Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. júni 1978
Leiðsögn við lestur kosningatalna
136-137 þúsund með
atkvæðisrétt
Að undanförnu hafa stundum birst upplýsingar i blöðum
um fjölda kjósenda á kjörskrá. Hefur þá heildarfjöldinn
verið talinn um 139 þúsund manns. Þessi tala er villandi,
þvi að hún miðast við kjörskrárstofninn, en á honum eru
allir þeir sem verða tvitugir á árinu. Þarna ber þvi að
draga frá hálfan 20 ára árganginn, en auk þess verða
verulegar breytingar aðrar á kjörskránni, aðailega vegna
þeirra sem kærðir eru út af kjörskrá og hinna sem kærðir
eru inn. Auk þess þarf að taka tillittil þeirra sem dáið hafa
það sem af er árinu.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja um
fjölda einstaklinga á kjörskrárstofni, um aldursskiptingu
á landinu og með hliðsjón af sveitarstjórnarkosningunum,
má ætla aö fjöldi atkvæöisbærra kjósenda á kjörskrá á
öllu landinu verði nú i dag um 136.700 manns. Hér kann þó
að skeika broti úr prósenti upp eða niður.
Við alþingiskosningarnar 30. júni 1974 höfðu 126.388
manns atkvæðisrétt á kjördegi. Voru það 58.8% lands-
manna.
Nú benda allar likur til að kjósendur með atkvæðisrétt
verði yfir 60% landsmanna. Ef giskaö er á aö kjósendur,
svo skilgreindir, séu 136.700, eins og áður sagöi, en ibúa-
tala landsins nú um mitt ár 1978 um 223.500, þá er hlutfall
kjósenda 61.2%.
Hér fer á eftir tafla um kjósendur á kjörskrá (þ.e. með
atkvæðisrétti) i öllum kjördæmum og á landinu öllu 1974,
ágiskunartölu Þjóðviljans um fjölda atkvæðisbærra ein-
staklinga á kjörskrá nú og hlutfallstölu fjölgunar.
1974 1978 + %
Reykjavik 53.062 55.800 5.2
Reykjaneskjd 23.011 27.200 18,2
Vesturland 7.835 8.300 5.9
Vestfirðir 5.596 5.900 5,4
Norðurl. vestra 6.023 6.300 4,6
Norðurl. eystra 13.411 14.600 8,9
Austurland 6.800 7.300 7,4
Suðurland 10.650 11.400 7 (1
Allt landið 126.388 136.700 8,2
Augljóst er að svo ónákvæm sem heildartala Þjóðvilj-
ans er um fjölda atkvæðisbærra manna á landinu öllu, þá
er hún mun óáreiðanlegri fyrir einstök kjördæmi, og getur
þar skeikað all langt frá þvi rétta.
Það rétta i þessum efnum, eins og annað um úrslit kosn-
inganna, kemur i ljós þegar skýrslur berast frá kjör-
stjórnum. Er ekki astæða til að ætla annað en þar sé ná-
kvæmlega til tekið, hvað margir höfðu atkvæðisrétt miðað
við kjördaginn sjálfan. Upplýsingar um endanlega kjör-
skrá, i þessari merkingu, eru óhjákvæmilegar til að unnt
sé að reikna út kjörsóknartölur með nokkurri nákvæmni.
En upplýsingar um það, hve margir njóta atkvæðisréttar
sins og hve margir gera það ekki, tilheyra vitaskuld
heildarmynd kosningaúrslitanna. —h.
17 þúsund nýir kjósendur
A öðrum stað hér á siðunni er sett fram sú ágiskun, að
fjöldi kjósenda með atkvæðisrétti á kjördegi sé nú um
136.700. Fjölgunin frá kjördegi til_ alþingis fyrir réttum
fjórum árum er samkvæmt þessu 10.300 manns.
