Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 25. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA!í!l
Óvenjulegt
hlutfall
— Þessi kassi hefur þá breytt
úrslitunum i annað sinn?
Þessi kassi er eitt merkasta
fyrirbæri þessara borgarstjórn-
arkosninga. Hlutfall G-listans og
D-listans var i kjörfundaratkvæð-
unum 62 á móti 100 D-listanum i
vil. í utankjörstaðaatkvæðunum
var þetta hlutfall hagstæðara
fyrir G-listann eða 72 á móti 100.
Hins vegar voru G-lista atkvæðin
i þessum kassa 106 á móti 108 D-
lista atkvæðum, eða næstum þvi
jafnmörg, og það er hrikaleg út-
koma fyrir borgarstjórnarmeiri-
hlutann sáluga i einni kjördeild.
— Úr hvaða kjördeild var þessi
kassi?
Ég get ekki greint frá þvi, en i
stað þess að 270 viðbótaratkvæði
hefðu átt, samkvæmt öðrum
niðurstöðum, að eyða þessum
eins atkvæðis mun milli listanna
þá juku þessi atkvæði muninn,
þar sem G-listinn þurfti aðeins 5
atkvæði á móti hverjum 8, sem D-
listinn fékk.
Mismunurinn á 5. manni G-list-
ans og 8. manni D-listans jókst
þvi úr 1 upp I 8,8 atkvæði (sinnum ,
5).
Endurtalning
— Hver gerði kröfu um endur-
talningu?
-Umboösmenn listanna áttu þar
engan hlut aö. Þaö var ákvörðun
yfirkjörstjórnar sjálfrar, enda
munaöi það mjóu, að nauðsynlegt
var fyrir allta hlutaðeigandi ekki
sist fyrir yfirkjörstjórnarmenn,
að úrslitin væru skýr og óumdeil-
anleg.
— Nú breyttist niöurstaöan lít-
ið eitt við endurtalninguna.
Já, enn breikkaði bilið milli 5.
manns G-listans og þess 8. hjá
Sjálfstæðisflokknum. Endanleg
niðurstaða var 10,6 atkvæða mun-
ur, D-listinn fékk 22.100 atkvæöi
og G-listinn 13.864. Meginástæöan
fyrir þessari breytingu var sú, að
i D-lista bunkunum fundust 10 G-
atkvæði, en þegar atkvæöi færast
á milli þessara lista breytir það
miklu. Annars voru öll vafaat-
kvæði skoðuð aftur af umboðs-
mönnum listanna, og urðu þar
nokkrar deilur. Yfirkjörstjórn
kvað þá upp úrskuröi, sem um-
boðsmennirnir sættu sig við, og
allir skrifuðu undir fundargerð-
ina fyrirvaralaust.
Vafaatkvæði
— Hver voru deiluefnin?
Þau voru margs konar en þó
aðallega tvenn. Annars vegar
voru 13 seðlar, þar sem krossinn
var settur utan við hinn prentaða
ramma, bæði á hlið og fyrir neðan
framboðslistana. Ég taldi aug-
ljóst að vilji kjósendanna kæmi
greinilega fram á þessum seðl-
um, en var i yfirkjörstjórn borinn
atkvæðum á þeirri forsendu, að
samkvæmt venju væru krossar,
sem ekki væru innan hins prent-
aða ramma ekki marktækir.
Þetta var raunar eina deiluefniö i
yfirkjörstjórninni.
Hitt atriðið var mat á nokkrum
illa skrifuðum utankjörstaðaat-
kvæðum. Stafurinn G er mjög lik-
ur C, þegar hann er illa skrifaöur
eöa skrifaður i flýti, og sérstak-
lega er það ein kynslóð sem skrif-
ar stórt G á þann hátt að þaö likist
mjög S. Við vandlega yfirferð og
nokkrar deilur við umboðsmenn
var að lokum samþykkt að telja 5
áður metin G-lista atkvæði ógild,
og þá var niðurstaða loks komin.
