Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mars 1979 DANMÖRK: Ákvörðun ríkisstj órnarinnar mótmælti " Frá Þresti Haraldssyni, frétta- ■ ritara Þjóftviljans i Danmörku: i gær (22.3.) mótmæltu ■ tugþúsundir launafólks ■ ihlutun stjórnarinnar í ■ kjarasamningana. Til ■ vinnustöðvana kom víða, ! t.d. lá vinna niðri í öllum ■ skipasmiðastöðvum, ■ miklar truflanir urðu á L._.______________—, samgöngum, og hér í Árósum voru allar dag- vistarstofnanir lokaðar. Yfir 20 þúsund manns söfnuöust saman i Kaupmannahöfn á fyrsta úti- fund sem efnt hefur verið til I sögu samtaka opinberra starfs- manna og i Árósum voru yfir 8000 manns á útifundi sem öll samtök launafólks i borginni boöuöu til. Er þaö i fyrsta sinn sem svo breiö samstaöa næst meöal launafólks hér i borg. Loks voru um 4 þúsund manns á fundi sem róttæk öfl i verka- lýöshreyfingunni efndu til i Kaupmannahöfn. 1 ályktun þess fundar segir m.a. aö þingiö og forysta LO heföi ekkert umboö til sliks fráhvarfs frá kröfum launafólks einsog felst i sam- þykkt ríkisstjórnarinnar. En þessi mótmæli breyta litlu um þá staöreynd aö forysta LO hefur lagt blessun sina á sam- komulag stjórnarinnar. A for- mannafundi verkalýösfélag- anna i Kaupmannahöfn var tónninn sá.að þótt menn væru ekki ánægöir meö úrslitin væri þetta þaö skásta sem hægt væri aö fá. Thomas Nielsen formaður LO lét i ljós þá skoöun aö þetta samkomulag gæfi stjórninni friö I til aö sinna öörum hagsmuna- J málum verkafólks, einkum úr- | bótum I atvinnumálum. ■ I Rikisstjórnin hugöist hraöa ■ frumvarpinu i gegnum þingiö en | vinstri flokkarnir tóku höndum ■ saman viö Framfaraflokk Gli- I strups um aö fella afbrigöi svo J ekki reynist unnt aö afgreiöa i þaö fyrr en á miövikudag. S Israel og Egyptaland: Samkomulagið birt BRETLAND: Callaghan rambar á barmi falls thaldsmenn á breska þinginu hafa nú lagt fram enn eina van- trauststiilögu á rikisstjórn Verkamannafiokksins. Talsverö- ar likur eru á aö hún nái fram aö ganga og veröa þá kosningar fljótlega. Callaghan hefur mistekist aö leysa heimastjórnarmáliö skoska en þingmenn skoskra þjóöernis- sinna höföu gert þaö aö skilyröi fyrir stuöningi sinum viö stjórn- ina aö hún legði fram frumvarp um heimastjórn fyrir Skotland (þó stuðningur viö hana i þjóöar- atkvæöagreiöslunni á dögunum hafi ekki veriö nægilegur). 1 gær lagöi Callaghan fram til- lögu um viöræöur allra þing- flokka um heimastjórnarmáliö en þeir höfnuöu henni flestir og sögöu aö forsætisráöherrann væri einungis aö reyna aö draga málin á langinn. 1 gærkvöldi lögöu ihaldsmenn svo fram vantrauststillögu sina og þóttust þess fullvissir aö hún næöi fram aö ganga. Til þess þarf hún stuðning skoskra þjóöernis- sinna (og á hún hann visan) og ennfremur tveggja af hinum litlu þingflokkunum. Walesmanna, þingmanna mótmælenda frá N-lrlandi eöa Frjálslynda flokks- ins. Nái vantraustiö fram aö ganga gætu kosningar orðiö i lok april og er íhaldsmönnum spáö sigri. Friöarsamningur tsraels- manna og Egypta var birtur i tengslum viö fund Israelska þingsins I fyrradag. Aö loknum þeim fundi, sem stóö samtals i 28 klukkustundir samþykkti þingiö meö mikium meirihluta (95 gegn 18) samningana. 1 Friöarsamningunum eru eng- in ákvæði um viökvæmasta deilu- máliö i sjálfsstjórn Palestinuar- aba. Hins vegar voru birt ýmis fylgiskjöl meö friöarsamningun- um og er sumt þar afar óljóst. Svo vikiö sé aö viökvæmustu málunum er enn ekki ljóst hven- ær tsraelsmenn muni yfirgefa oliulindir Sinai skaga sem þeir hafa nýtt sér að undanfórnu. Her þeirra á hins vegar aö yfirgefa eyöimörkina aö ööru leyti innan niu mánaöa frá gildistöku samn- ingsins. ísraelsmenn féllu frá þeirri kröfu sinni aö þeir heföu for- kaupsrétt aö oh'u Egypta en þeir siöamefndu kváöust reiöubúnir aö selja þeim oliu einsog öörum. Aö ööru leyti ábyrgjast Banda- rikjamenn aö útvega tsraels- mönnum oliu. Innan tiu mánaöa frá gildistöku samninganna skulu rikin taka upp fullt stjórnmálasamband. Þetta var ein af kröfum tsra- elsmanna. Egyptar neituöu i fyrstu aö ganga aö henni nema sjálfsstjórn Palestlnuaraba á Vesturbakkanum og Gazasvæö- inu væri oröin aö veruleika áöur. Um sjálfsstjórnarmáliö er þaö hins vegar aö segja aö ísraels- menn og Egyptar skuldbinda sig samkvæmt einu fylgiskjalanna til aö hefja viöræður um máliö innan mánaöarog „reynaaö ljúka þeim innan árs” og skal þá efnt til kosninga á hemumdu svæðunum „einsfljótt ogkostur er”. Er hér farið aö kröfu tsraelsmanna um aötimasetja ekkert i þessu deilu- máli. í einum viöaukanum er sagt aö þessskuli fariö á leit viö Samein- uöu þjóöirnar aö þær útvegi gæslusveitir á hlutlaust beiti I Sinai. I sérstöku bréfi frá Carter segir að neiti Oryggisráöiö þessu erindi muni Bandarikjamenn taka framkvæmd þess aö sér. Jafnframt er gert ráö fyrir aö Israel og Bandarikin geri meö sér gagnkvæman varnarsamning. Mótmælaaögeröum gegn sam- komulaginu hefur ekki linnt meö- al Palestinuaraba á herteknu svæöunum og i næstu viku hittast ráðherrar frá 21 Arabariki til aö ræöa hugsanlegar refsiaögeröir gegn Egyptum. SÖGUSÝNING Sýning þessi er sögulegt yfirlit um aðgerðir hers og herstöðvaandstæðinga, allt frá her- námi Breta til dagsins i dag. Ljósmyndir, teikiiingar, úrklippur ofl. með textaskýringum. MYNDLISTARSÝNINGIN er opin kl. 16-22 alla virka daga og kl. 14-22 um helgar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.