Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. júni 1978
SÖGURUM
DJOÐVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri Eiöur Berg-,
mann. Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson. Fréttastjóri:
Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýs-
ingar: Siðumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
A morgun
1 36 ár hafa kosningaúrslit ekki breyst mikið frá
kosningum til kosninga. Ef litið er yfir kosningaúr-
slit áratuganna virðist einna mest breyting hafa átt
sér stað þannig að Alþýðuflokkurinn hafi tapað fylgi
yfir til Sjálfstæðisflokksins. Er þá miðað við kosn-
ingaúrslitin 1974. Nú bendir hins vegar margt til
þess að kosningarnar muni hafa það i för með sér að
Alþýðuflokkurinn nái aftur sinum fyrri styrk, eða
þvi atkvæðamagni hlutfallslega sem hann hafði
1966. Er þá komið upp gamalkunnugt núll, eins og
ritstjóri Dagblaðsins komst svo hnyttilega að orði?
Er þá komin á ný upp sú staða að skapist grundvöll-
ur fyrir viðreisnarstjórn landflótta, atvinnuleysi
og álsamninga? Breytist nokkuð? Þýðir þetta nokk-
uð? Þannig er spurt og það er eðlilegt.
En það er til leið til þess að slita hlekki vanans.
Það er til leið til þess að breyta islenska þjóð-
félaginu i þágu islenskra launamanna.
Það er til leið til þess að festa og treysta islenskt
sjálfstæði sem i sifellu verður að verja fyrir erlend-
um yfirgangsöflum og fyrir rányrkju innlendra
peningamanna.
Það er til leið til þess að brjóta niður kauplækk-
unarmúr rikisstjórnarinnar, sem forysta Alþýðu-
bandalagsins i verkalýðshreyfingunni og i borgar-
stjórn hefur nú brotið skarð i.
Það er til leið til þess að skapa manneskjulegra
samfélag.
Það er til leið til þess að treysta afl launamanna
gegn ihaldinu, gróðaöflunum, svo sterkt afl að þau
geti aldrei sýnt þann yfirgang, þann hroka og þá
mannfyrirlitningu sem birtist i framkomu valds-
herranna gagnvart launafólki.
Þessi leið er sú að kjósa Alþýðubandalagið. Þar
með er rikisstjórn ihaldsaflanna fallin. Vinni
Alþýðubandalagið kosningasigur er viðreisnar-
grýla Alþýðuflokksins lika dauð. Vinni Alþýðu-
bandalagið kosningasigur er kaupránsmúr
stjórnarflokkanna hruninn.
Þessi er afstaða Þjóðviljans og hana þekkja allir
sem fylgjast með islenskum stjórnmálum. Kjós-
andans er hins vegar að gera upp við sig málin á
eigin forsendum eftir bestu samvisku. Þjóðviljinn
vill aðeins leyfa sér að benda á að til þessa, undan-
farin 36 ár, hafa öfl ihalds og yfirgangs, verið sterk
á Islandi. Alþýðubandalagið er næststærsti flokkur
landsins og þvi eini flokkurinn sem hugsanlega
getur veitt ihaldinu viðnám. En Alþýðubandalagið
er aðeins hálfdrættingur að fylgi móts við Sjálf-
stæðisflokkinn. Hlutföllin verða að breytast. Það er
unnt að breyta þeim i dag launafólki i vil. tJrslit
byggðakosninganna sýna það svo ekki verður um
villst, en það er ekki vist að annað eins tækifæri
bjóðist i bráðina aftur. Vonandi mun enginn iðrast
þess i fyrramálið hvernig hann greiddi atkvæði i
dag.
—s.
Oxfordstúdenta og
prófessora á bók
Út er komin bók sem
sjálfsagt er skemmtileg,
hún heitir Oxfordbókin
um Oxford og geymir
sögur og skrýtlur um
stúdenta og kennara
þessa aldna og fræga
háskóla.
Skólinn var þegar frægur und-
ir lok tólftu aldar og þekktur
fyrir árekstra stúdenta viö
bresku krúnuna sem og viö
borgarbúa i Oxford. Rann
meira blóö eftir slóö i ýmsum
þeim orustum en i mörgum
frægari.
Til dæmis segir frá þvi, aö ár-
ið 1354 hafi tvö þúsund bændur
ráöist á stúdenta, drepiö nokkra
þeirra og stungiö likunum á
mykjuhauga.
