Þjóðviljinn - 06.05.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.05.1978, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. mal 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mannRitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs- ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Þá vinnur Alþýðu- bandalagið sigur Ef borgarfulltrúarnir í Reykjavík væru 16 hefði Sjálf- stæðisf lokkurinn í síðustu kosningum feng- ið 10 fulltrúa kjörna í stað 9 eins og hann hefur nú. Þá fékk Alþýðubandalagið 3 borg- arfulltrúa, Framsóknarflokkurinn 2 og Alþýðu- flokkurinn 1 borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum 1974 nærri 27.000 atkvæði og til þess að fella íhaldið frá meirihlutavöldum hefði Alþýðu- bandalagið þurft að bæta við sig yf ir 7.000 atkvæðum, en fékk um 8.500 atkvæði í borgarstjórnarkosningunum 1974. Af þessum tölum sést að tilraunir Sjálfstæðis- flokksins til þess að hræða kjósendur til að kjósa flokk- inn á þeim forsendumað meirihluti f lokksins haf i staðið tæpt eru dæmdar til að mistakast. Þessar tölur eru ekki birtar hér vegna þess að Þ jóðvil j- inn telji að kosningabaráttuna eigi að heyja á þeim grundvelli að kjósendur séu eins og sauðir fastir í at- kvæðahólf um f lokkanna. Tölurnar eru birtar hér til þess að sýna f ram á hvað svona reikningsæf ingar eru í raun- inni mikil endileysa. Aðalatriði hverrar kosningabaráttu eru ekki atkvæðatölur síðustu kosninga — heldur málefni þeirrar kosningabaráttu sem yfir stendur. Alþýðu- bandalagið leggur í kosningabaráttunni megináherslu á það að flokkurinn er eini verkalýðsflokkurinn, eini flokkurinn sem launafólk getur treyst vegna þess að Alþýðubandalagið hefur eitt flokka alltaf og ævinlega tekið afstöðu með verkalýðshreyf ingunni og stéttarlegum hagsmunum verkafólksins. Alþýðu- bandalagið telur að átökin í borgarst jórnar- kosningunum séu því einnig hluti af kjara- baráttunni sem yfir stendur um þessar mundir, þeir sem styðji Alþýðubandalagið til borgarstjórnar Reykjavíkur séu að ef la hreyfingu launafólks til áhrifa almennt á landsvísu og í borgarmálum en fyrst og fremst eru þeir að treysta stöðu verkalýðshreyfingar- innar í kjaraátökunum sem nú standa yfir. Þeir hins vegar, sem kjósa íhaldið eða Framsóknar- f lokkinn eru að þakka fyrir kaupránið og kjaraskerðing- una. Hvert einasta atkvæði sem Framsóknarf lokkurinn eða íhaldið fá frá launamönnum er beiðni um frekari kjaraskerðingu, mannréttindasviptingu og kauprán. Vegna þeirrar áherslu sem Alþýðubandalagið leggur á verkalýðsbaráttuna í tengslum við kosningabaráttuna sem nú stendur yf ir taldi Alþýðubandalagið í Reykjavík réttað bjóða f ram í áberandi sætum listans forystumenn úr verkalýðshreyf ingunni, fólk sem launamenn í stéttar- félögunum hef ur treyst þar til trúnaðarstarfa. Þar er til dæmis átt við þau Guðrúnu Helgadóttur, sem skipar 4. sæti G-listans til borgarstjórnar og Guðmund Þ. Jónsson, sem skipar 5. sætið. Guðrún Helgadóttir er stjórnar- maður í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og hefur getið sér gott orð hvarvetna fyrir störf sín þar og störf sín hjá Tryggingastofnun ríkisins. Það er áreiðanlega ekki of mikið sagt þó fullyrt sé að Guðrún Helgadóttir þekki betur en flestir aðrir þau kjör sem aldraðir og ör- yrkjar þurfa að búa við i þessu landi. Guðmundur Þ. Jónsson er formaður Landssambands