Þjóðviljinn - 23.03.1979, Page 20

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Page 20
DJOÐVIUINN Föstudagur 23. mars 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, lítbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. L 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Lítill ís viö Kópa sker Allir rækju- bátar að veiðum „Það hefur verið svo dimmt tfl hafsins, að við höfum ekki orðið vir við isinn fyrr en i morgun,” sagði Ragnar Helga- son sfmstöðvarstjóri á Kópa- skeri i samtali við Þjóðviijann i gær. „Þá rofaði tilog sást að dá- litið er af dreifðum jökum hér á flóanum og það er komið svolit- ið hrafl hér i kringum skerið.” Ragnar sagðist hafa frétt að komið væri talsvert af is i fjörur i fjaröarbotninum og eins með- fram Tjörnesi. Rækjubátar fóru allir til veiða frá Kópaskeri i gærmorgun og voru aö veiðum í gærdag. j Siglujjörður: lokuð Stálvik 4 klst. að brjótast úr höfn i gœrmorgun „Fjörðurinn er hálffullur af is”, sagði Hannes Baldvinsson á Siglufirði i gær. Hann sagði að siglingaleiðin að höfninni væri aiveg ófær nú. Innsiglingin lok- aðist i fyrradag, en i fyrrinótt jókst isinn enn. Togarinn Stálvík braust út úr höfninni á Siglufirði í gærmorg- un og tók það á fjórða klukku- tima, en venjulega er þetta siglt á 10-15 minútum. Togarinn hélt á veiðar eftir að hafa landað á Siglufiröi. Aöeins smærri bátar eru tepptir i höfninni. Þeir eru ekki i hættu i smábátakvinni, þvi svo grunnt er fyrir framan hana, að isinn kemst ekki þar Hafls við Grimsey. — (Ljósm. eik) Höfnin aö. GRÍMSEY: Bátarnir til lands Við erum vel sett, þótt útlitiö sé hálfkuldalegt, segir Bjarni Magnússon hreppsstjóri Hannes sagði að ekki horfði til vandræða með aðflutninga, þvi tiltölulega litill snjór væri á leiö- inni til Siglufjarðar og ætti þvi að vera auðvelt að halda henni opinni. „Mér sýnist aö meiri kuldi sé i sjónum enveriðhefur þvi að það er greinilega farið að frjósa saman á milli jakanna,” sagði Hannes. Mér list heldur illa á það, þvi þá er meiri hætta á þvi að isinn haldist lengur. Annars virðist mér að þetta sé heldur þynnri is en oft áður og það ger- ir mann aftur bjartsýnni á að hann fari fyrr,” sagði Hannes Baldvinsson aö lokum. -eös Þórshöfn Einn bátur slapp naumlega úrhöfn Bjarni Magnússon hreppstjóri i Grimsey sagði aö isinn kring- um eyjuna væri alltaf að aukast og spangirnar að verða stærri. 1 gærkvöldi fór stóra isspöngin sem sagt var frá i blaöinu i gær hjá og klofnaöi á eyjunni. Sfðan hafa isspangirnar komið að eyj- unni hver á fætur annarri. Bjarni sagði að ein spöngin heföi fariö hjá eyjunni vestan- verðri rétt fyrir hádegi og ekki hafi Sést út yfir hana, i sæmi- lega góðu skyggni. „Það er minna sem tætist úr isnum, af þvi hann er á svo hægri ferö, þetta eru meira rastir og spangir,” sagði Bjarni. „Það sjást Isspangir bæði fyrir vestan eyna og austan og svo eyður á milli.” Vindur var hægur i Grimsey i gær, 2-3 vindstig á norðan. Isinn er 5-600 metra út af landinu þar sem hann liggur að eynni aust- anverðri og þar er krap á milli jakanna. Bjarni sagði að nú væru menn að hugsa til hreyfings um að koma bátunum burtu. „Þegar svona mikill is er kominn inn á sundið, þá veit maöur ekki hvað getur gerst ef hann gengur i suð vestanátt,” sagði Bjarni. Verið var að athuga siglingarleiðina til lands úr flugvél þegar við ræddum við Bjarna. Stærri bát- arnir, f jórir 11 tonna bátar, færu þá annaðhvort til Akureyrar eða Húsavlkur. „Okkur finnst útlitið nú hálfkuldalegt” sagði Bjarni. „En við erum vel sett, oliuskip kom hingað nýlega og við höfum nóga oliu fram á sumar.” -eös Erfið sigling viö Hom „Höfnin er aiveg