Kjósendahópurinn (þ.e. þeir sem atkvæðisrétt hafa,
hvort sem þeir neyta hans eöa ekki) hefur hins vegar
breyst meira en svarar þessari fjölgun um tiu þúsund
manns.
Ungír kjósendur, þ.e. þeir sem nú hafa i fyrsta sinn kost
á þvi að neyta atkvæðisréttar i alþingiskosningum, eru um
17 þúsund.
A hinn bóginn hafa um 5.400 manns dáið á kosningaaldri
á þessu fjögurra ára timabili milli kosninga.
Mismunurinn á 17.000 og 5.400 er vitanlega 11.600
manns. Hvernig má það vera að fjölgunin á kjörskrá sé
verulega minni, svo að munar 1.300 manns? Skýringin
getur ekki verið fólgin i öðru en flutningi lögheimilis til
útlanda við það að tekin sé upp atvinna i öðru landi. Við
það falla menn brott af kjörskrá á íslandi, og fá ekki kosn-
ingarétt aftur fyrr en þeir flytjast heim að nýju.
1 af hverjum 8 er ,,nýr”
Sé nú gert ráð fyrir þvi að einn fjórði hluti þessara 1.700
landflótta Islendinga á kosningaaldri hafi átt að vera nýir
kjósendur nú i ár, er komin forsenda til að reikna út
innbyrðis hlutföll „gamalla” kjósenda (þe. þeirra sem
höfðu kosningarétt 1974 og enn lifa ) og „nýrra” kjósenda
(þeirra sem hafa öðlast kosningarétt síðan),
Niðurstaða þeirra útreikninga er sú, að 12,2% þeirra
sem nú eru á kjörskrá séu „nýir” kjósendur i þeirri merk-
ingu að þeir hafi aldrei áður átt kost á þvi að greiða at-
kvæði i alþingiskosningum. 87,8% eru þá „gamlir”
kjósendur, sem hafa átt kost á þvi — einu sinni eða oftar —
að greiða atkvæði i alþingiskosningum. —h.
90% þátttakan er reglan
Undanfarin 30 ár hefur hlutfallsleg þátttaka kjósenda I
alþingiskosningum verið um og yfir 90% miðað viö landið
allt. A þessu timabili var hún lægst 1949 þegar þátttakan
var 89%, en hæst 1956 þegar hún var 92,1%.
Við siðustu þingkosningar, 1974, nam kosningaþátttakan
91,4% á landsvísu. Greiddu þá atkvæði 92,7% allra karla
sem höfðu kosningarétt, en 90,2% kvenna.
Mest var kosningaþátttakan 1971 á Austurlandi, 93,8%,
en minnst var hún á Norðurlandi vestra, 90,6%. Vegna
stærðar Reykjavikur og þar af leiðandi þungvægra áhrifa
á landsmeðaltalið, reyndist kosningaþátttakan i Reykja-
vik árið 1974 vera 91,4% eða það sama og á landinu i heild.
Til samanburðar má geta þess að kosningaþátttakan I
Reykjavik um daginn var talin vera 83,7%, en sú tala ætti
að hækka um 2 prósentustig til að vera sambærileg tölun-
umhéraðofan. —h.
Jöfnuður milli þingflokka
Þingmenn eru sem kunnugt er 60 talsins. Af þeim eru 49
kjörnir beinni kosningu i kjördæmunum, en 11 eru það
sem kallað er landskjörnir. Landskjörnir þingmenn eru
einnig kallaðar uppbótarþingmenn, þar eð þeir sitja I upp-
bótarþingsætum en ekki i kjördæmaþingsætum.
1 þeim úrslitum sem tilkynnt verða eftir talningu i nótt
og á morgun, er að jafnaði aðeins greint frá þvi, hverjir
náð hafa kosningu I einstökum kjördæmum. Úthlutun upp-
bótarþingsæta fer fram nokkrum dögum siðar, en vitan-
lega er að jafnaði hægt að gera sér grein fyrir fjöida og
skiptingu uppbótarþingsæta, ef reglurnar liggja ljósar
fyrir.
