Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 1
moðvhhnn Föstudagur 23. mars 1979—69. tbl.—44. árg. S j á var út vegsráðherra: Fór undan I flæmingi Forseti snuprar þingmenn: Fundir lognast út af vegna fjarvista A fundi sameinaðs þings i gær voru innan við 10 þing- menn eftir um kaffileytið og I tölu Gils Guðmundssonar forseta þingsins kom fram, að af flutningsmönnum 22ja mála á dagskrá vantaði 15. Gagnrýndi hann harðlega fjarvistir þingmanna. Nokkur skýring kann það að vera á óvenju miklum fjarvistum á þinginu i gær, að þingmenn Sjálfstæðis- flokksins voru boðnir i hana- stél hjá formanni hans, Gunnari Thoroddsen. Sá sem þeirra lengst þraukaði þó i þingsal var Albert Guð- mundsson. Lokaskýrsla loðnuvertíðar Sjá síðu 5 Þmgmannanefndin um fiskifríðun: Vildi ekki svara um leyfi loðnubáta til þorskveiða I gær stóð til á Alþingi að Páll Pétursson spyrði sjávarútvegsráðherra utan dagskrár um leyfi sem veitt hafa verið loðnu- bátum til þorskveiða nú undanfarna daga. Hefur mjög verið gagnrýnt aö ráöherrann skuli hafa veitt þess- um bátum leyfið, þar sem ætla má að þeir standi tiltölulega vel að vfgi eftir velheppnaða loönu- vertið og fyrir dyrum stendur stórkostleg takmörkun á þorsk- veiöi togaranna. Af svörum varð hins vegar ekk- ert þar sem sjávarútvegsráð- herra baðst undan þessu og varð Páll við þvi. Það mun vera eins- dæmi að ráðherra biðjist undan þvi að svara fyrirspurn þing- manns utan dagskrár. sgt Til hvers að skipa nefnd ef ekki á að taka mark á henni Lúðvik Jósefsson Þaö hefur komið fram hjá sjávarútvegsráðherra, að hann muni fara eigin leiðir við friðun- ina, hvað sem nefndin segir. Lúðvik sagði að hann og Matthias Bjarnason, sem einnig á sæti i nefndinni væru alveg sammála þvi sem Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra lýsti yfir i útvarps- umræðum fyrir skömmu, aö leyfa ætti að veiða 300 þús. lestir af þorski i ár. Benti Lúövik á, aö ef farið yrði að ráðum fiskifræöinga og aðeins veiddar 250 þús. lestir I ár yrði að leggja niður allt athafnalif i landinu i jafn langan tima og leggja þyrfti fiskiskipastólnum. Þaö væri alveg ljóst að þjóðar- búið þyldi ekki slikan samdrátt. Þá tók Lúðvik fram, sem raunar er fyrir löngu kunnugt, að hann væri enn sem fyrr ósammála fiskifræðingunum um svona mik- inn samdrátt veiöanna. Hann teldi hrygningarstofninum alls enga hættu búna þótt veiddar væru 300 þúsund lestir af þorski i ár og jafnvel þótt það væri eitt- hvað meira. Loks sagði Lúðvik að hann teldi þá leið sem farin hefði verið undanfarin 2 ár til að draga úr veiðunum heppilegasta, þ.e. aö stööva veiðar um páska og svo aftur I desember og gæti hann fallist á að banna veiðar fram- undir 10. janúar i staö þess að miöa við áramótin. S.dór 48 með — 2 á móti og 5 sátu hjá A fundi aöalsamninganefndar BSRB sem fjallaöi um samkomu- lag undirnefndar við rikisstjórn- ina var það samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta. 48 greiddu atkvæði með, 2 voru á móti en 5 sátu hjá. Þeir sem voru á móti voru fulltrúar úr Félagi Islenskra simamanna og gerðu þeir þá grein fyrir atkvæöi sinu að þeir vildu að verkfallsrétturinn yrði alfarið f hönduin einstakra félaga en ekki að nokkru leyti I höndum Bandalagsstjórnarinnar eins og nú er. Ofveiddur eða bara nýttur? Um það stendur deilan meðal fiski- fræðinga, sjómanna og á alþingi. Sá guli hér beið isaður verkunar á planinu hjá BÚR I gær. — Ljósm.: Leifur. ,,Ef sjávarútvegsráðherra ætlar að fara alfarið eftir til- lögum fiskifræðinga, þá sé ég ekki tilgang þess, hjá rikisstjórn- inni að skipa þessa nefnd til að gera tillögur um fiskifriöun”, sagði