Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. júni 1978 leist sinni eigin skynsemi en fortölum höfðingj anna” „lslenskii alþýðu ráðlegra að fylgja Skúli Thoroddsen: „ekkert mál haföi haft aöra eins höföingjahylli og Uppkastiö” Hannes Hafstein — þeir töluöu óviröulega og kölluöu hann þeyti- spjaldiö. Fyrir skemmstu voru rif jaöar upp sögulegar for- setakosningar fyrir tíu ár- um: voru þær teknar sem skemmtilegt dæmi og f róð- legt um það að flokkaskip- an og valdakerfi riðlast með óvenju róttækum hætti. En fyrir sjötíu árum voru háðar enn frægari kosningar: þegar kosið var um uppkastið svonefnda 1908 varð meira mannfall í þingliði en dæmi eru til fyrr eða síðar. Sagn- fræðingur hefur svo að orði komist, að aldrei hafi ráðamenn orðið jafn ræki- lega viðskila við almenn- ing og í þeim kosningum. Sögulegar kosningar fyrir ✓ arum Nú er það aö sönnu ekki einfalt mál aö gera grein fyrir flokka- skipan og pólitiskum aöstæöum þegar þessar frægu kosningar ár- iö 1908 fóru fram. Flokkaskipan var enn i frumbernsku og réöist mest af þvi, hvernig þingskör- ungum tókst aö safna liöi til fylgis viö ákveönar hugmyndir um næstu verkefni i sjálfstæöismál- um. Flokkar voru heldur óákveönar stæröirog einatt vafi á þvi hvar átti að telja tiltekinn þingmann eiga heima. Aðdragandi Heimastjórnartiminn var haf- inn. Hannes Hafstein var oröinn fyrstur islenskur ráöherra. En lagalegur grundvöllur sambands Islands og Danmerkur var enn Stöðulögin svonefndu sem Islend- ingum höföu veriö sett meö vald- boði árið 1871 og Alþingi hafði raunar aldrei samþykkt. Þaö var öllum ljóst, aö þaö þurfti aö taka upp samninga viö Dani um þessi mál. Arið 1906 dó Kristján kon- ungur niundi og við tók sonur hans Friörik áttundi. Hannes Hafstein notaöi þá tækifæriö til að hreyfa islenskum vandamálum viö konung. Upp úr þeim viöræö- um var islenskum þingmönnum boöiö til Danmerkur og báru þeir þá upp þá ósk, aö þing Danmerk- ur og íslands tilnefndu menn til aö ákveða „stjórnlega stöðu ís- lands i rikinu”. Eins og vænja mátti stóð póli- tisk umræöa á Islandi næstu miss- eri aö verulegu leyti um þaö hvernig að þessum málum skyldi standa. Heimastjórnarmennvoru þá ráðandi afl á þingi, flokkur Hannesar Hafstein. Þeir vildu fara varlega i sakirnar, t.d. töldu þeir aö þaö ætti ekki að ráöa úr- slitum i væntanlegum samninga- viðræðum, hvort þaö yröi áfram skylt aö bera islensk mál upp i rikisráöi Dana. I andstööu viö slik og hvilik viðhorf efndu stjórnar- andstæðingar (Þjóðræöismennog Landvarnarmenn) til Þingvallai - fundar áriö 1907. Sá fundur gerði róttækar samþykktir um fullt jafnrétti á við Dani og fullt vald Islendinga yfir sinum málum — þar var i fullri alvöru talaö um al- gjöran skilnaö viö Dani ef ekki næöist samkomulag. „Veldi Danakonungs” Sama ár var skipuð samninga- nefnd. t islensku nefndinni áttu sjö menn sæti, ráðherra, þrir þingmenn Heimastjórnarmanna og þrir frá Þjóðræðismönnum, þeirra á meöal Skúli Thoroddsen. Nefndin hélt utan i febrúar og sat á fundum meö fulltrúum Dana fram i maibyrjun. Þá höföu „millilandanefndir” þessar kom- iö sér saman um plagg sem kall- aö var „Uppkast að lögum um rikisréttarsamband Danmerkur og Islands.” og var það jafnan siöan kallaö „Uppkastið”. í fyrstu grein þess segir: : „ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi veröur af