Þjóðviljinn - 21.09.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 21.09.1978, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. september 1978 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjóri: Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug- lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug- lýsingar: Síöumúla 6, SímiÖ1333Prentun: Blaöaprent hf. Launafólk dæmir sjálft um kaupmáttinn Ráðstafanir rikisstjórnarinnar með bráðabirgða- lögunum um kjaramál eru margþættar og flóknar. í andstæðingablöðum hefur verið alið á tortryggni i þeirra garð og reynt með margvislegum talna- brögðum að telja fólki trú um að hér sé aðeins um sjónhverfingu að ræða. Launafólk muni standa ná- kvæmlega eins illa að vigi eftir sem áður. Það er að visu rétt að ekki er nema eðlilegt að fólk sé tortryggið vegna breytinga á visitölugreiðslum. Vöruverð er greitt niður og söluskattur afnuminn á allri matvöru, en jafnframt eru framkomnar og yfirvofandi verðhækkanir vegna gengisfellingar og af fleiri ástæðum. Rétt er að geta þess að sam- kvæmt bráðabirgðalögunum er það tryggt að þess- ar verðhækkanir verða greiddar i samræmi við gildandi samninga með verðbótum og verðbótaauk- um frá 1. desember næstkomandi. Hvað sem öllum talnaæfingum liður mun launa- fólk meta það sjálft þegar heildaráhrif bráða- birgðalaganna eru fram komin, hver raunverulegur kaupmáttur launa er. A hverju heimili mun fólk meta það um næstu mánaðamót hvort meira hefur fengist fyrir heimilistekjurnar eða ekki. Þetta upp- gjör á heimilunum skiptir múverandi rikisstjórn miklu, og verði það henni ekki i vil mun hún tæpast afla sér þess trúnaðartrausts meðal almennings sem er forsenda frekari efnahagsaðgerða. Ekki er nokkur ástæða til að efast um að á öllum stærri heimilum hefur kaupmáttaraukningin orðið umtalsverð. Landbúnaðarafurðir eru stór lið- ur i útgjöldum barnafjölskyldunnar. Ef þær hefðu ekki verið greiddar niður hefði hækkun verðs á bú- vöru að jafnaði orðið 17,5% i þessum mánuði. 1 stað þess lækka landbúnaðarafurðir i verði. Lækkunin frá ágústverði er 13,2%. Það búvöruverð sem nú er i gildi er 26,1% lægra en það verð sem að óbreyttu hefði tekið gildi i september. 1 rauninni hefur þvi búvöruverð verið að lækkað um rúman fjórðung. Fjölskyldustærð ræður að sjálfsögðu miklu um hve mikill búhnykkur þessi verðhjöðnun verður i heimilisrekstrinum. Samkvæmt útreikningum Hagstofu íslands er útkoman þessi fyrir visitölu- fjölskylduna, en á þvi viðmiðunarheimili eru heim- ilismenn taldir 3,98: Búvöruiiðurinn i visitölugrunninum var i ágúst talinn 599 þúsund krónur. Þá er miðað við ársút- gjöld visitölufjölskyldunnar til kaupa á mjólk, mjólkurvörum, kjöti og kjötvörum og kartöflum, eða öllum islenskum landbúnaðarafurðum sem háð- ar eru opinberri verðiagningu. Eftir haustverðlagn- ingu og endurskoðun verðlagsgrundvallar i sam- ræmi við verðlagsþróun þriggja undanfarinna mán- aða hefði búvöruliðurinn miðað við óbreytt ástand farið i 704 þúsund krónur. Þess i stað lækkar hann i 520 þúsund krónur vegna þeirra ráðstafana sem fel- ast i bráðabirgðalögum rikisstjómarinnar. Miðað við þetta lækka ársútgjöld visitölufjölskyldunnar til kaupaábúvörum um 184 þúsund krónur, eða rösk- lega 15 þúsund krónur á mánuði. Útgjöld stærri fjöl- skyldna til sömu þarfa lækka að sama skapi meira. í stað þess að fylla vasa launafólks með einskis nýtum verðbólgukrónum er rikisstjórnin með ráð- stöfunum sinum að bæta kaupmáttinn með verð- hjöðnun. Láglaunafólk ber mest úr býtum vegna þess að matvara og búvara er hlutfallslega stærri liður i útgjöldum þess en hátekjufólks. Það er eins og vera ber. Framkvæmdastjórar upptendrast af hug- sjónum Allir þeir sem hafa lesiö Ljós- | viking Halldórs Laxness minn- ■ ast framkvæmdastjórans á I Eigninni, Péturs Pálssonar sem \ hafði auknefnið þrihross. Hann ■ stýröi málum heima á Sviöins- ■ vik i umboði stassjónistans sem ■ sat fjarri vettvangi, upptekinn | af æöri