Þjóðviljinn - 21.09.1978, Page 7
Fimmtudagur 21. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Einokun, samþjöppun auðmagnsins og vaxandi alþjóðleg
verkaskipting eru staðreyndir. Þessi þróun byggist á
ákveðnum þróunarlögmálum sem grundvallast á eðli
gildisframleiðslu, tækniþróun og verkaskiptingu
Hugmyndir skrifræðisins og
hugmyndir byltingarinnar
Sjálfstæðisbarátta Arnar
ólafssonar
t Þjóðviljanum 8. september
s.l. birtist dagskrárgrein eftir
örn Olafsson. I þessari grein
ræðst örn með offorsi á afstöðu
Fylkingarinnar til fjárfestingar
erlendra aðila á tslandi og fleiri
atriða.
Þótt grein Arnar sé skrifuð til
að andmæla grein eftir Árna
Hjartarson, sem birtist i Þjóð-
viljanum 31. ágúst, þá get ég
ekki stillt mig um að blanda
mér i þessar deilur. Ég reikna
með þvi að Árni svari þessari
grein Arnar og sleppi þess
vegna mörgum atriðum þar
sem örn ræðst á grein Arna sér-
staklega.
Alþjóðahygg ja verka-
lýðsins
Til þess að sýna fram á það
hversu vitlaus afstaða
Fylkingarinnar sé, tilgreinir
örn röksemdir.semhann eignár
Fylkingunni og ræðst siðan á.
Hann skiptir þessum rök-
semdum i þrennt. Ég læt það
nægja hér að drepa á tvær
þeirra.
Samkvæmt Erni er „Fylking-
in.... hlynnt erlendri fjárfest-
ingu hérlendis vegna þess að
þegar auðstéttin islenska verði
alþjóðlegri, verði verkalýðs-
stéttin það lika”. Þessu til
stuðnings tilgreinir hann tilvitn-
un i Stjórnmálaályktun Fylk-
ingarinnar frá árinu 1975, þar
sem Segir að fjárfesting
erlendra aðila á Islandi muni
„gera nauðsyn alþjóðlegrar
skipulagningar stöðugt ljósari”.
Það ætti að vera óþarfi að út-
skýra fyrir mann sem kallar sig
marxista að alþjóðlegt eðli auð-
valdskipulagsins gerir
alþjóðlega skipulagningu
verkalýðsbaráttunnar nauðsyn-
lega. Ég held að við örn séum
ekki ósammála um það atriöi.
Það leiðir aftur á móti ekki af
þessari nauðsyn að alþjóða-
hyggja verkalýðsins vaxi að
sama skapi. Fylkingin hefur
aldrei haldiðþvi fram. Að benda
á að eitthvað sé augljóslega
nauðsynlegt felur ekki i sér að
fullyrt sé að allir geri sér grein
fyrir þeirri nauðsyn. Svo dæmi
sétekið, þáreikna égmeð þvf að
við örn séum sammála um að
nauðsyn sósialiskar báráttu á
Islandi verði stöðugt ljósari. Ég
hugsa að við séum lika sam-
mála um að sósialiskri hreyf-
ingu hefur ekki vaxið fiskur um
hrygg að sama skapi.
Það sem aftur á móti leiðir af
fullyrðingunni i stjórnmálaá-
lyktun Fylkingarinnar er að
hef jast verður handa um að efla
alþjóðahyggju meðal verka-
fólks. Sú staðreynd að enn
skortir mikið á i þessum efnum
gerir það enn nauðsynlegra að
leggja áherslu á að efla alþjóða-
hyggju meðal verkafólks .og
hafna öllum tilraunum til að
beina baráttunni inn á brautir
þröngsýnnar borgaralegrar
þjóðernishyggju.