Tilgangurinn með uppbótarþingsætum er sá að hver
þingflokkur fái þingsæti i sem fyllstu samræmi við heildar
atkvæðatölu sina. Aður en uppbótarþingsætum var úthlut-
að 1974 hafði Framsóknarflokkurinn 1.669 atkvæði á bak
við hvern sinna 17 kjördæmakjörnu þingmanna, en
Alþýðuflokkurinn með 10.345 atkvæöi (heildar atkvæöa-
talan af öllu landinu) á bak við sinn eina kjördæmakosna
þingmann, Gylfa Þ. Gislason. Alþýðubandalagið hafði
2.615 atkvæði á hvern af sinum 8 þingmönnum úr kjör-
dæmunum.
Lægsta meðaltalið, hlutfall Framsóknarflokksins, telst
hlutfallstala kosninganna, og miðast úthlutun uppbótar-
þingsæta við hana. Framsókn fékk þvi engan landskjörinn
þingmann. Hve mörg uppbótarþingsæti hver þingflokkur
skuli hljóta, finnst með þvi aö deila i atkvæðatölu hans
með tölu þingmanna flokksins kosinna I kjördæmum, fyrst
að viðbættum 1, siðan 2, þá 3 o.s.frv. Uppbótarþing-
sætunum er siðan úthlutað til þingflokka
eftir útkomunum við þessar deilingar, þann-
ig að fyrsta uppbótarþingsætið fellur til þess
þingflokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess
sem á hana næsthæsta, og siðan áfram eftir hæð útkomu-
talnanna, uns eitt uppbótarþingsæti hefur fallið á hverja
þeirra. Þó er hér á gerð sú takmörkun, að ekki er úthlutað
nema 11 uppbótarþingsætum, hversu mörgum sætum sem
þá kynni að vera eftir að úthluta til þess að ná sem mest-
um jöfnuði við hlutfallstöluna fyrir alla þingflokka.
Af uppbótarþingsætum, sem úthlutað var 1974, hlaut
Alþýðuflokkurinn 4, Alþýðubandalagið 3, Sjálfstæðis-
flokkurinn 3 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1
uppbótarþingsæti.
Ef halda hefðiátt áfram að úthluta uppbótarþingsætum,
þar til fenginn væri sem mestur jöfnuður milli þingflokk-
anna, þá hefði orðið að úthluta 7 viðbótarsætum og hefði
Sjálfstæðisflokkurinn fengið 4 en Alþýðubandalagiö,
Alþýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri
manna fengið hvert sitt uppbótarþingsætið. — h.
Kjördæmaskipting þingmanna
Tala þeirra þingmanna sem kjörnir eru úr hverju kjör- dæmi er föst, og hefur hún verið óbreytt siöan landinu var
skipt i 8 stór kjördæmi árið 1959.
Hins vegar er tilviljunarbundið, hvernig uppbótarþing-
sæti skiptast milli kjördæmanna.
Hér fer á eftir tafla um þingmenn úr hverju kjördæmi
samkvæmt úrslitum kosninganna 1974.
Kjördæmi kjörnir Lands- kjörnir Alls
Reykjavik 4 16
Reykjaneskjördæmi .3 8
Vesturland ... 5 1 6
Vestfirðir 2 7
Norðurl. vestra 0 5
Norðurl. eystra 0 6
Austurland 1 6
Suðurland 0 6
Alls 49 11 60
Deilireglan
Þegar fulltrúar eru kjörnir hlutfallskosningu af fram-
boðslistum, eins og nú er með þingmenn I ölium kjördæm-
um landsins, skal beita sérstakri reikningsaðferð til að
finna, hve margir fulltrúar koma i hluthverslista. Aðferðin
er mjög einföld og skýr, og krefst ekki annarrar
reiknir.gskunnáttu en einföidustu deilingar.
