Þjóðviljinn - 19.05.1978, Side 7
Föstudagur 19. mal 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Ég held að miktu brýnna sé að beina athyglinni
að þeim hættum sem tungunni stafar af málfari
lærðra manna, en hafa áhyggjur af einhverjum
„stéttamállýskum’
Málvöndun, bókstaís-
trú og þjóðfélag
Síöastliöin misseri hefur
margt veriö ritaö um islenskt
mál og er þaö vel. Þaö sýriir aö
fólkier annt um tungu sina. Lítt
hef ég tekiö þátt f þessum um-
ræöum nema hvaö ég ritaöi
þrjár greinar um stafsetningu
en slikt telst varla til umræöna
um máliö sjálft.
Fimmtudaginn 11. mai sl. rit-
aöi Gisli Pálsson grein i
Þjóðviljann sem hann nefndi
„Ógöngur bókstafstrúarinnar.”
Aöur hafði Gisli skrifað grein
sem hann nefndi „Múlhreinsun
og pólitik”. Þeirri grein svaraði
Aöalsteinn Daviösson. Ég verð
aðbiöja þessa heiðursmenn vel-
viröingar á þvi aö ég grip inn i
umræöur þeirra en mig langar
aö gera nokkrar athugasemdir
við sjónarmið Gisla. Yfirskrift
aö siöari grein hans hljóöar svo:
• „Málhreinsunarstefnan hefur i
fór meö sér varanlega vanmátt-N
arkennd. Þeim sem tala „vont”
mál er talin trú um aö sá menn-
ingararfur sem er óaðskiljan-
legur partur af vitund þeirra sé
nið.urlægjandi”. Og I fyrri
greininni segist Gisli hafa hald-
iö þvi fram „að Islenskan
greindist i stéttamállýskur og
studdi þaö m.a. meö þeim rök-
um aö alþýöufólk veigraöi sér
við aö láta skoöanir si'nar i ljós
opinberlega af ótta við háös-
glósur málspekinganna, sem
standa vörö um tungutak sem
alþýöa manna f jarlægist óðum
vegna örra þjóðfélagsbreyt-
inga”.
Mér þætti ákaflega fróðlegt aö
kynnast þessum islensku
„stéttamállýskum”. A liðnum
ævidögum hef ég haft tækifæri
til aö umgangast flestar stéttir
þjóöfélagsins. Ég er af bænda-
fólki kominn og ekki kannast ég
við neina Islenska „bændamál-
lýsku”. A námsárunum og
reyndar lengi eftir að ég lauk
háskólaprófi vann ég alls konar
verkamannavinnu. Aldrei
komst ég i kynni viö neina
„verkamannamállýsku”.Þaö er
ekki nema riímur áratugur siö-
anéghætti aöveraá sjó á sumr-
in. Ég tel mig þess vegna þekkja
nokkuö vel málfar sjómanna,
ekki aöeins sem nemenda
minna I þriöjung aldar, heldur
einnig við eigin störf þeirra.
Ekki kannast ég við neina „sjó-
mannamállýsku”. Ég bjó á sin-
um tima i „Kleppsholti” sem
áður fyrr var álika „fyrirlitinn”
staður og „Breiðholt” virðist
núna. Ekki kynntist ég þar
neinni „lágstéttar hverfa-
mállýsku”. Ég hef aö visu
aldrei átt setu á Alþingi og litið
unniö meö stjórnmálamönnum,
en það er sá hópur manna sem
ég hef þóst greina nokkurn vott
af stéttamállýsku hjá. 1 hinu
mikla bréfasafni, sem ég á frá
beim langa tima er ég annaðist
þáttinn Daglegt mál mun vera
bréf frá flestum stéttum þjóöfé-
lagsins. Ég hef ekki flokkaö þau
eftir stéttum, en segja mætti
mér aö ekki séu þar færri frá þvi
fólki sem Gfsli mundi kalla „al-
þýðufólk”.
Liklega hef ég þó aöeins kom-
ist i kynni viö „stéttamállýsku”.
Eitt sinn var ég á enskunám-
skeiöi liti I Englandi. Viö fórum
þá I dagsferöalag. A leiöinni sá-
um viö bónda við heyvinnu. Ég
tókmigútúr hópnum oghugðist
ræöa við hann. Það samtal gekk
mjög stirðlega og tókst mér þó
orðiö nokkuð vel aö tala viö
þátttakendur á námskeiöinu og
þá sem þar kenndu. Liklega hef-
ur þessi bóndi talað einhverja
„bændamállýsku”. Mér er sagt
að einhverjar „stéttamállýsk-
ur” séuá Bretlandi en þekki það
ekki nógu vel af eigin raun.