Alþjóðleg þróun auð-
valdsins
önnur röksemd sem örn eign-
ar Fylkingunni er að „einokun
og alþjóðleg samþætting sé
eðlileg framþróun auðvalds-
kerfisins og sú þróun endi i só-
sialiskri byltingu”. Þessi rök-
semd er eina röksemdin sem
örn nefnir sem er i áttina við
það sem Fylkingin hefur haldið
fram. 1 túlkun Arnar er þessi
röksemd þó alltof mikið einföld-
uð og einhliða.Hiö einfeldnings-
lega andsvar Arnar er þó hálfu
verra. 1 hans augum er nóg að
benda á að auðvaldskerfið sé
„fullþroska” og „með heims-
valdaskeiðinu um aldamótin
sameinaðist heimurinn i eina
efnahagslega heild ... A Islandi
er þvi ekki eftir neinni þroskun
auðvalds að biða áður en unnt
verði að hefjast handa um bylt-
inguna”!! Ég sé ekki ástæðu til
að eyða orðum að ýmsum sér-
kennilegum hliðum á þessari
undarlegu samsuðu (t.d.<ér mér
ekki ljóst hvers vegna nauðsyn-
legt er að „efla sjálfstæði
islensku þjóðarinnar”, ef eina
verkefni sósiaiista er byltingin).
Það sem skiptir máli er að við
örn erum sammála um að auð-
valdsskipulagið hafi lokið sinu
sögulega hlutverki um siðustu
aldamót og þá hafi verið skap-
aðar forsendur fyrir sósialiskri
byltingu. En af þessu leiðir ekki
að auðvaldsskipulagið hafi ekki
þróast á þessari tæpu öld sem
heimsvaldastefnan hefur rikt.
(Það ætti að nægja að benda
Erni á þróun islenska þjóð-
félagsins á þessum tima.) Af
þessu leiðir ekki heldur að innan
auðvaldsskipulagsins eigi sér
ekki stað þróun i dag — og jafn-
vel framþróun á einstaka svið-
um.
Einokun,vaxandi samþjöppun
auðmagnsins og vaxandi
alþjóðleg verkaskipting eru
staðreyndir. Þessi þróun bygg-
ist á ákveðnum þróunarlögmál-
um, sem gilda i auðvaldsþjóð-
félaginu. Þessi lögmál grund-
vallast ekki einungis á eðli gild-
isframleiðslunnar, heldur einn-
ig þróun tækninnar og verka-
skiptingarinnar. Það er næsta
ómögulegt að hugsa sér að
verksmiðjuiðnaður sem skap-
aðist i Englandi á 18. og 19. öld
hafi orðið til án þeirrar heims-
verslunar, sem þá var búið að
skapa. Járnbrautir og stáliðju-
ver sem byggð voru á seinni
hluta siðustu aldar kröfðust
samruna auðmagnsins til að
hægt væri að leggja út i þessa
miklu fjárfestingu. 1 dag er svo
komið i einstaka iðngreinum
(t.d. tölvuiðnaði og flugvéla-
smiði) að voldug auðvaldsriki
eins og Frakkiand og Bretland
hafa vart bolmagn til að stand-
ast samkeppnina án alþjóð-
legrar samvinnu. A tungumáli
marxismans heitir þetta að
framleiðsluöflin veröi i auknum
mæli félagsleg og alþjóðleg og
þessi þróun stefni i þá átt að
brjóta af sér þær hömlur sem
einkaeignarrétturinn og skipt-
ing heimsins i fjölda þjóðrikja
setur þróun þeirra. Þessi þróun
framleiðsluaflanna er ekki
bundin við auðvaldskipulagið.
Þvert á móti, það er einnmitt
getuleysi auðvaldskipulagsins
tilaðyfirvinna þessar hömlur á
þróun framleiðsluaflanna, sem
takmarkar alla þróunarmögu-
leika þess. „Alþjóðleg samþætt-
ing” er ekki „eðlileg framþróun
auðvaldsskipulagsins”, heldur
eðlileg framþróun framleiðslu-
aflanna.