fjármálum og pólitik, sá ■ sat nefnilega á alþingi. Pétur I Pálsson sá hins vegar um at- B vinnuna eða öllu heldur at- ■ vinnuleysiö i hinu guðs volaða * plássi og hafið sinar aögerðir til J að sætta fólkiö við tilveruna. | Hann lék hugsjónamann sem ■ þóttist berjast af óeigingirni 1 fyrir göfugum málefnum, en til- m gangurinn með öllu bram- g boltinu var vitanlea sá einn að m tryggja sér völd og áhrif. Það er nú margt þrihrossið i ■ tilverunni, og Jón Sigurðsson | ritstjóri Timans bendir réttilega ■ á það i ritstjórnargrein i blaði ■ sinu i gær að þeir félagar, fram- \ kvæmdastjórinn og stassjón- ■ istinn, hafi verið aðsópsmikilir I að undanförnu i Morgunblaðinu. | Viðreisnarfélag versl- ■ unarinnar og Félag | sannra skattgreiðenda Jón Sigurðsson ritstjóri | skrifar: ■> ,,Frá þvi er greint i sögum að H á sinum tima efndi Pétur Páls- m son Þrihross sem þó var að Ieigin sögn enginn Islands- maður, til félagsskapar þess til frelsunar þjóðinni sem hann kallaði „Félag sannra íslendinga”. Og siðan er stöðugt verið að koma á fót samtökum af þessu tagi. Hefur það orðið fjölbreytni mikil og sum þessi félög til þjóðþrifa, allt frá Hundavinafélaginu til Alþýðu- bandalagsins.*’ (No-no! Þetta var nú óþarfa skot, eða ætli við gætum ekki minnst ýmissa ónefndra framkvæmdastjóra i hópi þeirra Framsóknarmanna Jón Sigurðsson ritstjóri. Skrif hans um Pétur Þrihross er greinilega sneið til Sveins Jóns- sonar i Seðlabankanum. sem eiga það til að brokka dálitið á la Þrihross — Klipparinn). „Um þessar mundir bendir margt til þess að verið sé að draga saman viðinn að tveimur nýjum bálköstum frelsisins sem sjálfsagt er ætlað að lýsa og ylja þjóöinni um stund. Annars vegar er þar um að ræða ,,V i ö r e i s n a r f é 1 a g ” um verslunarálagningu, en hins vegar Félag „sannra” skatt- greiðenda. Og svo sem vænta má hafa þeir báðir, Pétur Þrihross og Júel Júel Júel, gengið fram með boðskap sinn á siöum Morgun- blaðsins að fornum hætti. Hinir hljóðlátu andspænis forréttindamönnunum Meðan hinir hljóðlátu þegnar þessa rikis unnu að undir- búningi sinnar löngu timabæru jafnréttisgöngu sem gengin var i gær sátu forréttindamennirnir á fundum og undirbjuggu sin félög til að mótmæla efnahags- ráðstöfunum sem hafa það að markmiði að treysta undir- stöður atvinnulifsins og lifskjör fólksins. Meöan hinir hljóölátu óskuðu þess eins að fá tækifæri til jafns við aðra þegna til þess að leggja' fram sinn skerf til þjóöfélags- ins, — þessa sömu daga sem jafnvel flestir verkalýðsleiö- togar hafa glygðun til aö hafa hægt um sig, — þá er taliö sæmi- legt aö Verslunarráð tslands og aöstoðarmaður Seðlabanka- stjóra séu meö moðreyk og kröfugerð. Þetta er einum of langt gengið. Samtök fatlaöra og öryrkja hafa helgað þriöju- daginn 19. september þessa árs sanngjörnum óskum sinum um jafnrétti i þjóðfélagi okkar. Og þann dag áttu þá aðrir að þegja. Jafnréttissjónarmiðiö æsir upp sanna skatt- greiðendur Félag „sannra” skatt- greiðenda getur aldrei orðið annað eða meira en hið rómaða félag Péturs Þrihross. Sú staö- reynd breytir að sjálfsögðu engu um það að opinber gjöld fólksins eru komin i hámark og mikið verk er fram undan til þess að draga úr útþenslu rikis- báknsins. Páfarnir i Seðlabankanum hljóta þó að gera sér grein fyrir þvi til hverra þarfa rikistekj- unum er varið. Og þeir hljóta að vita fullvel að hin nýja tekju-. öflun rikisstjórnarínnar er annars vegar timabundin mála- miðlunaraðgerð til aö ná tökum að efnahagsmálunum, og hins vegar leið til þess að láta þá betur stæðu borga brúsann fyrir þá sem minna mega sin. Getur það ef til vill verið að þessi síðar nefnda hliö málsins sé „sönnum” skattgreiöendum slikur þyrnir i auga? Getur það verið að þessi félagslega hliö málsins sé sá þáttur stjórnar- stefnunnar sem ýfir hvað mest til andúðar i vissum þjóöfélags- hópum? Það skyldi þó ekki vera að Félagi „sannra” skattgreið- enda sé ætlaður sá einn hlutur aö hefja utanstefningar mála á ný