Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mars 1979 Ráðstefna NFA: Fjölmiðlar og verkalýðshreyfingin Nemendasamband Félags- málaskóla alþýöu boöar til ráöstefnu undir heitinu „Verka- lýöshreyfingin og fjölmiðlun”, i ráöstefnusal Hótel Loftleiöa, laugardaginn 24. mars n.k. Ráö- stefnan hefst kl. 10.00 árdegis og mun standa til kl. 18.00 meö stutt- um hiéum. í fréttatilkynningu frá NFA segir: Ljóst er aö hlutur Verkalýös- hreyfingar i fjölmiölum er litill á mörgum sviðum ekki sist ef tekið er tillit til stasröar hennar. Hitt er einnig ljóstað það stafar ekki ein- vörðungu af áhugaleysi fjölmiöla heldur einnig hins almenna félaga, sem ekki hefur nýtt sér þann vettvang sem fjölmiðlarnir eru. Tilgangurinn með ráöstefiiunni er einkum sá að fá sem flesta til að skiptast á skoðunum um tengsl og hlut verkalýðs- hreýfingar i fjölmiölum. Ráöstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á þessum málum. Sérstaklega er boðið Utvarps- ráöi, útvarpsstjóra, ritstjóním og fréttastjórum dagblaðanna, frétta- og dagskrárstjórum út- varps og sjónvarps. Einnig er miðstjórn A.S.l. og stjórn M.F.A. boöið til ráðstefn- unnar. Þaöskal tekiöfram aö að- gangur er ókeypis. Ráöstefnan er haldin f sam- vinnu viö Menningar- og fræöslu- samband alþýöu og ritstjóra Vinnunnar, tímarits Alþýöusam- bands íslands. Nemendasamband Félagsmála skóla álþýöu vonar að sem flestir sem áhuga hafa taki þátt I ráö- stefnunni. Raufarhöfn: Vatnið dregið heim á sleðum Þaöer nú eiginlega allt illt og bölvaö aö scgja um þessi vatns- mál hjá okkur hér eins og ástatt er meö þau I dag, sagöi Guömundur Lúöviksson frétta- Landssamband gegn áfengisbölinu: Engar breyt- ingar nema að vel athuguðu máli I samþykkt sem gerö var i stjórn Landsambands gegn áfengisböli 12. marssl. segir m.a. að skv. reynslu og rannsóknum leiN rýmkun áfengissölu undan- tekningarlaust til aukinnar áfengisneyslu og telur hUn þvf með tilliti til frumvarps Vilmund- ar Gylfasonaro.fl. um breytingu á áfengislögunum sé þörf á aö rannsaka þessi mál. Telur land- sambandið nauösyniegt að mynda til þess starfshóp og býður fram liösinni sitt eftir þvf sem kostur er og óskað kann aö verða. Bendir þaö m.a. á niöurstöður og tilmæli Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar nU f vetur. ritari Þjóöv. á Raufarhöfn — Við erum hér með þrjár holur, sem vatn er tekið Ur. Tvær af þeim eru mjög lélegar, en ein góö. Raunar er önnur þeirra farin aö lagast aftur siö- an verksmiðjan hætti vinnslu, því þessi „slæmska” I vatninu er talinstafa af þvi, aðholurnar séu sveltar, Á þeirri holu, sem farin er aö hressast er frystihúsiö og nokk- ur fbúðarhús. En stærstur hluti þorpsins er meö þetta ónýta vatn. Fangaráðiö er að fá vatn úr þeirri holu, sem i lagi er, og þarf fólk að draga það á sleöum, svo segja má að þetta sé heldur frumstæöur búskapur. Hér kemur svo enn til, að þetta slæma vatn viröist fara illa meö þvottavélar, leiðslur o.þ.u.l. svo allt gæti þetta á- stand komið til með aö reynast okkur dýrkeypt. Verið er að vinna að nýrri vatnsöflun og er hugmyndin að fá það úr lindum hjá býlinu Hóli, sem er f 7 — 8 km. fjarlægð frá Raufarhöfn. Slik vatnslögn er hinsvegar töluvert fyrirtæki fýrirekkistærrabyggðarlag þvi talið er að hún kosti ekki undir 100 milj. á verðlagi nú. En þarna er talið vera mjög gott vatn. Aö sjálfsögöu yrði ekki undan þvi komist að taka lán til þessara framkvæmda og er þá einkum horfttil Byggðasjóðs og Lánasjóðs sveitarfélaga. —mhg Húsdýraeign Reykvikinga 8 mjólkurkýr, en 2357 hross Þaö er greinilegt aö ekki er Gunnar bóndi á Laugabóli einn um aö reka búskap hér I