Sé tekið dæmi af Reykjavik, þar sem kjósa skal 12 þing-
menn, er farið svona að: Fyrsta þingmanninn á sá listi
sem hæsta hefur atkvæðatölu. Siðan skal deila I atkvæða-
tölur hæstu listanna með 2, þá meö 3, siðan 4 o.s.frv., uns
fyrir liggja 12 niðurstöðutölur I lækkandi röð. Sá sem
lægstur er, verður siðasti þingmaðurinn sem inn kemst
kjördæmakjörinn. Dæmi úr Reykjavik 1974:
Atkvæði féllu svo á lista: A 4.071, B 8.014, D 24.023, F
1.650, G 9.874. Við deilingu kemur I ljós aö D-listi fær 1., 2.,
5„ 6„ 8., 11. og 12. þingmanninn. Sá siðasti var 7. þingmað-
ur listans og fékk 3.432 atkvæði (þ.e. heildaratkvæðatalan
24.023 deilt með 7). G-listi fékk 3. og 7. þingmann kjör-
dæmisins, þann siöarnefnda á helming heildaratkvæða-
tölu listans eða 4.937 atkvæði. Með sama hætti fékk B-listi
4. og 10. þingmanninn, en A-listi 9. þingmanninn.
Hverjir verða landskjömir?
Til þess aö finna, hverjir frambjóðendur þingflokks,
sem hafa ekki náð kosningu i kjördæmum, skuli fá upp-
bótarþingsæti, er farið eftir atkvæöatölu þeirra I kjör-
dæmunum, ýmist beinlinis eftir atkvæðatölu þeirra eða
eftir atkvæðatölunni i hlutfalli við gild atkvæði i kjördæm-
inu. Fyrsti uppbótarþingmaöur þingflokks veröur sá, sem
hefur hæsta atkvæðatölu, annar sá, sem hefur hæsta hiut-
fallstölu atkvæða, þriðji sá sem hefur næsthæsta atkvæða-
tölu, fjórði sá, sem hefur næsthæsta hlutfailstölu, o.s.frv.
Skulu nú reglur þessar skýrðar með dæmi Alþýðu-
bandalagsins úr kosningunum 1974. Samkvæmt þvi sem
segiri greininni um jöfnuð milli þingflokka, fékk Alþýöu-
bandalagið 3 landskjörna þingmenn. Hvernig á að fara að
þvi að finna þá?
Alþýðubandalagið fékk mest atkvæðamagn i Reykjavik,
en aðeins 2 þingmenn kjördæmakjörna. Svava Jakobs-
dóttir, sem sat i þriðja sæti listans I Reykjavik, fær sér þá
reiknaðan þriðjung heildar atkvæðamagns Alþýðubanda-
lagsins i Reykjavik eða 3.291 atkvæði. Hún verður þvi 1.
landskjörinn þingmaður flokksins.
2. landskjörinn þingmaður Alþýðubandalagsins kemst
að I hlutfalli. Hæsta hlutfallstölu i einstöku kjördæmi fékk
flokkurinn á Austurlandi eða 25,3%. Þar er einn kjör-
dæmakjörinn, en annar maður listans, Helgi Seljan, hefur
I sinn hlut helming hlutfallstölunnar eöa 12.66%. Enginn
(nema kjördæmakjörinn þingmaður) fékk hærri hlutfalls-
tölu, og þvi varð Helgi 2. landskjörinn.
Næst-mest atkvæðamagn i kjördæmi fékk Alþýðubanda-
lagið i Reykjaneskjördæmi en aðeins 1 þingmann kjörinn.
Geir Gunnarsson i öðru sæti listans fær sér reiknaðan
helming atkvæðatölunnar, 1.873 atkvæði, og veröur út á
það 3. landskjörninn þingmaður flokksins.
