Þjóðviljinn - 13.06.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 13.06.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Þriöjudagur 13. júnl 1978 ,,1 tíö vinstri stjórnar var I fyrsta sinn þvi kerfi komiö á aö veita fé til sveitarfélaga til byggingar leigufbúöa.” Spurningar fólks Jón frá Pálmholti og Eric Scyum Ætlar Alþýðubandalagið aö vinna að því að koma hér á leigjendalöggjöf? Svör Alþýðubandalagsins Svava Jakobsdóttir svarar: Það er i fullu samræmi viö kröfu flokksins um félagslegan jöfnuö að vinna aö þvi aö sett verði löggjöf er tryggi rétt leigj- enda og öryggi þeirra. Margvfs- legar ráöstafanir er má einnig gera til þess að bæta hag leigj- enda sem margir hverjir verða aö sæta afarkostum varöandi hús- leigu. t þessusambandiminniégá, aö þingmenn Alþýöubandalagsins fluttu breytingatillögu viö af- greiöslu nýrra skattalaga á siö- asta þingiþess efnis, að húsleigu- greiðslur allt aö 300 þús. fyrir hjón, mætti draga frá tekjum áð- ur en skattur yrði á lagður. Þessa tillögu okkar felldi þingmeirihlut- inn. t stefnuskrá Alþýöubandalags- inssegir: „Húsnæðisþörfin veröi losuö undan gróðastarfsemi og viðurkennd sem úrlausnarefni félagslegra aöila: bæjar- og sveitarfélög teljist skyld að sjá þeim sem æskja þess fyrir varan- legu leiguhúsnæöi meö viðráðan- legum kjörum, en öðrum gefist kostur á að eignast með skilorðs- bundnum ráðstöfunarrétti ibúðir er byggingarfélög almennings reisimeð tilstyrk öflugs, opinbers lánakerfis.” t tið vinstri stjórnar var i fyrsta sinn þvi kerfi komið á að veita fé til sveitarfélaga til byggingar leiguitiúða. Þessa skipan þarf að Svava Jakobsdóttir: „Húsnæöis- þörfin veröi losuö undan gróöa- starfsemi og viöurkennd sem úr- lausnarefni félagslegra aöila”. treysta enn betur og veita til þess meira fjármagni. Um það hefur Alþýðubandalagið flutt tillögur á þingi m.a. nú á siðasta þingi, en þar var farið fram á aukið fjár- magn til byggingar verkamanna- bústaöa og að sveitarfélögum yrði gert kleift og skylt að byggja verkamannabústaði. Jafnframt var farið fram á að fyrirgreiðsla til þeirra sveitarfélaga sem byggja leiguibúöir yrði aukin og bætt. Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir þvi að flutt verði frumvarp um leigjendalöggjöf strax á næsta þingi. x-G Kaupmáttur kauptaxta allra launþega: 150 140 - 130- 120 - 110 100 KAUPRÁN 71 72 73 vinstri stjórn 74 75 7ó hægri stjórn Myndritið er byggt á árlegum meöaltölum kauptaxta á föstu verö- lagi, en ekki ársfjóröungslegum. Þess vegna eru kaupmáttarsveifl- urnar i linuritinu ekki eins miklar og þær sem skýrt er frá i meö- fylgjandi grein. Annaö atriöi sem þarf athugunar viö, er þaö aö myndritiö nær aöeins til meöaltalsins áriö 1977, en ekkert fram á ár- iö 1978. Þess vegna sést ekki á myndinni sú rýrnun kaupmáttar sem oröið hefur frá hámarkinu 1977 fram til loka þess ársfjóröungs sem nú er aö líða. Erá fallanda fæti Var 11% betri aö meðaltali á vinstri stjórnar árunum heldur en til jafnaöar síðustu 4 árin Kaupmáttur kauptaxta allra launþega I land- inu var á vinstri stjórnar árunum, 1971—74, rúmlega 11% hærri en hann hefur veriö nú á ár- um sföustu rfkisstjórnar, samstjórnar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæöisflokks, 1974—78. Kaupmátturinn hefur veriö á niöurleiö síöan sköm mu eftir mitt ár I fyrra og er nú um 5% rýr- ari en þá. Þessar upplýsingar liggja fyrir I ritum Þjóð- hagsstofnunar og Hagstofu, um þróun kauptaxta eftir slöustu áramót er þó farið eftir óprentuðum upplýsingum Þjóöhagsstofnunar. Frá opinberum stofnunum Þjóðhagsstofnun hefur um langt skeið reiknað út vegið meðaltal af kauptöxtum allra launþega i landinu. Er þar tekið tillit