Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. júni 1978 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 En það má Gísli Pálsson vita, að málræktarstefnan á svo sterk ítök í íslenzkri alþýðu, að hún stendur af sér nokkur klámhögg frá honum Að víkjast undan vandanum Félagsfræðingur á undanhaldi. Málalok Gisii Pálsson félagsfræöingur reynir aö bera hönd fyrir höfuö sér I Þjóðviljanum 13. júni 1978. Mannlegt hefði veriö, ef hann hefði ekki fariö undan á hæli, heldur reynt að rökræöa þau mál, sem hann i fyrstu bar fyrir brjósti. Ekki hefði heldur sakað aö koma meö ný rök. En Glsla hefir verið annaö hugleiknara. Grein hans er að mestu karp um Imyndaöar breytingar á skoð- unum minum á löngum ferli. Allt er það þó I þoku og mistri, sem hann hefir um það að segja. Gisli mætti, sem fleiri, minnast orða Páls postula: „Bræður, verið ekki börn i dómgreind, hekiur veriö ungbörn i illskunni, en verið fullorönir i dóm- greind”. Þegar ég segi, að Gisli Páls- son hafi lagt árar i bát i vörn fyrir skoðunum sinum, er vert að minnast eftirfarandi atriða: 1. Hann minnist ekki framar á „málgeröir” fremur en þær væru ekki til. 2. Hann færir engin r<8c fyrir þvi, aö islenzka sé stéttskipt. 3. Hann minnist ekki á þær meginrætur málræktar- stefnu, sem égrakti25. mai. Ef hann vildi vera heiðarleg- urandstæðinguri deiluum al- varlegt efni, bar honum ann- aðhvort aö sýna fram á, að kenning min um þetta efni væri fræðilega röng eða að sú viðmiðun, sem höfð hefir ver- ið, væri tungunni og þar með þjóðinni til óþurftar. Að þessu víkur félagsfræðingurinn ekki. 4. Hann gefet upp viö að halda fram túlkun sinni á tilvitnun i gamlan útvarpsfyrirlestur eftir mig, enreyniraðkraflai .bakkann, eins og ég vik að siðar. > Á fleira mætti minnast, sem sýnir, að GIsli hefur kastaö steini um megn sér i fyrri skrif- um sinum og orðið að renna af hólmi. En þaö má GIsli Pálsson vita, að málræktarstefnan á svo sterk itök i islenzkri alþýöu, að hún stendur af sér nokkur klám- högg frá honum. Hæfileikinn að misskilja Ef einhver þráöur er i grein Gisla Pálssonar, Viröist hann helzt vera sá, að hér áöur fyrr hafi ég aöhyllzt þokkalega mál- stefnu, en nú sé stefna min neö- an við allar hellur. Égkem brátt að þróun minni i þessum efnum. Hins vegar hlýtur Gisli að vita, að það er liffræðilegt lögmál, að lifverur þróast meö misjöfnum hætti. Islenzkur málsháttur seg- ir: Fór til Englands kálfur, en kom aftur naut. EBlilega gat ég ekki þróast með þeim hætti. Það er einkennilegt, hve Gisli Pálsson hefir frábæra hæfileika tilaö misskilja. (Ég vil ekki enn bera honum á brýn visvitandi rangfærslur). Hann virðist hafa lagt á sig að lesa að minnsta kosti allmikið af bók minni ts- ienzkri máiæktog auk þess rit- smiðar, þar sem ég átti i höggi við flugskarpan andstæðing. En ekkert af þessu virðist GIsli hafa skilið. Hann telur, eins og áður segir, að stefna min hafi breytzt. Aður hafi gætt félags- legra sjónarmiða, sem nú séu horfin. Fyrsta greinin I Is- lenzkri málrækt birtist 1943, en siöasta greinin, semhann vitnar til, i Morgunbiaðinu siöla árs 1971. Þaö væri undarlegt, ef skoöanir manna breyttust ekk- ert á 30 ára timabili. Og vist hafa skoðanir minar breytzt, þó að ég telji þaö að visu ekki blaðaefni. En hið einkennilega er, aö þærhafa breytzt i þveröf- uga átt viðþaö.sem félagsfræð- ingurinn vill vera láta. Ég hefi að vfeu alltaf haft félagsleg sjónarmiö i málfarsefnum, en þessi sjónarmið hafa eflzt og þroskazt með aldrinum og gert mig mildari i dómum um mál- far en ég áöur var. En misskiiningur Gfela nær lengra en ég hefi enn rakið. í grein minni i Þjóðviljanum 25. mai sýndi ég, svo aö ekki varö um villzt, að hann túlkaði