iðnverkafólks, en í þeim samtökum er það fólk saman komið sem almennt er talið bera skarðastan hlut frá borði allra þeirra sem lifa á því að selja vinnuafl sitt. Guðmundur Þ. Jónsson nýtur mikils trúnaðar og stuðnings innan þessara sam- taka eins og sést af því að hann var einróma kjörinn for- maður samtakanna á þingi þeirra fyrir fáeinum vikum. Meö framboðum þessara tveggja manna og annarra leggur Alþýðubandalagið áherslu á að kosningar eru kjarabaratta um leið og Þjóðviljinn minnir á að allir frambjóðendur Alþýðubandalagsins eru talsmenn verkalýðsstéttarinnar sem er meginatriði. Kjósendur mega ekki láta ómerkilegar reiknings- æfingar einsog þærsem vitnað var til í upphafi villa sér sýn: aðalatriðið er að hver og einn taki afstöðu út frá sinum stéttarlegu hagsmunum. Fari svo mun Alþýðu- bandalagið vinna stórsigur. —s. Hvort gubbaði hann eða grét? Musteri alþýðunnar I annarri mynd er Stefán Jóhann kallaður til vitnis: „Hverfum aftur i grjóthrúg- una við Hverfisgötu. Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra segir frá þvi i minningabók sinni er ungir námsmenn, stúdentar og aðri.r gengust fyrir fundi áriö 1921 til stuðnings kröfum verka- lýðsins. ,,Ég man það einnig vel að skömmu eftir fundinn lá leið min upp i litla alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Þar var þá aðeins Hér eru engin fræöi kennd og ihaldinu ekki bakað tjón. „Ég veit ekki hvort á heldur að gráta eða gubba”, segir Vil- mundur Gylfason i Dagblaðinu 2. mai. Þannig börðust i honum gráturinn og ælan vegna „fleðuláta” ólafs Ragnars Grimssonar yfir þvi að hug- sjónastarf skuli vera unnið i sósáliskri hreyfingu. Telja má fulivist að uppúr Vilmundi hafi staðið bunan þegar Pétur Pétursson, útvarpsþulur, miðl- aði lesendum Dagblaðsins i ágætri grein af eigin reynslu og hugsjónastarfi við byggingu Al- þýðuhússins forðum tiö. 1 greininni veltir Pétur því fyrir sér hvernig á þvi standi að brautargengi forystumanna Al- þýðuflokksins fari vaxandi um leiö og flokkseignirnar, hug- sjónirnar og Alþýðublaðið eru farin forgörðum eða i fjörbrot- um . Hann bregður upp myndum af musterisriddaranum og sagnfræðingnum og stillir þeim gagnvart hugsjónamönnum sem byggðu Alþýðuhúsið, ráku Alþýðublaðið með myndarskap og bökuðu alþýðunni brauð en ihaldinu tión. / grjóthrúgunni litill timburskúr á einskonar grjóthrúguog allt autt umhverf- is hann. Voruþar samankomnir margir áhugasamir alþýðu- flokksmenn, flestir úr verka- mannastétt, og lofuðu hástöfum framtak okkar stúdentanna. Vildu þeir helzt eiga mynd þess- ara 30 stúdenta og hengja hana upp á vegg hins litla timbur- skúrs sem siðar mundi verða musteri alþýðunnar.” Þannig segir Stefán Jóhann frá. Sú mynd er blasir við, að liðn- um áratugum er athyglisverð og áhrifamikil en næsta ólik þeirrier birtist i skuggsjá þá er horft var gegnum fagurgrænt hugsjónagler. 