Reynslan sýnir að þessi fram-
þróun getur ekki orðið nema i
takmörkuðum mæli innan auð-
vald ss kipulagsins.
Það þarf ekki miklá þekkingu
á efnahagsmálum til að gera sér
grein fyrir þvi, að skipulag
heimsmarkaðarins er i dag
akkillesarhæll auðvaldsskipu-
lagsins. Næstum daglega berast
fréttir af kreppu dollarans,
gjaldþrotaástandi I einstökum
rikjum> kvörtunum yfir „ótil-
hlýðilegri samkeppni”, einhliða
verndaraðgerðum o.s.frv. Auk
allra annarra funda, hittast nú
æðstu menn stærstu heims-
valdarikjanna árlega og reyna
að lappa upp á skipulagið. A-
rangurinn hefur þó verið litill.
Þótt forystumenn auðvaldsins
geri sér mæta vel grein fyrir þvi
að hrun heimsmarkaðarins fæli
i sér efnahagslegt hrun eins og
1929, þá geta þeir ekki nema i
takmörkuðum mæli spornað
gegn vaxandi tilhneigingu ein-
stakra rikja til efnahagslegrar
einangrunar. (fsienskir iðnrek-
endur hafa undanfarin ár frætt
landslýð itarlega á þeim aöferð-
um sem notaðar eru i þessu
sambandi, til þess eins að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að þeir
njóti ekki nægjanlegrar vernd-
ar.)
Þjóðskipulag, sem byggist á
stéttarlegri og þjóðlegri kúgun
getur ekki skapað þá samstöðu
meðal þjóða beims, sem er for-
senda skipulegrar framþró-
unar og skynsamlegrar efna-
hagslegrar samvinnu. Barátta
fyrir þessu markmiði getur
aldrei falist i stuðningi viö ein-
angrunarstefnu af einhverju
tagi. Þvert á móti er nauðsyn-
legt að berjast gegn slikum til-
hneigingum, hvort sem þær
birtast i formi tollmúra, banni á
innflutningi erlends verkafólks
eða almennri baráttu gegn fjár-
festingu erlendra aðila. (Þessi
afstaða felur vitaskuld ekki i
sér að rangt sé að berjast gegn
einstaka fjárfestingu innlendra
eða erlendra aðila t.d. vegna
meingunar eða rányrkju.)
Framfarasinnað eðli só-
sialismans verður þvi aðeins að
raunveruleika að sósialistar
megni að skipuleggja alþjóð-
lega verkaskiptingu á hærra
stigi en þá sem rikir innan auð-
valdsþjóðfélagsins i dag. Hegð-
un skrifræðisins i verkalýðsrikj-
um A-Evrópu og Asiu er sönnun
þessa. Þeir herramenn, sem þar
ráða rikjum virðast keppa eftir
þvi að gera nauðsyn að dyggð.
Sú efnahagslega einangrun sem
heimsvaldastefnan neyddi upp
á þessi þjóðfélög varð að dyggð
„efnahagslegs sjálfstæðis”. öll
þessi riki hafa þó fyrr eða siðar
neyðst til að skriða út úr skel
sinni. — Þvi miður hefur
þessi nauðsyn skapað nýjar
dyggðir i augum skrifræðisins.
Verkaskipting milli verkalýðs-
rikjanna hefur skapað réttlæt-
ingu á þjóðlegri kúgun og þörf
þeirra fyrir tæknivörur frá auð-
valdsrikjunum hefur aukið póli-
tiska þjónustuþeirra við heims-
valdastefnuna.
