Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÖÐVILJtNN Sannudagur 25. júni 197« Hann er bam Allir eiga sinar kosninga- minningar. Min fyrsta kosningaminning er sU, a6 ég fór sex ára með móður minniákjörstað, þaö var suöur i Keflavik. Allir voru strangir á svipinn og hátiðlegir og einhvernveginn finnst mér, sem að salurinn hafi allur verið tjaldaður svörtu. Þegar ég ætl- aði að elta mömmu inn I kjör- klefann reis litill og hnöttóttur kaupmaður úrkjörstjórn úr sæti sinu og sagði nokkuð svo flaum- ósa: ,,Þa-þamá ekki fara fleiri Ámeðan við bíðum... en einn inn i klefann!” Annar maður i kjörstjórn, ráðsettur og föðurlegur, leit til okkar og á- lyktaöi: „0, þetta er bara barn”. Kaupmaðurinn litli endurskoðaðiafstöðusina: „Já, jamm, sagði hann, „hann er barn, já, hanner barn”. Þannig hófég minn politiska feril: á þvi að rjúfa launhelgar lýðræöis- legra kosninga. Eitthvað grugg- ugt við það. Slys á kjörstað Skrýtnasta uppákoma sem ég man úr kosningum er lika frá Keflavfk. Arið 1953 sat ég siöla kvölds I kjördeild, þetta var á þeim tima, þegar fulltrúar flokkanna voru á vixl að halda kjörstaö opnum áfram meö þvi að kjósa á tiu minútna fresti eftir að loka mátti. Nokkru eftir miönætti er komiö að fulltrúa Alþýðuflokksins i kjörstjórn, ungum stúdent og gömlum fé- laga minum i spjótkasti, hann fer inn og kýs, og snarast gal- vaskur með atkvæðið að kass- anum. En skömmu siöar hverf- ur brosið af ásjónu hans, hann fölnar af skeifingu og kallar á lögfróðan krata með sér út i horn. Ég heyrði af tilviljun á tal þeirra. Þaö hafði orðið slys: kjörstjórnarmaðurinn var orð- inn svo ringlaður af vökum og spennu, aö hann hafði ógilt at- kvæðið. Þessi ágæti ungkraú var svo örvilnaöur á svipinn, að mér rann það til rifja. Á hinn bóginn: þetta slys var rétt mátulegt á Guðmund t. Guö- mundsson! Pólitík, Allt i lagi — en þetta er hvorki fyndið né birturt. Grimmari er E.E. Cummings sem segir að „Stjórnmálamaður er rass sem allir hafa setið á”. En semsagt: það er undar- lega fátt um fina drætti. Það er helst að maöur vilji gefa Teddy gamla Roosevelt, sem var Bandarikjaforseti rétt eftir aldamót, sæmilega einkunn fýrir raunsæislega sjálfsgagn- rýni stéttarinnar. Hann hefur sagt: „Þeim stjórnmálamanni vegnar best, sem segir þaö sem allir hugsa en oftarog hærraen allir aörir”. Það sem okkur vantaði En áður en við skiljum við þetta: i leiðinni rekst ég á ivitn- un sem er merkileg og mér hef- ur fundist vanta I pólitiska um- ræðu hér á alþingi um stórmál þjóðarinnar. t öörum þætti Lés konungs eftir Shakespeare, er Jarlinn i Kent feiknalega reiður við Ós- vald nokkurn og eys yfir hann fúkyröum af feiknarlegri í þvíerstutt grein enstórmerki- leg eftir Jóhannes úr Kötlum, heitir hún Mikilvæg spurning. Þarna er Jóhannes lifandi kom- inn með sitt heita hjarta, sinar hreinu kröfur, sitt undarlega næmi. Hann er að spyrja les- endur sina, hvort þeir þori aö vera sósialistar? Hvortþeir geri sér grein fyrir þvi, að „sósial- ismi er ekki aðeins þjóðmála- stefna, heldur og lifsskoðun, og ekki aöeins lifsskoðun, heldur og lífsreynsla og lífssköpun. Að vera góður sósialisti er eitt örö- ugasta hlutskipti sem til er”. Jóhannes útlistar það nánar í hverju örðugleikar þessa hlut- skiptis eru fólgnir og siðan segir hann m.a.: „Vér svíkjumst um að leita oss þekkingar á þvi þjóðskipu- lagi, sem vér þjáumst I, vér sjá- um í gegnum fingur við svivirö- ingar þess, oss skortir einlægni gagnvart sjálfum oss, oss skort- irþrektil allra úrslitaátaka, vér getum ekki hrist af oss happ- drættisdraum hins sérhyggna smáborgara, undir niðri gerum vér gælur við ævintýri Fords og Thor Jensens, —vér þorum ekki að verða sósíalistar af lifi og sál”. konur og ástir Allir grautfúlir Og um hvað eigum viö svo að fjasa næst — á meðan við biö- um? Hér á borðinu eru tvær bækur, sem geyma ivitnanir i fræga menn og snjalla. Hvernig væri að gá aö þvi hvað þeir hafa að segja um pólitfk og stjórnmála- menn? Skyldi ekki vera aö finna ( Penguin Dictionary of Quotations eða The Treasury of Humorus Quotations helga texta til að leggja út af i tilefni dagsins? Þvi miður: báðar urðu þessar bækur til vonbrigða. 