Orusta þessi byrjaöi á þræt-
um um gæöi vinfanga á tiltek-
inni krá!
Prófessorinn viöutan
Skrýtlur eru margar, og pró-
fessorinn viöutan er algengur
skotspónn.
Ein er svona: Prófessor biöur
stúdent um aö pumpa i aftur-
dekkið á reiöhjóli hans. Stúdent-
inn féllst á aö veröa viö þessari
bón, en spurði hvort ekki væri
þörf á aö pumpa i framdekkið
einnig. Ha, sagöi prófessorinn —
eru þau ekki samtengd?
Séra William Spooner var
frægur klerkur i Oxford. t lok
prédikunar sagöi hann einu
sinni viö söfnuö sinn:
t prédikuninni, sem ég var aö
flytja, nefndi ég nokkrum
Rithöfundurinn og háðfuglinn
Max Beerbohm kemur mjög við
sögu i Oxfordbókinni.
sinnum Aristóteles á nafn, en ég
meinti Pál postula.
Annar Oxfordklerkur byrjaöi
prédikun sina á svofelldan litil-
látan hátt: Páll postuli segir i
einu bréfa sinna — og ég er
sumpart sammála honum....
Drykkjuskapur
Oxford hefur alltaf verið
frægur drykkjuskaparstaöur.
Einhverju sinni var guöfræöi-
doktor einn á leið heim til sin og
komst aö þvi snjallræði, aö
besta leiðin til að standa á fótum
væri að hallast upp aö vegg og
láta hann styöja sig á göngunni.
Hann áttaöi sig hinsvegar ekki á
þvi, að veggurinn sem hann
fann var sivaliturn einn, og
gekk hann kringum turninn
lengi nætur þar til góöviljaöur
kunningi doktorsins bjargaöi
honum úr helsi þessu.
Stéttarskóli
Nitjanda öldin1 var blóma-
skeið Oxfordskóla. Þangaö
komu synir yfirstéttarinnar og
bjuggu sig undir að gerast smiö-
ir heimsveldisins og forkólfar á
þingi. Mörgum hefur þótt und-
anlegt, að menn bjuggu sig und-
ir stjórnarstörf á Indlandi meö
þvi til dæmis aö iðka fótbolta.
lesa grisku og gera tilraunir til
skáldskapar — en svona var
þetta og bjargaöist furöanlega.
A tuttugustu öld var fariö aö
reyna aö breikka nokkuð stétt-
arlegt baksvið Oxfordstúdenta,
en það gekk hægt — yfirstéttin
hélt þar lengi velli. Bernard
Shaw neitaöi aö halda fyrirlest-
ur i skólanum — hann kærði sig
ekkert um háskóla sem væri
ætlað að búa til „fáeina fræði-
menn og helling af séntilmönn-
um.”
4000 ára
gamall
bindindis-
Ií~ ITá PMIJLéiSJL
áróður
Það er misskilningur ef menn
haida að templaraáróður sé
einhver ný bóla.
Búlgarskur visindamaöur, L.
Babinof, hefur i bók sinni
..Læknisfræði Egypta hinna
fornu” tilfært áróöur gegn
áfengisböli, sem erfjögur þúsund
ára gamall. Eöa með öðrum orð-
um: Sá er aldur þessarar áletrun-
ar, sem hér að ofan er tilfærð.
Textinn hljómar svo I þýöingu:
„Ekki skaltu tortima sjálfum
þér sitjandi á ölstofu, týndu ekki
vitinu og gleymdu ekki svardög-
um þinum. Þegar þú veltur um
koll ofurölvi, og þrifur I klæöafald
þess sem næstur þér situr, þá
munenginnveröa tilþessaö rétta
m
\\
I I I
HTMMí PT !
ili M
ö
þér hjálparhönd. Jafnvel vinir segja meö hryllingi: Burt meö
þlnir munu snúa viö þér baki og þig, fyllirafturinn”.
Hvalavinir
búa til
sandhveli
A dögunum geröist þaö á
strönd Kaliforniu viö borgina
San Pedro aö um 700 manns
vöröu sex klukkustundum til aö
búa til um 30 metra langan hval
úr sandi. Siöan mynduöu þeir
viö hliö þessa sandferlikis „hval
úr manneskjum” — eins og
myndin sýnir. Þar fyrir ofan
rööuöu nokkrir úr hópnum sér
upp I vigoröiö: Save the Whale
— Bjargiö hvalnum.