Erlent auðmagn og
verkalýðsbaráttan
örn nefnir i grein sinni eina
röksemd sem honum virðist
vega þyngst gegn afstöðu Fylk-
ingarinnar. Hann spyr i grein
sinni hvort það sé „ekki augljóst
að Scheving-Thorsteinsson,
SIS, Gunnar Friðriksson og Co
eru miklu veikari andstæðingar
verkalýðsins en Kennecott, Uni-
lever, A.E.G. og viðlika auð-
hringir?” Þótt örn hafi þarna
verið það óheppinn að nefna
islenska aðila sem starfa sem
umboðsmenn erlendra auð-
hringja að miklu eða öllu leyti,
er engu að siður ljóst hvað örn á
við. Islenska auðvaldið er veik-
ara efnahagslega, pólitiskt og
hernaðarlega heldur en erlent
auðvald. En leiðir af þessu að
verkalýðsstéttin á Islandi eigi
auðveldara með að vinna sigra
gegn islenska auðvaldinu? Ef
við litum á launabaráttuna,
hljótum við að viðurkenna að
þeir erlendu aðilar sem reka
fyrirtæki hér á landi greiða há
laun. Það gerðist i vor leið að
erlent fyrirtæki sem vann við
byggingu Grundartangaverk-
smiðjunnar krafðist þess að
borga hærri laun en taxta
þeirra islensku iðnaðarmanna,
sem störfuðu hjá fyrirtækinu.
Með þessu er ég ekki að halda
þvi fram að erlendir auðhringir
séu æstir i að hækka laun verka-
fólks. Ég nefni þessi dæmi að-
eins vegna þess að þau afsanna
fullyrðingu Arnar. Það er ekk-
ert einfalt samband á milli
efnahagslegs styrks einhvers
fyrirtækis og baráttumöguleika
verkafólks. Aftur á móti er á-
kveðið samband á milli fjárfest-
ingar, eftirspurnar eftir vinnu-
afli og möguleika verkafólks til
að ná fram kjarabótum. Að þvi
leyti sem fjárfesting erlendra
aðila eykur eftirspurnina eftir
. vinnuafli og yfirbjóða vinnuafl,
auðvelda þeir baráttu verka-
fólks. Það er augljóst.
útlenskir vitsmunir
Lenins
Það er algengt hér á landi að
þegar menn komast i rökþrot,
þá skamma þeir andstæðinginn
fyrir að vera með útlenskar
skoðanir. Þetta er einkar auð-
velt. Sósialisminn, jafnaðar-
stefnan, samvinnuhreyfingin, i-
haldsstefnan, frjálshyggjan og
hin þröngsýna þjóðernisstefna
er útlensk. Enginn Islendingur
hefur haft bolmagn til að leggja
fram neitt markvert i þeim efn-
um.
Einnig örn fellur ofan i þessa
gryfju og skammast út i Fylk-
inguna fyrir að „þyða......
fræðikenningar sinar hrátt úr
erlendum bókum, i stað þess að
smiða þær úr þeirri þjóðfélags-
baráttu, sem þó er á islandi.”
Ég verð að viðurkenna að
þetta er að miklu leyti rétt. Ég
sé reyndar ekki betur én að
þetta gildi einnig um skoðanir
Arnar þótt hann sæki hugmynd-
ir sinar frekar til hugmynda
skrifræðisins i verkalýðsrikjun-
um, heldur en til hugmynda só-
sialiskra byltingarmanna. Ég
held einnig að við örn verðum
að viðurkenna að hvorugum
okkar hefur auðnast að „smiða
fræðikenningu” og látum okkur
þvi að mestu nægja að kynna
okkur útlenskar fræðikenningar
og beitum þeim til að mynda
okkur skoðanir á islenska þjóð-
félaginu. (Ég er svo forhertur i
þessum efnum að ég hef atvinnu
af þvi að kenna islenskum ungl-
ingum þau alútlensku fræði sem
kallast stærðfræði, og það alveg
hrátt).
Eins og oft vill verða, er mis-
skilningur og afskræming eina
„suðan” sem erlendar fræði-
kenningarfá i meðförum Arnar.
I grein sinni dregur örn Lenin
fram úr pússi sinu og notar hann
til að „sýna fram á” að það sé
sjálfsagt fyrir marxista að „efla
sjálfstæði islensku þjóðar-
innar”.
