Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 25. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 — Ég hélt mina fyrstu pólitisku ræðu, þegar ég var 12 ára. Það var á sviðinu á Iðnó, fyrir troðfullu húsi. Ég var vörður bakdyramegin, og hafði alls ekki hugsað mér að taka til máls. ólafur Friðriks- son var fundarstjóri á þessum baráttufundi, og hann var bersýnilega kominn i þrot með ræðumenn. Alia vega vissi ég ekki fyrr en hann litur bak við sviðið og horfir á hinn unga dyravörð og kynnir svo: „Næsti ræðumaður er Haukur Björnsson”. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Haukur hlær dátt, þegar hann hugsar til þessarar frumraunar sinnar i verkalýðsbaráttunni fyr- ir nákvæmlega 60 árum. Bætir svo við: „Það eina sem ég man, var að ég talaði um niðurfærslu kosningaréttar annars sá ég bara móðu”. Það verður þó varla sagt um Hauk Björnsson að hann hafi séð hið pólitiska valdatafl i móðu, siðará ævinni. Hann hefur verið I fylkingarbrjósti islenskrar verkalýðsstéttar allt frá unga aldri, stofnaði Félag Ungra Kommúnista ásamt Hendrik Ott- óssyni og fleiri upp úr Hvlta strið- inu, þegar slagurinn um rúss- neska drenginn stóð hæst, hann var forseti Sambands ungra kommúnista, var slðar virkur i Bjarnason með þá hugmynd, að viðskyldum ekki stilla upp I þeim kjördæmum, þar sem tæpt stóð milli vinstri flokkanna annars vegar og Breiðfylkingarinnar hins vegar. Heldur skyldum við skora á fylgjendur okkar að kjósa þann frambjóðanda Framsóknar eða Alþýðuflokks, er i hættu stóð. Jafnframt skoruðum við á kjós- endur þessara tveggja flokka að kjósa okkar frambjóðendur — og það sérstaklega á þeim stöðum, þar sem KFI hafði möguleika að fá mann kosinn og tryggja þannig þrjá vinstri menn á þing. Þessir staðir voru: Reykjavlk, Akureyri og Vestmannaeyjar. Baráttu- og kjörorð okkar var: „Einar eða íhaldið”. Enda stóö baráttan um ,, Allar kosningar Jafnaðarmannafélaginu Spörtu og einn af stofnendum Kommún- istaftokks Islands 1930 þá 24 ára gamall. Var flokkurinn reyndar stofnaður á heimili hans. Hann tók einnig þátt i stofnun Sósial- istaflokksins, eftir samruna KFl og vinstra vængs Alþýöuflokksins haustið 1938. Haukur Björnsson hefur sinnt ýmsum störfum innan þessara hreyfinga en kannski er hann þekktastur fyrir skipulagsgáfu sina og stjónarlist I kosningabar- áttunni. Hann hefur oft, og ekki að ósekju, verið kallaður áróðurs- meistari kommúnista. Það var ekki sist áróöurstækni og fram- kvæmdastjórn Hauks að þakka, að vinstri menn komu Einar 01- geirssyni á þing 1937, og þar með tveimur uppbótarþingmönnum þeim Brynjólfi Bjarnasyni og Is- leifi Högnasyni. Nú situr þessi aldna kempa á niundu hæð i einu háhýsanna við Sólheima og horfir yfir Reykja- vik, sem liggur langt fyrir neðan okkur i glampandi sólskini. Það er engu likara en borgin teygi úr þreyttum limum slnum eftír hálfrar aldar hlekki ihaldsins. Haukur minnist þingkosninganna fyrir nákvæmlega 41 ári. — I raun og veru eru allar kosn- ingar gleöilegar, þvi alltaf hefur verið um framför að ræöa. En mér eru kosningarnar 1937 sér- staklega