héðan og undir erlent dóms- vald? Fróðlegt verður aö fylgjast með allri þessari „viðreisn”. JS.” Aðalatriðið er að vísitölu- kerfið tryggi kaupmátt 1 Alþýðublaðinu i gær er viðtal við Asmund Stefánsson hag- fræöing Alþýðusambands tslands um endurskoðun visitöl- unnar. Þar er ma. þetta haft eftir Asmundi: „Miðstjórn Alþýöusam- bandsins hefur lýst þvi yfir, að hún muni taka þátt i þeirri endurskoðun visitölukerfisins, sem rikisstjórnin gengst nú fyrir, og ég sé enga ástæðu til að vera með neinar fyrirfram mótaðar skoðanir á þvi, hvernig sú endurskoðun eigi að fara fram. Þó erum við auðvitaö ekki tilbúnir að gefa eftir varðandi það, að kaupmáttur veröi Asmundur Stefánsson hag- fræðingur. Stööugur kaupmáttur er aöalatriðiö, og er þá um tvennt aö velja, segir hann i viðtaii viö Alþýðublaöiö: traust visitölukerf i ellegar samninga tii mjög skamms tima i senn. tryggður með þeirri aðferð, sem mælt kann að verða með i þessari endurskoðun... Þaö er tvimælalaust hægt að gera úr- bætur til að bæta okkar stöðu. Til dæmis búum við i þessu kerfi við búvörufrádrátt, sem þýðir það að við fáum ekki bættar þær hækkanir sem veröa á bú vörum i kjölfar almennra kaup- hækkana. Þar á ofan eru svo. hækkanir bættar eftir á, þannig að menn verða að bera hækk- anirnar óbættar i nokkurn tima eftir að þær koma fram. Þetta eru nú þeir helztu annmarkar, sem við sjáum á núgildandi kerfi”. Kálhausakenning Sig- hvats Björgvinssonar Sighvatur Björgvinsson, elskulegur samstarfsmaður Alþýðubandalagsins um rikis- stjórnina og raunar formaður þingliðs Alþýðuflokksins, tekur sér fyrir hendur að útskýra fyrirbærið Alþýðubandalag fyrir hinum fáu trygglyndu les- endum sem Alþýöublaðiö á nú eftir. Han skrifaði ma. á þessa lund i gær i innanflokkstiðindi sin: Alþýðubandalagið „er ekki nema að litlu leyti stjórnmála- flokkur i hefðbundnum skilningi þessorös. ... (Þaðer) laustengd samtök sértrúarsöfnuða úr hvippi og hvappi, nokkurs konar heimskirkjuráð i smækkaðri mynd samansett úr stórum og smáum sértrúarhópum úr öllum áttum, sem litið eiga sameiginlegt annað en mottóið: „Ég trúi!”. Alþýðubandalagið ... er kál- haus. Þú flysjar utan af þvi hvert sértrúarkálblaðið á fætur öðru uns allt er búið og ekkert eftir. Bara afskrælingar og flus. Þjóöviljaklikukálblaðið. Sósial- istafélagsflusið. Þjóðernis- rómantikurafskrælingurinn. Menningarhjálpræðisherinn. Stóriðjuvarnarliðiö ásamt and- framfarafélaginu. Keflavikur- gönguliðið ásamt hvers konar öðrum labb-rabbörum og póli- tiskum heilagsandahoppurum”. Hver eru ágreinings- efnin? Með þessum og þvilikum hætti afgreiðir Sighvatur hug- sjónir sósialista um farsælt þjóðfélag og herlauá't land. Siðan kemur að útlistun hans á tengslum Alþýðubandalagsins Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur. Honum Ieiöist aö Alþýöubandalagiö skuli „komast upp meö aö leika' öflugasta flokk islenskrar verkalýðshreyfingar”. við verkaiýðshreyfinguna, og nú flækjast ekki sósialiskar hug- sjónir fyrir i óskhyggju- draumum þingmannsins: „Auövitað eru svo innanum hópar fólks með hefðbundnari stjórnmálaskoðanir... mikil- vægastur þeirra er án efa verkalýðsleiðtogahópur Al- þýðubandalagsins .... Það er .einmitt þessi hópur Alþýöu- bandalagsfólks sem Alþýðu- flokkurinn þarf fyrst og fremst aö ná traustari samvinnu við... Ef verkalýðsöflin i Alþýðu- bandalaginu eflast að áhrifum getur samstarf Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins i rikis- stjórn orðið farsælt”, segir Sighvatur Björgvinsson. Vel má vera að formaður þingflokks Alþýðuflokksins þykist hafa verið að senda frá sér stefnumarkandi skrif. Ekki minnist hann á nein málefni, en ætla mætti að hann hefði ein- hver málefni i huga. Nær væri að Sighvatur segöi það beint út, hvaða málefni það eru sem hann getur hugsað sér aö starfa að meö sósialistum, og hvaöa málefni eru það sem hann telur valda ágreiningi milli sin og sósialista? —h.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.