Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. júni 1978 Jane Fonda I hlutverki Lillian Hellman. Ástandið i bíómálum okkar Reykvíkinga er nú orðið svo slæmt að vesæll gagnrýnandi sér þann grænstan að flýja land. Til staðfestingar þessu skal iesendum bent á að kynna sér bíóauglýsingar dag- blaðanna um þessar mund- ir, og verða ekki fleiri orð viðhöfð hér um þann óskapnað, en minnst sælla stunda í kvikmyndahúsum Stokkhólms nú fyrir skemmstu. Aö vlsu haföi ég ekki tima til aö sjá allar þær myndir sem fýsileg- ar virtust, enda voru þær margar. Ég valdi þvi fjórar afskaplega ólikar myndir til aö skoöa, og mun nú segja litillega frá þeim hér, i þeirri björtu von aö ein- hverntima berist kannski einhver þeirra hingað norður og lesendur geti þá dæmt sjálfir. Svissnesk gædavara Fyrsta sá ég myndina „La dentelliére” sem á islensku mundi útleggjast kniplingakon- an eða kannski kniplingageröar- starfskrafturinn. Henni stjórnaöi svissneskur leikstjóri, Claude Goretta aö nafni, en aðalhlut- verkiö leikur Isabelle Huppert, aldeilis frábær ung leikkona. Hún leikur Pomme, stúlkubarn sem er lærlingur á snyrtistofu og býr hjá móður sinni. Pomme er feimin og hlédræg og segir ekki margt. Hún fer i sumarfri með vinkonu sinni, sem er eldri og lifsreyndari. A baðströndinni kynnist Pomme ungum háskólastúdent sem hún veröur ástfangin af. Eftir aö hafa „prófað” stúlkuna meö þvi t.d. aö skipa henni aö loka augunum og fylgja sér út á ystu nöf þar sem snarbratt hengiflug er undir og eitt feilspor leiðir örugglega til dauöa, kemst pilturinn aö þvl aö stúlkan treystir honum og elskar hann og er hans þvi veröug, náö- arsamlegast. Sambandi þeirra er svo lýst á alveg einstaklega nær- færinn og raunsæjan hátt. Hann er dæmigerður „menntamaöur” I þröngri merkingu þess orös: upp- lifir heiminn eins gegnum orö og hugmyndir. Hún er hinsvegar barn tilfinninganna og kann ekki að tjá sig i orðum. Honum finnst aö hún burfi aö „þroskast” og menntast og hann skilur ekki hvernig hún fær sig til aö snur- fusa gamlar borgarfrúr daginn út og inn. Hann skammast sin auö- vitaöfyrir hana, svona ódannaöa, þótt hann þori ekki að viðurkenna þaö. Þetta getur ekki endaö nema á einn veg: hann segir henni upp og hún fer aftur heim til mömmu. En hún getur ekki lifað án hans, og flýr á náöir geöveikinnar. Uppfrá þvi siturhún og kniplar og lifir i eigin heimi, orðlausum. Þessi mynd er undarlega sterk. Sagan er einföld, hversdagsleg — er ekki svona nokkuð alltaf aö gerast? Einmitt þessvegna grip- ur hún áhorfandann svo sterkum tökum. Kvikmyndastjórinn virö- ist leggja megináherslu á persónu sköpun og leik, og árangurinn er sá að fólkiö sem sagt er frá verð- ur áhorfendum mjög nákomið. Það er sýnt einsog það er, án grimu eða fegrunar. Þetta er al- varleg mynd, gjörsamlega laus við látalæti og fals. „La dentelli- ére” er fimmta kvikmynd Gor- etta og sú fyrsta sem almennt er talin til meistaraverka. Sviss- lendingar hafa verið að sækja i sig veðrið i kvikmyndalistinni að undanförnu og eiga nú svolitinn Júlia (Vanessa Redgrave). Antonina Shuranova og Nikita Mikhalkof, ekkjan og læknirinn, i mynd- inni „ófullgert tónverk fyrir sjálfvirkt planó”. Yves Beneyton og Isabelle Huppert I „La dentelliére”. hóp af fólki sem framleiöir mjög eftirtektarverðar- myndir. Gor- etta tilheyrir þessum hópi, og annar frægur maöur þar er Alain Tanner, sem nýlega geröi mynd- ina „Jónas sem verður 25 ára árið 2000”. Hver veit nema við fáum aö sjá einhver sýnishorn af þess- ari svissnesku gæðavöru á næst- unni? Ad skellihlægja snöktandi Næsta mynd sem ég sá var so- vésk: „Ófullgert tónverk fyrir sjálfvirkt pianó”. Kvikmynda- stjórinn heitir Nikita Mikhalkof oger oft talinn til hinna efnilegri I ’hópi ungra landa sinna. Þessi nýjasta mynd hans hefur vakiö talsverða athygli utan landa- mæra Sovétrlkjanna, hlaut m.a. verölaun á kvikmyndahátíöinni I San Sebastian á Spáni I fyrra. Hún er byggð á leikritinu „Plat- onof” eftir Anton Tsékhof. Fæstir munu hafa heyrt minnst á það leikrit, enda var þetta æskuverk og Tsékhof taldi þaö nánast til bernskubreka, vildi sem minnst af þvi vita. Nú hefur veriö dustaö af þvi rykiö, heldur hressilega. Hér er svo sannarlega ekki um að ræöa eina af þessum húmors- lausu Tsékhof-eftirlikingum sem alltof algengar voru I eina tlö og byggöust mest á þvi aö menn misskildu Stanislavskl, héldu aö hann heföi haldið aö Tsékhof væri „lýrískur vælukjói” eins og þar stendur. Nei, hér er svo sannar- lega brugðið á leik meö persónur og atvik I tsékhofskum anda. Ahorfandinn er ekki fyrr farinn aö halda að hann sé aö horfa á harmleik þegar eitthvaö gerist óvænt og breytir öllu I grin. Kvik- myndastjórinn kann þá list að láta menn brosa gegnum tárin, eða öllu heldur skellihlæja snökt- andi. Sagan gerist öll á einum sólar- hring, á ættaróðali gjaldþrota ekkju. Viöfangsefniö er gamal- kunnugt úr öörum verkum Tsék- hofs: úrkynjun og tilgangsleysi „heldrafólksins” I sveitum Rúss- íands um aldamótin siöustu. Margar persónur koma einnig kunnuglega fyrir sjónir: unga hugsjónaltonan, kaldhæöni lækn- irinn, barnakennarinn sem eitt sinn átti sér hugsjónir en hefur gefist upp, o.s.frv. En hér er þetta fólk einhvernveginn hlægilegra og brjóstumkennanlegra en I seinni leikritum skáldsins. Jafn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.