Þjóðviljinn - 13.05.1978, Qupperneq 13
Leiguíbúðir
á Hjónagörðum
Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausar til
leigu fyrir stúdenta við nám i Háskóla
íslands og annað námsfólk 2ja herbergja
ibúðir i Hjónagörðum við Suðurgötu.
Ibúðirnar eru lausar frá 1. júli, 1. ágúst og
1. september.
Leiga á mánuði er nú kr. 21.500, en mun
hækka 1. sept. Kostnaður vegna hita, raf-
magns og ræstingar er ekki innifalinn.
Leiga og áætlaður kostnaður vegna hita,
rafmagns og ræstingar greiðist fyrirfram
einn mánuð i senn.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu Félagsstofnunar stúdenta, sem jafn-
framt veitir frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 4. júni n.k.
Félagsstofnun stúdenta,
Stúdentaheimilinu v/Hringbraut,
simi 16482.
AÐALFUNDUR
Sölusambands íslenskra
iiskf ramleið enda
verður haldin i hliðarsal Hótel Sögu
fimmtudaginn 8. júni n.k., og hefst kl. 10
árdegis.
Dagskrá samkvæmt félagslögum
Lagabreytingar
Stjórn Sölusambands islenskra fiskfram-
leiðenda
Verkstjóra-
félag Reykja-
yíkur sextíu
ara
Aðalfundur Verkstjórafélags
Reykjavíkur var haldinn i funda-
sal félagsins Skipholti 3 sunnu-
daginn 7. mai. sl. Þetta var einn
fjölmennasti fundur sem haldinn
hefur verið i félaginu um langt
skeið. Auk venjulegra aðalfunda-
starfa var aðallega rætt um
kjara- og orlofsmál. f umræðun-
um um orlofsmál kom fram að
félagið mun I sumar taka I notkun
þriðja sumarhús sitt.
Merk timamót verða i sögu
félagsins þann 3ja mars n.k. þá
verður félagið 60 ára, i þvi sam-
bandi verður gefið út afmælisrit
þar sem starfssaga félagsins
verður rakin.
Stjórn félagsins var öll
endurkjörin, en hana skipa
Haukur Guðjónsson formaður.
Einar K. Gislason ritari. Rútur
Eggertsson gjaldkeri. Sigurður
Teitsson varaformaður og Stefán
Gunnlaugsson varagjaldkeri.
Félagsmenn eru nú um sex
hundruð.
Einsog fyrr segir, voru umræð-
ur á fundinum aðallega um kjara-
mál, verkstjórar hafa dregist
verulega aftur úr hvað laun
snertir, fundarmenn voru ein-
huga um að vinna að þvi i næstu
samningum við vinnuveitendur
að ná bættum launakjörum.
Bíllinn
fyrir íslcmd
Enn einu sinni hefur Peugeot sigrað I erfiðustu þolaksturskeppni
veraldar, að þessu sinni var það gerðin 504, sem sigraði.
Þetta sannar betur en nokkuð annað að Peugeot er bíllinn fyrlr
Island.
HAFRAFELL HF.
VAGNHÖFÐA7
SÍMI: 85211
UMBOÐIÐ Á AKUREYRI
VÍKINGUR SF.
FURUVÖLLUM 11
SÍMI: 21670
Laugardagur 13. mai 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
1*1 Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar ^ j ^ Vonarstræt! 4 sími 25500
Félagssíarf eldri borgara SUMARDVÖL Eins og undanfarin sumur efnir Félags- málastofnun Reykjavikurborgar, i sam- vinnu við þjóðkirkjuna, til sumardvalar að Löngumýri i Skagafirði fyrir eldri Reykvikinga. Farnar verða nú sex ferðir þ.e. Fyrstaferð: 12. júni — 23. júni önnurferð: 26. júni — 7. júli Þriðjaferð: 10. júli — 21. júli Fjórðaferð: 24. júli — 4. ágúst Fimmtaferð: 21.ágúst—1. sept Sjöttaferð: 4. sept. —15. sept Þátttökugjald er kr. 27.00.- Innifalið i verði er: ferðir báðar leiðir, dvöl, fullt fæði og skoðunarferð um Skagafjörð. Allar nánari upplýsingar gefnar að Norðurbrún 1, simi 86960 frá kl. 9.00—12.00 alla virka daga —næstu þrjár vik- ur. ^ Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar. J
M AUGLÝSING \wkf um framboðsfrest í Reykjavlk Framboðslistum við Alþingiskosningarn- ar, sem fram eiga að fara 25. júni 1978, skal skilað til oddvita yfirkjörstjórnar, Páls Lindal, Bergstaðastræti 81, eigi siðar en miðvikudaginn 24. mai n.k. A fram- boðslista skal skilgreina umboðsmenn lista, sem hlut á að máli. í yfirkjörstjórn Reykjavikur Páll Lindal Sigurður Baldursson, Jón A. Ólafsson, Guðjón Styrkársson, Hjörtur Torfason.
Söngskglinn í Reykjavík TÓNLEIKAR Kór söngskólans i Reykjavík ásamt Sinfóniuhljómsveitinni i Reykjavik flytja Pákumessuna (Missa in tempori belli) eftir Haydn sunnudaginn 21. mai kl. 17 i Háteigskirkju. Einsöngvarar: Ólöf K. Harðardóttir, Guðrún Á. Simonar, Magnús Jónsson, Kristinn Hallsson. Stjórnandi: Garðar Cortes.
ÚTBOÐ Hitaveitu Akureyrar 9 áfanga óskar eftir tilboðum i lagningu Hitaveitu Akureyrar 9 áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar Hafnarstræti 88b Akureyri, frá og með þriðjudeginum 16. mai 1978, gegn 30 þús. króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofum Akureyrarbæjar Geislagötu 9, Akureyri þriðjudaginn 30. mai 1978 kl. 11.00 f.h. Hitaveita Akureyrar