Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mars 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslason Úr Reykjadal taö er fremur fátt tíðinda héðan, segir Giúmur Hólmgeirsson, — lítið um samkomur. Þorra- blót var þó fjölmennt og þótti góð skemmtun, öll heimafengin. Bridgespilarar hafa starfaö af fjöri I vetur. Hefur staöiö yfir bridgekeppni hér i sýslunni aö undanförnu. Tvær sveitir héöan úr dalnum taka þátt i henni. Þá er lokiö skákkeppni, sem för fram i öllum barna- og unglinga- skólum héraösins. Ber þeim þakkir, sem unniö hafa aö þvi aö koma þessari keppni á, i iþrótt, sem er þroskandi og holl fyrir unglingana. Félagsstarfsemi er fremur litil, viröist mér, nema hjá kvenfélag- inu. Þaö starfar af miklum dugn- aöi I vetur. Leikstarfsemi hefur ekki kom- ist á I vetur, þó nokkuö hafi veriö um þaö rætt. Ýmis ljón hafa oröiö þar á vegi, svo ekki hefur oröiö af framkvæmdum, enn sem komiö er. Tannlæknir er búinn aö flytja heimilisfang sitttil okkar.en hann hefur ekki veriö hér stööugt enn. Vonandi veröur vera hans hér til góös, ekki sist ef hann sinnti þvi, sem ætti aö vera skylda tannlæknis, — aö kenna mönnum aö lifa svo aö þeir haldi sinum tönnum; en ekki aö vera bara handverksmaöur, sem lappar upp á þaö, sem viö spillum! Hernámsandstæöingar eru nú I miklum önnum viö undirbúning 30. mars baráttuhátiöar aö Breiöumýri. Vonanster til, aö þar geti mætt einn þeirra, sem dæmd- ur var sem glæpamaöur eftir uppþotiö á Austurvelli 30. mars 1949, sem fylgjendur herstööva áttu höfuösök á. G.H. Bollubakstur vegna Vonarlands Þær létu heldur betur hendur standa fram úr ermunum til undirbúnings bolludeginum, konurnar í kvenfélaginu Kolfreyju á Fáskrúðsfirði. Létu sig ekki muna um að baka á þriðja þúsund bollur, sem síðan voru seldar bæði í verslunum á Fáskrúðsf irði og Stöðvarfirði og einnig á vinnustöðum þar sem boll- ur voru keyptar handa starfsfólkinu til þess að maula með morgunkaff- inu. Efniö i bollumar gáfu konurnar sjálfar og svo kvenfélagiö. En á bak viö allan þennan bakstur bjó lika sérstakur til- gangur. Agóöinn af bolluverslun- inni, um 546 þús. kr., rann allur til Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi vegna byggingar Vonarlands á Egilsstööum. —bs/lóa/mhg Nýr garðyrkjustjóri ráðinn á Akranesi Ráöinn hefur nú veriö garöyrkjustjóri á Akranesi. Fjór- ar umsóknir bárust um starfiö: Baldur Magnússon, Reykavik, Hafsteinn Hafliöason, Reykjavik, Sigriöur Ingólfsdóttir, Reykjavik og Oddgeir Þór Arnason, Reykja- vik. Samþykkt var aö ráöa Oddgeir i starfiö. Fæddur er hann I Reykjavik áriö 1943. Hann fékk meistarabréf i skrúögaröyrkju 1973. Var nokkur ár garöyrkju- stjóri á Akureyri. en s.l. tvö ár hefur hann veriö yfirverkstjóri garöyrkjudeildar Reykjavikur- borgar, Austurhverfi. —mhg Afmœlisrit Kristmundar Bjarnasonar: „Fólk og fróðleikur” Kristmundur Bjarnason, rit- höfundur og fræöimaöur á Sjávarborg i Skagafiröi, varö sextugurhinn 10. jan. s.I. Er hann löngu kunnur oröinn fyrir ritstörf sin og listileg tök á islensku máli. Verk Kristmundar eru oröin mikii að vöxtum. A fyrri árum stundaöi hann mjög þýöingar og var mikilvirkur á þvi sviði, en siöustu tvo áratugina hafa kraft- ar hans aö mestu beinst inn á braut sagnaritunar og