1 stað litla timburskúrsins er við blasti i frásögn St. J. St. gnæfir nú hátimbruð höll. Enginn veit þó til þess að þaðan hljómi hið lif- andi orð til lausnar hrjáðum lýð. Enginn fræði kennd i þvi must- eri, er vinningursé á að hlýða. I besta falli rölta menn þaðan með bingóvinning.” Dansað á rústunum 1 þriðju mynd fjallar Pétur um ástand Alþýðuflokksins i dag: „Um leið og endalok Alþýðu- blaðsins eru boðuð er slökkt á ofnum Alþýðubrauðgerð- arinnar við Laugaveg. Draumur fátækra manna um daglegt brauð átti að rætast þar fyrir áratugum. Þrumarinn hnoðaður i' nafni félagshyggju. Glassúrinn á vinarbrauðum helgra daga forsmekkur fram- tiðar. Um það fyrirtæki og for- stöðumann þess Jón Baldvins- son var kveðið „Alþýðubrauðin bakar Jón, bakar og ihalds- mönnum tjón”. Nýir foringjar telja ástæðu- laust að kynda lengur ofna Alþýðubrauðgerðarinnar við Laugaveg. Glóð þeirra má kulna. Þeir ætla heldur ekki að baka yfirstéttinni tjón. „Að bregðast ekki borgurunum” er hið nýja boðorð. Alþýðuflokkurinn hóf för sina um fjallvegu félagsmálabarátt- unnar með dagblað i annarri hendi og brauð i hinni, hvort tveggja ætlað vinnandi fólki. A leiö sinni hefur flokkurinn ratað i ýmsar raunir og villst á vegi i gerningaþoku. Nú horfir svo að dagblað hans folni og falli til jarðar. Glóðin kulnuð i brauð- húsum flokksins. Hvort tveggja það er nú var nefnt væri skiljan- legt ef foringjar flokksins væru tötramenn og eignasnauðir. Málgagn þeirra hefur stutt þá til þeirra áhrifa er þeir hafa náð. Hér er þvi óliku saman að jafna og er til staðfestu þvi er Vil- mundur landlæknir segir i grein þeirri er vitnað var til i upphafi þessa máls. Staðfesta Alþýðuflokksins og gifta hefur eigi verið lik þvi er við þekkjum úr sögu Halldórs Laxness um brauðið dýra. Hetja þeirrar sögu villist frá heimkynnum sinum um klungur og kletta. Matarlaus og án hlifð- arfata reikar hún um holt og heiðar með brauð það er hún vitjaði og henni var falið að sækja til samneyzlu. Aðframkomin geymdi hún brauð sitt og annarra. Alþýðuflokkurinn fargaði brauði sinu fyrir sætindi mann- virðinga og stöðutákna. í takt viðtimann býður hann nú diskó- tek i húsakynnum brauðgerðar sinnar. Rolling Stones i stað daglegs brauðs. Yes sir, I can boogie — but I don’t bake any- more. Seinustu alþýðubrauðin eruhorfin úr hillum. Senn renn- ur seinasta eintak Alþýðublaðs- ins úr prentvélum. Haft er eftir Churchill þá er hann leit þáverandi verkamála- ráðherra brezka Verkamanna- flokksins stiga dans i sam- kvæmi: „Þetta er ekki dans. Það er ve rkalýðshrey fing ’ ’. Alþýðuflokkurinn hefir kosið annan hátt. Þetta er ekki verka- lýðshreyfing. Það er dans.” Loks er þess að geta að eink- unnarorð þessarar greinar Péturs Péturssonar i dagblað- inu eru úr „Sögu og lækningar” eftir Vilmund Jónsson land- lækni: „Vist eru trú og hugsjón- ir mönnum mikils virði, en ekki endilega peninga virði, þegar á reynir.” Fyrsta mynd úr grein Péturs: „Það var tötrum klæddur vinnulýður sem stóð í grjót- hrúgunni við Hverfisgötu árið 1921 og strengdi þess heit að vinna að bættu þjóðfélagi og bræðralagi manna. Hriktandi hrörlegar tröppur lágu að óvönduðum kumbalda er hrófl- að var upp af vanefnum. En inn- andyra logaði glatt á arni há- leitra hugsjóna. Glóandi hvatn- ingarorð hljómuðu frá hreysinu tilvaknandi vinnuiýös, að sækja með sæmd rétt sinn og hvika hvergi i skiptum við rangláta auðstétt. Skyldi bunan ekki hafa staðið upp úr honum við lestur greinarstúfs Péturs? Upptendruð ungmenni, svein- ar úr Menntaskóla, Kennara- skóla og Háskóla gengu á hljóö- ið og buðu fram krafta sína svo hugsjónir mættu rætast. Og það var beðið með óþreyju eftir litlu málgagni er bar heiti er var I senn hógvært en kenndi sig er betur var að gáð við sterkasta afl og undirstöðu hvers þjóðfé- lags — alþýðuna.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.