Lúðvik Jósepsson alþingis- maður, er við ræddum við hann i gær, en hann á sæti I þessari umræddu nefnd, sem skipuð er einum þingmanni úr hverjum þingflokki. Samið við BSRB Aukinn samnings- og verkfallsréttur Samningstímabilið ekki framlengt Fallið frá 3% grunnkaupshœkkun Allsherjaratkvœðagreiðsla í mai Á fundi samstarfs- nefndar ríkisstjórnar- innar og undirnefndar BSRB í gærdag náðist samkomulag um breyt- ingar á lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna gegn því að BSRB falli frá 3% grunn- kaupshækkun 1. april n.k. A fundinum féll rikisstjórnin ennfremur frá þeirri kröfu sinni að núgildandi kjarasamningur yrði framlengdur til 1. desember. Þetta samkomulag var staðfest af aðalsamninganefnd BSRB sið- degis I gær, en jafnframt var ákveðið að allsherjaratkvæða- greiðsla færi fram um málið og verður hún liklega I byrjun mal að undangengnum fundarhöld- um. Helstu atriðin i samkomulaginu um breytingar á kjarasamn- ingum BSRB eru eftirfarandi: a. Fellt verði niður úr lögum ákvæöi um tveggja ára lágmarks samningstimabil, en lengd samningstimabils verði fram- vegis samningsatriði. b. BSRB fer meö gerð aðal- kjarasamninga fyrir rikisstarfs- menn. A sama hátt fara félög bæjarstarfsmanna með gerð aðalkjarasamninga við hlutað- eigandi sveitastjórnir. c. Hvert aðildarfélag BSRB fer með gerð sérkjarasamninga, þaö er um skipun starfsheita og manna I launaflokka. Þeir samn- ingar gildi í 3 ár. Ef sérkjara- samningar takast ekki, skulu að- ildarfélögin hafa verkfallsrétt, erida verði verkfall þá boöað samtimis og frá sama tima hjá öllum aðildarfélögum BSRB, sem verkfall ætla að boða. Frá fundi aðalsamninganefndar BSRB I gær. —Ljósm. -eik- Heimilt skal félögum i stað verkfallsboðunar að visa ágrein- ingi skv. þessum lið til þriggja manna gerðardóms, þar sem samningsaðilar skipa sinn mann hvor og hæstiréttur formann. A sama hátt getur ráðherra eöa sveitarstjórn sem segir upp samningi einhliða lagt á verk- bann eða skotið einstökum mál- um af þessu tagi til gerðardóms. Til gerðardóms má skjóta málum einstaklinga á samningstímabili vegna nýráðninga og breytinga á störfum. Akvæði þessa liðar taki gildi 1. september 1980. d. Nefndarmönnum I Kjara- deilunefnd verði fækkað úr 9 i 5. fjármálaráðherra skipi tvo, BSRB tvo og Hæstiréttur einn, sem sé formaður. Gildandi ákvæði I lögum, þar sem kveðið er á um hverjir ekki megi fara I verkföll til að haldiö verði uppi nauðsynlegri öryggisgæslu og heilsugæslu verði gerð skýrari. e. Lögin nái til hálfopinberra stofnana, m.a. þeirra sem fá fé til greiöslu launa'frá riki eða sveitarfélögum að meginhluta. Akvæði um þetta verði sett með lögum eða reglugerð eftir þvl sem þörf krefur að athuguðu máli. —GFr Kristján Thorlácius formaður BSRB um samkomulagið: Áymnlngurmii mjög mikill Við höfum frá upphafi barist fyrir þvl að fá fullan verkfails- rétt og nú er stigiö verulegt ■ skref i þá átt sem ég tel mjög a mikinn ávinning, sagði Kristján j Thorlacius i samtali við Þjóð- ■ viljann eftir fund aðalsamn- inganefndar BSRB þar sem samkomulagið við rikisstjórn- ina var samþykkt. Kristján sagöist telja mestan hag af þvi að fá breytingar á ákvæðunum sem fjalla um samningstimabiliö þannig að BSRB getur samiö um þaö hverju sinni i staö þess aö vera bundiö i 2 ár. Einnig taldi hann mjög þýðingarmikið að fá verk- fallsrétt um sérkjarasamninga félaganna en áður þurfti að leggja þá fyrir gerðardóm. I þriðja lagi væri mikilsvert að framvegis munu svokallaðir hálfopinberir starfsmenn en þeir eru einhvers staðar á bilinu 500-1000 fá fullan rétt. -GFr —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.