Þá eru landskjörnir þingmenn Alþýðubandalagsins upp
taldir, en eftir er að finna varamenn þeirra. Reglunni er
þá beitt áfram með sama hætti.
1. varamaður landskjörinna varö efsti maður G-listans
á Vestfjörðum, Kjartan Ólafsson, á hlutfallinu 11,53%.
2. varamaður landskjörinna þingmanna flokksins varð
annar maður G-listans á Norðurlandi eystra, Soffia
Guðmundsdóttir, á atkvæðamagni, 865 atkvæðum (þ.e.
helmingur atkvæðatölunnar i kjördæminu).
3. varamaður varð Skúli Alexandersson, 2. maður á lista
Alþýðubandalagsins á Vesturlandi, á hlutfalli með 8.31%
(helmingur hlutfallstölu G-listans i kjördæminu).
Af þessum 6 uppbótarþingsætum og varaþingsætum er
mikill munur innbyrðis vegna mismunar atkvæðatalna og
hlutfallstalna. Með einni undantekningu þó. Kjartan
Ólafsson er kominn fast á hæla Helga Seljans, þannig að
með aðeins 1.13% hlutfallsviðbót á Kjartan, hefðu þeir
staðið jafnfætis. Þetta svarar til 80 Vestfjarða-atkvæða.
-h.
Breyting kjörseðils
Er ekki voðalega hættulegt að breyta atkvæðaseðli við
kosningar, og hefur það eitthvað að segja? Sé spurningin
orðuö svona, veröur svarið NEI bæði við fyrra lið hennar
og þeim siðari.
Það er ekkert hættulegt að breyta atkvæðaseðli, sé þaö
bara gert rétt. Aðal atriöið er það, að krossa við ákveðinn
listabókstaf og breyta engu á seðlinum, nema i nafnarun-
unni undir þeim sama listabókstaf. Sé hróflað við öörum
framboðslistum á seðlinum, verður hann ógildur.
Breyttir seðlar eru gildir. Hægt er að breyta seðli með
tvennum hætti. Meö þvi að númera röð frambjóðenda (á
þeim lista sem við er krossað) upp á nýtt, og með þvi aö
strika út nafn eða nöfn.
Hins vegar verður það að segjast eins og er, að slikar
breytingar á atkvæðaseðlum hafa ekkert að segja varð-
andi úrslit kosninga. Astæðan fyrir þvi er sú, að breyting
af hálfu kjósanda hefur ekki áhrif nema að tveim þriðju.
Kosningalög kveða svo á, að upphafleg röð frambjóð-
enda sé alltaf kjörin með vægi sem svarar tveim þriðju
hlutum þess atkvæðis sem fellur á listann.
Sé nú verið að kjósa i kjördæmi þar sem boönir eru fram
20 manna listar og kjósandi strikar út efsta mann á þeim
lista sem hann kýs (þ.e. krossar við), þá fær frambjóð-
andinn 2/3 atkvæðis. Hafi kjósandinn sett hann niður I 2.
sæti, fær frambjóðandinn i fyrsta lagi 2/3 atkvæðis og i
öðru lagi þriðjung úr 19/20, eða samtals 59/60 úr atkvæði,
en það er svotil alveg óskert atkvæði. Færsla niður i 3. sæti
þýddi 58/60 atkvæðis o.s.frv.
Af þessu er ljóst að það þarf meira en litla skipulagn-
ingu og samtök til að kjósendur geti fellt mann frá þing-
setu og lyft öðrum upp i staðínn með breyttri röðun eða út-
strikunum. Og þetta er reyndar ekki alltaf hægt. Nefna
tná sem dæmi (hugsað dæmi, að sjálfsögðu!), að kjósend-
ur Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi árið 1974
gátu ekki með nokkru móti fellt Matthias A. Mathiesen,
efsta mann listans, frá þingsetu. Þó að allir kjósendur D-
listans hefðu strikaö hann út, hefði hann samt orðið
uppbótarþingmaöur! —h.