Þjóðviljinn - 21.09.1978, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 21.09.1978, Qupperneq 11
Fimmtudagur 21. september 1978 >JÓÐVILJ1NN — SIÐA 11 „Bruggkútar í brenni- steinsbólstrum” BLAÐAMAÐUR „Le Nouvel Observateur” segir frá íslandsferö sinni Meðal þeirra eriendu frétta- manna, sem gistu island meðan óvissan um stjórnarmyndun var sem mest, var Francois Caviglioli, blaðamaður franska vikuritsins „Le Nouvel Observateur”. Sennilega hefur hann verið aö biða eftir stórtið- indum, en þegar þau gerðust ekki, virðist hann hafa snúiðl öllu upp i spaug, og skrifaði hann siðan þá kostulegu grein, sem birtist í blaði hans 11. september og hér fer á eftir. Það leynist ekki að hann hefur séð island mjög skáldlegum augum, en ekkert þarfnast þó sérstaklegra skýringanema það helst að hann hefur sett þorra- blót i samband við dýrkun Þórs þrumuguðs. A leiðinni til Húsavikur benti leiðsögumaðurinn okkar, ung stúlka með bleikt hár eins og sólskin viö heimskautsbaug, á hús meö grænmáluöu báru- járnsþaki: „Þetta er yngsti bærinn i sveitinni”, sagði hún, „hann hefúr ekki verið þarna nema siðan 1250”. Skömmu sið- ar sýndi hún okkur einhverja skelfilegasvarta keilu, þar sem ýlfrandi reykir smugu vlt um glufur: „Þetta er ungt eldfjall. Það eru varla fjögur þúsund ár siðan það myndaðist”. HUn tal- aði um það eins og nýfætt ung- lamb. Eins og allir landar hennar, lifir þessi litla islenska stúlka i timakvaröa jarðsögunnar. Það er i gauðrifnum, rjúkandi iðrum jarðar, sem hún les fortfð sina og framtiö. Landið hénnar, eyj- an hennar, er ennþá i mótun. Is- land nötrandi af jarðskjálftum og sveipaö reykjarmekki, sem helviti spýr upp, er upphaf heimsins og endir. Islendingar búa ekki á eldfjalli, þeir búa meö eldfjöllum. Og þeir eru hvergi smeykir. Þetta eru gamalkunn skrýmsli, sem nauðsynlegt er að h^fa augun á eins og villidýrum. Þeir eru heldur ekki hræddir viö jarðskjálfta, þvi þegar öllu er á botninn hvolft eru steinar lif- andi verur eins og dýr og menn, og verða að teygja Ur sér. Islendingar óttast. aðeins tvennt: aö sóknarpresturinn standi þá að sumbli og guðinn Þór fyrtist. í fyrra tilvikinu neyddust þeir til að fela brugg- kútinn annars staðar, og það siðara táknaði endalok tslands, þ.e.a.s. heimskringlunnar. í kirkjunni sinni rauöri og gulri, sem er eins og leikfang skiliðeftir á svörtu hrauni mitt i brennisteinsbólstrum heljar, er sálusorgari Mývatns einmitt að bogra yfir bruggkút. Gerði hann kútinn upptækan hjá einhverju sóknarbarni sinu? Nei, hann á hann sjálfur. Hann bruggar hátiölega brennivin úr kartöfl- um, en það er eins konar ákaviti islenskt. i,Það er fyrir fimmta janúar”, sagði hann án þess að lita upp Ur verki sinu. „Er það kannske minningarhátið um heilagan mann á tslandi?” — „Nei alls ek'ki”, svaraði hann gremjulega, „það erhátiö guðs- ins Þórs!” Fyrir ofan þorpið — en það er einungis bensinstöö, hótel og krambúð, þar sem hægt er aö kaupa nagla, kóka kóla, óáfeng- an bjór og is sem er bragðlaus eins og nýfallin mjöll á jöklum — gnæfir grimmUölegt eldfjall, sem spýr, gneistar, slefar og ýl- ir. Þaö er auöskiliö að jafnvel lúterskur prestur skuli hugsa sig um tvisvar áður en hann fer aö ögra fornum guðum vikinga. „En fari svo að áfengur bjór verði leyföur, banna ég fólkinu hér aö snerta viö honum. Og sé það ekki nægilegt, skal ég byrgjaveginn”. Hvaða guðræð- ur rikjum við Mývatn? Hótelið heitir „Reynihlið”. t anddyrinuertilkynningtil gesta á fjórum tungumálum: „Ef þér sjáið grænt blys skuluð þér ekk- ert óttast, heldur fara að ganga frá farangrinum. Ef þér heyrið i sirenu skuluö þér stökkva upp i bifreið og aka til Akureyrar án þess að taka nokkurt tillit til reglna um hámarkshraöa. Ef þér hittiö gangandi fólk. á leið- inni skuluö þér gefa þeim far eftir þvi sem unnt er”. Þessi til- kynning er vitanlega einungis ætluð Utlendingum, sem óvanir eru umbrotum jarðarinnar. En það hefur enginn séð tslending svo mikið sem snúa sér i rúminu við þaö að eldfjall fari aö gjósa. tslendingar virða leyndardóma sköpunarverksins. Þeir erueinu ibúar hnattarins, sem eru nægi- lega litillátir tií að skilja að jöröin hefur ekki hætt iöju sinni við fellingar, sprungur og landrdi viö það eitt aö maður- inn kom fram á sjónarsviðiö. 