þjóöfræöi. Auk þess aö semja sjálfur, hefur hann reynst drjúgur i söfnun á þjóölegum fróöleik, dregiö föng til og séö um útgáfu fjölda rita, tlöum i samvinnu viö aöra. Af Jöfnun mforkuverðs og bœtt dreifikerfi Búnaðarþing haföi til meö- feröar erindi frá Agli Bjarna- syni, Guömundi Jónassyni og Gunnari Oddssyni um jöfnun raforkuverös og endurbætur á dreifikerfi raforku I sveitum. Afgreiddi þingiö erindiö meö svofelldri ályktun: I. Búnaöarþing beinir þeirri eindregnu áskorun til rikis- stjórnar og Alþingis aö verja árlega á næstu 8—10 árum allt aö einum miljaröi kr., miöaö viö verölag i ársbyrjun 1979, til þess aö styrkja dreifikerfi fyrir raf- magn I strjálbýli. Samhliöa styrkingu kerfisins veröi þvi breytt úr einfasa lin- um i þrifasa linur og flutnings- geta þess tryggi nægilegt raf- magn til heimilisnota, fulirar hitunar ibúöarhúsa meö raf- magni, búsnota hverskonar og annarra nota s.s. til iðnaðar. II. Búnaöarþing leggur áherslu á, aö hiö fyrsta veröi lokiö tengingu þeirra býla, sem enn eru ótengd viö samveitu, en fyrirhugaö er, aö fái rafmagn á þann hátt. Ennfremur aö form rafvæöingar þeirra býla, sem eru utan þess ramma, er teng- ing frá samveitum gerir ráö fyrir, veröi ákveöiö hiö fyrsta. III. Búnaöarþing skorar á rikisstjórn og Alþingi aö hlutast til um, aö hiö allra fyrsta veröi komiö á fullri veröjöfnun á raf- magni, þannig aö notendur þess greiöi sama verö fyrir rafmagn- iö án tillits til búsetu. IV. Búnaöarþing felur stjórn Búnaöarfélags Islands, i samráöi viö Stéttarsamband bænda, aö fela nefnd þriggja manna aö taka til athugunar gjaldskrá Rafmagnsveitna rikisins, bæöi er tekur til sölu á rafmagni og greiöslu vegna lagningar rafmagns i ný ibúöar- hús á sveitabýlum, sem annað tveggja koma i staö eldri ibúöarhúsa eöa sem viöbótar- húsnæöi. 1 greinargerö segir: I. Búnaöarþing 1978 ályktaöi um rafmagnsmál og lagði þá m.a. áherslu á þaö aö gerö yröi áætlun um styrkingu á dreifi- kerfi fyrir rafmagn i strjálbýli. Þessari framkvæmd yröu sett timamörk og fjármögnun hagaö til samræmis viö þaö. Aö þessari áætlanagerö hefur nú veriö unniö. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir styrkingu dreifiveitna meö breytingu á einfasalögnum I þrifasalagnir, og lagt er til, aö um 70—80% notenda rafmagns I sveitum hafi aögang aö þrifasa rafmagni eftir 8 ár. Aætlaö er, aö þessi styrking dreifillnanna kosti um 8.8 miljaröa á verölagi i ársbyrjun 1979. Þriföstun dreifiveitna, sem næöi til allra notenda rafmagns i landinu, kostar samkvæmt nefndri áætlun, til viöbótar 5,9 miljarða, miöað viö verölag á sama tima. Arlegt f jármagn aö upphæö 1 miljaröur kr. myndi þvi hafa geysilega þýðingu I þvi efni aö styrkja dreifikerfi fyrir raf- magn í strjaibýlí og skapa þar fleiri möguleika fyrir notkun á rafmagni, s.s. til súgþurrkunar, iönaöar o.fl. II. A þeim aldarfjóröungi, sem nú er liöinn frá þvi, aö haf- ist var handa um aö dreifa raf- orku um sveitir landsins, hefur tekist aö koma þeim málum i þaö horf, aö nú eru aðeins ótengd um 50 býli, sem taliö er rétt að fái rafmagn frá sam- veitu. Auk þess eru um 40 býli, sem liggja þaö afskekkt, aö þau veröa tæplega tengd samveit- um.Stööuþeirra þarf að athuga sérstaklega og athuga, á hvern hátt þau verði rafvædd til