rang- lega ummæli eftir mig úr gömlu útvarpserindi. Nú treystist fé- lagsfræöingurinn ekki til aö halda túlkun sinni til streitu, en segir Iþess stað: „Egskilvel að gamla manninum sárni „túlk- un” min og læt þvi hroka hans eins og vind um eyrun þjóta”. En þó að rök hans séu nú ekki sterkari en þetta, klifar hann enn á fyrirlitningu minni á is- lenzkri alþýðu. Glsli segir: „1 ljós kemur aö fyrirlitning Hall- dórs á „skrilnum” og „málfari götunnar” er i rauninni fyrir- litning á alþýðufólki og málfari þess”. En litum svolltið betur á þetta. I næsta dálki, beint á móti, vitnar Gisli orðrétt til mln, þar sem ég segi: ,,Hér er það alþýðumálið, einkum mál sveitafólks, sem er til fyrir- myndar”. Gfeii afsannar, sem sé, meö beinni tilvitnun til min, það sem hann hefir áður sagt um skoðanir minar. Hvers kon- ar rökvisi er þetta? Þaö er al- gerlega út i hött að halda þvi fram, að ég hafi hatazt viö is- lenzka alþýöu og málfar henn- ar. Þetta hefir Gisli Pálsson sjálfur sannað með ofan greindri tilvitnun. Hins vegar segir Gisli Pálsson orðrétt (Þjv. 13. júni 1978): „Skrillinn og götustrákarnir, sem Halldórier tiðrætt um, er nefnilega alþýða nútimans”. Ég bið menn vel að athuga, aö það er ekki ég, held- ur Gfeli Pálsson, sem kallar Is- lenzka alþýöu nútimans skril og götustráka. Af þessu getur hver sem er dregið sina lærdóma. Stéttskipt mál Mér skildist, aö upprunalega deilan stæði um þaö, hvort is- lenzka væri stéttskipt mál eða ekki. Nú snýst máliö aðallega um mig og mlnar skoðanir. Ef tilvill þykir Gisla þetta forvitni- legra viðfangsefni. En þótt hann hafi látiö undan slga um aðal- deilumálið, hefi ég ekki hugsaö mér að gera það. I sumum þjóðfélögum hagar svo til, aö mál forstjórans er með öörum hætti en mál verk- stjórans, og verkafólkið talar á enn annan veg. 1 islenzku þjóð- félagi er málum ekki svo farið. Við þurfum þvi ekki að glima við þann vanda, sem þessi stétt- bundni málmunur skapar. En undirstaðan að upphaflegri „málboðun” Gisla Pálssonar er sú, aö þessi stéttskipting máls- ins sé engu siöur hér en annars staðar. En allir vita, að þetta er tómur hugarburður og þarf hvorki málfræðing né félags- fræðing til aö segja fólki slikt. Fólk veit þetta af eigin reynslu. En eins og ég tók fram i fyrri grein minni, eru sum orð meira notuö af einni „vinnustétt” en annarri. Það merkir þó engan veginn, aö málið sé stéttskipt. Kenning Gisla er þvi innflutt- ur varningur, sem á ekki við Is- lenzku. Kenning um islenzkt málhlýtur að styðjastviö rann- sókn á Islenzku, en ekki á ein- hverju allt öðru máli. Hins veg- ar styðjast slikar rannsóknir vitanlega oft viö rannsóknarað- feröir, sem fengnar eru frá er- iendum fræðimönnum. En kenningarnar er ekki hægt að flytja inn hráar. Félagsfræðingur á móti félagshyggju Einhvern veginn komst það inn I kollinn á mér, að GIsli Pálsson væri félagshyggjumað- ur án þess að hafa nokkuö á- þreifanlegt viö að styöjast. Ég sé nú aö mér hefir skjátiazt og bið hann afsökunar á að hafa gert honum upp skoðanir. Vitanlega er honum frjálst aö aðhyllast Ihaldssöm og aftur- haldssöm sjónarmiö. En mér er lika jafnfrjálst að berjast gegn þeim. Ég mun benda á þrjú atr- iði, sem sýna andstöðu Gisla viö félagshyggju: 1. Gisli er andvigur afskiptum þjóðfélagsins af mállegum efiium. Stefna hans er „láttu það dankast”. Eðlilegt er að álykta, að hann fylgi sömu stefnu i öörum þjóðmálum. 