Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Fimmtudagur 15. mars 1979 Fimmtudagur 15. mars 1979 ÞJÚÐVILJINN — SIÐA 11 WoíiOOíHBAC), o TE7SCHF.ro OAUSSIO urz aiFiTfAEmrz oREICHENBEKff TKAUTENAU BRUX °kOMOIAl' . m wAtVAii JÁGFRNDORI 'mUr.schonberg ygr 19 ° FREUDENTHAL °TROPPAU KARLSBAD a$AA7. ’ASCfl _aEGEfí aMAmCNBAíA STERNBEftG NEUTITSCHIIN A1IES VHNTERBERC, a 2 NA/rw „ " NlKCJ.StJUIiG Ú^RNUMAU KAPUT7 BRESLAU Nu eru 40 ár frá innlimun Tékkóslóvakíu f Þyskaland. — Alþýöublaðið: „Chamber- lain hefur þvegið hendur sinar" En hvernig tóku islensk dag- blöö innlimun Tékkóslóvakiu i Þýskaland. 1 leiöara Alþýöu- blaösins 16. mars 1939 stóö m.a.: „Riki Maxaryks og Benes er þar meö búiö aö vera a.m.k. i bráö. Engum dettur i hug, aö nokkurt þeirra rikja sem áöur voru I bandalagi viö þaö, eöa þeirra, sem ábyrgöust hin nýju landamæri þess i haust eftir Miinchensáttmálann, hreifi legg eöa liö til þess aö rétta þvi hjálp- arhönd, enda óliklegt aö þau hafi gengiö aö þvi gruflandi, aö þannig hlyti aö fara eftir aö landiö haföi veriö ofurselt yfirgangi þýska nazismans og gert varnarlaust fyrir honum i haust. Chamberlain hefur þvegiö hendur sinar. Hann segist ekki hafa ábyrgst landa- mæri Tékkóslóvakiu fyrir ööru en tilefnislausri „utan aö” komandi árás. Og nú kom árásin „innan aö” og verndin „utan aö”. Þar meö þykist England vera laust allra mála. Og þaö er ekki einu sinni vist, aö England né Frakk- land heldur hafi neitt á móti þvi, aö Þýskaland skuli nú hafa snúiö kröftum sinum austur á bóginn. Þaö veit enginn hve lengi þaö kann aö veröa bundiö þar. Og meöan vinnst bæöi Englandi og Frakklandi timi til aö vigbúast.” Hinn 15. mars 1939 — fyrir réttum 40 árum — réðust Þjóðverjar inn í Tékkóslóvakiu og innlim- uðu hana í ríki sitt. Var þá lýðum loks fullkomlega Ijóst að hverju Hitler stefndi. Stríð var orðið óumf lýjanlegt. Daginn eftir innrásina í Tékkó- slóvakíu birtust um það fréttir í íslenskum blöðum að á leiðinni til Islands væri sendinefnd frá þýska flugfélaginu Lufthansa til að semja um lendingarrétt á íslandi og jafnframt var tilkynnt að eitt af stærstu herskipum Þjóðverja yrði sent á (slandsmið til að hafa eftirlit með þýska veiðif lotanum. Aldrei hafði jafnstórt herskip verið sent hingað í þessu skyni og vöknuðu nú illar grunsemdir um fyrirætl-' anir Þjóðverja á fslandi. Þetta áróöurspóstkort var sent til tslands i desember 1938. Þjóöverjar höföu fengiö Súdetahérööin I Tékkóslóvakiu afhent skv. MQnchenarsamningunum I september 1938 og voru aö búa sig undir aö taka Tékkóslóvakfu alla. Þar sem héröö Tékka eru sést mynd þeirra Hitlers og Konráös Henleins, foringja þýskra nasista f Súdetahérööunum. Slikt kort var náttúrulega bein ögrun viö Tékka. Undir stendur: Viö þökkum foringja okkar. DRESDEN I? íl vXj i v rv Hentistefna kaupsýslu- manna í Sjálfstæðisf lokkn- um Um þessar mundir birtust greinar I erlendum blööum vest- an hafs og austan þar sem þvi voru geröir skórnir aö Þjóöverjar heföu hug á að koma sér upp kaf- bátastöðvum á tslandi. 