Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 3
Tíu persónuleíkar
Williams Milligan
A síðasta ári greip ó-
hugur um sig meðal fólks f
háskólanum í Ohio. A f jór-
um mánuðum hafði fjór-
um konum verið rænt. Þær
voru neyddar til að útvega
peninga og síðan var þeim
ekið upp í sveit og nauðgað.
Dularfull símahringing
til lögreglunnar og vitnis-
burður eins fórnarlambs-
ins leiddu til handtöku tutt-
ugu og þriggja ára gamals
manns að nafni William
Milligan.
I fyrstu virtist ekkert óvenju-
legt vera viö þennan unga mann.
En hann haföi átt i ýmsum erfiö-
leikum. 1 æsku var honum nauög-
a&. Eftir mánaBar þjónustu var
hann rekinn úr hernum. Hann átti
sifellt í útistöBum viö atvinnurek-
endur og yfirvöld.
Billy sefur, ég er David
Mynd þessi breyttist þó heldur
hressilega, þegar geörannsókn
var gerö á manninum. Þegar geö-
læknirinn kallaöi hann Billy,
svaraöi hann þvi til aö Billy væri
sofandi, nú væri hann David. Leit
þá helst útfyrir aö maöurinn væri
samsettur úr fleiri en einum per-
sónuleika.
Sérfræöingar voru kallaöir til
aöstoöar og ráölegginga. Einn
þeirra haföi til meöferöar mann-
eskju sem skiptist i sextán per-
sónuleika.
William Milligan: Alltaf þegar ég
kemst til sjálfs mins, er ég kom-
inn i eitthvert klandur.
Hann er ónærgætinn og tekur ekki
minnsta tillit til annars fólks.
Danny og Christopher eru
rólegir og kurteisir unglingar.
Tommy er sextán ára og þjáist
af þunglyndi og ýmsum ge&brest-
um.
Konan i Milligan
Geölæknum til mikillar undr-
unar reyndist nauögarinn i Milli-
gan vera lesbisk kona, Adelena aö
nafni. Var hún nitján ára gömul
ávarpaöi Billy spratt hann upp úr
stólnum og sagöi:
„Alltaf þegar ég kem til sjálfs
mins, er ég kominn I eitthvert
klandur. Ég vildi óska aö ég væri
dauöur.”
Bernska Billys
Margskipting persónuleika
Milligans viröist vera örþrifatil-
raun til aö ráöa viö þversagna-
kenndar tilfinningar meö þvi aö
skipta þeim ni&ur á tiu staöi.
Viröist hún eiga rætur sinar aö
rekja til æsku Billys.
Foreldrar hans störfuöu i
skemmtii&naöi á Flórida. Þegar
Milligan var þriggja ára aö aldri,
framdi faöir hans sjálfsmorö.
Stjúpfaðir hans misþyrmdi
móðurinni og misnota&i litla
drenginn kynferöislega. Hótaöi
hann aö grafa Billy lifandi ef
hann segöi frá.
A unglingsárum slnum átti
hann til aö ganga i gersamlegri
leiöslu um götur Ohio-borgar.
Eitt sinn var hann handtekinn
fyrir þjófnaö, i annaö sinn fyrir
nauögun. Tókst honum erfiölega
aö haldast I nokkurri vinnu.
Bati?
Fæstir eru i nokkrum vafa um
aö Milligan sé mjög sjúkur, en þó
er óvist hvort hægt sé aö leiöa
hann fyrir rétt.
Einn sérfræöinga áleit persónu-
leika Milligans nú nógu sam-
ræmda til aö hægt væri aö leiöa
hann fyrir dómstóla. Var þvi á-
kveöiö aö réttarhöld skyldu hefj-
ast I desember.
En fyrir stuttu klofnaöi Milli-
gan á ný.
^ JL, t- ^ »1 /rt A CtKf
YOW i-'K? JctSAiA
X i-ivý ydiA
m? AóItct 5^; <3**3 ^ "íp Hs
C»W*«W
Teikning eftir Christene, þriggja ára.
Teikning eftir Biliy sjálfan. af Móses.
Tíu persónur
Milligan reyndist hafa tiu per-
sónuleika. Voru þaö átta karl-
menn og tveir kvenmenn:
Christene er viökvæm, litil
þriggja ára stúlka.
Arthur er ákve&inn ungur maö-
ur. Hann talar meö breskum
hreim og reynir aö bæta fyrir
misgjöröir hinna niu persónuleik-
anna.
AB sögn sérfræöinga þeirra sem
hafa Milligan til meöferöar,
skiptir hann um málróm, svip-
brigði og jafnvel teiknistil hvenær
sem hann fer á milli persóna.
Ragen er tuttugu og þriggja ára
og talar meö slavneskum hreim.
þegar hún nauögaöi kvenstúdent-
unum fjórum i fyrra.
Allen er átján ára aö aldri og er
gæddur listrænum hæfileikum
Hann er sá eini af timenningun-
um sem reykir tóbak.
David er niu ára hræddur litill
strákur, sem hefur veriö misnot-
aöur. Er taliö aö hann hafi hringt
til lögreglunnar á sinum tima og
ljóstrað upp um Milligan. Byggist
sá grunur á þvi, aö miöi meö
simanúmeri lögreglunnar fannst
viö simann á heimili Milligans.
Billy sjálfur
Billy „sjálfur” hefur blundaö
aö mestu undanfarin sjö ár. Hann
er fullur sektartilfinningu og
hatri á sjálfum sér.
1 fyrsta sinn sem ge&læknirinn
Ragen-inn i honum gekk til lög-
fræöings sins og áfhenti honum
mynd af brúöu, sem hengd var I
snöru fyrir framan brotinn spegil.
Þremur dögum siöar sat Arthur
viö stjórnvölinn og spuröi lög-
fræöinginn hvaö gerst heföi og
hvernig mætti hafa gætur á hin-
um persónuleikunum niu.
Taliö er aö álagiö á Milligan
hafi veriö of mikiö og efast sumir
um aö hann eigi von um bata. Er
hann sjálfur einn þeirra.
Tommy orti ljóö þar sem hann
sagöist vera leiöur yfir aö eyöa
tima sérfræöinganna. Sjálfur
væri hann ljóö sem ekki gæti rim-
a&. Þeir skyldu snúa sér aö ööru;
hann sjálfur myndi eyöast, eyö-
ast.
(E.S. endursagöi.)
Sóldrifið þríhjól
Þetta tveggja sæta þrihjól er hannaö af umhverfisverndarmönnum og
gengur fyrir sólarorku. Þaö sem einkum stendur slikum farartækjum
fyrir þrifum ennþá er framleiösiukostnaöurinn. Þrihjóliö á myndinni
er t.d. fáanlegt fyrir svipaö verö og litili bill. Þaö stenst þvl engan veg-
inn samkeppni viö eiturspúandi blikkbeljur, hvaö sem slöar veröur.
og borðstofu-
húsgögn
Borð 80x120 cm kr. 68.000
L-----no C|n kr ^
StóU kr. 19.800
Húsgagnadeild
A A A A A A
Jón Loftsson hf.
_J i_U.I
_j uunrjj i
_ _jUi .iDD.rn'
Hringbraut 121 Sími 28601
Landsýn
flytur
Ferðaskrifstofan Landsýn hefur flutt alla
starfsemi sina að Austurstræti 12, i
húsnæði Samvinnuferða.
Simanúmer okkar er 27077.