Agiterað
hinu megin
— Var annars tiðindalaust hjá
yfirkjörstjórn?
Nei, öðru nær. Það var alltaf
eitthvað skeftimtilegt að gerast
allan kosningadaginn. Það var til
dæmis þetta með Karl Marx.
Spaugsamir ritstjórar Morgun-
blaðsins reyndu fyrir kosningarn-
ar að halda þvl að lesendum sin-
um að Karl Marx væri I framboði
til borgarstjóraembættisins.
Flestir ráku upp stór augu við
þessar stórpólitlsku og yfirnátt-
úrulegu fréttir, og við I yfirkjör-
stjórninni vorum að gantast með
það I okkar hóp, hvernig gamla
manninum sjálfum heföi orðið við
Björt>vin Sigurðsson er risinn á fætur og leS lokatölur I Reykjavik. Ingi R. Helgason, næstur honum til hægri, fylgist náið
með. Til vinstri situr Guðmundur Vignir Jósefsson hrl., þriðji fulltrúinn í yfirkjörstjórn. Aðrir á myndinni eru frá vinstri
William Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra og hæstaréttarlögmennirnir Helgi V. Jónsson og Hjörtur Torfason varamenn i
yfirkjörstjórn.
ÞEGAR DOMURINN VAR FELLDUR
Dagblaðið tók ekki eftir neinum svipbrigðum.
fréttirnar, sem hlutu að hafa bor-
ist yfir i annan heim, þótt
Morgunblaðið væri ekki selt hin-
um megin. Svona rétt til þess að
trufla þessar bollaleggingar okk-
ar kemur ungur maður askvað-
andi á fund yfirkjörstjórnar og
segir okkur að tiltekin kona hafi
komiö inn I kjördeild þar sem hún
hafi alltaf kosið á siöari árum, en
i þetta skipti fékk hún ekki að
kjósa þar sem hún hafði verið
strikuð út úr kjörskránni með
þeirri athugasemd aö hún væri
dáin. Maðurinn sagði konuna
sprelllifandi og krafðist þess að
hún fengi að kjósa. Viö sögðumst
mundu athuga málið og báðum
hann að koma örlítiö slðar. En um
leið og hann lokaði hurðinni hrökk
upp úr oddvita yfirkjörstjórnar:
„Það er bara svona, — gamli
maðurinn er farinn á stúfana og
farinn að agitera hinum megin.
Hann er farinn aö reka fólk að
handan til þess að kjósa”. Viö
hlógum.
Dæmd í
tölu lifenda
— Fékk konan þá ekki að
kjósa?
Þetta var erfitt viðureignar, þvi
yfirkjörstjórn hefur ekkert með
breytingar á kjörskrá að gera.
Það gera sveitarstjórnir og dóm-
stólar. Við létum kanna hvernig á
þessari athugasemd stæði, en á
þvi fannst engin skýring. Við
sannfærðumst fljótlega um að
þetta væri hin herfilegasta hand-
vömm, en lfkleg skýring er að al-
nafna konunnar hafi látist eftir að
kjörskrá var gerð.
Kjörskránni ■ var hins vegar
ekki hægt að breyta nema með
dómi og enginn þeirra þriggja
borgardómara sem við náðum i,
hafði aðstöðu til þess að vekja
konuna upp frá dauðum meö
dómsoröi. Þá hringdum viö i yfir-
borgardómara og báðum hann að
bjarga konunni úr greipum helj-
ar, en hann sagðist ekkert geta
gert I málinu, því við embættið
fara sérstakir dómarar með kjör-
skrárkærumáliö, og sama var að
segja meö dómsmálaráöuneytið á
sunnudegi sem þessum.