1 byrjun mars var slegið upp fjórdálka frétt í hinu virta stórblaöi Manchester Guardian sem olli miklu fjaörafoki hér heima. Þar var vikiö aö grunsamlegum rann- sóknarleiööngrum þýskum hér um land undanfarin ár og m.a. aö þýska rannsóknarskipinu Meteor sem stööugt sniglaöist viö strend- ur tslands. Þá sagöi orörétt i grein Manchester Guardian: „Þeir timar eru liðnir þegar þýskir hermenn og sjóliöar þurftu aö biöja um leyfi til þess aö fara i land,og göngur þeirra um göturn- ar i herfylkingum, syngjandi nazistasöngvana sina, er eitt af þvi sem er mjög almennt I höfuö- borginni. Ekkert yfirvald getur bannaö þeim þaö þar sem tslend- ingar eiga alls engan her og yfir- völdin gátu jafnvel ekki tekið i taumana þegar þaö kom 1 ljós aö Þjóöverjar höföu smyglaö vopn- um inn i landiö og skipt þeim milli hinna fáu stuðningsmanna naz- ista meöal ibúanna. Bróöir Gör- ings marskálks sem er háttsettur embættismaöur meö þjóö sinni hefir veriö i heimsókn á íslandi og er i sambandi viö einn af foringj- um ihaldsflokksins sem er tengi- liöur milli hans og nazistaflokks- ins. Sjálfstæöisflokkurinn er stærsti flokkur á íslandi þótt hann sé i stjórnarandstööu og er fulltrúi fyrir verslunarrhenn og skipaeig- endur en hefur öruggt fylgi miö- stéttanna. Hann hefur um langan aldur fylgt hógværri Ihaldsstefnu á lýöræöislegum grundvelli sem veriö hefur aö nokkru leyti spegil- mynd af pólitiskum hugmyndum Skandinava og nokkru leyti Eng- lendinga. ísland héltnýlega upp á tuttugu ára afmæli sittsem óháö riki. Þar til 1918 var þaö dönsk nýlenda en meö gagnkvæmum samningum milli þessara tveggja þjóöa var þaö gert sjálfstætt riki i konungs- sambandi viö Danmörku. Fyrir þann tima höföu breskir fjár- málamenn fariö um eyna og rannsakaö möguleikana til iön- þróunar og næstu ár jókst breskt fjármagn i fyrirtækjum á Islandi svo mjög aö hægt var aö segja sem svo aö sú breyting væri aö gerast aö ísland væri smátt og smátt aö veröa bresk nýlenda i staö danskrar nýlendu. Svo kald- hæönislega vill til aö þaö var Sjálfstæöisflokkurinn sem einu sinni var aöalformælandi skilnað- ar viö Dani sem gerðist aöal- stuöningsmaöur framgangs þess- arar nýju þróunar á landinu. En upp á siðkastið hefur Sjálf- stæöisflokkurinn tekiö upp nýja stefnu. Hópur áhrifarikra kaup- sýslumanna er farinn aö gera sér ljósa grein fyrir hvaöan vindur- inn blæs. Þeir sjá hvernig Þjóö- verjar færa sig upp á skaftiö og Bretar láta undan hrööum skref- um og eru sannfæröir um aö naz- istar eigi framtiöina og nú keppa þeir beint aö löglegri „nazifiser- ingu” lslands ef flokkurinn skyldi fá meirihluta eöa vopnuöu valda- ráni ef engin önnur leiö reynist fær og útlitiö I alþjóöamálum er gott.” Morgunblaðið tekur upp þykkju fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og Þjóðverja Þessi grein i Manchester Guardian er sögö koma frá fréttaritara og Morgunblaöiö er ekki lengi aö finna út hvaöan. 