hendi látið. Þaö er i sambandi viö Danmörku um einn og sama konung og þau mál sem báöir aöilar hafa oröiö ásáttir um aö telja sameiginleg i lögum þessum. Danmörk og tsland eru þvi i rikjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs” (á dönsku „og danner saaledes sammen meö Danmark en Statsforbind- eise, det samlede danske Rige). Þarna viröist efnilega af staö far- iö — en þegar litiö er á hina dönsku formúlu „det samlede danske Rige”sem er látiö svara til „veldi Danakonungs”, þá kemur fljótt i Ijós, aö uppkastiö gaf frá fyrstu málsgrein sinni til- efni til átaka um túlkun og þyö- ingu milli dönsku og íslensku eins og siðar kom fram. Skúli stóð einn En i fyrstu sýndist augljóst, aö Uppkastiö yröi samþykkt. Sex is- lenskir nefndarmenn af sjö höföu samþykkt þaö. Heimastjórnar- menn, ráðherra og tveir af þrem fulltrúum Þjóöræöismanna. Þaö átti þar eftir visan stuöning yfir- gnæfandi meirihluta hinna 34 þingmanna landsins. Skúli stóö einn nefndarmanna gegn Upp- kástinii — en hann hafði éinmitt haldiö utan með þvi hugarfari að „það er betra að engir samningar takist, en að þcir séu þess eðlis að þeir geti á nokkurn hátt orðið þrepskjöldur i vegi á leiðinni til fulls sjálfstæðis landsins”. (Þjóö- viljinn 22. janúar) Uppkastsmenn voru hrifnir og sigurvissir — og vissulega gátu þeir visaö til þess, aö i vændum væri mikil réttarbót frá þvi sem áöur var. Þeir skildu upphaf plaggsins á þann veg, að Danir heföu fallið frá þvi aö tsland væri hluti úr einu alriki, heldur væru löndin i rikjasambandi. Þeir sögöu: Islendingar fá viöurkennt fullveldi yfir öllum sinum sér- málum, þeir geta fengiö sérstakt innanlandsflagg og verslunar- flagg aö 25-35 árum liönum. Atta sameiginlegum málum átti aö skipta i tvo flokka. Fimm m'ál áttu tslendingar að geta tekið aö sér aö 25-35 árum liönum, hvort sem Danir vildu þaö eöa ekki. En þrjú mál (konungsmötu, utan- rikismál og hervarnir á sjó og landi) fólu IslendingarDönum aö fara meö um óákveöinn tlma. Sigurgleði og andóf Uppkastsmenn töldu þetta mik- inn sigur. Um leiö og fréttirnar af skjali þessu bárust rýkur Jón Ólafsson — sá sem ungur haföi kveðið „dönskum Islending” hat- rammt niö I tslendingabrag, til og yrkir fagnaöar og lofkvæöi I Lög- réttu um Friörik konung áttunda. Þar segir m.a.: Enginn konungur og engin þjóð frægðarverk sllkt hefur fyrr unnið... öld eftir öld skulu tslendingar börnum sinum kenna að blessa þig. segir þar. Jón segir i sama blaöi 20. mai, aö nú eigi Islendingar „kost á miklu meiru en Jón Sig- urðsson nokkru sinni kraföist oss til handa i framkvæmd.” En fljótlega, t.d. eftir frægan fund i Barnaskólaportinu, þar sem Björn Jónsson ritstjóri Isa- foldar geröi haröa hriö aö upp- kastinu, (á fundinum voru 1500- 2000 manns og hefur þaö veriö gifurlegur fjöldi i þann tiö) kom á daginn aö andstaöan viö uppkast- iö var miklu meiri en fyrst var haldið. Þjóömálafundir voru haldnir um land allt, til undirbún- ings kosninga sem halda átti i september og voru þeir, af blöö- um aö dæma, mjög óhagstæðir uppkastsmönnum, sem lágu þó hvergi á liöi sinu og beittu t.d. óspart fyrir sig Hannesi Hafstein. Pólitisk barátta var þá enn per- sónulegri en hún siðar varð — þaö er þvi ekki aö undra þótt and- stæðingar þviliks áhrifamanns sem fyrsti islenski ráöherrann var spari honum ekki kveöjurnar i hita