2. GIsli hefir litlar mætur á al- þýðu manna, þvi aö hann set- ur jafnaöarmerki milli orð- anna „skrill” og „götustrák- ar” annars vegar og „alþýða nútimans”hinsvegar, eins og sýnt hefir verið með orðréttri tilvitnun i siöustu grein hans. 3. GIsli aðhyllist mismunun. Hann notar orðinn „aldinn” og „gamall” I litílsviröingar og háðs skyni. Lesendur greinar hans hljóta að sjá, að þegar hann kallar mig „hinn aldna prófessor” og „gamla manninn”, á það að vera mér til niðrunar. Slikt mat eftir aldri er mismunun. Ég er andvlgur mismunun, og það eru allir sannir félagshyggju- menn. Deilum minum viö Gísla Pálsson er nú lokiö. Mér var ungum kennt, að það væri ljótt að ráöast á garðinn, þar sem hann væri lægstur. Afsökun mín er sú, að ég vissi ekki hæðina á garðinum. Halldór Halldórsson. Byrjað að útvarpa frá breska þinginu: Bretar hneykslaðir á stráksskap þingmanna Bretar eru vanafastir, og margir þeirra hafa þá hjátrú, að það sé mikils ills viti ef að hefðir eru rofnar. Fyrrá þessu árirauf breska út- varpiö, BBC, frið breska þingsins og fór að útvarpa frá þingfund- um. Nú segir VVilliam Price, sá ráðherra sem er ábyrgur fyrir þessari ákvörðun, að það hafi orðið að hvorki meira né minna en stórslysi fyrir lýðræðið. , Er sjonvarpið bi'að?^ Skjarinn Spnvarpsverhstói Bercjstaðastnfiti 38 sirru 2-1940 Eru þingmenn I þeirri miklu hættu að þeir veröi aðhlátursefni meðal alþjóðar, segir hann. ABrir telja, að útvarpssending- ar frá þinginuséuá góðrileið með að eyðileggja þaö litla sem eftir var af viröingu fyrir breska þing- inu. Óskiljanleg skrilslæti BBC ákvað að senda beint svo- nefnda spurningatlma á þinginu. lspurningatlmum geta þingmenn yfirheyrt forsætisráðherra eða hina ýmsu ráöherra aðra um hvaðeina sem þeim til hugar kemur. Aörar umræður eru send- ar út eftir að þær hafa verið tekn- ar upp og klipptar til. Þaö eru spurningartlmarnir sem hættulegastir eru áliti þings- ins. Það er ævaforn hefði, aö á þingi er beitt allskonar skóla- strákabrögöum — það er gripiö frammi, mönnum eru sendar svl- viröulegar glósur.enda þótt aldnir og virtir ráðherrarséu, þaö er pú- að og stappað og hlegið hrossa- hlátri —meööðrum oröum: hver og einn lætur öllum illum látum til að staöfesta að hann sé þing- maður með þingmönnum og hvergi smeykur. Gagnrýnendum kemur saman um, aö þessi gauragangur bæði geri það óskiljanlegt sem á milli þingmanna fer, ennfremur sýni hann mannfólkiö I sinum versta ham yfirgangs og umburðarleys- is. Einn af þeim sem skrifar les- endabréf I Times segir: Enginn vil að börn hans læri aðra eins mannasiöi. Svona var það alltaf Grlnið er svo, að breska þingið hefur alltaf verið svona, þótt fáir viti það. Þetta stafar af þvi, að afar fáir áheyrendur komast fyrir Um þingheim gildir hið forn- kveöna: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla . . . á þingpöllum, sem eru venjulega fullir af ferðamönnum. Sárafáir venjulegir breskir borgarar hafa heyrt þingið að störfum. 1 öðru lagi hafa þingfréttaritarar fyrir löngu komið sér upp ákveðnum frásagnarhætti, sem gerir aö visu ráö fyrir ýmsu þvl skrýtnu og spaugilegu sem upp kann aö koma í orðahnippingum milli þingmanna. En frásögnin gefur hinsvegar enga sanna hugmynd urh þaöhverniger aö hlusta á hið sögufræga þing Breta. Svo haldið sé áfram aö vitna til eins þeirra sem um þetta mál hefur fjallað, mr. Shulmans, þá segir hann á þessa leið: Það sem kemur áheyrendum mest á óvart er þaö, á hve lágu plani landsmálin virðast rædd. Þingmenn viröast ekki hafa neina hugmynd um að öskur þeirra og læti hljóma helst eins og það sem eyranu mætir þegar menn labba sig inn I dýragarö. Það getur verið að i öðrum löndum hafi menn svo agaðan stil á umræðum, að þær hljóma eöli- lega I útvarpi. En þaö veröur ekki sagt um neðri deild breska þings- ins. HESTAMENN Gerist áskrifendur að Eiðfaxa mánaðarblaði um hesta og hesta- mennsku. Með einu símtali er Áskriftarsími 85111 Pósthólf 887, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.