Þjóðviljinn - 21.09.1978, Síða 16
I
JQÐVIUINN
Fimmtudagur 21. september 1978
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa
tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðs-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Skipholti 19, R. 1 BUOIIM
simi 29800, (5 Unurl^w /
Verslið í sérvershin
með litasjónvörp
og hljómtœki
Hjáimar Bárðarson: Kin-
róma endurkjörinn formað-
ur IMCO-nefndarinnar um
öryggi fiskiskipa.
Alþjódanefndin
um öryggi fiskiskipa
Hjálmar
Bárdar-
son end-
urkjörinn
Þessa viku er i aðalstöðv-
um Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar (IMCO) i
London haldinn 21. fundur i
nefnd IMCO um öryggi fiski-
skipa.
1 upphafi fundarins var
Hjálmar Bárðarson, sigl-
ingamálastjóri, einróma
endurkjörinn formaöur
nefndarinnar til eins árs. I
frétt frá utanrikisráðuneyt-
inu segir aö meginverkefni
þessa fundar sé að fjalla um
ýmis atriði er varða fram-
kvæmd alþjóðasamþykktar-
innar um öryggi fiskiskipa,
sem gerö var á alþjóðaráð-
stefnu á Spáni vorið 1977, og
semja alþjóðleg ákvæði um
öryggi fiskiskipa minni en 24
metra að lengd eða um það
bil 100 brúttó rúmlesta, en til
þeirra nær alþjóðasam-
þykktin frá 1977 ekki.
J ár nidnadar menn:
FAGNA AFNAMI
KAUPRÁN SL AG A
Járniðnaðarmenn í
Reykjavik gerðu nýlega
samhljóða samþykkt á
félagsfundi um að fagna
aðgerðum rikisstjórnar-
innar i kjaramálum. Ef
rikisstjórninni tekst að
halda markaðri stefnu
telja járniðnaðarmenn
að unnt verði að tryggja
frið á vinnumarkaði og
fulla atvinnu
Samþykkt járniðnaðarmanna
hljóðar svo:
„Félagsfundur i Félagi járn-
iðnaöarmanna haldinn 18. sept.
1978 fagnar afnámi laga nr. 3, 17.
feb. 1978 og nr. 63. 24. mai 1978 um
skeröingu verðlagsbóta á laun.
Með afnámi laga þessara hefur
verkafólk i Alþýðusambandi Is-
lands unniö mikilsveröan sigur i
kjaradeilu og fengið staðfest að
hægt er aö nota kjörseðilinn sem
vopn i kjarabaráttu.
Jafnframt fagnar félagsfund-
urinn ráöstöfunum stjórnvalda
sem auka kaupmátt vinnulauna
almennra launþega, svo sem
niðurfærslu verölags og afnámi
söluskatts af matvörum.
Félagsfundur Félags járniðn-
aðarmanna væntir þess að ný
rikisstjórn viðhaldi kaupmætti al-
mennra vinnuiauna og stefni að
auknum kaupmætti vinnulauna
m.a. með áframhaldandi niður-
færslu verðlags á nauðsynjavör-
um.
Félagsfundur Félags járniðn-
aðarmanna telur að með sllkri
stefnu verði tryggður friður á
vinnumarkaði og full atvinna”.
Rækjuveiðar hefjast í október:
í fyrsta sinn hæni kvóti
á Húnaflóa en í Djúpi
Geysilegt seiðamagn í Djúpi og Arnarfírði en rækju-
stofninn í góðu ásigkomulagi
Kækjustofninn hefur nú i nokkur
ár verið í sama horfi og veröur
leyft að veiða svipað magn og
áður. Hins vegar hefur geysilegt
seiðamagn fundist i tsafjarðar-
djúpi, allt að 30 þúsund seiöi á
togtima, og einnig i Arnarfirði og
verður beðið með ákvörðun um
hvenær veiöar geti hafist á
þessum stöðum þar til Dröfnin
hefur kannað þau nánar. t Húna-
flóa hefjast veiðar 1. október og
er nú i fyrsta sinn leyfður hærri
kvóti þar heldur en I tsafjarðar-
djúpi eða 2500 lestir á móti 2400
lestum i Djúpi. Þessar upplýs-
ingar gaf Jón B. Jónasson I sjávar
útvegsráðuneytinu en þvlbárust i
gær tillögur Hafrannsókna-
stofnunarinnar hvernig rækju-
veiðum skuli háttað I ár. Það er
algild regla að fara i einu og.öllu
eftir þeim tillögum.
1 Patreksfirði og Tálknafirði
hefur fundist sáralitil rækja og er
lagt til að þeir verði lokaðir i ár. I
hitteðfyrra veiddust þar 100 lestir
en veiðin brást í fyrra.
1 Arnarfirði er lagt til að kvót-
inn verði 570lestirenhann var 600
lestir i fyrra. Þá veiddust þar 520
lestir.
I Isafjarðardjúpi er lagt til að
kvótinn verði 2400 lestir en hann
var 2500 lestir i fyrra en þá var
farið fram yfir og veiddar 2680
lestir.
