Þjóðviljinn - 21.09.1978, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 21. september 1978
Innritun í prófdeildir:
fer fram i Miðbæjarskólanum,
Frikirkjuvegi 1, sem hér segir:
Hagnýt verslunar-
og skrifstofustarfadeild:
i dag, fimmtudag21. septemberkl. 20-21:30
Föstudag 22.september kl. 13-19
Skólagjald: okt. — des. 36.000.00 krónur.
Forskóli sjúkraliða: -
i dagTfimmtudag 21. september kl. 20-21:30
Föstudag 22. september kl. 13-19
Skólagjald: okt. — des. 30.000.00 krónur.
Grunnskóladeildir:
i dag,fimmtudag 21. september kl. 20-21:30
Föstudag 22. september kl. 13-19
Skólagjald: okt. — des. 42.000.00 krónur.
Framhaldsskólastig í ár:
i dag,fimmtudag 21. september kl. 20-21:30
Föstudag 22. september kl. 13-19
Skólagjald: okt. — des. 54.000.00 krónur.
NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR
í sláturtíðinni
Húsmæður athugið!
Við höfum til sölu vaxbornar umbúðir af
ýmsum stærðum. Hentugar til geymslu
hverskonar matvæla. Komið á afgreiðsl-
una.
Kassagerð Reykjavikur
Kleppsveg 33
Verslunarstjóri
Kaúpfélag Vopnfirðinga óskar að ráða
verslunarstjóra i kjörbúð, sem fyrst.
Skriflegar umsóknir er greini aldur,
menntun og fyrri störf, sendist Halldóri
Halldórssyni, kaupfélagsstjóra,eða Bald-
vini Einarssyni , starfsmannastjóra
Sambandsins, sem gefa nánari
upplýsingar, fyrir 30. þ. mánaðar.
Kaupfélag Vopnfirðinga
V erksmið juvinna
Viljum ráða vanan lyftaramann nú þegar,
góð vinnuskilyrði.
Ennfremur vantar okkur nokkra menn til
ýmissa verksmiðjustarfa. Mötuneyti á
staðnum, ódýrt fæði.
Hafið samband við Halldór.
Kassagerð Reykjavikur,
Kleppsveg 33, sími 38383
Rætt við Loga Kristjánsson
bæjarstjóra um undirbúning að
ráðstefnu Alþýðubandalagsins
um sveitarstjórnarmál
A landsfundi Alþýðubanda-
lagsins siöast liðiö haust var
hafinn undirbúningur að ráð-
stefnuum sveitarstjórnarmál, en
slik ráðstefna var siöast haldin
1973 og fjallaði um nýgerðar
breytingar á verkaskiptingu rikis
og sveitarfélaga. Sveitar-
stjórnarmenn á landsfundinum
völdu 5 manna undirbúnings-
nefnd, sem einnig átti að fjalla
um verkaskiptingu rikis og
sveitarfélaga og vera til ráð-
gjafar og veita upplýsingar cftir
þvi sem til hennar yrði leitað.
Við getum áreiðanlega mikið
lært hver af öðrum og á slikum
fundi hittast menn og kynnast og
eiga þvi hægara að leita eftir
upplýsingum og samvinnu en
ella. baö er auðvitað mjög mis-
munandi við hvað menn eru að
fást hver i sinu by.ggðarlagi, en að
minu mati er ekki siður nauðsyn-
legt að móta flokkslega stefnu i
sveitarstjórnarmálum heldur en i
landsmálum, þvi reynslan sýnir
að pólitisk afstaða fólks á
hverjum stað tekur miö af stefn-
unni i sveitarstjórnarmálum.
Logi Kristjánsson: Fjarstýring
rikisins á sveitarfélögunum er
tviþætt, annarsvegar með þvi
að skammta þeim þröngan fjár-
hag og hinsvegar fjárveitingum
til einstakra sameiginlegra
verkefna.
Sveitar-
st j órnar-
mál eru
— Það má segja að viss ótti sé
uppi meðal okkar flokksmanna
vegna þessa. Þeir eru margir
hverjir hræddir viö að fá ihalds-
sama heimastjórn sem ekki
myndi sinna félagslegum þáttum
svo sem dagvistun, ef rikið hvetti
ekki til þess með fjárframlögum.
Ég tel þetta ástæðulausan ótta.
Aðalmálið er að sá aðili, sem
tekur þetta verkefni að sér, fái
það fjármagn sem til þarf, þvi
annað hvort beygist stefna
sveitarstjórnarinnar aö þörfum
fólksins eða þá að fólkið skiptir
um stjórn. Það er ekki aðalatriðið
hvaða verkefni hvor aöilinn fær,
heldur einmitt aö dreifa valdinu
sem mest. Þetta hlýtur alltaf að
verða spurning um hvað er
heppilegast i rekstrinum og
hvernig við gerum ibúana virkari
stórpólitísk
Einn fimmmenninganna er Logi
Kristjánsson, bæjarstjóri i Nes-
kaupstað, en auk hans eru i
nefndinni Sigurjón Pétursson,
Keykjavik, Björn ólafsson,
Kópavogi, Skúli Alexandersson,
liellissandi og Geir Gunnarsson,
llafnarfirði.
Þjóðviljinn hitti Loga að máli
skömmu eftir að landsþing
Sambands isl. sveitarfélaga var
haldið i Reykjavik, og spurði
hann um undirbúning ráð-
stefnunnar, og þá fyrst hvenær
hún yrði haldin.