1 leiöara þess 18. mars 1939 er tekin upp þykkjan fyrir Sjálfstæöis- flokkinn — og reyndar Þjóöverja. Þar segir m.a.: „Þvi hefir veriö haldiö fram hjer i blööum, aö likur bentu til þess^ aö grein þessi væri runnin frá íslenskum kommúnistum. Hefir þaö veriö rökstutt meö þvi, aö i henni eru sömu ásakanir i garö stjórnmálaflokka landsins, sömu getsakirnar i garö Þjóö- verja og sömu staölausu kjafta- sögurnar um vopnasmygl, land- mælingar, jaröfræöinga og undir- lægjuhátt gagnvart Þjóöverjum, eins og menn hafa séö i Þjóövilj- anum.” Þjóðviljinn: islandi búin sömu örlög og Tékkóslóvakíu? 1 leiöara Þjóöviljans 17. mars stóö m.a.: „Sorgarleikur Tékkóslóvakiu boöar örlögin, sem vofa yfir smá- þjóöum Evrópu, ef nazismanum helzt uppi aö vaöa svona sem logi yfir akur. Hann á aö kenna okkur Islendingum aö standa saman sem einn maöur gegn nazisman- um. Þeir, sem ekki vilja þaö, eru fööurlandssvikarar og landráöa- menn, sem i þjónustu Hitlers eru aö undirbúa Islandi sömu örlög og Tékkóslóvakíu.” tslenskir nazistar marsera eftir Austurstræti áriö 1935. Afgreiösla Morgunblaösins til vinstri. 1 leiöara verja I Tékkóslóvakfu 15. mars 1939 var talað um glæsilega sigurgöngu þeirra án blóösúthellinga. Morgunblaösins eftir innrás Þjóö- (Ljósm.: Skafti Guöjónsson). þeim tíma vöknuðu illar grunsemdir ái íslandi. Aidrei haföi jafn stórt herskip verib sent á tslandsmiö til aöstoöar veiöifiota og Emden sem hér sést á ytri höfninni i Rcykjavik. Vakti þaö iilar grunsemdir um aö tilgangurinn væri annar en i veðri væri iátib vaka. (Ljósm.: Skafti Guöjónsson). Sjóliöar af Emden komnir i iand i Reykjavik. Sumariö 1938 gengu þeir fyiktu liöi um götur Ileykjavikur og sungu nazista- söngva (Ljósm.: SkaftiGuöjónsson). Hakakrossfáninn dreginn i fyrsta skipti aö húni viö bústab þýska ræöismannsins i Reykja- vik viö Sólvallagötu (Nú Hús- inæðraskóli Reykjavlkur) Myndina tók Skafti Guöjónsson 17. júni 1933. Taliö var aö Þjóöverjar heföu áhuga á aö koma upp kafbáta- miöstöö á tslandi. Myndin er tekin sumariö 1939 er tveir þýskir kafbátar komu i kurtcisishcimsókn til Reykja- vikur. Hér er Hermann Jónas- son forsætisráöherra aö ræöa viö Friedeburg kafbátaforingja. Sá siöarnefndi varö frægur fyrir þaö seinna i sögunni aö skrifa undir uppgjöf Þjóöverja i lok striösins. (Ljósm.: Skafti Guöjónsson). Morgunblaðið: Afleiðing heimskunnar sem drýgð var í Versölum Viö allt annan tón kveður hins vegar 1 leiöara Morgunblaösins 16. mars. Þar er engin afstaöa tekin til atburöanna en sökinni skellt á Versalasamningana 1918 þar sem Tékkóslóvakia var búin til sem „samansafn þjóöar- brota”. 