEIMSÆKIÐ BILASÝNINGUNA
OG SANNFÆRIST UM KOSTI
CITROÉNA
SAMA HÆÐ OHAÐ HLEÐSLU
SAMA STAÐA ÓHÁÐ ÓJÖFNUWi
felt'*