Ekki vildum við þó gefast upp,
og á endanum fékkst Magnús
Thoroddsen, borgardómari, sem
var I undirkjörstjórn I þjónustu
yfirkjörstjórnar til að taka sér fri
frá þeim störfum og setja dóms-
þing til að koma konunni aftur i
tölu lifenda.
Helsta sönnunargagniö i mál-
inu var konan sjálf sprelllifandi,
og lagöi lögfræðingur hennar
hana fram I réttinum ásamt með
kæru sinni og greinagerö.
Magnúsar Thoroddsen verður
lengi minnst sem hins mikla upp-
vakningardómara eftir þetta og
um sex-leytið á kjördag kom
dómsorð hans og konan kaus.
Auðir seðlar
gengu aftur
— Geröist eitthvað fleira I
þessum dúr?
Annar merkilegur atburður og
reyndar draugagangur lika gerð-
ist i þessum kosningum. Ég var I
yfirkjörstjórn við borgarstjórn-
arkosningarnar 1970 með þeim
Torfa Hjartarsyni og Einari
heitnum B. Guömundssyni. Laust
fyrir hádegi á kjördag þá bárust
yfirkjörstjórn kvartanir úr þrem-
ur kjördeildum frá fólki sem þar
kom, um að þvl hafi verið afhent-
ir óprentaöir kjörseðlar, alveg
auðir. Viö talninguna komu hins
vegar þessir þrir auðu seðlar
aldrei upp úr kössunum, og var
það vendilega bókað I gerðarbók
kjörstjórnar ásamt með kærun-
um þremur. Það sem svo gerðist
núna 8 árum siðar er að (þessir!)
þrlr auðir seðlar koma upp úr
kjörkössunum. Enginn hafði hins
vegar kvartað.
— Hvernig gat þetta gerst?
Það vitum við ekki. Við gátum
okkur þess til 1970 að seðlarnir,
sem voru brotnir saman i vél hafi
verið svo fast brotnir, að stirðar
hendur hafi ekki náð að opna
seðilinn og þvi hafi viðkomandi
taliö seðilinn auðan. Nú hefur
prentvélin I Gutenberg brugðist i
3 skipti af 63.000 en hitt er miklu
lakara að undirkjörstjórnarfólk
skuli hafa afhent óprentaða kjör-
seðla.
— Voru þessir atkvæöaseðlar
úrskurðaðir ógildir?
Nei. Kjósendur höfðu skilmerki-
lega skrifaö bókstaf þess lista,
sem þeir vildu kjósa, likt og i
utankjörstaöakosningu og seðl-
arnir 3 voru þvi allir metnir gild-
ir.
— Nokkur önnur mál?
Já, eitt að lokum. Yfirkjör-
stjórn barst fyrirspurn frá einni
undirkjörstjórn varðandi tiltek-
inn vanda sem hún stæði frammi
fyrir. Kjósandi neitaði aö segja i
heyranda hljóöi á sér deili meðan
„njósnarar” flokkanna væru inni
i kjördeildinni til að skrifa sig
niöur. Yfirkjörstjórn úrskurðaði
um þetta atriði og var úrskurður-
inn á þá leið, að kjósandanum
væri nægilegt aö sanna undirkjör-
stjórná sér deili t.d. með ökuskir-
teini og þannig kaus hann.
AI.
IVýr ferðamðgtileiki!
KomiÓ og fáió eintak af stóra fallega feróabæklingnum okkar.
Yfir sumartímann erskrifstofan líka opin frákl. 10-12 á laugardögum.
- i\Ýtt sólarland
Nyjung i ferðamálum fyrir þá sem vilja kynnast nýju landi og þjóð
og njóta sólar um leið. Farið er um Kaupmannahöfn.
Dvalið verður í sólarbænum SOCHI sem er á strönd Svartahaf-
sins. Brottför 4. áaúst n k Verð kr 19fi.nno -
ISamvmnu-
feröir
AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077
(S) LANDSYN
%/ll# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16
SÍMI 28899