Þjóðviljinn - 06.05.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Sannfæröir um fullan
sigur að lokum
Rœtt við Berhanú Kifle, fulltrúa
sjúlfstæðissinna í Eritreu
Ilér á landi er staddur Berhanú
Kifle, félagi i Frelsisfylkingu
Eritreu (ELF), sem ásamt fleiri
þarlenduni samtökum á i strföi
við Eþiópiustjórn. Berhanú flutti
erindi um land sitt og ástandið
þar i Félagsstofnun stúdenta og
talaði einnig á útifundi samtak-
anna EIK-ml 1. mai, en hann kom
hingað i boði téðra samtaka.
Berhanú Kifle ræddi og við blaða-
menn um land sitt og frelsisstrið
landsmanna, en einmitt um þess-
ar mundir er hald margra að
Eþiópar séu með stuðningi
bandamanna sinna Kúbana að
undirbúa stórsókn gegn eritresk-
um sjálfstæðissinnum, hliðstæða
Ogaden-sókninni, sem gerði út af
við sómalska herinn á fáeinum
dögum.
Á landabréfinu erekkiannað að
sjá en að Eritrea sé eitt af
fylkjum Eþiópiu, enda eru yfir-
ráð Eþiópa þar alþjóðlega
viðurkennd. En ekki eru Eritreu-
menn sjálfir á sama máli, sem
best má sjá af þvi að nú er mestur
hluti lands þeirra genginn _
Eþiópiuher úr greipum. Eþiópar
halda inú varla öðru eftir
af Eritreu en höfuðborginni
Asmara og tveimur helstu hafn-
arborgunum, Massava og Assab.
Skipting i þjóð- og trú-
flokka ekki vandamál
Eritrea er að flatarmáli aðeins
heldur stærri en ísland og ibúar
að sögn Berhanús Kifle um fjórar
miljónir. Fjöllótt er inn til lands-
ins, en ‘ láglendi með ströndu
fram. Landsmenn eru langflestir
smábændur. Um helmingur
landsmanria játar koptiskan sið,
sem er einhver elsta lifandi
kristni i heiminum, en hinir eru
flestir Múhameðstrúar. Tigrinja
er útbreiddast mál i landinu og
hafa Eritreumenn nú tekið það
upp sem þjóðtungu. Það er sem-
iskt mál, skylt amharisku, rikis-
máli Eþiópiu, en einnig arabisku
og hebresku. Tigrinja mun þó
fyrst og fremst vera talað af
hinum koptiska hluta lands-
manna, en auk þess máls ganga i
landinu nokkrar tungur eða mál-
lýskur af kúsjitiskum
(austur-hamiskum) uppruna.
Berhanú Kifle lagði áherslu á
það, að greining i þjóðflokka og
trúflokka skipti engu meginmáli
fyrir Eritreumenn nútimans.
Þeir hefðu lært það i frelsis-
striðinu að standa saman. Meðan
Eþiópar réðu landinu, reyndi
stjórn Haíles Selassis keisara að
sundra landsmönnum með þvi að
veita þeim kristnu ýmis friöindi
framyfir Múhameðinga. Það
hefðu Eritreumenn látið sér að
kenningu verða.
Sérstaða Eritreu
Einhverjum þykir trúlega
furðugegna að Eritréumenn skuli
sækjast svo eindregið eftir fullum
skilnaði við Eþiópiu, þarsem lönd
þessi tvö eru nákomin hvort öðru
hvað snertir tungumál, trúar-
brögð og raunar einnig sögu, auk
þess sem Eritreumenn geta vart
talist ein þjóðernisleg heild
(miðað við tungumál) likt og til
dæmis Sómalir. Konungsrikið
Aksúm, sem reis undir lok fjórðu
aldar og varð einskonar fyrir-
rennari annarra Eþiópiurikja allt
til þessa dags, náði yfir Eritreu
að miklu leyti, og siðan munu
valdhafar Eþiópiu oft hafa
drottnað yfir landinu eða að
minnsta kosti gert tilkall til þess.