fram- búöar. III. Ariöandi er, aö komiö veröi á frekari veröjöfnun á raf- magni til einstakra notenda en nú er. Enda þótt nokkuö hafi áunnist á þessu sviöi, vantar enn mikiö til aö viöunandi sé. Þvi er eölilegt, aö Búnaðarþing skori enn á rikisstjórn og Alþingi aö koma þessum málum i viöunandi horf. IV. Gjaldskrá Rafmagns- veitna rikisins er margþætt og flókin i ýmsum tilvikum. Sama gildir um greibslur vegna lagn- ingar rafmagns i ný Ibúöarhús á sveitabýlum. Þær greiöslur, sem þá er krafist, nema oft háum upphæðum. Astæöa er til aö athuga, hverjar forsendur eru fyrir sllk- um kröfum, og hvort ekki sé unnt aö skapa fastar reglur og hagstæöari um þessa gjald- heimtu en nú viröast gilda. —mhg. I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I '■ I I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I Kristmundur Bjarnason kann vel viö sig I félagsskap meö pipunni sinni og bókunum. eigin ritsmiðum ber hæst Sögu Sauöárkróks, þriggja binda stórvirki, en um þessar mundir vinnur hann að ritun Dalvíkur- sögu og kom út fyrra bindi þess verks fyrir siðustu jól. Sagnfræði veröur i margra meðförum einungis þurrtugga staöreynda, og ýmsir viröast telja, aö þannig hljóti alvöru sagnfræði aö vera. En Krist- mundi lætur einkar vel aö glæba slikt efni llfi svo úr veröi aðgengi- leg og alþýðleg lesning, þar sem saman fer fræöileg nákvæmni i vinnubrögöum og litríkt oröfæri blandaö kryddi mannllfsins. Stjórn Sögufélags Skagfirðinga hefur taliö Kristmund maklegan nokkurrar viöurkenningar og ákvaö aö efna til bókar, sem tileinkuð skyldi honum á sextugs- afmælinu. Leitaö var til skag- firskra höfunda um efni og feng- ust góöar undirtektir. Vinnsla bókarinnar I prentsmiöju er nú aö komast á lokastig. Hefur hún hlotiö nafniö „Fólk og fróöleikur” og verður nálega 280 bls. aö stærö I Skirnisbroti, meö skrá manna- nafna og örnefna, Þá veröur aö sjálfsögöu tabula gratulatoria eöa heillaöskalisti, svo sem tlökast i slíkum ritum. Greinar I bókinni veröa 16 og eiga eftirtaldir höfundar þar efni: Andrés Björnsson, (Kveöjubréf til Sölva Þorlákssonar). Björn Egilsson (Minningar frá 1942). Broddi Jóhannesson (Þrestir). GIsli Magnússon (Um takmörkun herpinótaveiöa á Skagafiröi). Hallgrimur Jónasson (Geislar yfir kynkvislum). Hannes Pétursson (Eitt mannsnafn i registri). Hjalti Pálsson frá Hofi (Lifandi ósk um uppsiglingu). Indriöi G. Þorsteinsson (Tilraun til Gunnu). Jakob Benediktsson (Annálsgreinar Arngrims læröa um Jón biskup Arason). Kristján Eiriksson (Heimildir um veiöar viö Drangey fyrr á öldum). Páll Sigurösson dósent (Meinsæri á hvalfjöru). Páll Sigurösson frá Lundi (Tveir garöar fornir i Fljótum). Sigurjón Björnsson (Heiöin). Stefán Jónsson á Höskuldsstööum (Hákarlsstuld- urinn — Jón dauöablóö og Guömundur flækingur). Sölvi Sveinsson (Frjálsir svanir syngja fegurst). ögmundur Helgason (Byggö I Sauöárhreppi). Greinarnar eru langflestar á sviöi sagnfræöi og þjóðlegs fróöleiks, en þó kennir þar fleiri grasa. Stefnt er aö þvi aö bókin komi út um sumarmálin. Þeir, sem kynnu aö vilja gerast áskrifendur aö ritinu og fá nafn sitt prentaö á heillaóskalista geta snúiö sér til Hjalta Pálssonar bókavaröar i Safnahúsinu á Sauðárkróki. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.