Hér á íslandi þekkist að sjálf-
sögðu I mismunandi starfs-
greinum mismunandi oröaforöi
sem ókunnugir starfsgreininni
kunna ekki full skil á. En slikt
getur varla talist stéttamál-
lýska. Einnig breytist munn-
tamur orðaforði vegna örra
þjóöfélagsbreytinga. Þaö þýöir
t.d. ekki að býsnast yfir þvi þó
að borgarunglingur viti ekki
hvaö er klifberi, framanilag eöa
ljámús. En þeirvita þá i sta^nn
hvaö er blöndungur, sveifarás
og þyrla.
1 greininni segir Gisli þar sem
hann ræöir um umsjónarmenn
þáttarins Daglegt mál: „Menn
eiga ekki von á að umsjónar-
menn þáttarins beri viröingu
fyrir tungutaki alþýöufólks á
sama hátt og menn búast ekki
við þvi aö klerkar rökræði viö
sóknarbörn sin um sköpunar-
sögu Bibliunnar eöa tilvist
Guðs”. Ég veit ekki hversu mik-
ið klerkar ræöa við sóknarbörn
sin um „sköpunarsögu Bibli-
unnéu- eöa tilvist Guös”, en hitt
veit ég að ófá voru þau simtcl
sem ég átti viö allra stétta fólk
þann tima sem égannaöist þátt-
inn Dagiegt mál. 1 þeim samtöl-
um var fóik úr alþýðustétt oft
ekki siður veitendur en þiggj-
endur.
Ég veit ekki hversu mikið
Gisli hefur hlustaö á þættina um
Daglegt mál. En þar sem ég
annaöist þann þátt lengi og hef
auk þess mikiö hlustaö á hann
frá þvi að hann var fyrst tekinn
upp tel ég aö ég sé honum nokk-
uð kunnugur. Ég kannast ekki
viö þá gagnrýni á málfar lág-
stéttar sem Gisli gerir svo mikið
úr. Ég legg litið upp úr gamalli
setningu sem Gisli tilfærir eftir
Halldór Halldórsson um „skril-
mál”. Hástétt getur talaö skril-
mál ekki siður en lágstétt, sbr.
þaö sem Jón Thoroddsen segir
um hið dönskuskotna málfar
yfirstéttarinnar i Reykjavik á
sinum tima.
Frá upphafi þáttarins hefur
gagnrýnin einkum beinst aö
blaöamönnum — stundum
máski um of. Ég veit af eigjn
reynslu að þeir vilja yfirleitt
vanda málfar sitt. Harðast
deildi ég á ýmsa menntamenn
sem eru um of reyröir i viöjar
þeirrar tungu sem þeir læröu
fræöigrein sina á. Ég held aö
miklu brýnna sé aö beina at-
hyglinni aö þeim hættum sem
tungunni stafar af málfari
læröra manna en aö hafa
áhyggjur af einhverjum „stétt-
armállýskum”. Ég veit aö lærö-
ir menn eiga við mikinn vanda
að etja. Þaö er ekki vandalaust
að flytja þekkingu af einu
tungumáli yfir á annaö. Sér-
staklega þurfa menn að vara sig
á „stofnana’-enskunni sem er
vond enska. Ég á hér ekki við
tökuorö eöa slettur heldur það
málfar sem spillir formgerö
tungunnar, t.d. þegar menn
hrúga saman nafnorðum aö
enskum hætti i stað þess að nota
sagnorð sem islensku eru eigin-
legri. Aöur voru þaö embættis-
menn Danakonungs og starfe-
menn danskra kaupmanna sem
voru málinu viðsjálastir, nú eru
þaö þeir sem eruflæktir I viöjar
stof na nae nskunna r.
Tvær eru tærastar uppsprett-
ur islensksmáls: ritmál 13. ald-
ar og talmál eins og þaö hefur
veriö skýrast og einfaldast i
munni alþýöu manna, aö visu
þeirrar alþýöu sem hinar fornu
bókmenntir voru sifellt lifandi
veruleiki. Úr þessum tveimur
lindum kunnu þeir Þórbergur
Þóröarson og Halldór Laxness
aö ausa og blanda i hæfilegum
hlutföllum.
Ekki veit ég gjörla hvað Gisli
á viö meö þvi sem hann segir
um umsjónarmenn þáttarins
Daglegt mál: „Dæmi eru þess
að umsjónarmenn umrædds
þáttar hafi tekið uppá þeim
stráksskap að viöurkenna dag-
legt mál.’’ Það er þá helst þegar
einn hélt þvi fram að viöur-
kenna ætti flámæliö, sem er
reyndar langt komið að útrýma.
