Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 25. jdnl 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 17
Aöstoöardómarinn fer á fjörurn-
ar viö eina þorpsstúlkuna
Á morgun, mánudaginn
26. júní, er frumsýning hjá
Nemendaleikhúsinu í
Lindarbæ á leikritinu
„Pilsaþytur eftir Carlo
Goldoni. Leíkarar eru
nemendur i f jórða bekk S,
og er þetta lokaverkefni
þeirra við Leiklistarskóla
Islands. Blaðamaður leit
inn á eina lokaæfinguna á
dögunum til að forvitnast
nánar um leikritið og
uppsetninguna.
— Við byrjuðum að æfa um
mánaðamótin april—mai, en það
hafa orðið ýmsar tafir, vegna
sjónvarpsverkefnis, sem allur
skólinn hefur verið að vinna að,
en það er sjónvarpsleikrit eftir
Ágúst Guðmundsson, og leikstýr-
ir höfundur leikritinu, segja
nemendur 4. bekkjar S, en þau
eru 12 alls: 6 stúlkur og 6 piltar.
Þau tjáðu blaðamanni, að
leikritavalið i þetta sinn hafi mið-
ast mikið við að finna leikrit, sem
biði upp á u.þ.b. 12 hlutverk, og
þar sem flestum væri gert jafnt
undir höfði.
Leikritið, sem heitir á frum-
málinu „Erjur i Chiossa”, hefur
hlotið heitið „Pilsaþytur” i þýð-
ingu Stefáns Baldurssonar. Eins
og nafniö gefur til kynna, þá f jall-
ar leikritið um fyrirgang kvenna,
en þó ekki f niðrandi merkingu,
þar sem kvenmennirnir reynast
bæði klókari og úrræöabetri en
karlpeningurinn, ef marka má
orð leikstjórans, Þórhildar Þór-
leifsdóttur.
Leikritið fjallar um tvær fjöl-
skyldur i italska þorpinu Chiossa
og ýmislegar þrætur og mis-
skilning, sem kemur upp á milli
þeirra. 1 þorpinu eru mun fleiri
kvenmenn en karlar, og þvi sleg-
Þar
sem
barist
er um
hvern
karl-
mann
ist harðlega um hvern karlpung,
enda var eina llfsvon þeirra tima
kvenna að kvænast, ef þær áttu að
halda sæmd og virðingu. Lifið i
þorpinu er fábreytt og kynja-
skipting skýr: mennirnir draga
bein úr sjó og konurnar húka
heima og búa til blúndur og biða
eftir að biöilinn beri að dyrum. 1
sliku þjóðfélagi þarf konan að
beita mun meiri hyggjuviti en
karlmaðurinn, ef hún á að tryggja
sér mannsæmandi stöðu i sam-
félaginu.
Sviösskiptingar gengu hratt fyrir sig, enda lögðust allir á eitt.
Aiþýöukonurnar kallaöar til yfirheyrslu hjá aðstoðardómaranum
Höfundurinn, Carlo Goldoni
skrifaöi verkið 1760 og var það
frumsýnt sama ár. Ari siðar var
gefin út heildarútgáfa aö verkum
hans, og skrifaöi hann þá formála
að þessu leikriti, þar sem hann
útskýrir ýmsa þætti verksins.
Segir hann m.a. að i Chiossa, sem
er hafnarborg i nánd við Fen-
eyjar búi 60 þúsund ibúar og séu
50 þúsund þeirra alþýðufólk, og
meirihlutinn sjómenn. Hann seg-
ist hafa notað sem einfaldastan
og eðlilegastan texta, þar sem
persónur verksins tali hverdags-
legt mál. 1 formála þessum kem-
ur fram mikill næmleiki og sam-
hugur með alþýðufólki þeirra
tima og djúpur skilningur á kon-
um og vandamálum þeirra.
Messiana Tómasdóttir hefur
gert búninga og leiktjöld. Hún
sagði að mestallt sviðið og allir
búningar væru gerðir úr hveiti-
pokum. Hafi verið töluvert erfitt
að byggja sviðið, þar sem engu
má þar hrófla, og væri hluti af
leiktjöldunum byggður yfir pianó,
Kvenfólkiö i Chiossa hunsar
Toffolo, sem hleypir öilum
erjunum af staö.
sem ekki mætti hagga. Messiana
sagðist hafa haft hliðsjón af
þjóðbúningum, er hún teiknaöi
leikbúningana og hafði valið lit-
ina þannig, að konurnar væru i
samstæðum litum, rauðleitum, en
karlarnir i samstæðum grænum
litum. Þessir litir væru hins vegar
ósamstæðir, þegar þeir koma
saman. Hins vegar væri búningur
aðstoðardómarans, sem er eina
yfirstéttarhlutverkið, nær alhvitt
og teldist þvi eiginlega hluti af
leikmynd.
Nemendur hafa saumað bún-
ingana sjálfir (kvörtuöu mikið yf-
ir þeirri timafreku vinnu að festa
smellur á króka) og smiðaö allt
sviðið undir handleiðslu ölafs
Thoroddsen, sem einnig er ljósa-
maöur og ailtmúligmann.
Nemendurnir kváðust hafa unnið
leikritið i grófum dráttum þannig
að i byrjun þöndu þeir- verk og
leikstil til hins Itrasta, en drógu
siðan úr spennunni þegar leið á
æfingar og finpússun hófst.
Blaðamaður skemmti sér hið
besta á æfingu þessari, og ráö-
leggur öllum aö drifa sig i Lindar-
bæ á morgun og gera sér daga-
mun, hvort sem það er til að
gleöjast eða hryggjast yfir kosn-
ingaúrslitunum. önnur sýning
verður á miðvikudag 28. júni.
— IM.
Ljósmyndir og
texti: I.M.
Pilsþyturinn veröur oft aö miklum sviösstormi, þegar kvenmennirnir f Chiossa gera upp sakirnar