1 Húnaflóa eru gerðar tillögur
um 2500 lesta kvóta en hann var
2000 lestir i fyrra. Þá veiddust
2070-2080 lestir.
A öxarfiðri er lagt til að kvót-
inn verði 900 lestir á móti 850
lestum i fyrra og geta veiðar
hafist þar 1. október.
Á Berufiröi eru gerðar tillögur
um 85 lesta kvóta og er það meira
en verið hefur áður og á Reyðar-
firði er nú i fyrsta sinn settur
kvóti og verður hann 75 lestir.
Um 95 bátar munu stunda
rækjuveiðar að þessu sinni þar af
um 40 i Djúpi og 25-30 á Húnaflóa.
Auk þess sem nú hefur verið taliö
upp verða stundaðar veiðar á út-
hafsrækju og eru llkur á að um 15
bátar verði á þeim veiðum fyrir
norðan land og við Eldey. Jón
sagði að ekki væru fyrirhugaðar
neinar meiri háttar breytingar I
sambandi við stjórnun veiðanna.
—GFr
Benedikt Gröndal: Flytur
ræðu á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna á þriðju-
daginn kemur.
Utanríkisráöherra
á þing Samein-
uðu þjóðanna
Flytur
jómfrúr-
ræðuna
26. þ.m.
Benedikt Gröndal, utan-
rikisráðherra, hélt vestur
um haf slðdegis I gær til þess
að sækja 33. alisherjarþing
Sameinuöu þjóðanna, sem
hófst nú i vikunni, og mun
hann sitja þingið til 2.
október nk.
Ráðherra mun taka þátt i
hinni almennu umræðu
þingsins og er ráðgert að
hann flytji ræðu sina nk.
þriðjudag 26. þ.m.
1 för með ráðherranum er
Hörður Helgason, skrifstofu-
stjóri utanrikisráðuneytis-
ins.
Flugleiðir skapa nytt fordæmi:
Segja upp starfsfólld
67 ára og eldra
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur hefur mótmælt
Stjórn Flugleiða hefur nú skap-
að nýtt fordæmi hérlendis og hef-
ur ákveðið að segja upp starfs-
fólki sinu sem náð liefur 67 ára
aldri. Mikil óánægja er rikjandi
meðal alls starfsfólks félagsins
með þessa raðstöfun og stjórn
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavikur hefur þcgar sent
Flugleiðum bréf með mótmælum.
Um 20 starfsmenn Flugleiða
eru nú á þessum aldri og hafa
sumir hverjir þjónaö félaginu af
trúmennsku i' áratugi. Þeim er nú
launaö með þvi að vera kastað á
kaldan klaka. Ellilifeyrir er nú
44.400 krónur en eftirlauna-
greiðslur úr lifey rissjóðum
verkalýðsfélaganna hefjast ekki
fyrr en fólk nær sjötugsaldri.
Karl Steinar Guðnason formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavikur sagði i samtali við
Þjóðviljann i gær, að þetta mál
yrði tekið föstum tökum þvi aö
hér væri um algert grundvallar-
atriði aö ræða.
-GFr
Antikmálið:
Ákæra birt næstu daga
„Antikmálið” svonefnda, sem
Saksóknari rikisins visaði I vor
tii Sakadóms, er nú á lokastigi
þar. Að sögn Gunnlaugs Briem
sakadómara verður málið þing-
fest og ákæra birt i þvi mjög
fljótlega, eða einhvern næstu
daga.
Málið snýst um meint misferli
i sambandi við innflutning á
,,antik”-húsgögnum og var
Björn Vilmundarson leystur frá
störfum sem forstjóri Ferða-
skrifstofu rikisins á sinum tima
vegna þessa máls. Forstjóra-
staðan var auglýst nýlega og
var Kjartan Lárusson skipaður i
hana, en hann hefur gegnt for-
stjórastarfinu frá þvi að Birni
var vikið úr starfi.
Bannsvæðið sést á þessari mynd merkt tölustöfunum.
Bann yid tog-
veiðum í Djúpál
Sjávarútvegsráðuneytið
hefur i dag gefið út reglu-
gerð um bann við togveið-
um i Djúpál. Samkvæmt
reglugerð þessari eru
veiðar með botn- og flot-
vörpu bannaðar á svæði
sem markast af línum
dregnum milli eftir-
greindra punkta:
f. 66 gr. 42,5 N 24 gr. 23 V
2. 66 gr. 43,5 N 24 gr. 10 V
3. 66 gr. 39,5 N 24 gr. 03 V
4. 66 gr. 38,0 N 24 gr. 15 V
Svæði þetta er hið sama og Haf-
rannsóknastofnunin lokaði hinn
14. september s.l. i vikutima
vegna þess að vart hafði orðið
smáþorsks i afla skuttogara á
þessu svæði. Athuganir sem hafa
verið gerðar á svæðinu siðan
leiddu i ljós, að hlutfall smá-
þorsks á svæðinu er enn mjög hátt
og er þvi gripið til þessa ráðs að
loka svæðinu fyrir togveiðumum
óákveðinn tima.