Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN' Sunnudagur 25. júni 1978 STÓRA Það munaði örfáum tugum atkvæða: STUNDIN þegar jafnvel framlenging mannsheilans fékk sjokk maöur G-listans hafði fellt hálfr- ar aldar gamlan meirihluta Sjálf- stæðisflokksins i borgarstjórn Reykjavikur, og svo mjótt var á mununum, að fæstir þoröu að trúa sinum eigin eyrum. Sjónvarpið hafði hætt útsend- ingu meðan gamli meirihlutinn var enn fastur i sessi en útvarpið hélt sinu striki fram undir morg- un. Viðbrögð manna við tiðindun- um hafa eflaust verið ólik, allt eftir pólitiskum skoðunum þeirra, og munu margir hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum en aðrir réðu sér vart fyrir kæti. Engin svipbrigði Það var haft á orði i einu dag- blaðanna i Reykjavik sem sent hafði blaöamann og ljósmyndara aö borði yfirkjörstjórnar I þann mund sem úrslitin voru að skýr- ast að engin svipbrigði hefðu ver- ið merkjanleg á fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i yfirkjörstjórn, Inga R. Helgasyni, á þessari úr- slitastundu „enda þótt sá flokkur, sem hann heföi stutt með ráðum og dáð frá barnæsku, væri að vinna sinn stærsta pólitlska sig- ur”. Þjóðviljinn náði tali af Inga fyrir skemmstu, og ræddi við hann um þessa sögulegu talning- arnótt og störf kjörstjórnar. Ásamt honum voru i yfirkjör- stjórninni þeir Björgvin Sigurðs- son hrl. sem var formaður kjör- stjórnarinnar og Guðmundur Vignir Jósefsson hrl. gjald- heimtustjóri. Ingi var fyrst spurður að þvi hvernig honum hefði verið innanbrjósts þessa stóru stund. „Það er eflaust rétt að engin svipbrigði hafi verið á mér að sjá, en mér var ekki rótt fyrir þvi. Ég skynjaði aö sjálfsögðu þau póli- tisku vatnaskil, sem hér voru að verða, og ég sá bæði fyrir mér þá möguleika sem voru að opnast og þann vanda sem var að rísa. Mér varð aðallega hugsað til Sigfúsar Sigurhjartarsonar og Katrinar Thoroddsen, fyrrum bæjarfulltrúa flokksins i Reykja- vik. Ég var kosinn ásamt þeim og Guðmundi Vigfússyni i bæjar- stjórnina hér 1950, en i kosningun- um þar á undan 1946, fékk fhaldið slæma útreið og Sósialistalokkur- inn sitt hæsta hlutfall greiddra at- kvæða eða 29,75% sem var svipað hlutfall og nú. 1 kjölfar þessa sig- urs átti aö leggja ihaldið að velli 1950, en það mistókst. Talninga- nóttin 1950 er mér ekki siður minnisstæð en talninganóttin 1978, þó þær séu ólikar. Ég vildi að þau Katrin og Sigfús hefðu veriö með mér þegar 52 G-listaat- kvæði geröu gæfumuninn og vigi ihaldsins i Reykjavik féll”. Aðeins eitt atkvæði! — Nú komu þessi úrslit, þessi naumi meirihluti ekki i ljós fyrr en undir lok talningarinnar. Nei. thaldið var inni með 8. manninn lengst af meðan talin voru kjörfundaratkvæðin. Utan- kjörfundaratkvæðin breyttu myndinni algerlega. 1 undanfar- Einn kassinn var sériega merkilegur.... Á kjördag kemst fátt annað að en kosningar og aftur kosningar. Þó flest- um finnist víst nóg komið af kosningaskrifum þegar sá dagur rís, er samt erf itt að veljaefni í kjördagsblað Þjóðviljans, án þess að það sé á einhvern hátt tengt þeim atburðum, sem at- hygli manna er bundin við. Svo stutt er síðan 28. maí, þegar kosið var til sveitar- og bæjarstjórna, að flestum er enn í fersku minni talningarnóttin, þeg- ar allra augu og eyru beindust að því sem var að gerast í leikfimisalnum í Austurbæjarskólanum, þar sem yf irkjörstjórn í Reykjavík hafði aðsetur og þar sem talningin tór fram. Flestum ihaldsandstæðingum i landinu er vist enn i minni sú stóra stund, þegar ljóst var, að 5. Ingi R. Helgason: Mér var hugs- að til Sigfúsar og Katrinar. Viðtal við Inga R. Helgason um séð og heyrt I yf irkjörstjórn 28. maí sl. andi kosningum hefur ihaldið yfirleitt átt mjög hátt hlutfall i utankjörstaöaatkvæðunum, og menn töldu að svo yrði einnig nú. Tölvan mun einmitt hafa verið mötuö með þeim upplýsingum aö ihaldið myndi fá bætt hlutfall úr utankjörstaðaatkvæöunum, svo að einnig sú framlenging manns- heilans varð fyrir sjokki þessa nótt. Sjálfstæðisflokkurinn hélt sinu hlutfalli út úr þessum atkvæðum, en hins vegar fékk Alþýðubanda- lagið stórbætt hlutfall. Meðan D- listinn fékk 1601 atkvæði fékk G- listinn 1156 og þar með var draumurinn oröinn að veruleika: G-Iistinn var með 1 atkvæði fleira á bak við sinn 5. mann, en D-list- inn hafði bak við sinn 8. mann. Þetta eina atkvæöi virkaði eins og tundurþráður sem búið var að kveikja i. Menn göptu hver upp I annan og allir sem staddir voru i leikfimisalnum veltu þessari spurningu fyrir sér, þótt enginn hefði orð á henni: Gat það verið að ihaldið missti meirihlutann með 1 atkvæðis mun? Aö visu er villandi að tala um 1 atkvæði, þvi raunverulega voru þau 5. D-listinn hafði fengiö 22001 atkvæði og hafði þvl 2750 atkvæði bak viö sinn 8. mann, en G-listinn var með 13756 atkvæöi og hafði 2751 atkvæöi á bak viö sinn 5. mann. Kassinn sem gleymdist — Nú voru þetta ekki endalok talningarinnar þessa nótt. Nei. Þegar við bárum saman tölurnar yfir atkvæðin, sem við höfðum talið og fjölda þeirra at- kvæðaseðla, sem afhentir höfðu verið, kom i ljós að 270 atkvæði vantaði. Við slógum tölu á bunk- ana, og sáum að þar gat skekkjan ekki legiö. Þá voru allir atkvæða- kassarnir opnaðir aftur, og viti menn, — þá fannst einn kassi sem ekki hafði verið tæmdur og i hon- um voru um 270 atkvæði. — Hvernig gat þetta gerst? Skýringin er einföld, þó þetta eigi ekki aö koma fyrir. Alls höfðu verið notaðir um 140 kjörkassar og einu sinni verið skipt um kassa 1 hverri kjördeild. Lögreglan sér um flutning kassanna i Austur- bæjarskólann og aðstoðar siðan við að tæma kassana ofan I einn stóran kassa. Þegar þvi er lokið á að skilja þá eftir opna, en vegna plássleysis I leikfimisalnum var þeim lokað, og þeir settir út i eitt horniö. Þaö sést ekki utan á köss- unum hvort þeir eru tómir eða fullir og þannig hafði einn ótæmd- ur kassi villst yfir i hornið til tómu kassanna. Annaö eins getur alltaf gerst þegar áhersla er lögð á mikinn hraða við talninguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.