borg- unní, — þvi samtals nýjustu taln- ingu foröagæslumanns Reykja- vfkurborgar er< biifé borgarbiia 3.311 talsins. Hrossaræktin er vinsælust, og eru samtals 2.357, hestar, hryss- ur, tryppi og folöld f borginni, sauðfé 930, nautgripir 14 og geitur og kið 10. Búfénaöur borgarbúa skiptist þannig: Mjólkurkýr..................8 Kelfdar kvigur ..............4 Kálfar Samtals: 14 Ær 728 Hrútar , og sauðir . Gemlingar 164 Samtals 930_ Geiturogkið Hestar Hryssur Tryppi Folöld 47 Samtals 2357 —A1 Konur láta nú tilsin taka I æ fleiristarfsgreinum sem karlmenn hafa hingað til einokað. Eyrún Baldurs- dóttir sem hér sést á myndinni, er fyrsti linumaöurinn af „veikara” kyninu (Ljósm.: eik) Kona í fyrsta skipti á námskeiöi fyrir tengingarmenn hjá simanum „Mjög þægilegt að vinna með eintómum karlmönnum” segir Eyrún Baldursdóttir Starf tengingarmanna hjá simanum er fólgiö i mikilli úti- vinnu og þykir auk þess óþrifa- legt. Vegfarendur sjá þá oft aö verki viö logsuöu undir yfir- boröi jaröar og er þá gjarnan tjaldaö yfir. Þetta er ein þeirra starfsgreina sem karlmenn hafa einokaö til þessa, en nú hefur þaö gerst i fyrsta skipti i sögunni aö kona er á námskeiði til aö öölast réttindi tengingar- manns. Hún heitir Eyrún Þóra Baldursdóttir. Þjóðviljinn fór inn á Jörva á Ártúnshöfða þar sem námskeiðið fer fram og náði tali af Eyrúnu. — Hvernig stóð á þvl aö þú fórst út i þetta, Eyrún? — Eftir að ég lauk skólanámi byrjaöi ég að vinna I afstöðu- mælingum hjá slmanuiR en þær eru fólgnar I að finna hvar kapl- ar liggja I jörð til aö hægt sé aö grafa þá upp. Þá sá ég hvernig tengingarmenn fóru aö og baö um aö fá aö vinna meö þeim sem aðstoðarmaður. Þaö gerði ég svo og þá kom það sjálfkrafa að fara á þetta námskeiö. — 1 hverju er starf tengingar- manns fólgið? — Það er fólgiö I tengingum jarðsimastrengja. — Er þetta stift námskeið? — Það byrjaði I janúar og endar i lok mai. Við erum hér allan daginn frá kl. 8 á morgn- ana til hálf-sjö á kvöldin. — Eruö þið mörg á námskeið- inu? — Við erum sjö: fjórir Reyk- víkingar, 2 Keflvikingar og einn úr Borgarfirði. — Hvernig finnst þér að vinna meö eintómum karlmönnum? — Þaö er mjög þægilegt. — Kannski betra en meö kvenfólki? — Ég hef enga reynslu af þvi. — Finnst þér ekki kalt að vinna I svona vinnu að vetrar- lagi. — Nei, alls ekkki. — Svo að þú ert ánægð með vinnuna. — Já, annars væri ég ekki I henni. Við tölum lika við Harald Halldórsson slmaverkstjóra sem stjórnar námskeiðinu. Hann lýsti mikilli ánægju með það að fá kvenfólk I þetta starf og sagði að Eyrún stæöi sig með prýði. Það er vandasamt verk að tengja saman kapla og linur og krefst mikillar samvisku- semi, sagði Harald. —GFr Námskeið í kórstjóm og kórþjálfun Namskeið í kórsöng og kór- þjálfun verður haldið í Mennta- skólanum við Hamrahllð dagana 3.—5. april nJc. Leiðbeinandi á námskeiöinu er Willy Trader-prófessor í kór- stjórn og þjóðlagafræðum viö Tónlistarháskólann I Hannover, en honum til aðstoöar veröur kór hans, — Der Niedersðchschische Singkreis, sem hefur hlotið margsháttar viðurkenningu fyrir frammistöðu slna í alþjóðlegum kórakeppnum. Námskeiðsgjald verður kr. 8.000, en innifaliö i því verði eru nótur með þeim verkum, sem tekin veröa fyrir á námskeiöinu. Þátttaka tilkynnist til Tón- listarskólans I Reykjavlk alla virka daga milli kl. 11—12 I slma 30625 eöa til Tónlistarskólans á Akureyri virka daga milli kl. 13—18 simi: 96—21429 eöa 21460 Þorgerður Ingólfsdóttir (s. 35950 íReykjavik) og Jón Hlöðver Askelsson (s. 23742 á Akureyri) veita nánari upplýsingar um námskeiðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.