leiksins. „Rápherran” 1 júli birtir Isafold t.d. grein I miklum hneykslunartón um fundaferöir ráöherrans um landiö og er hann I fyrirsögn kallaöur „Rápherra —þeytispjald”. (vinir Hannesar móöguöust ákaflega). Eftir skáldlega lýsingu á þeysingi Hannesar um sveitir segir á þessa leiö: Aö (kjördegi) liönum má búast viö aö danska mamma vilji finna hann tafarlaust og vefja hann sinum ástarörmum fyrir innlimunarafrek það, er hann býst viö aö þá hafi hann af höndum innt eftir simskeytin frá honum sjálfum allt sumariö. En alla þá tlö geldur landiö honum 40 krónur hvern rúmhelg- an dag fyrir aö sitja meö sveittan skallann viö mikilvæg stjórnar- störf i þ jóöar þarf ir I stjórnarhöll- inni I Reykjavik”. — Þaö er ekki nema satt, 40 krónur voru mikil daglaun. Timakaup verkamanna var þá kannski 30 aúrar.... Landið hækkar í verði En sem sagt: andófiö gegn Uppkastinu veröur til þess aö tónninn breytist mjög i stuönings- mönnum þess. Þeir taka mjög upp þann són, aö andstæöingar uppkastsins (sem er fariö aö kalla Sjálfstæöismenn) sýni skilningsleysi og ábyrgðarleysi, þar að auki séu þeir i raun réttri ekki annaö en afturhaldsgaurar sem stundi yfirboöapólitik vegna valdafiknar — og er þaö ekki i fyrsta sinn sem aö á sllka strengi er slegið þegar afsláttarmenn ræöa um sjálfstæöismál Islands. Ekki hiö siöasta heldur. Mikiö beittu þeir ailskonar úrtölum. Þeir sögðu, aö Uppkastiö væri einstakt tækifæri, vafasamt væri, hvort annar kóngur mundi bjóöa eins vel og Friörik, ef viö höfnuö- um svo góöuboöi þá mundum viö sýna heiminum fram á aö þjóöin „hefur ekki vit á að ráöa sjálf málum sinum”. I einni grein I Lögréttu, sem var heimastjórn- arblaö, segir, aö „þesser aö gæta aö ný og hulin auöæfi eru nú aö koma hér i ljós, bæöi málmar og kol, en viö þaö stigur landiö I veröi, svo aö hugsa mætti aö Dan- ir, er frá liöur, veröi ófúsari á aö bjóöa þau boö sem þeir hafa nú boöiö ef svo færi aö þeim yröi hafnaö”. Kynsæld Danakonungs Dæmigerð um þá vanmeta- kennd sem einatt einkenndi upp- kastssinna er löng grein sem birt ist i Lögréttu, blaði Heimastjórn- armanna eftir „gamlan þing- mann”. Nefnist hún „Hvað kostar skilnaöur?”. Þar eru settir upp langir útreikningar á öllum þeim kostnaöi sem Islendingar yröu aö taka á sig ef þeir geröu alvöru úr þvi aö skiljast viö danska rikiö — og er nokkuö fróölegt til þess aö vita, aö þetta eru röksemdir al- veg af sama tagi og þær sem hinir róttækari meöal Græniendinga mega heyra um þessar myndir, ef marka má málgagn þeirra, Suju- mut. Greinarhöfundur gerir sér og tiörætt um aö viö þurfum nauösynlega aö standa undir danskri vernd og þar meö her- vernd. Hann játar aö vísu, aö danski herinn sé ekki sérlega öfl- ugur, en samt sé hann nýt staö- reynd og siöan öðlist vernd Dana vægi sem „er aö þakka áliti þvi sem danska þjóöin nýtur meðal þjóöanna fyrir menntun og at- orku, listir og margt fleira og kynsæld konungsættarinnar”. Hér siöast mun átt viö þaö, að Aldinborgarar voru i nánum fjöl- skyldutengslum viö alla hugsan- lega kónga og keisara, sem reyndar eru flestir löngu fyrir bi meö kórónum sinum, þótt svo að Margrét drottning brosi enn til okkar af siðum vikublaöanna. En greinarhöfundur heldur áfram — hann er viss um að Islendingar geti aldrei variö landhelgina sjálfir: Þorum aldrei að skjóta „Ef vér værum einir um hituna mundi