Hinsvegar má ætla að Eritreu-
menn hafi ekki alltaf samþykkt
þau yfirráð, og eritreskir sjálf-
stæðissinnar leggja áherslu á, að
Eritrea hafi sögulega séð aldrei
verið hluti Eþiópiu. Um það má
sjálfsagt deila, en Eritreumenn
geta þó bent á ummæli einhverra
eþiópskra keisara og breskra
könnuða þessari fullyrðingu sinni
til stuðnings. Ætla má að sú stað-
reynd að Eritrea liggur að sjó
hafi oggertað verkum, að land og
fólk þróaðist dálitið sér á parti frá
Eþiópi'u. Nábýlið við þá miklu
alfaraleið á sjó, sem Rauðahafið
hefúr verið frá fyrstu tið, hefur
valdið þvi að Eritreumenn hafa á
margan hátt fundið til sérstöðu
sinnar gagnvart fólkinu lengra
inn i landi, á eþiópska hálendinu.
Þar að auki munu Eritreumenn
hafa haft þá reynslu af
eþiópskum stjórnendum siðustu
tima, bæði Haile keisara Selassi
og Mengistú ofursta, að enginn
geti láð þeim að þeir kjósi fullan
skilnað við Eþiópa, stjórnarfars-
lega séð.
Þvingaðir undir
Eþiópa
Eþiópskir valdsmenn eru ekki
einu utanaðkomandi aðilarnir,
sem leitað hafa á Eritreu gegnum
aldirnar. Tyrkir seildust þar til
áhrifa þegar á sextándu öld og
Egyptar og Italir á þeirri
nftjándu. 1885 innlimuðu þeir
siðarnefndu Eritreu, en 1941 tóku
Bretar landið af þeim og héldu
þvi undir hernámsstjórn til 1952.
— Þá var Eritrea falin forsjá
Sameinuðu þjóðanna, sem þá
voru litið annað en verkfæri
Bandarikjanna, segir Berhanú
Kifle. — Að tilhlutan Bandarikj-
anna þvinguðu Sameinuðu þjóð-
irnar Eritreu i rikjabandalag við
Eþiópi'u, eins og það var látið
heita. t staðinn var Eþiópiu-
keisari Bandaríkjunum innan-
handar og leyfði þeim að koma
sér upp á eritresku landi stærstu
fjarskiptastöð sinni utan Banda-
rikjanna sjálfra. 1962 var Eritrea
svo innlimuð sem fylki i Eþiópiu,
þvert ofan i vilja ibúanna.
16 ára strið
Skæruhernaður Eritreumanna
gegn Eþiópiustjórn hófst haustið
1961 og hefur sáófriðurþvi staðið
látlaust i meira en hálfan annan
áratug. Sterkustu aðilarnir meðal
sjálfstæðissinna eru ELF og
Alþýðufylkingin til frelsunar
Eritreu (EPLF). Þær hafa
stundum elt grátt silfur, en hafa
nú gert bandalag með sér og segir
Berhanú að ágreiningurinn milli
þeirra sé ekki lengur teljandi.
Báðar hafi þær marxiska stefnu-
skrá. Sem dæmi um gott sam-
komulag hreyfinga þessara
tveggja gat Berhanú þess að þótt
hann væri sjálfur i ELF, væru
nánir ættingjar hans ýmsir i
EPLF.
— Við hefðum fegnir viljað
komast að samkomulagi við
Eþiópa á friðsamlegan hátt, segir
Berhanú, — en öllum beiðnum
þjóðar okkar um réttarbætur var
svarað með ofsóknum, fjöldaaf-
tökum og fangelsunum. Hvað
Berhanú Kifle (Ljósm. Dana).
Eritreskir skæruliöar — hafa
mestan hluta lands sins á valdi
sinu eftir 16 ára striö.
þetta snertir eru keisarastjórnin
gamla og Megnistú-stjórnin
nákvæmlega eins. Viðkvæðið hjá
stjórn Hailes Selassis var: „Við
þörfnumst landsins (Eritreu),
ekki fólksins sem býr þar.” Og
Mengistú hefur sagt: „Við erum
reiðubúnir að fórna sex miljónum
mannslífa til þess að halda
Eritreu undir stjórn Eþiópiu.”
3000 Kúbanir
Berhanú sagði að þótt stjórn
Mengistús kalli sig sósialiska,
værihún fasisk i raun,einsog allt
hennar framferði sýndi. Ekki liði
svo nótt að ekki væru menn
myrtir i hundraðatali i Eþiópiu.