til taxta sem flestra verkalýðs- og sstarfsmannafélaga og samsetn- ingar taxtanna eftir ýmsum kaupálögum, starfsaldurshækkunum ofl. Sýnishorn af þvl hvernig kauptaxtar eru vegnir saman, var birt fyrir sl. 10 ár i skýrslu Verðbólgunefndar í vetur. Kaupmáttur kauptaxta er hér miöaður við vísitölu neysluvöruverös eins og hún er reiknuð út og birt af Hagstofu Islands. Kaupmáttur telst þá óbreyttur þegar hægt er að kaupa óbreytt magn neysluvara fyrir taxtakaupið. Reiknaður hefur verið út kaupmáttur kaup- taxta fyrir hvern einsta mánuö, en til betra yfir- lits hefur hverjurn þrem mánuðum slðan verið slengt saman og fundið meðaltal hvers ársfjórð- ungs. Vinstri stjórn: Upp! Þvi var heitið við valdatöku vinstri stjórnar- innar að kaupmáttúr launa skyldi hækkaður verulega. Vinstri stjórnar timabilið I heild var með um 10 1/2% hærri kaupmátt kauptaxta helduren fyrsti ársfjórðungur þess tlmabils, þ.e. 3. ársfjórðungur 1971. Ög siðasta hálfa árið var kaupmátturinn rúmlega 20% hærri en viö upp- haf þess rikisstjórnarferils. Hægri stjórn: Niöur! Samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks tók við tiltölulega háum kaupmætti kaup- taxta. Fyrstu tvö ár þeirrar rikisstjórnar lækk- aöi kaupmátturinn um 25% og er þá miðað viö hreyfinguna frá 3. ársfjóröungi 1974 til 2. árs- fjóröungs 1976. Það var fyrst eftir sólstöðusamningana i fyrra sem kaupmátturinn náði sér verulega á strik, en samt var hann á 3. ársfjórðungi 1977 um 9% lakarien það hálfa ár sem hann var bestur I tið vinstri stjórnar. Samningssvik Slðan á 3. ársfjóðungi 1977 hefur kaupmáttur- Siðan á 3. ársfjórðungi 1977 hefur kaupmátturinn jafnt og þétt farið rýrnandi. inn jafnt og þett fariö rýrnandi. Á 4. ársfjóröungi var kaupmátturinn 2 1/2% lakari, á 1. árs- fjóröungi reiknast kaupmátturinn vera 5% minni en á besta þriggja mánaða timabilinu siðan 1974. Skipting þjóðartekna Kaupmáttur kauptaxta allra launþega i land- inu er nátengdur þjóðartekjum. Engin ein stærö gefur eins góöa mynd af lifskjörum fólks og af- komumöguleikum og einmitt kaupmáttur kaup- taxtanna. Sú stærð er hér ekki miðuð við neinn einn afmarkaöan hóp heldur meðaltal allra þeirra sem njóta launatekna. Eftir þvi sem þessi kaupmáttur skerðist, verður fólk að gera annað tveggja: spara viö sig neysluvörur eða auka vinnu sína, lengja vinnutlmann. Þjóðartekj- urnar sina hins vegar heildar tekjumyndunina i þjóðfélaginu, og ef kauptaxtarnir fjarlægjast þjóðartekjurnar er greinlegast verið að skipta þjóðartekjum launþegum i óhag. Hvort tveggja gerist: aðrir en launþegar fá þjóðartekjurnar meira en sinn hlut jafnframt þvi sem launþegar verða að vinna meira til að halda sinu. En tölur um ráðstöfunartekjur, sem hér eru ekki raktar, sýna að launafólki var gersamlega ókleift að verjast kjaraskerðingum hægri stjórnarinnar. —h. Viðskiptadeila Ástralíu og EBE 9/6— Efnahagsbandalag Evrópu hafnaði I dag kröfum Astralfu um hagstæðari viðskipti Astralfu- manna við EBE. Vic Garland, ástralskur ráðherra, sagði að EBE hefði I engu komið til móts við Astralfu og ef engin breyt- ing yrði á þeirri afstöðu banda- lagsins, neyddust Astralfumenn til þess að taka öll viðskipti sfn við EBE til endurathugunar. Otflutningur á áströlskum landbúnaðarvörum til EBE-landa hefur dregist saman um 80% slðustu fimm árin, en á sama tima hefur útflutningur EBE á iðnaöarvörum til Astraliu aukist um 63%. Samskipti Astraliu og EBE eru oröin allstirð af þessum sökum. Bretland var lengi aöal- markaöurinn fyrir ártalskar landbúnaðarvörur, en innganga Bretlands i EBE hefur aö veru- lega leyti tekið fyrir aögang Astraliu að þeim markaði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.