Þorsteinn Thorarensen sagöi
eitt sinn i grein i Visi eitthvað á
þessa leið, kannski man ég þaö
ekki orörétt: „Ef móöir þin var
flámælt átt þú að viðhalda þvi
máli”. Þaö þótti mér álika gáfu-
legt og sagt væri: Ef amma þin
haföi lús i höfði átt þú að við-
halda þeirri dýrategund. Ég vil
hafa áhrif á þróun málsins ekki
siöur en þróun þjóöfélagsins. Ég
vil reyna aö varðveita málkerfi
tungunnar, bæði sérhljóöa og
samhljóöa. Þó aö ég sé sunn-
lendingur vil ég taka norölenska
harömálið fram yfir sunnlenska
linmæliö, hamla gegn þvi aö
p.t.k. breytist i b.d.g. en þetta á
ekkert skylt viö stéttamállýsk-
ur.
Hvaö er bókstafstrú? Sam-
kvæmt skilningi minum er bók-
stafstrú aö tileinka sér ákveðna
fræöikenningu og treysta henni i
blindni, og þaö virðist mér Gisli
gera. Hann virðist hafa dregiö
upp ákveðna mynd af islensku
þjóðfélagi, sem er a.m.k. ekki
aö öllu leyti i samræmi viö
veruleikann, og fremur taka
mið af erlendum en islenskum
aðstæðum. Vafasamt er aö
flokka Islendinga stranglega
eftir þjóðfélagsstéttum og
starfsstéttum. Gildir það i raun-
inni bæöi málfarslega og þjóö-
félagslega. A tslandi er meiri
hreyfing milli starfestétta en i
hinum grónu þjóðfélögum. Bók-
stafstrú, sem byggir á tilbúnum
forsendum, getur veriö vara-
söm. Þetta viröist aö visuhenda
suma „róttæka” hópa „vinstri
væng stjórnmála” eins og blaöa-
menn mundu orða þaö. Skoðun
þessara „róttæku” hópa viröist
fremur taka miö af islensku
þjóðfélagi eins og það var fyrir,
um og eftir 1930. Hver er t.d.
meiri verkamaöur eöa á skiliö
heitiö alþýöa sá sem vinnur á
jaröýtu,hamraráritvél, sérum
uppfræðslu þjóðarinnar, vinnur
viðsorphreinsun i ákvæöisvinnu
eða sinnir ritstörfum? Liklega
ber rithöfundurinn minnst úr
býtum af veraldlegum auði.
Hann kallast þó menntamaöur
en ekki verkamaöur. Til hvers
er aö draga þessa menn I dilka
bæöi máifarslega og þjóðfélags-
lega? Til hvers er að deila um
þaö, eftir þvi sem sagt hefur
veriö i blööum, hvor sé meiri
menntamaður og hvor sé meiri
verkalýössinni, Svavar Gests-
son ritstjóri eöa Asmundur
Stefánsson hagfræöingur
Alþýöusambandsins? Eru þeir
ekki báöir málsvarar verkalýös
hreyfingarinnar hvor á sinu
sviði? Er ekki Þjóðviljinn mál-
gagn verkalýðshreyfingarinnar
og ritstjóri hans þá málsvari
hennar? Mér er ljóst aö nú er ég
orðinn pólitiskur en sú grein,
sem éger aö svara, gaf fyllilega
tilefni til þess.
Helgi J. Halldórsson.
Seinagangur
í málefnum
þroskaheftra
erlendar
bækur
The Baby Sitters
John Salisbury. Secker & War-
burg 1978
Höfundurinn hefur starfað vitt
um heim, aö hinum margvisleg-
ustu störfum. Þetta er fyrsti póli-
tiski reyfarinn, sem hann setur
saman og lofar meira en góbu um
framhaldið. Sögusviöið er Eng-
land 1981 og efnið samsæri ara-
biskra og enskra kaupsýslubófa
og keyptra pólitikusa til þess aö
ná öllum völdum á Englandi.Viö
stjórn eru um þetta leyti að mestu
undirmálsmenn, mútuþægir
vesalingar, sem fjarstýrt er i
þessari sögu, ekki af alþjóba-
bönkum og samþjóðlegum
peningastofnunum eöa fjölþjóöa-
hringum, heldur af áðurnefndum
samsærismönnum. Þeir siöast
nefndu hafa komið málum svo
ásamt enskum „fjármálaspek-
ingum” og forsvarsmönnum
enskra þjóðhagsstofnana og
banka, aö rikisgjaldþrot blasir
við. Von er á sendinefnd frá arab-1
isku rikjunum til þess aö semja
um mikiö lán til viðréttingar. í
sendinefndinni eru handbendi
samsærisklikunnar nema for-
maöurinn sem er sheikinn i
Kuwait.
Aöalpersóna sögunnar er einn
snjallasti blaöamaöur Englands,
hann grunar snemma hvaö um er
aö ræöa og vinnur aö þvi aö gera
lýðum ljóst um hvað er aö tefla.