1 fyrsta lagi er það merkilegt hve fáir þeirra frægöarmanna sem vitnað er til, virðast hafa fundiðhjásérþörf fyrir að segja eitthvaö ógleymanlegt um póli- tik og pólitikusa. I Penguin eru aöeins 15 tilvitnanir um „stjórn- mál og stjórnmálamenn”. Aftur ámóti eru þar þrjú hundruð og fimmtíu tilvitnanir um ástina. Þar fyrir utan eru 60 tilvitnanir um konur, 25 um stúlkur, 40 um Ekki nóg með það: tilvitnan- irnar um stjórnmálamenn eru undarlega einhliða og leiðinleg- ar. Rithöfundar, blaðamenn — og stjórnmálamennirnir sjálfir, sameinast um að niða þennan fróðlega starfshóp og vettvang hans. Tiiefnin eru að sjálfsögðu yfriðnóg — en þaö útskýrir ekki hvers vegna tilvitnanirnar eru jafn undarlega einhliða og grautfúlar og raun ber vitni. „Pólitik er ekki náttúruvisindi” er haft eftir Bismarck. Vissu fleiri og þögðu þó. Einhver Morley segir aö „1 pólitik er alltaf um tvo vonda kosti að ræða”. Kannski —en af hverju I pólitik? Margir telja bæði himnariki og helviti stórgallaða valkosti eins og nú er aö orði kveöið. James Agate, leikhús- krftiker reyndar, segir: „Ég hefi skoðanir um flesta hluti, og eins og stjórnmálamaöur er ég fús til að breyta þeim flestum”. eiginkonur,20 um ástkonur. (en aöeins fjórar um hreinar meyj- ar). Af þessu sjá menn hvaö tal- ið er merkilegt I heimsmenning- unni. Og hlutföliin i Treasury eru svipuö (20 um stjórnmála- menn, 35 um eiginkonur, 120 um konur). sunnudagspistill ^iKí^Í mælgi. Hann vill helst taka Ós- vald þennan og mylja hánn og „klína honum upp um kam- ar-þil”. En áöur hefur hann lýst innilegri fyrirlitningu sinni á manninum meðþvi aö likja hon- um við sögufrægan bókstaf: „Thou whoreson Zed! thou unnecessary letter!” Sem Helgi Hálfdanarson þýð- ir svo: „Þú bölvuö zeta, óþurftar bókastafur! Að lífi og sál En — á meðan viö biðum — skulum við að lokum fara út I aðra sálma. Hér á borðinu er lika hefti af timaritinu Rétti frá árinu 1937. Þessi gagnrýnu, réttara sagt miskunnarlausu ummæli, eru um margt merkileg: Þau eru skrifuð á timum atvinnuleysis, kreppu, uppgangs fasisma, at- vinnukúgunar. En það eru ekki þeir örðugleikar sem Jóhannes beinir athygli að. Hann biöur um meiri einlægni, sterkari vilja, meiridirfskuá þeim tíma, þegar viö héldum að róttækir mennhefðu kannski ekkert ann- aö átt en einmitt þetta. Hann talar um freistandi smáborg- aradrauma löngu áður en nokk- ur hafði nefnt velferöarriki á nafn hérlendis svo við munum. Þaö er engu llkara en hann s jái gegnum holt og hæðir. Hugsum Hka — og ekki sist — til Jóhannesar. A meðan viö biö- um. Arni Bergmann. eftir ÁRNA BERGMANN við Leo Tolstoj Hinn mikli rússneski rithöf- undur, Leo Tolstoj, á hundrað og fimmtiu ára afmæli á þessu ári. Erþess minnst viða um heim eins og að likum lætur, og búast má við nýrri hrinu af kvikmyndum sem byggðar eru á skáldsögum hans. Tii dæmis eru Bretar að Ijúka við gerð nýs myndaflokks um önnu Kareninu, sem margoft hefur verið kvikmynduð. Hér á eftir fer brot úr „viðtali” sem rússneskur blaðamaöur hef- ur sett saman við öldunginn Tolstoj, svörin eru tekin upp úr ritgerðum hans um listir, sem um margt voru sérstæðar: — Hvernig verður listin i framtiðinni? Að hvaða leyti verð- ur hún ólik þvi sem hún er nú? Hver mun skapa þessa nýju list? Leo Tolstoj: „List framtiðar- innar mu^ ekki verða framhald listarinnar I dag, heldur mun hún þróast á algerlega nýjum grund- velii Aðeins verk, sem endur- spegla tilfinningar, er Iaða fólk til bróðurlegrar einingar eöa vekur samkenndir er megna að tengja fólk saman munu teljast sönn list. Þá mun öll þjóðin hafa vit á list en ekki aðeins nokkrir auðmenn eins og I dag. Til þess að listaverk verði viðurkennt og vinsælt þarf það aö fullnægja kröfum allrar þjóðarinnar, hins mikla fjölda sem lifir við eðlileg skilyrði vinnu og starfs.” „Listamennirnir munu ekki heldur verða fáir útvaldir úr hópi auðstéttarinnar eða þeirra sem nærri henni standa lfkt og er i dag, heidur allt gáfað fólk meðal almennings, sem hefur hæfileika og hneigist til listsköpunar. Þá mun listastarfsemi verða að- gengileg fyrir allan þorra fólks.” — En gáfnastig listamanns er venjulega hærra en almennings. A.m.k. er þetta það sem flestir halda fram. Almenningur er stundum alls ófær um að skilja listamanninn. L. Tolstoj: „Þaö er oft sagt, að fólki geðjist ekki að listaverkum vegna þess, að það geti ekki skilið þau. En miði listaverkið að þvi að vekja með fólki þær sömu tilfinn- ingar og listamaðurinn sjálfur hefur reynt, hvernig getur það þá verið ósnortið? Voltaire sagði, að allar listgreinar væru góðar nema þær leiðinlegu. E.t.v. væri réttara að segja, að öll list sé góð nema sú, sem er óskiijanleg eða sú, sem ekki vekur nein áhrif!”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.