Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mars 1979 Húsafriðunarnefnd auglýsir hérmeð eftir umsóknum til húsafriðunar- sjóðs, sem stofnaður var með lögum nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endur- bætur húsa, húshluta og annarra mann- virkja, sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Umsóknir skulu greinilega bera með sér til hvers og hvernig umsækj- andi hyggst verja styrk úr sjóðnum. Skulu umsóknum fylgja eftirtalin gögn og upplýsingar: a. uppmælingar, dagsettar og undir- skrifaðar, b. ljósmyndir, c. upplýsingar um nánasta umhverfi, d. sögulegar upplýsingar sem unnt er að afla, s.s. aldur mannvirkja, nöfn arki- tekts, smiðs og eigenda fyrr og nú. e. greinargerð um framtiðarnotkun, f. , greinargerð um fyrri breytingar ef gerðar hafa verið, g. teikningar af breytingum ef ráðgerðar eru, h. kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir ásamt greinargerð um verktilhögun. Umsóknir skulu sendar Húsafriðunar- nefnd, Þjóðminjasafni islands, Reykjavík, fyrir 1. september nk. Húsafriðunarnefnd Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum í götuljós og götuljósastólpa. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 21. mars 1979, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 1000,- fyrir hvert eintak. Efni Skilafrestur Götuljósastólpar 9. april 1979 kl. 14 Götuljós 12. april 1979 kl. 14 Tilboðum skal skila á sama stað fyrir til- tekinn skilafrest eins og að ofan greinir, en þau verða opnuð kl. 14.00 sama dag, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI óskar eftir að ráða hjúkrunardeildar- stjóra að Geðdeild (T-deild) sjúkrahúss- ins. Ennfremur óskast hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga á ýmsar deildir sjúkrahússins. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 91-22100. ® ÚTBOÐf Tilboð óskast i smiði og uppsetningu á skilrúmum og skápum fyrir mjólkursölu i ( Breiðholtsskóla. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 10. april nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVIKURBORGAR Fnktrkjuvegi 3 — Sími 25800 Tíðindi þau sem gerðust i lok heimsstyrjaldarinnar síðari og á fyrstu árunum eftir hana skiptu nokkrum löndum í tvennt. Þau mál sem upp komu við slíka skiptingu hafa í reynd verið leyst í nokkrum til- vikum. Það er í raun sam- komulag um að sameining Þýskalands sé ekki á dag- skrá. Vietnam er hinsveg- ar orðið eitt ríki eftir lang- varandi styrjaldir. En Norður- og Suður-Kórea eru enn sem fyrr aðskilin Kim 11 Súng forseti Noröur-Kór- eu: 1 föstum formúium um á- gæti hans hefur hann jafnan veriö kallaöur leiötogi allrar þjööarinnar. Park Tsjung Hi forseti Suöur- Kóreu: Báöir geta þeir skipaö fjölmiölum aö hætta áróöri. Frétta Sættír milli Suöur- og Norður-Kóreu? og hvort öðru f jandsamleg rfki. Samt virðast stjórnir beggja þessa ríkja ákveðn- ar i að leggja út í nokkrar umferðir viðræðna með það fyrir augum að reyna að sameina ríkin. Miklar andstæður Mörgum mun sýnast sem hér sé um aö ræöa óvinnandi verk. Herir stjórnanna i Seúl og Pjongjang háöu i byrjun sjötta áratugsins einhverja mannskæöustu styrjöld sem brotist hefur út siöan heims- styrjöld lauk, styrjöld sem Bandarikin og Kina tóku hinn virkasta þátt í og skildi mikinn hluta landsins eftir i rústum. Uppbygging rlkjanna siöan gerö- ist undir andstæöum formerkj- um. Bæöi hafa þeu getaö sýnt all- öran hagvöxt. 1 Suöur-Kóreu hefur erlends fjármagns veriö freistaö meö þvi aö kjörum alþýöu hefur veriö haldiö niöri og lýöræöisleg réttindi veriö mjög skert ef ekki tekin úr sambandi meööllu. I i N-Kóreu hefur átt sér staö veruieg efnahagsleg upp- bygging undir forystu kommúnistastjórnar sem reynst hefur mjög þjóöernissinnuö i allri framgöngu, og meöal annars þess vegna foröast sem mest aö gera upp á milli hinna voldugu granna sinna, Kina og Sovétrikjanna. Þessi stjórn hefur litiö á stjórn Suöur-Kóreu sem sinn höfuö- fjandmann og um leiö lepp bandariskrar heimsvaldastefnu, sem enn hefur nokkurt herliö i landinu. Stjórnvöld i Noröur-kór- eu hafa haft mikla tilburöi til aö halda fram forseta sinum og flokksoddvita, Kim