Við höfum hist nokkrum
sinnum á liðnum vetri, sagði
Logi, og ákveðið var að halda
ráðstefnuna nú i haust þannig að
nýir menn i sveitarstjórnum
hefðu tækifæri til að sækja hana.
Endanlega hefur ráöstefnan ekki
verið timasett, en þaö veröur gert
á næstunni.
Móta þarf
flokkslega
stefnu
— Hvert er gildi slikrar
ráðstefnu?
Þó ekki hafi veriö mótuð flokks-
leg afstaða i sveitarstjórnar-
málum almennt, þá held ég aö við
Alþýðubandalagsmenn séum
yfirleitt mjög sammála um flesta
þætti þeirra. Sérstaða Alþýðu-
bandalagsins i þessum málum er
i vitund fólks aðallega tengd
félagsmálum, dagvistarmálum,
menntamálum og menningar-
málum, en segja má að Alþýðu-
bandalagsmenn hafi viðast verið i
fararbroddi hvað framsýni og
skilning á félagslegum þörfum
fólks varðar. Það eru mjög
margir þættir, sem við þurfum að
ræða i okkar hóp og athuga á
hvern hátt við störfum sameigin-
lega að uppbyggingu okkar
byggðarlaga.
Tvíþætt
fjarstýring
Þörfin fyrir flokkslega stefnu i
sveitarstjórnarmálum eykst
verulega við að aukin verkefni
færast yfir til sveitarfélaganna.
Sveitarfélögin hafa i rauninni
veriö fjarstýrð af rikisvaldinu,
bæði með þvi að fjárhag þeirra
hefur verið sniöinn þröngur
stakkur og með fjárveitingum til
einstakra sameiginlegra verk-
efna. Þannig er fjarstýringin i
rauninni tviþætt fyrst fjár-
skorturinn, sem takmarkar
umsvif og raunverulegt valdsvið
s v e i t a r s t j ó r n a n n a , og
mismunandi áherslur rikisins og
sveitarfélaganna á sameiginleg
verkefni. Þess eru dæmi, að verk-
efni, sem sveitarstjórn setti
númer 6 á e.k. lista um röðun
framkvæmda,varð forgangsverk-
efni, þar sem rikið veitti fé til
þeirrar framkvæmdar en ekki
Jieirra, sem sveitarstjórnin taldi
brýnni þörf á!
Þegar fleiri og stærri verkefni
verða flutt til sveitarstjórnanna
er mikilvægt að viö mótum
stefnuna og verðum sammála á
hvern hátt við tökum á málum.
Auk verkaskiptingarinnar
sjálfrar þurfum við einnig að
ræða ýmis önnur mál, svo sem
staðgreiðslukerfi skatta,
uppbyggingu þjónustumiöstööva,
stækkun sveitarfélaganna, og t.d.-
hvort ekki á að knýja á um að
rikið dreifi frekar þjónustu sinni
um landið en gert hefur veriö.
Valddreifing
nauðsyn
— Nú kom fram i viðtölum við
ýmsa flokksmenn sem sátu
landsþing sveitarstjórnarmanna
að mismunandi afstaða cr uppi
hvað varðar t.d. að sveitarstjórn-
irnar taki alfarið við
uppbyggingu dagvistarheimila.
þátttakendur i uppbyggingu og
stjórnun sinna heimabyggða.
Stigs-,en ekki
eðlismunur
— Nú er oft rætt um að afstaða
manna i sveitarstjórnarmálum
mótist ekki af flokkspólitik?
— Já, það stafar m.a. af þvi að
það er of mikil stýring að ofan.
Sveitarstjórnirnar hafa ekki það
vald að geta boðið upp á mis-
munandi valkosti svo nokkru
nemi, og þvi myndast ekki
skoðanir á hlutunum.
Auk þess hefur okkur sósial-
istum tekist aö lappa það mikið
upp á þetta þjóðfélag að ihalds-
samari hluti þjóðarinnar hefur
orðiö að standa að félagslegum
umbótum vegna þrýstings minni-
hlutahópa og vegna áfangasigra
verkalýösfélaga og stjórnmála-
hreyfingar þeirra. Ég er sann-
færður um að einnig vegna þessa
myndast ekki jafn skörp skil milli
fiokka i sveitarstjórnarmálum og
ella myndi vera. Ég tel aðeins
stigsmun en ekki eölis á sveitar-
stjórnarmálum og landsmálum. I
báðum tilfellum er um þaö að
ræða að búa mönnum sem best lif
eins og sagt er, og það er aðeins
spurning um hvor aðilinn á að
fara með hvern þátt, þ.e. hver
verkaskiptingin á að vera.
Ég visa þvi á bug að það sé ekki
pólitik hvernig við búum að okkur
heima i héraði, það er stórpóli-
tiskt mál, sem flokkur eins og
Alþýðubandalagið verður að láta
til sin taka. Ég vænti þvi góðrar
þátttöku sveitarstjórnarmanna á
ráðstefnunni, og vil einnig hvetja
þá flokksmenn sem sitja i
sveitarstjórnum um allt land að
sækja fundi og ráðstefnur á
vegum Sambands isl. sveitarfé-
laga og leggja sig fram um að
kynna sér málin sem best.
—AI