varöskip sem vér geröum út sjálfir aldrei voga aö skjóta kúlu á lögbrjótskip annarra þjóða, þvi aö slikar aöfarðir mundu setja oss beint I gæsluvaröhald annarra þjóöa og svipta oss ger- samlega frelsi voru”. Hann segir aö „ribbaldar sjóarins” muni vaöa upp á okkur um leiö og Dan- ir fara, muni þeir vaöa um fiski- miö vor „öldungis aö geðþótta sinum”, gera auk þess strand- högg og „hiröa sauðfé vort og nautgripi i þvi skálkaskjóli að vér gætum eigi variö oss.... Þetta er allt öldungis eins vist og 2 og 2 eru 4”, segir hann. Er þessi um- ræöa i einkennilegu sambandi viö endurminningar um Tyrkjarániö — um leið og hún kallast á við nú- MANNES KAFSTEm UASUS B.'ARNASON SKOU THOHOODSEN JOHANNEÍ 'jtCÍHANNESSON JON MÁ8NDS60N STEíNOUVUft JONSSON tslenska millilandanefndin 1908: Skúli stóð einn. Islenzka mlllilandanefudin 1908 STEFAN STEFANSSí Þingvallafundur 1907 — Bjarni Jónsson frá Vogi talar: Enginn maður er það lltilmenni að hann vilji telja móður sina ambátt.... Björn Jónsson talar I barnaskólaportinu. ÁRNI BERGMANN TÓK SAMAN Sunnudagur 25. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Að leggja á tæpt vað Mönnum hættir ævinlega við að finnast þeir vera að leggja á tæpt vað þegar þeir eiga að standa við hugsjónir sínar, standa við sannleikann og réttlætið í þungum straumi. En fýsi þá yfir til framtíðarlandsins er ekki annað vað til. Ætli þeir að svíkjast frá hugsjónunum, sannleikanum og réttlætinu þá eru þeir komnir út í þann kargastreng sem ber þá óðara en þá varir út á regindjúp lítilmennskunnar og siðferðilegrar og þjóðlegrar tortím- ingar". Einar Hjörleifsson Kvaran (safold 9. september 1908. timaumræöu um öryggismál sem svo eru nefnd. Isafold viröist t.d. vera aö svara einmitt þessum vangaveltum 27. júni þegar blaöið segir aö hlutleysi sitt geti Island sjálfsagt fengiö viöurkennt og „verndarkáki Dana höfum vér ekki nema bölvun af”. Þar segir °g: „Komist Danir einhverntima i ófriö, draga þeir okkur i hann meö sér að nokkru leyti. Vér er- um þá orönir hernaöarþjóö þótt vér eigum engan þátt i vopna- buröi”. Þetta hljómar nú rétt eins og við séum aö stæla um afleiöingar hersetunnar núna —■ en greinar- höfundur i Isafold varar einmitt viö þvi, aö séu Dönum falin her- mál (og þetta atriöi var eitt af þeim sem ekki mátti segja upp skv. Uppkastinu) þá geti þeir eins tekiö upp á þvi aö koma hér upp herstöövum af þvi þeir þættust skuldbundnir til. Hægt er að festast Andstæöingum uppkastsins óx ásmegin meö hverjum nýjum fundi og eftir þvi sem nær dró úrsiitaátökum á kjördegi. Höfuö- röksemdir þeirra voru tengdar málflutningi Skúla og hans Þjóðviljamanna: yiö megum ekki semja um neitt þaö sem tefur sókn þjóöarinnar til fulls sjálf- stæðis eöa leiöir hana af þeim vegi. Þorsteinn skáld Erlingsson segir i grein (Isafold 28. júni): „Forfeöur vorir reyndu aö losa sin bönd svo vér gætum verið óbundnir. Vér megum ekki stuöla aö þvi aö niðjar vorir fæöist i fjötrum”. I framhaldi af þessu þótti Skúla, Bjarna frá Vogi, Birni Jónssyni og öörum sjálfstæöismönnum margt varhugavert viö uppkast- iö. Þeim leist ekki á formúluna „det samlede danske Rige” og vitnuöu þá óspart I m.a. norska sérfræðinga I þjóöarétti. (Upp- kastsmenn svöruöu meö tilvitnun um I aöra útlendinga — það þótti snemma miklu skipta hvaöa aug- um „aörir eins menn og Oliver Lodge” litu