minnisstæðar vegna þess að þá brutum við múr- inn og komum vinstri mönn- um I fyrsta skipti á þing. Sjálfstæöisflokkurinn og Bænda- flokkurinn höföu stofnað sam- fylkingu er nefndist „Breið- fylkingin”. Nafnið var reyndar sótt tii Frankó-hrefyingarinnar á Spáni. (Falange = breiðfylk- ing) og segir þaö sumt um fasist- iskar tilhneigingar ihaldsins á þeim timum. Gegn Breiðfylking- unni stóðu svonefndir vinstri flokk- ar: Alþýðuflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn. Á miðstjórnar- fundi hjá okkur kom Brynjólfur eru þetta: Að fá Einar Olgeirsson kjörinn i Reykjavik og tryggja þannig tvo uppbótarþingmenn, eða eiga á hættu að hin aftur- haldssama Breiðfylking næði undirtökunum á Alþingi. Þess vegna var hvert atkvæöi okkar þrigilt. — Þið beittuö ýmsum nýjung- um I kosningabaráttunni? — Já, þaö gætti ýmissanýjungatl kosningaáróðri okkar. Viö hófum mikla bæklinga- og blaðaútgáfu, héldum fundi með nýjum hætti og framkvæmdum ýmislegt, sem ekki haföi verið gert áður. Ég var geröur að skipuleggjanda þessa áróöursherferðar, og kom þaö þá sér ágætlega að ég hafði kynnt mér ýmsar áróðursaöferðir er- lendis, sem ég beitti nú fyrir mál- stað okkar. Við lögðum mikiö kapp á fundahöld, og leigöum stóra fundarsali. Fjármunir voru litlir, svo viö tókum upp á þvi að selja aðgang að fundunum. Verö- iö var 25 aurar. Þetta gerði það að verkum, að kostnaðurinn við fundarhöldin varð enginn, og við fórum meira að segja með gróða út úr þessu. við höfðum einnig nýtt snið á fundunum. Ég man sérstaklega eftir kosningafundinum I Gamla Biói, tveimur dögum fyrir kosn- ingarnar 1937. Við höfðum engan fundarstjóra og slepptum alveg vanalegum fundarsköpum, en létum aðeins ákveöinn mann kynna hvern ræðumann án allra málalenginga. Nú svo skreyttum við allt sviöiö með blómum, og prýddum þaö rauðum og islenskum fánum. Fánana báru stúlkur og piltar, sem klædd voru I bláar skyrtur og blússur með rauð bindi um háls- inn. 1 lok fundarins gengu ungar /972 99 Rætt við HAUK BJÖRNSSON fyrrverandi kosninga- stjóra stúlkur um salinn og söfnuðu fé i kosningasjóð. Allir fundir gáfu ágóða. A fundi þessum sýndum við einnig skuggamyndir með skopteikningum Helga Hálfdán- arsonar, en hann var mjög drátt- hagur maöur en hann sneri sér siöar að þýöingum á verkum Shakespeares. 1 þvi sambandi man ég að ég baö Helga eitt sinn að teikna Eggert Claessen, sem þá var formaður Vinnuveitenda- sambandsins. Helgi hafði aldrei séö Eggert, svo ég tók hann með mér niöur á skrifstofu Eggerts, svo hann gæti litið hann augum. Við stóðum þarna i fremri skrif- stofunni og vissum ekki hvað við áttum að taka til bragðs, þegar Eggert kemur úr innri skrifstof- unni, rétt rekur fram nefið i nokkrar minútur og hverfur svo aftur. En þetta var nóg. Helgi fór heim og teiknaöi stórkostlega skopteikningu af Eggert. Þessar teikningar gáfum viö svo út i vönduðu riti.Ritið hét „Heyr mitt ljúfasta lag” og á forslðu var mynd af ólafi Thors sem spilaði á gitar, og var hljóðfærið samsett af andliti Jónasar frá Hriflu. — Nutuð þið aðstoðar annarra listamanna? — Já, já. Þáttur