Þjóðviljinn - 13.06.1978, Qupperneq 1
UOWIUINN
Þriðjudagur 13.júni 1978 — 43.árg. — 122. tbl.
Meirihlutaflokkarnir i borgarstjórn
Samstaða um
málefnasamning
Sjá síðu 3
Rætt \ið Guðmund J. Guðmundsson um bæjarfélög sem ætla að greiöa laun samkvæmt samningunum:
Nú sést svart á hvítu að
kjörseðill er vopn í kjara-
baráttu
Úrslitaátökin um kjör launafólks
og stefnu ríkisstjórnarinnar
verða háð hér í Reykjavík
Þjóðviljinn sneri sér i gær til
Guðmundar J. Guðmundssonar,
formanns Verkamannasambands
islands, vegna frétta sem hafa
verið að berast að undanförnu um
að ýmis bæjarfélög væru að
ákveða að greiða vísitölubætur á
laun samkvæmt kjarasamning-
unurn.
Guðmundur J. Guðmundsson
skipar 5ta sætið á framboðslista
Alþýðubandalagsins i Reykjavik
vegna alþingiskosninganna, en
samkvæmt úrslilum borgar-
stjórnarkosninganna er það
baráttusætið i kosningunum.
Það hriktir í stjórn-
arflokkunum
— Guðmundur sagði:
— Nú hriktir i stjórnarflokk-,
unum um allt land og þeir eru laf-
hræddir. Þar sem Alþýðubanda-
lagið vann góða sigra i byggða-
kosningunum er ýmist búið að
samþykkja að setja samningana i
gildi eða það er i undirbúningi að
bæjarfélögin greiði laun eftir
kjarasamningunum frá í fyrra.
Þar með eru komin stór skörð i
múrana, svo stór skörð aö það
verður varla aftur snúið nema
stjórnarflokkunum takist að
klóra i bakkann frá byggðakosn-
ingunum. Það er einkennandi
fyrir ástandið i stjórnarherbúö-
unum aðeinstakir frambjóðendur
stjórnarflokkanna eru farnir að
lýsa þvi yfir þegar þeir skynja
andúö verkafólks á geröum sin-
um, að þeir séu andvigir bráða-
birgðalögunum. En það vekur
ekki siður athygli að Geir Hall-
grimsson og Ólafur Jóhannesson
hamast við að réttlæta kjara-
skerðinguna, þcir hafa ekki sagt
að þeir ætli að afnema bráða-
birgðalögin og þeir hafa ekki sagt
að þeir séu hættir við að
taka óbeina skatta út úr visitöl-
unni, en yfirlýsingar liggja fyrir
um það efni frá þeim báðum. Þó
að frambjóðendur stjórnarflokk-
anna haldi þessu fram afr-
þrengdir á framboðsfundum
munu þeir verða enn aöþrengdari
á alþingi frammi fyrir Geir og
Ólafi — og þeir hafa látiö undan
fyrir flokksforingjum sinum i
stærri málum.
Nú sjá launamenn
svart á hvitu að
kjörseðillinn er vopn
I kjarabaráttu
En meginatriðið i sambandi við
ákvarðanir bæjarfélaganna er
það að nú sjá launamenn svart á
hvitu hvaö kjörseöillinn gildir i
kjarabaráttunni. 1 þessu sam-
bandi vil ég til dæmis minna á að
Reykjavikurborg er stærsti við-
semjandi Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Verkakvenna-
félagsins Framsóknar — þannig
að það munar verulega um frum-
kvæði af hálfu Reykjavikurborg-
ar i þessum efnum.
Þeir ætla að stjórna
saman áfram
Það er annars athyglisvert að
áróðursmenn stjórnarflokkanna,
einkum Sjálfstæðisflokksins,
reyna aö beina athyglinni frá
efnahagsmálunum yfir til utan-
rikismálanna. En launamenn
munu ekki láta þessi gamalkunnu
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasam-
bandsisiands, skipar 5ta sætið á
framboðslista Alþýðubandaiag-
sins i'Reykjavík vegna alþingis-
kosninganna 25. júnf næst-
komandi.
áróðursbrögð villa um fyrir sér,
þvi ijóst er að eftir kosningar
renna stjórnarflokkarnir saman
ef sigrinum frá byggðakosning-
unum verður ekki fylgt eftir um
land allt. Nái stjórnarflokkarnir
saman eftir kosningar munu tals-
menn þeirra segja: Viö sögðum
ykkur fyrir kosningar hvað við
ætluðum að gera — og þá mun
kjaraskeröingin verða enn svart-
ari og vísitölufölsunin enn grófari
en nú er. Launamenn eiga þess
þvi kost nú að gera það upp við sig
hvortþeirvilja taka slaginn strax
með þvi að beita atkvæðum
sinum gegn kaupránsflokkunum,
eða hvort þeir vilja kjósa gegn
sinum eigin hagsmunum, styöja
kaupránsflokkana, og fá siðan
yfir sig holskeflu kjaraskerðingar
eftir kosningarnar. Fái stjórnar-
flokkarnir stuðning launamanna
munu þeir nota þann stuðning til
þess að skerða kjörin. Svona ein-
falt er það. Verði stjórnarflokk-
arnir hins vegar fyrir ærlegri
rassskellingu munu þeir ekki
leggja i það að halda ætlunar-
verki sinu áfram. Um þetta er
kosið, um kjörin, um hag fólksins
og ekkert annað.
Úrslitin ráðast
í Reykjavík
Við þekkjum það af gömlum
vana að Morgunblaðið mun
siðustu dagana fyrir kosningar
telja rússnesk herskip i flóum og
fjörðum umhverfis tsland. Þvi
fleiri sem herskipin eru, þeim
mun meiri árangri sem ihaldið
kannað ná i hræðsluáróðri sinum,
þeim mun hrikalegri verður
kjaraskerðingin eftir kosningar,
kaupið lækkar, verðlagið hækk-
ar bótalaust.
Að lokum vil ég leggja áherslu
á það að öll kjördæmi landsins
eru mikilvæg, hvert einasta at-
kvæði greitt Alþýöubandalaginu
er andúð á stefnu stjórnarflokk-'
anna, krafa um nýja stórnar-
stefnu. En aðalúrslit kosninganna
ráðast hér i Reykjavik; hér verða
höfuðátökin, úrslitaátökin milli
rikisstjórnarinnar og launafólks.
—S.
'tei. i
Enda þótt veöur væri
ekki hið ákjósanlegasta
var geysimikil þátttaka í
Kef lavíkurgöngunni á
laugardag. Á sjötta
hundrað manns lögðu upp í
gönguna og strax eftir
fyrsta áfanga komst tala
göngumanna yfir þúsund.
Þegar á Reykjavíkursvæð-
ið kom var gangan orðin
nær því eins fjölmenn og
árið 1976.
Keflavikurgöngunni lauk með
fjöldafundi á Lækjartorgi sem
hófst kl.22 á laugardagskvöldið.
Hafði þá verið gengiö 113 klukku-
stundir með smáhléum i áningar-
stöðum. A Lækjartorgi flutti
Magnús Kjartansson ræðu og les-
in voru baráttuskeyti frá fjöl-
mörgum samtökum.Asmundur
Asmundsson formaður
miönefndar Ias upp ályktun
fundarins og sleit Keflavikur-
göngu 1978. Ungt fólk setti mjög
svip sinn á gönguna að þessu sinni
og f jölmennið sýndi að málstaður
herstöövaandstæðinga á miklu og
vaxandi fylgi að fagna. —-ekh
Gangan í texta og myndum: 9,10 og 11