okkar mál). Þeir töldu, að með þvi aö utanrikismál og hermál væru óuppsegjanleg, þá værum viö endanlega innlim- aöir I hiö danska veldi. Þeir vildu ekkert eiga undir þvi hvort Dana- kóngur væri illur eöa góður — og visuöu til réttarbótar sem Finnar heföu fengiö frá einum Rússa- keisara, en annar keisari hafði aftur tekiö i reynd. Þeim þótti Iskyggilegt aö forseti hæstaréttar Dana átti aö vera oddamaöur ef ágreiningur kæmi upp um túlkun á sambandslögunum. Þá komu landhelgismálin einnig mjög viö sögu, en samkvæmt Uppkastinu áttu allir þegnar Danakonungs jafnan rétt til aö veiöa i hinni litlu islensku landheigi næstu 30-40 ár- in. Þeir skildu og mætavel efna- hagslegar hliðar málsins. Upp- kastiö geröi ráð fyrir jafnrétti Dana á tslandi viö Isiendinga, —- þar meö gætu þeir náö undirtök- um á atvinnulifi tslands, þvi eins og segir I einni grein: Danir þurfa ekki aö óttast islenskar búöir i Danmörku. Daginn fyrir kosning- ar, 9. september, segir Þjóðvilj- inn einmittaö „þeim (Dönum) er i iófa lagiö, sakir vildarkjara þeirra, er uppkastiö heimilar þeim, aö gera landiö aldanskt að máli og þjóðerni”. Hjá maddömu Sörensen öldur þjóöernisvakningar og annarra pólitiskra geöhrifa risu hátt. Vestur-lslendingar héldu fundi gegnUppkastinu og skoruöu á tslendinga aö stofna sjálfstætt iýöveldi — Heimastjórnarmenn skömmuöu svo sjálfstæöismenn eins og hunda fyrir að ansa þess- um „amrikagentum”. Ef blööin Reykjavik eöa Lögrétta reyndu aö leiöa Jón Sigurösson fram til stuönings Uppkastinu svaraöi Isafold meö þvi aö segja, aö nær væri þessum innlimunarsinnum aö reisa minnisvaröa Gissuri skepnunni Þorvaldssyni, hann stæöi hjarta þeirra næst. Og hinir róttæku beittu sér ekki hvaö sist gegn úrtölum og vantrausti Upp- kastsmanna á þjóöinni, eins og fyrr var um getiö.“Þéim fanrist vesælt að likja þjóöinni án Dana viö „áralausan bát úti á regin- hafi”. Og þeir ortu háösvisur eins og þessa hér um „Sambandslög- in”: Ég met þig ei, fóstra, sem man eöa þræl þótt málinu lyktaöi svona A þennan hátt, ef til vill, veröur þú sæl en þú veröur húsmennsku-kona — hjá maddömu Sörensen. Kjósið eftir sannfæringu Kosningarnar langþráðu fóru svo fram þann 10. september. Kosningaþátttaka var meiri en nokkru sinni fyrr, eöa 72,4%. Kom þar margt til — pólitiskur áhugi, kjörstaöur var i hverju sveitarfé- lagi i staö eins i hverju kjördæmi áður, kosningaréttur haföi verið • nokkuö rýmkaöur. Auk þess má ekki gleyma þvi, aö þetta voru fyrstu leyniiegu kosningarnar sem fram fóru. Stigiö haföi veriö veigamikiö spor til aukins lýö- ræöis. • Nokkru fyrir kosningarnar (8. ágúst) er Þjóöviljinn að útlista fyrir kjósendum „Kosningaaö- ferðina nýju”. Þar segir m.a.: „Aðalbreytingin er fólgin i þvi, aö kosningin er leynileg. Þaö er þannig um hnútana búiö, aö ó- mögulegt er aö vita um hvernig einstakir kjósendur hafa greitt atkvæöi. Möúnum er þvi alveg ó- hætt aö kjósa eftir sannfæringu sinni. Þaö er hugsanlegt aö allra ósvifnustu atkvæöasmalarnir reyni aö telja mönnum trú um aö þeir geti vitaö hvernig þeir greiöa atkvæöi i þeim tilgangi aö hræöa þá til þess aö fara aö sínum vilja, en vonandi lætur enginn blekkjast af jafnstaölausum ósannindum”. Þessi skerðing óttans (óhætt að fylgja sannfæringunni) er eitt af þvi sem vert er aö hafa i huga, Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.