Fyrir mitt leyti ber ég mikla
virðingu • fyrir skoðunum
Lenins. Engu að siður finnst
mér helst til „hrátt” að benda
einungis á að Lenin hafi sagt
þetta eða hitt. Það nægir ekki til
að sannfæra mig. Ég ber aftur á
móti það mikla virðingu fyrir
skoðunum Lenins, að mér finnst
ástæða til að verja þær gegn af-
skræmingu Arnar, Lenin sagði
nefnilega aldrei neitt, sem gefur
tilefni til að ætla, að hann berð-
ist alltaf fyrir þvi að „efla sjálf-
stæði” þjóða, eða gegn fjárfest-
ingu erlendra aðiia. örn bendir
meira að segja á það sjálfur að
hjá Lenin merkti sjálfsákvörð-
unarréttur þjóða einungis rétt
til pólitisksaðskilnaðar, þ.e. rétt
nýlendna og þjóðarbrota til að
mynda pólitiskt sjálfstætt þjóö-
riki.
Það er augljóst að islenska
þjóðin hefur þennan ré'tt
og það er ekkert sem bendir
til þess að hún sé i þann veginn
að missa hann. Jafnframt þvi
sem Lenin áleit baráttuna fyrir
sjálf sákvörðunarrétti þjóða
mikilvæga, benti hann á að
þessi stefna fæli ekki nauðsyn-
lega i sér aö barist skyldi fyrir
þvi, að þjóðir heims notuðu
þennan rétt sinn. A sömu siðu og
örn vitnar i segir Lenin aö:
„þessi krafa (um sjálfsákvörð-
unarrétt þjóða) er þess vegna
ekki jafngild kröfunni um að-
skilnað, sundurlimun og mynd-
un smárra rikja”. Það hvarfl-
aði enn siður að honum aö kraf-
an um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða fæli i sér kröfuna um
efnahagslegan aðskilnað, eða
efnahagslega einangrun.
Ég skal viðurkenna að ég hef
þýtt þessi fræði Lenins hrátt. Ég
er þó I þeim efnum einu skrefi á
undan Erni, sem þýðir Lenin
rangt.
Það er i tisku meðal vinstri
manna á Islandi að nota Rósu
Luxemburg til að berja á Lenin.
Það er þess vegna ekki úr vegi
að geta þess hér að Luxemburg
var alla tið andstæðingur kröf-
unnar um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða og taldi hana afturhalds-
sama vegna þess að aukinn
efnahagslegur og þjóðfélags-
legur samruni þjóða væri sögu-
lega framfarasinnaður. Eins og
sjá má af þessu dæmi, verðum
við sem þýðum hrátt aö nota
okkar takmörkuðu islensku
skynsemi til að velja og hafna
þeim útlensku fræðum sem eru
á boðstólum. Ég fyrir mina
parta hef valið afstöðu Lenins i
þessum efnum. Aftur á móti
verð ég að viðurkenna að ég ber
mun meiri virðingu fyrir af-
stöðu Rósu Luxemburg, heldur
en afstöðu þeirra manna sem
telja að verkefni sósiaiista sé að
„efla sjálfstæði islensku þjóðar-
innar” með þvi að berjast gegn
fjárfestingu erlendra aðila á Is-
landi. Ég hef reyndar aldrei
skilið hvernig þetta tvennt fer
saman. Allar þær „islensku” at-
huganir sem ég hef gert á is-
lenska þjóðféiaginu benda þvert
á móti i þá átt að innstreymi
erlends fjármagns og þátttaka
ISlands íhinni alþjóðlegu verka-
skiptingu hafi alla tið verið
undirstaða efnahagslegra fram-
fara hér á landi og sjálfstæðis
þjóðarinnar. En það er sjálfsagt
vegna þess að ég hef aldrei
skilið þá islensku rökfræði sem
örn Ólafsson aðhyllist.
Asgeir Uanielsson.