1 leiöaranum stendur: „Atburöirnir, sem nú eru aö gerast, eru aöeins afleiöing þeirr- ar heimsku sem drýgö var I Ver- sölum”. Hins vegar leynir sér ekki I leiöaranum hrifningin á sigur- göngu Þjóöverja. Þar stendur: „Skref fyrir skref eru Þjóöverj- ar aö breyta ósigri sinum frá 1918 i glæsilegan sigur án þess aö nokkrum blóödropa sé úthellt.” Þetta verður til þess að Alþýöublaöiö hneykslast ákaflega sem von var. Það segir I leiöara 20. mars: „Hér er ekki gremjan yfir ranglætinu sem framiö er á sjálf- stæöri smáþjóö sem áöur er búiö aö svipta flestu nema frelsinu. Hér er sigurgleöi i rómnum.” Og Alþýöublaöiö spyr hvort Morgunblaöiö sé búiö aö missa alla dómgreind. Hvort þaö viti ekki um ofsóknirnar sem komi i kjölfariö? Einar Olgeirsson kveður sér hljóðs utan dagskrár Hinn 17. mars 1939 kvaddi Ein- ar Olgeirsson sér hljóös utan dag- skrár I neöri deild Alþingis út af atburðunum sem gerst höföu i Þýskaiandi. Hann bar fram fyrir- spurnir i fjórum liöum til Her- manns Jónassonar forsætisráö- herra. Þær voru þessar: 1. Hvort hinn væntanlegi þýski rannsóknarleiöangur hafi óskaö eftir leyfi rikisstjórnarinnar til þess aö feröast um landiö. 2. Hvort hinir þýsku flugmenn, sem séu á leibinni og taldir vera á vegum Luft-Hansa til þess aö semja um lendingarstaöi hér fyrir þýskar flugvélar I sambandi viö flugsamgöngur til Amerfku, hafi óskaö eftir aö fá aö tala viö islensku rlkisstjórnina. 3. Hvort stjórnin ætlaöi aö leyfa skipverjunum af Emden aö fara i fylkingu um götur Reykjavikur eins og siöastliöiö ár og ganga vopnuöum i hergöngu og syngja hersöngva eins og i herteknu landi. 4. Hvort nokkrar ráöstafanir heföu veriö gerbar i sambandi vib heimsókn hins þýska herskips, til þess aö tryggja aö hér yröu sam- timis stödd ensk eöa amerisk her- skip. Skeyti Þjóðviljans flaug eins og eldur í sinu um alla Evrópu Þaö var sem svar við þessum fyrirspurnum sem Hermann Jón- asson gaf þá yfirlýsingu aö þýska flugfélagiö gæti ekki fengiö nein réttindi hér á landi. Þaö var svo Þjóöviljinn sem sendi frétta- skeyti til Arbejderbladet I Kaup- mannahöfn um svör forsætisráö- herra sem varö til þess aö frétt þessi flaug eins og eldur i sinu um alla Evrópu. Litla tsland þoröi að neita Hitler meöan aörar þjóöir lágu hundflatar fyrir honum. Skeyti Þjóðviljans var svona. „Olgeirsson geröi i dag fyrir spurn fyrir hönd Sósialistaflokks- ins um væntanlega heimsókn þýskra flugmanna og Emdens. Forsætisráöherrann upplýsti aö Þjóöverjarnir heimtuöu lending- arstaöifyrir flugvélar samkvæmt gömlum samningum um bestu kjör, en aö rik.sstjórnin áliti aö Þjóöverjarnir gætu ekki krafist þessara réttinda þar sem aörar þjóöir heföu þau heldur ekki. En um þetta verður samiö þegar Emden kemur, sagöi forsætisráö- herrann óvart, þó flugmennirnir hins vegar kæmu meö Dronning Alexandrine. Olgeirsson lagði áherslu á, aö Islendingar vildu ekki láta Þjóöverjum lendingar- stöövar I té og vænti þess aö rikis- stjórnin héldi fast viö þá afstööu til málsins.” Arbejderbladetsló þessu upp og kvaö væntanlega Islandskomu Emdens sennilega aö eiga aö hræöa íslendinga til þess aö veröa viö kröfunum. ÓlafurThors: „Það verður að binda fyrir munninn á slíkum skaðræðisgripum." Þetta fréttaskeyti varö til þess aö Olafur Thors formaöur Sjálf- stæðisflokksins kvaddi sér hljóös utan dagskrár 23. mars og