Landsmenn hlýddu Mengistú lika
fyrst og fremst af hræðslu við
hann.
Aðspurður um þátttöku Kúbana
i striði Mengistús gegn Eritreu-
mönnum sagði Berhanú, að um
3000kúbanskir hermenn væru nú
á þeim vigstöðvum, auk sovéskra
hernaðarráðgjafa og einhverra
hermanna og flugmanna frá
Suður-Jemen. Hann sagði að
Eritreumenn hörmuðu þessa
framkomu Kúbana, sem væri i
fullkominni mótsögn við þeirra
eigin meginreglur. Kúbanirhefðu
raunar lengi hjálpað Eritreu-
mönnum vel og drengilega, eða
allt til ársins 1967, og sumir
eritreskir sjálfstæðissinnar hefðu
meira að segja verið þjálfaðir á
Kúbu sjálfri. En nú hefðu Kúb-
anir gersamlega snúið við blaðinu
og gengið i lið með kúgurum
Eritreu.
Stuðningur Arabaríkja
Aðspurður hvaðan Eritreu-
menn fengju vopn sagði Berhanú
að þau hefðu f lest verið tekin her-
fangi af eþiópska hernum. En
einnig fengju Eritreumenn aðstoð
frá ýmsum Arabalöndum,
einkum Sýrlandi, Egyptalandi og
Súdan. Ekki frá Saúdi-Arabiu,tók
hann fram, við afturhalds-
stjórnina þar hefðu sjálfstæðis-
sinnar engin skipti.
Að visu væri ljóst að Arabarikin
styddu sjálfstæðisbaráttuna i
Eritreu ekki af einum saman
náunganskærleika. — Arabarikin
vilja einfaldlega frekar litið,
sósialiskt riki, eins og Eritrea
verður að loknum sigri okkar, en
að Eþiópia undir áhrifum Sovét-
rikjanna hafi þar yfirráð. En
þeim geðjast ekki að stjórnmála-
skoðunum okkar, segir Berhanú.
Óttast ekki
yfirvofandi sókn
Hvort Eritreumenn óttist ekki i
hönd farandi sókn Eþiópa og
Kúbana, eftir leiftursigur þeirra
á Sómölum og i Ogaden-striðinu?
Nei, Berhanú kvað félaga sina
ekki óttast framtiðina, til þess
hefðu þeir þegar of marga hildi
háð. Þeir væru vissir um fullan
sigur að lokum.
Og ef i hönd farandi sókn
Eþiópa og Kúbana misheppnað-
ist, hvað myndu Kúbanir og
Sovétmenn þá taka til bragðs?
— Við álitum að þeir séu að
þreifa fyrir sér, athuga hvað þeir
komist langt þarna á austurhorni
Afriku. En þegar sigurinn bregst
þeim i Eritreu, gerum við ráð
fyrir að þeir dragi úr hernaðar-
stuðningnum við Mengistú.
Tvær ástæður
Berhanú sagði að einkum væru
tvær ástæður til þess, að Eþiópar
vildu endilega halda Eritreu.
önnur væri sú, að með missi
landsins myndu þeir ekki lengur
hafa aðgang að sjó, en hin að i
Eritreu væri mikil auðævi i jörðu.
Framhald á 18. siðu
SHEXÆHR GLUGÖR
Með notkun staðlaðra glugga sparast tími,
fé og fyrirhöfn.
Biðjið arkitekt yðar um að nota þessar
gluggastærðir að svo miklu leyti sem hægt
er í hús yðar.
Ef þér notið staðlaða glugga frá okkur, þá
getið þér fengið gluggana með mjög stutt-
um fyrirvara.
Eigum á lager 9 stærðir af gluggum.
140
FURUVELLIR 5
AKUREYRI . ICELAND
P. O BOX 209
SlMAR (96)21332 og 22333
H
LEEIR'VIDAR
GGINGAVERKTAKAR
D1-H
D2-H
F1-V
F1-H
140
Einnig er hægt að fá gluggana án pósts og
merkjast þeir þá t.d. Dl-0. Ath. gluggarnir
séðir að utan.
i
E1 -V I Vinsamlegast sendið mér upplýsingabækling:
140
Nafn
E2-V
Heimili
100