islenskra rit- höfunda var mikill i þessum kosn- ingum. Halldór Laxness skrifaði mikið og hélt margar ræður, bæöi á fundum og i útvarpi. Þá var Jó- hannes úr Kötlum virkur I barátt- unni og Halldór Stefánsson, að ógleymdum Þórbergi Þórðar- syni. Þetta var ómetanlegur liðs- auki. Þar að auki voru margir myndlistarmenn okkur hliðhollir. Eg man einkum, þegar við seld- um happdrættismiöa I fjáröflun- arskyni, og vinningarnir voru fal- leg málverk eftir þjóðþekkta listamenn, sem höfðu gefið lista- verkin i happdrættið. Nokkru áð- ur hafði Jónas frá Hriflu kallað KFl „þjóöhættulegan flokk”. Okkur fannst þvi tilhlýðilegt aö kalla þetta happdrætti ,,þjóö- hættulega happdrættiö”. Við átt- um einnig ágætismenn i stjórn kosningaskrifstofanna. Þar var Erlendur i Unuhúsi innsti koppur i búri. — Getur þú greint nánar frá út- gáfustarfseminni fyrir kosning- arnar? — Blaöiö okkar „Þjóðviljinn” sem var reyndar gamla „Verka- lýðsblaðið” var náttúrulega virkt i baráttunni. Þá gáfum viö út ýmsa vandaða bæklinga. Einn þeirra hét „Hvað vill Kommún- istaflokkur Islands” og útskýrði stefnu flokksins. Fremst voru ljósmyndir af þeim Einari 01- geirssyni i Reykjavik og Isleifi Högnasyni 1 Vestmannaeyjum. Siðar sá ég oft þessar ljósmyndir innrammaöar uppi á vegg hjá al- þýöufðlki. Svo gáfum við út kosningaal- manak, og var eitt blaö á dag i mánuð fram að kosningunum. A hverjum degi var mynd úr verka- lýðsbaráttunni og fylgdi greinar- stúfur með. Þetta varð ansi vin- sælt. Við notuðum lika mikið af ljósmyndum i bæklingum og i blaöinu. Þannig birtum viö mynd^ ir af heilsuspillandi húsnæði, af smölun ihaldsmanna til kjörstaða, þar sem þeir óku dauðsjúku fólki i körfum úr sjúkrahúsum, svo þeir gætu hreppt atkvæði þeirra, áður en þessir sjúklingar hrykkju uppaf. Mikiö af þessu fólki voru einstaklingar, sem i- haldiögerðiekkertfyrir. Ég man, aðég sagðieitt sinn i ræðu á fundi I Gamla Biói að Reykjavikuri- haldið greiddi 80 aura á dag með hverjum þeim, sem fékk fátækra- styrk en þaö kostaöi 2 krónur á dag fyrir óskila hunda I Tungu sem var hús Dýraverndunarfé- lagsins. — Bjuggust þið við að fá þing- menn kjörna I kosningunum 1937? — Það haföi veriö góð þátttaka á 1. mai-fundunum, viö trúðum á málstað okkar og töldum baráttu- aðferðirnar happasælar og höfð- um þvi þó nokkrar vonir um aö koma Einari og uppbótarþing- mönnunum inn. Ég man, að kvöld þetta fyrir nákvæmlega 41 ári komum viðsaman heima hjá mér til að fylgjast með úrslitunum. Þar var fjöldi manns saman kominn. Þegar ljóst var orðiö að við höföum hlotið 2742 atkvæði I Reykjavik, komið Einari inn á þing og þarmeö Brynjólfi og Is- leifi og vinstri flokkarnir hlotiö samanlagt 30 þingsæti, en Breið- fylkingin aðeins 19 braust út geysilegur fögnuður. Sigurviman var svo mikil, að einn okkar var gerður út af örk- inni og látinn kaupa kampavins- flösku af sprúttsala út I bæ. Hún nægði naumlega til að hver ein- stakur gestur fékk tæpa fingur- björg af freyöivini til að skála með fyrir unnum kosningasigri. —IM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.