II Sung, bæöi sem heimsljósi í marxisma og svo ótviræöum leiötoga allrar þjóöar- innar, beggja vegna landamæra. Viðræður hafnar á ný 1 fljótu bragöi viröist ekki um mikla möguleika á „friösamlegri sameiningu” aö ræöa. Samt voru áriö 1972 teknar upp viöræöur milli fulltrúa rikjanna sem byggöu á þvi, aö reynt skyldi aö stefna á sameiningu sem geröist meö friösamlegum hætti og án þess aö önnur riki heföu þar fing- ur á. Upp úr þeim viöræöum slitnaöi fljótlega. En nú fyrir skömmu geröust þau tíöindi, aö Kim II Súng itrekaöi fyrri tilboö stjórnar sinnar um sameiningarviöræöur I ræöu sem hann hélt I tilefni 30 ára afmælis rlkis sins. Og stjórnin 1 Seúl tók undir. Máliö hefur siöan haft þann framgang, aö fulltrúar rikjanna hafa hist á fyrstu undir- búningsfundum i landamærabæn- um Panmunjon. Þar voru ræddir skilmálar fyrir samkvaöningu mikillar einingarráöstefnu meö fulltrúum pólitiskra afla og ýmissa samtaka i báöum rikjum, og er gert ráö fyrir þvi aö hún veröi haldin i september. Þegar um mánaöamótin janú- ar-febrúar sömdu rikin um aö hætta aö reka áróöur hvort gegn ööru I blööum og útvarpi, og er ekki annaö vitaö en aö því banni hafi veriö fylgt eftir. Þvi enda þótt margt sé óllkt meö þessum rlkjum tveim geta forsetar beggja ráðiö þvi hvaö stendur i blööunum — eöa allavega þvi, hvaö má ekki standa þar. Sömuleiöis hafa rikin samiö um aö hætta öllu sem flokkast mætti undir hernaöarlega áreitrii hvort viö annaö. Allt er þetta nokkuö forvitni- legt. A þessari stundu er erfitt aö dæma um þaö, hversu mikil al- vara fylgir samingaumleitunum þessum. Lfklegt er aö hvert skref sem stigiö er veröi tímafrekt og aö afturkippur geti komiö I þróun samskipta yfir landamærin. En þegar fulltrúar Noröur-Kóreu leggja til dæmis til, aö landamær- in veröi bráölega opnuö fyrir heimsóknum einstaklinga, þá eru þaö sannarlega merkileg tiöindi. Þvi fá landamæri hafa I reynd verið jafn harðlokuö og þau sem skipta kóresku þjóöinni i tvennt. —áb Aðalfundur Samvirkis: Vill íslenska innkaupastefnu A aöalfundi Framleiösiusam- vinnufélags rafvirkja, Samvirkis sem haldinn var fyrir skömmu, var m.a. samþykkt áskorun á Alþingi, rikisstjórn og sérstak- lega iönaöarráöherra aö „beita sér fyrir isienskri innkaupa- stefnu, þannig aö skylt veröi al- mennt aö kaupa innlendar iönaöarvörur jafnvel þótt þær séu allt aö 30% dýrari en erlend- ar, ef gæöi eru sambærileg”. I skýrslu stjórnarinnar kom fram aö velta félagsins hefur aukist mikiö á árinu 1978. I skýrslunni kom fram aö jafn- framt þvi sem rafvirkjar félags- ins hafa góö kjör veitir félagiö viöskiptamönnum sinum sérstak- an samvinnuafslátt. Félagiö tók þátt i mörgum útboöum á árinu meö góöum árangri. Félagiö sem er fyrsta starfandi Framleiöslusamvinnufélag i iön- aöi hér á landi, var stofnaö i Reykjavik 22. febrúar 1973. Starfsmenn voru á s.l. ári milli 30 — 50 talsins. Samvirki veitir al- menna raflagnaþjónustu jafnt til húsbyggjenda sem fyrirtækja og stofnana. Starfsemin fór aöallega fram i Kópavogi, Sigöldu, Grundartanga, Hólmavik og Mosfellssveit. 1 mai-mánuöi á s.l. ári lauk verkefni þvi sem Samvirki, hefur unniö fyrir v-þýska fyrirtækiö Brown Boveri, i Sigölduvirkjun. Var hér um að ræöa stærsta verk- efni sem Samvirki hefur tekiö aö sér hingaö til. Gróska var i framleiösludeild fyrirtækisins á s.l. ári og fram- leiddi fyrirtækiö á annaö hundraö töfluskápa stóra og smáa. Hafin var framleiösla á mörgum nýjum geröum töfluskápa m.a. minioliu- rofaskápum, og er þaö i fyrsta skipti sem slikir rofaskápar eru framleiddir hér á landi. A árinu var hafin smiöi orlofs- húss fyrir starfsmenn Samvirkis aö Bifröst I Borgarfiröi. Aöal- fundurinn samþykkti aö verja tekjuafgangi ársins 1978 til á- framhaldandi smiöi orlofshúss- ins. Úr stiórn Samvirkis áttu aö ganga Jón Baldvin Pálsson og Sigvaldi Kristjánsson, og voru báöir endurkjörnir. Aörir i stjórn eru Eyþór Steinsson, Ásgeir Eviólfsson og Orn Þorvaldsson. Höfuðstöövar Samvirkis eru aö Skemmuveg 30, Kópavogi, en jafnframt rekur fyrirtækið starf- semi á Hólmavik og aö Þverholti Mosfellssveit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.