1 Vestmannaeyjaklasanum leiddist ibUum bæjarins Heima- eyjar. Þeirra eigið eldfjall. Helgafell — fjalliö heilaga — hafði blundað i drykklanga stund — nokkur þUsund ár. Það lét sér nægja að grýta steinvöl- um ööru hverju — hraundröng- um sem vógu mörg tonn. Þetta voru aðeins búralegir hnerrar En loks vaknaöi fjallið aðfara- nótt 23. janúar 1973. Tuttugu Dreypifórn handa guðtnum Þór gigar tóku að bombardera bæ- inn, og reykjarmökkurinn reis upp i tiu kUómetra hæö. Eyjan nötraði öll af jarðskjálftum. En ibúar Heimaeyjar tóku rólega saman eigur sinar. Þeir gleymdu ekki fjölskyldumynd, isskáp, sauðkind né harðfiski. Það varöekkert manntjón. Ein- ungis vondir tamningamenn enda i gini ljónsins. Yfirvöldin i Reykjavik, sem orðin eru kveifarleg vegna bU- setu á svæði sem er stöðugt að kaUa, skipuöu þeim að yfirgefa eyna flugleiðis. En þeir flýttu sér að snú þangaö aftur, hreinsa búrtu tíu metra þykkt hraunlag sem þakti bæinn og endur- byggja hUsin. Nú eru þeir ánægðir. Höfnin þeira, sem grjótskriður Ur eldfjallinu lok- uðu að nokkru leyti, er nú skjól- betri en áöur. NU hafa þeir lika annað eldfjall, Kirkjufell, sem er hraustlegra og virkara en hiö eldra, og hjúpaö angandi brennisteinsgufum. Þar eruhol- ur, þar sem hægt er að steikja kind i heilu lagi, og eru þær i beinum tengslum viö innsta kjarna jarðarinnar. „Hafið þér varnarblys, sirenur?” — „Til hvers?” svarar presturinn, sem virðist enn svartur af sóti. „Nýlega fór ég aftur að glúgga i Pliniusyngra, og þar er eitt sem ég sil ekki. Hvers vegna sneru ibUar Pompei ekki aftur heim til sin?” En sleppum nú þessum jarð- sögulegu timum og snúum okk- ur að tiðindum liðandi stundar. Alveg nýlega gaf nýr höfundur Ut gagnmerka tslandssögu. Það var Ari Þorgilsson og kom bókin Ut árið 1112. Það mætti alveg eins segja að þetta hefði gerst i siðustu viku — i þessu landi þar sem enn er hægt aö finna berg- mál af hinum mikla hvelli upp- hafsins. Vegna þeirra,sem hafa áhuga áhverfulum fyrirbærum líðandi augnabliks, mætti einnig benda á að nú er torleyst stjórnar- kreppa á tslandi. Vandamáhð •er alvarlegt. A að leyfa tslend- ingum að drekka áfengan bjór? Alþýðubandalagið — felenski kom múnistaflokkurinn — er tregt til þess, en frjálslyndir eru þvi hlyntir, með ýmsum blæbrigöum þó. Þetta er mál sem tekur nokkra mánuði, einn tiumiljónasta úr einum hundr- aðasta úr sekúndu í ómælisvidd- um Timans, sem kemur úr framtiðinni, sem er ekki ennþá til, fer i gegnum nútimann sem hefur engan varanleika og hverfur inn i fortiöina, sem er ekki lengurtil,svo notuö séu orð AgUstini helga. Kannske talaði heilagur AgUstinus um tsland. Vestmannaeyingar urðu hvergi smeykir. & & & & & & Lærið , * .cid & * dansa Vjjf Eðlilegur þáttur i almennri mennt- un hvers einstaklings ætti að vera að læra að dansa. Ath.: Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru i dansinum. Aukaafslátt- ur ef foreldrar eru lika. Innritun stendur yfir. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Reykjavik, Seltjarnarnes, Kópa- vogur, Hafnarfjörður, Mosfells- sveit: 20345-24959-38126-74444-76624. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Reykjavik, Kópavogur, Hafnar- fjörður, simi 41557 Dansskóli Sigvalda Reykjavik, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Mosfellssveit, simar 84750- 53158-66469. % * % * * * % * DANSKENNARASAMBAND ISLANDS TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi y>PASr0 w -Z- c 2 Mulningsvél til sölu Universal CSE 1024, ásamt sambyggðum mötunar og hörpunarbúnaði. Upplýsingar hjá véladeild Vegagerðar rikisins á Reyð- arfirði og i Reykjavik. Skrifleg tilboð berist skrifstofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h. 3.okt. 1978, merkt: tJtboð nr. 2432/78. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Auglýsingasíminn er 81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.