Hann á ekki aðeins i höggi við
mútulýðinn heldur einnig viö
þann skjalatöskulýð, sem honum
fylgir, keypt blaöamannadót, og
skrifræöislýö rikisvaldsins. Sorp-
blööin eru keypt og vinna vel aö
afmenningunni. Sjónvarp og út-
varp eru undir stöðugri gagnrýni
og lygaherferð sorppressunnar,
svo aö þaðan hefur tekist aö ryðja
þeim öflum, sem andstæö eru
samsærismönnum. Samsæris-
menn nota fé, gleðikonur og morö
i baráttu sinni, fasistaklikur
halda útifundi og standa aö
skemmdarverkum og gyðingaof-
sóknum og eru fjármagnaðar af
samsærismönnum. Svo kemur aö
þeim punkti að rikisstjórnin telur
aö hættuástand hafi skapast inn-
an lands, fjárhagurinn i rúst og
koma þurfi til „samvinnu aöila
vinnumarkaöarins” og aö „þjóö-
hollir Bretar” veröi nú aö standa
saman gegn upplausnaröflunum
i þjóöfélaginu. Sorppressan birtir
æ fleiri húsmæörabréf frá konum
i Vestur-bænum (West-End).
Reynt er aö ryðja blaðamannin-
um Ellison úr vegi, þaö átti aö
myröa hann i ferö hans um
Tékkóslóvakiu, en það mistókst.
Svo tekur blóð aö renna, einn af
aðstoðarmönnum hans er hand-
samaður og höfuð hans sent Elli-
son i pósti. Aösúgur er gerður aö
honum á götum úti og ekki þýöir
lengur að leita til lögreglunnar,
þar stjórna mútuþegar.
Siöustu kaflar sögunnar eru
mjög spennandi, neyöarástandi
er lýst yfir, ritskoðun sett á og á
meban unnið er aö valdatöku
samsærismanna er unnið aö birt-
ingu greinar Ellisons á skrifstof-
um blaös hans, greinin er prent-
uö, um hálfri miljón eintaka
blaösins smyglað út. Ellison rek-
ur þar gang mála, flettir ofan af
samsærinu og meö greininni og
öðrum atburðum sem lýst er af
mikilli snilld, snúast málin á þann
veg, að samsærismenn og fylgilið
þeirra sér sér hentast aö læðast
úr landi.
Þetta er mjög skemmtileg
saga, vel gerður pólitiskur reyf-
ari, sem gæti gerst og gæti jafn-
vel verið aö gerast viö breyttar
aðstæöur. Maöur les þessa bók i
striklotu.
Dagana 28. og 29. april s.l. var
haldinn fundur um málefni
þroskaheftra. i lok fundarins
voru þessar ályktanir samþykkt-
ar.
1. Fundurinn telur aö ekki veröi
lengur unaö þvi ófremdarástandi
sem rikir I málefnum þroska-
heftra hérlendis. Skortur á sam-
ræmdri heildarlöggjöf um mál-
efni þessa öryrkjahóps hefur
staðið allri eðlilegri þróun á þess-
um vettvangi fyrir þrifum og gert
það aö verkum, að við stöndum
nú langt aö baki nágrannaþjóöum
okkar á þessu sviði.
Fundurinn átelur harðlega
þann seinagang sem einkennt
hefur allar aðgerðir stjórnvalda
til úrbóta og skorar á viðkomandi
ráðuneyti aö skipa nú þegar full-
tnia sina i nefnd þá, sem ákveðið
er að koma á fót til aö vinna að
nýrri lagasetningu. Fundarmenn
lita það mjög alvarlegum augum
ef nefndarskipun þessi dregst enn
á langinn og engu ööru þá um aö
kenna en áhugaleysi og ósam-
lyndi þeirra ráðuneyta sem hlut
eiga að máli.
2. Fundurinn Iýsir yfir áhyggjum
sinum vegna þeirrar óvissu sem
rikir i menntunarmálum þroska-
heftra. Þrátt fyrirútkomu nýrrar
reglugeröar um sérkennslu skort-
ir mikið á, að þessir nemendur
njóti þeirrar kennslu og þjálfun-
ar, sem reglugerðin gerir ráöfyr-
ir. Menntamálaráöuneytið tekur
ekki nema að nokkru leyti þátt i
þeim kostnaði sem rekstur þjálf-
unarskóla fyrir vangefna heftir i
för meö sér. Rekstur skólanna
hvilir þvi þungt á þeim stofnun-
um, sem þeir eru tengdir, en þær
eru fiestar reknar á ábyrgö
áhugamannafélaga, sem hafa
Framhald á 18. siðu.