sagöi slikan fréttaburö vera beinlinis framinn i þeim tilgangi aö skaða islenska hagsmuni og vitnaöi jafnframt í Manchester Guardian. Spuröi hann forsætis- ráöherrann hvaö hann ætlaöi aö gera til aö draga úr þeim skaö- vænlegu áhrifum sem slik starf- semi heföi haft fyrir tsland og Is- lenska hagsmuni. Lauk ólafur ræöu sinni á þennan hátt: „Slikir menn i þjóöfélaginu, sem senda svona skeyti, eru land- ráðamenn og þaö veröur aö binda fyrir munninn á slikum skaö- ræðisgripum. Þaö veröur aö taka fyrir þaö meö góöu — eöa illu — aö menn fremji slika landráöa- starfsemi.” Emden eða nefndin Hermann Jónasson sagöi þaö ekki eiga neina stoö i lögum aö banna mönnum aö senda frétta- skeyti til útlanda en neitaöi jafn- framt harðlega ab hafa sagt aö um lendingarrétt Þjóöverja yröi samiö „þegar Emden kemur”. Sagöist hann hafa sagt „þegar nefndin kemur”. Uröu sföan all- skoplegar umræöur um þaö á Al- þingi hvort forsætisráöherrann heföi sagt „Emden” eöa „nefnd- in” og fæst liklega aldrei úr þvi skorið. Einar Olgeirsson: Að viö- halda þeirri blekkingu að við séum öruggir Viö umræöurnar visaöi Einar Olgeirsson harölega á bug um- mælum ólafs og sagöi m.a.: „Þaö veit hver maöur hvaö- liggur á bak viö þegar herskip er sent hingaö upp um þetta leyti árs. Hvert blað i Evr- ópu hefur haft næga ástæöu eftir reynslunni aö draga sinar ályktanir. Hverjir eru þaö sem skaöa hagsmuni islensku þjóöarinnar, ef ekki þeir sem reyna aö dylja á slikum timum sem nú eru, hvaða hætta vofir nú yfir okkur? Hverjir skaöa hagsmuni islensku þjóöarinnar ef ekki þeir sem reyna á slikum tim- um sem nú þegar hver smáþjóöin af annarri missir sitt frelsi, aö viöhalda þeirri blekkingu hjá okkar þjóð aö við séum öruggir hér úti á hjara veraldar um þaö að nokkur stórþjóð eins og Þjóð- verjar muni vilja taka okkur?” Viðtal við Adolf Hitler i Morgunblaðinu A þvi herrans ári 1939 var naz- istahreyfingin á Islandi aö mestu úr sögunni og sennilega flestir fylgismenn hennar gengnir i Sjálf- stæöisflokkinn eöa stuönings- menn hans. 1 Morgunblaöinu um þessar mundir er lika greinileg samúö meö Hitler og nazistunum. Til dæmis um þaö er langt viötal viö Adolf Hitler I blaöinu hinn 17. mars 1939. Þaö er þannig til kom- iö aö Pétur ólafsson blaöamaöur Morgunblaösins talar ekki viö Hitler sjálfan heldur býr til spurningar og lætur Hitler svara meö tilvitnunum úr Mein Kampf. Hér er aö lokum tekinn sem sýnishorn kafli úr þvi samtali: „Sp. En i september s.l. sagöir þú opinberlega aö Sudeten-landiö væri siöasta krafa þin til land- rýmis i Evrópu? Sv. Nat. sos.-hreyfingin... verö- ur... án tillits til erföavenja og hleypidóma aö hafa þor til þess aö safna saman þjóö vorri og krafti til aö leggja út á þá braut sem ligg- ur burt frá þrengslunum, sem þjóö vor á nú viö aö búa, til nýs landrýmis og losna á þann hátt vib þá hættu að tortimast hér á jöröu eöa aö veröa aö reka erindi annarra sem þrælaþjóð. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.