Þjóðviljinn - 17.02.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.02.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. febrúar 1979 á sunnudag efni m.a. Heyrt og séð á heimsfriðarráðs tefn u j,.__ i Árni Bergmann skrifar frá A -Berlín Ríkarður O. Pálsson skrifar um tónlist í útvarpinu Gildi hreyfingar k - inn Dr. Mihail Bobrof m JSfflSBBfii. v* þjálfari Breiðabliks skrifar um almenningsíþróttir iW. x Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður skrifar um hámenningarvita og lágmenningarvita -i Er veðurfar i heiminum að breytast? Skandinavar reka kerfisbundna, áróðurspólítík Helgarviðtalið er við Indriða G. Þorsteinsson Viðtal við Dizzy Gillespie Við höfum vel efni á að sýna Færeyingum samstöðu í þeirra lífsbaráttu Úr rœöu Kjartans Ólafssonar á Alþingi um samninga um fiskveiðiheimildir við Fœreyinga f umræðum sem fyrir skemmstu urðu á þingi um samning við Færeyinga um f iskveiðiheimildir, lýsti Kjartan Ólafsson þeirri afstöðu, að hann vildi styðja staðfestingu þeirra samninga sem gerð- ir höfðu verið við Færey- inga — enda þótt hann tæki það fram að ýmislegt væri ámælisvert við vinnubrögð þau sem viðhöfð voru í þessari samningsgerð. Algjör sérstaða Kjartan sagbi, aö ef til vill væri hreinlegast aö veita engar veiöi- heimildir til útlendinga, en hann vildi gera afdráttarlausan greinarmun á Færeyingum ann- ars vegar og öllum öörum erlend- um þjóöum hins vegar. Siöan sagöi Kjartan: Ég tel, aö viö eigum sem fyrst aö losa okkur viö samningana viö bæöi Norömenn og Belga, en ég fellst ekki á þaö, aö sköpum geti skipt fyrir okkur hvort Færeying- ar fá aö veiöa hér 1—2% þorskafl- ans og 1—2% loönuaflans, ef viö veiöum sjálfir svo sem 98% þess afla af þorski og 98% þess afla af loönu, sem veitt veröur á Islands- miöum. Sérstaöa Færeyinga er aö mfnu viti alger, þó ekki væri nema af tveimur ástæöum. I fyrsta lagi eru þeir algerlega háöir fiskveiöum, meira aö segja enn haöari fiskveiöum en viö íslendingar, en hjá öllum öörum þjóöum, sem viö höfum átt f samningum viö um fiskveiöar á undanförnum árum, þá eru tekjur af fiskveiöum aöeins örlftiö brotabrot af þjóöartekjunum. Þetta eitt út af fyrir sig vegur mjög þungt. i þágu EBE? 1 ööru lagi, Færeyingar eru eins og viö gömul nýlenduþjóö, sem enn hefur ekki tekist aö brjóta sér braut til fulls stjórnarfarslegs sjálfstæöis og ibúatala f Færeyj- um er reyndar innan viö fjóröungur af okkar íbúafjölda nú, sem flestum þykir þó vera ær- iö smár. Erlendur Patursson, forystumaöur Þjóöveldisflokks- ins i Færeyjum, hefur bent á þaö, aö veröi Færeyingar algerlega útilokaöir frá veiöum viö Island, þá veröi þeir fyrir bragöiö enn háöari Efnahagsbandalagi Evrópu. Þau rök hafa helst veriö færö fram fyrir þvi aö útiloka Færey- inga algerlega af Islandsmiöum, aö þeir leyfi Efnahagsbandalagi Evrópu, fiskiskipum frá aöildar- rlkjum þess aö veiöa mikinn fisk á sinum eigin heimamiöum og þess vegna séum viö I rauninni aö afhenda Efnahagsbandalaginu þann fisk, sem Færeyingar veiöa hér. Þannig séum viö aö hleypa Bretum og Þjóöverjum hér inn- um bakdyrnar. En lítum á þetta nánar. Dettur mönnum í hug, aö Færeyingar geri þaö aö gamni slnu aö veita skipum Efnahags- bandalagsins heimildir til veiöa viö Færeyjar I svo miklum mæli sem þar er um aö ræöa? Ég heíd, aö menn geti tæplega haldiö þvl fram aö svo sé. Heimamið og s já If stæðisbarátta Reyndar hafa geisaö um þaö miklar deilur I Færeyjum á slöustu árum, hversu mikiö