lokuö”, sagði Arnþór Karlsson fréttarit- ari Þjóðviljans á Þórshöfn i gær. Einn bátur, Langanes, slapp út úr höfninni undan isn- um og hélt austur fyrir land i gærmorgun. En ekki mátti tæp- ara standa, þvi hálfri klst, siöar hafði leiðin lokast. Sæmilegt veöur var á Þórs- höfn í gær, norðaustan gola og hafði heldur lægt. Vir hefur ver- ið strengdur fyrir hafnarmynn- iö. Arnþór sagði að Isrekiö hefði aukist mikiö siðan i fyrradag. Lónafjörðurinn er að verða full- ur af is. t gær var verið aö ljúka viðaðvinnasiöastafiskinn, sem barst á land i Þórshöfn og nú biða menn bara eftir simnanátt- inni. Langanesið var eini bátur- inn, sem komst út úr höfninni, en allir hinir eru þar innilokaö- ir. — eös Litlum bátum ekki óhœtt inn Eyjajjörö Mikil breyting til hins verra hefur orðið á isnum á svæðinu við Horn, samkvæmt upplýsing- um Landhelgisgæslunnar úr is- könnunarfluginu i gær. Smárastir eru 10-12 sjómllur vestur af Rit og þaöan vestur. Is liggur nú að landi við Rit og Kögur norðaustanmegin og allt aö 2 sjómilur út og sömu sögu er að segja frá Hornströndum. Grunnleið innan óðinsboða á Húnaflóa var auð i gær, en Is- rastir voru . 1-2 sjómilur austur af óðinsboöa. A Grimseyjar- sundi var mikið isrek og dimm- viðri I gær allttil Eyjafjarðar og var ekki taliö óhætt að litlir bát- ar reyni að sigla inn Eyjafjörö. Bátar Grimseyinga munu þvi sennilega leita til Húsavikur. -eös Loftleiöahóteliö Fasteignamat 3 miljarðar Brunabótamat 7 miljarðar Loftleiðahótelið er i fasteigna- matiupp á tæpa 3 miijarða króna, en brunabótamatið er hins vegar rúmlega 7 miljarðar króna, og er þessi eign Flugleiða ein þeirra sem Reykjavikurborg hefur kært tfl hækkunar til Fasteignamats rikisins. Guttormur Sigurbjörnsson, for- stöðumaður Fasteignamatsins sagði i samtali við Þjóðviljann I gær að hann teldiað fasteignamat hótelsins væri raunhæft. Það ætti að miöast við liklegt söluverö miðað við staögreiðslu, enauövit- að mætti deila um hvaö hægt væri að fá fyrir sllka eign. Annars sagðist Guttormur ekki vilja við- urkenna að fasteignamatið al- mennt væri rangt, þó hægt væri að benda áeina ogeina eign, sem meta hefði átt fyrir áramót i staö eftir áramót. Það væri mjög óvenjulegt að fá sem kærur út- skrift úr tölvu eins og nú væri til- fefliö og hefði ekki unnist timi til aö kanna málið nægilega. „Auð- vitaðværibest að við gætum met- ið allar eignir jafnóöum og reglu- lega”, sagði hann . ,,en við erum fáliðaðir og verkefnin mörg.” Hann sagði að liklega næðist samkomulag milli borgarinnar og Fasteignamatsins um að hvor aðili um sig skipaði einn mann i að skoða þessa lista frá borginni og yrði þá vinsaö út það sem væri skoðunarvert. Guttormur sagði að þetta væri allt atvinnuhúsnæði, sem mjög erfitt væri að meta og I mörgum tilfeflum, t'.d. varöandi Holta- garða Sambandsins, væru eign- irnaralls ekki fullmetnar, heldur hefðu þær veriö metnar einhvern timann á byggingartimanum. Fasteignamat Rlkisins væri hins vegar aö vinna I fullnaðarmati slikra húseigna en hefði ekki náð þvi fyrir nýja matið 1. desember s.l. Þá sagði Guttormur ennfremur að brunabótamatið væri almennt hærra en fasteignamatið og þó finna mætti hlutfall milli þessara tveggja mata á ibúöarhúsnæöi, þá væri það miklum erfiðleikum bundið varðandi atvinnuhúsnæði. — AI Tvo banaslys í Eyjafirði í gœr 1 gær biðu tveir ungir menn bana norður við Eyjafjörö. Atján ára piltur, Jóhannes Helgi Þór- oddsson, drukknaði I gærmorgun I höfninni á Dalvik. Ekki er vitaö um tildrög slyssins. Þá varð um kl. 14.30 14 ára pilt- ur undir fiskkassastæðu I Hrisey og lét hann lifið. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.