kapp Færeyingar ættu aö leggja á þaö aö færa slnar veiöar af f jarlægum miöum og á heimamiö. Og þar hefur aö sjálfsögöu m.a. veriö um aö ræöa átök milli þeirra stjórnmálaafla annars vegar, sem viljaö hafa efla sjálfstæöi Færeyinga sem allra mest og gera þá sem allra óháöasta bæöi þeirri dönsku stjórn og Efnahags- bandalaginu og hins vegar þá hinna, sem þar hafa viljaö fara vægar í sakirnar. Og aö sjálf- sögöu á Efnahagsbandalagiö og danska rikisstjórnin slna erind- reka llka I Færeyjum. En þaö er alkunna, aö þeir Færeyingar, sem best studdu okkar tslendinga I okkar landhelgisbaráttu, þeir sömu Færeyingar, sem ákveön- ast berjast fyrir fullu efnahags- legu og stjórnarfarslegu sjálf- stæöi Færeyja, hafa lagt allt kapp á það aö færa sem stærstan hluta Framhald á 18. slöu Dr. Hallgrímur Helgason: Að gefiiu tílefiii i músíkgagnrýni Þjóð- viljáns 10. febrúar er þess getfð að fróðlegt væri „að vita/ hvað dvalið hafi f lutning verksins í tvö ár"/ og er þar átt við frumupp- færslu tónsmiðar minnar //Helgistef". I þessu tilfelli má fagna þvi/ að biðtimi teygðist ekki lengur. Stundum hefir hann orðið tíu sinnum lengri/ og vel það. Þótt mér sé óljúft að draga fram dæmi/ verður vart vikist undan því. Fyrstur manna lagsetti ég ýmis kvæði eftir Stein Steinarr, allt frá árinu 1934. Flest eru þau enn óflutt/ nema //Hin hljóðu tár", en það lag (texti tek- innn á sínum tima úr „Rauðum pennum") mátti í ein lítil þrjátíu og fimm ár bíða frumflutnings, samið 1936. Var það fyrst sungið á konsert „Fóst- bræðra" vorið 1971, undir stjórn Garðars Cortes. Var því þá svo vel tekið, að upp var klappað hverju sinni, enda hlaut kórinn verðlaun fyrir þann söng í söngva- keppni á Englandi. Fjölda annarra tónsmlöa minna mætti nefna, sem aldrei hafa ver- iö fluttar af islenskum kröftum. Hinsvegar hafa margir erlendis uppfært þau, bæöi víösvegar I Evrópu og Noröur-Ameriku, t.d. 1 Fílharmóniunni i Varsjá, meö Bach-kórnum I Stuttgart, á al- þjóölegri orgelviku I Dilsseldorf og meö symfóniuhljómsveitum og á háskólakonsertum I Kanada. Hiröi ég ekki aö sinni um nánari skilgreiningu. Vandi er höfundi á höndum aö ganga sífellt bónarveg aö flýtjendum. En sé þaö gert hér, þá er oft viökvæöiö: „Já, en þln verk eru nú svo oft flutt erlendis”. I sliku tilsvari felst óneitanlega dulbúin synjun, og sú hugsun liggur þar aö baki, aö meö upp- færslu i útlöndum sé máliö af- greitt. Þaö sé viöhlitandi fullnæg- ing. Jafnframt felst hér öfund, sem beitt er sem refsingu fyrir frama á erlendri grund. Þó er hverjum manni vafalaust áskapaö aö vilja fyrst og fremst vinna slnu eigin landi. En skilyrö- in eru æöi misjöfn. Verk sumra höfunda eru sett á prógramm áö- ur en þau eru fullsamin I frumriti; en önnur eru , jafnvel I prentaöri útgáfu, stungin svefnþorni ára- tugum saman. Þannig hefir mót- etta mln, „Þitt hjartans barn”, enn aldrei veriö flutt hér nema af Alþýöukórnum undir minni stjórn áriö 1962; en þessi kórtónsmiö var i Leipzig 1967 sungin af kór sjálfs J.S. Bachs, Tómasar-kórnum, undir stjórn Mauersbergers, þáverandi Tómasar-kantor; en prentuö var þessi mótetta áriö 1953. Viö þesskonar aöstæöur er mér hveimleitt aö vekja máls á slfku „réttlæti”. Og vanþakklátt verk er jafnan aö útskýra eiginn málstaö, þótt stundum veröi þaö óhjákvæmilegt. Þó má svo fast knýja, aö ei sé undankomu auöiö. Má þá ekki bregöast fram kom- inni áskorun. Dr. Haligrimur Helgason.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.