Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 1 Thor Vilhjálmsson flytur ræöu sina viö setningu menningardaganna á Kjarvalsstööum. Ljósm. Leifur. Okkar vopnabúr eru opin Hátiö súsem hér er settf húsinu kenndu viö Kjarval er haldin til þess aö reyna aö sameina þá þjóö sem tsland byggir, samanstilla krafta og virkja hugvit til aö stugga úr landi hernum sem hefur þvf sem likast kloflö þessa þjóö i tvær i undanfarin 30 ár. Allir vita hvaö geröist 30. mars 1949, og þarf þá engum aö segja hversvegna þessi timi er valinn til aö halda hátföina. Allir vita lika aö tsland hefur ennþá lengur veriö hersetiö. En fyrir inngöngu tslands I Atlantshafsbandalagiö var þjóöin ein þótt ósammála væri oft um flest, og langtimum heföi búiö undir erlendu fargi. 30. mars 1949 er einn hinna myrku daga i sögu okkar, örlaga- dagur, óheilladagur. Siöan þá hefúr oft verið sem lægi gjá um þjóðlifiö þvert, klofi i sál þjóðar- innarsem þarf að lækna. Allt frá þvi 30. mars 1949 þegar alþýðu var boðiö til veislu i hjarta borgarinnar og fagnað með tára- gasiog kylfubarsmið hefur geisaö stríð um herinn I þessu landi og gengið á ýmsu, stundum minnt á tangódans þar sem ýmist er farið áfram eða af.tur á bak, stundum með djúpum sveigjum og eligans en iöulega með auðsveiplegum hneigingum og lágkúru. Stund- um hefur vongleðiblossað upp, og takmarkið virzt i augsýn; rikis- stjórnir hafa verið myndaðar meö fögrum ásetningi og fyrir- heitum um að nú skuli stefnt að herlausu landi. í þessu þrjátiu ára striði hafa skipzt á sigrar og ósigrar, og oft hefur hin bjartasta trú reynzt tálsýnir einar. En okkar styrkur er að þegar von- brigðin hafa slenjaö eina kynslóð þá kemur ný bylgja fram, og styrkur okkar hreyfingar er hið unga fólk semkemur tilstuðnings okkar málstað bylgja eftir bylgju, og slikt afl verður ekki sigrað. Þessi menningarvika er ekkert tildursmót, hún er viðleitni til þjóðvakningar. Okkar vopnabúr eru opin og öllum velkomið að valsaþar um. Hér verða sýnd þau vopn sem við trúum á, vopn andans, þau sem þjóna lifinu og beitt er til aö verja rétt þess. önnur vopnabúr eru ekki eins að- gengileg i landi okkar. A Miðnes- heiöi eru vopnabúr sem ekkert okkar veit hvað geyma. Ekki þú, ekki ég. Kannski ekki þeir ráð- herrar okkar sem helzt njóta trúnaðar i stjórnstöðvum Atlants- hafebandalagsins eða hjá þjóna- tyfturum Pentagons, heljarfimm- hyrnings. Og þá ekki heldur lyftu- sveinar hins vestræna frelsis 1 Varðbergi sem fara sinar sali- bunur uppog niður, upp og niður i samkvæmisjójó með sergéntum kadettum og quartermasters og öðrum lággráðuliðþjálfurum bandariska hersins eða þess þýzka, og endrum og eins ber svo vel í veiöi að berist upp í hend- urnar þeirra báöar framfingur og jafnvel lófinn á horskum generál norskum. í þrjátiu ár hafa allskonar meinsemdir grafið um sig í þjóö- lifi okkar af völdum hersins. Póli- tisk spilling og fjármála hefur nærzt af sambýlinu við þessa ófreskju sem situr á Miönesheiði meöginningarsinar.Þaðvar ein- lægt verið að telja okkur trú um að þessi her væri hingaö sendur vegna viðkvæmni stórveldisleið- toga og umhyggju fyrir þvi að þessi litla þjóð, afkomendur vik- inga meö elzta þingið og sögurnar og einstaklingseðlið og frelsis- ástina og fossana og hverina og hreinleika jöklanna þyrfti ekki aö hverfa, þetta stórmerkilega ein- tak sem Englendingar I þorska- strlöinukölluðumini nátionmætti ekki týnast úr þjóöasafninu, svo fágætt eintak. Og af þvi væri sprottin sú fórnfýsi aö hafa hér her manns i fásinni, þótt aumingja hermönnunum hund- leiddist en það yrði bara að hafa þaö, af þvi Islenzka þjóðin mætti ekki fara I kjaftinn á Rússum, til þess væri hún alltof góö og göfug þessi þjóð sem sendi Leif heppna, og það langt á undan Kólumbusi einsog sannast af styttunni fyrir frama.n Hallgrimskirkju. Nú viröast jafnvel þeir sem heitast trúðu þeirri kenningu eða gyll- ingum að hér sæti her til að vernda okkur sjálfa hafaskipt um sjkoðun, nú fllka þeir þvi sjaldan en eru farnir að heimta fé fyrir fyrirgreiðsluna I ástaleiknum undir merki Atlantshafsbanda- lagsins, og þvi meira fé eftir þvi sem gldlin þverr; og er þaö vissu- lega viö hæfi aö kalla þá stefiiu arónsku þegar minnzt er hins bibllufræga dans I kringum gull- kálfinn, sem eitt sinn var for- dæmdur af ekki lakari manni en sjálfumMófeem þegarhann hafði Ræða fhitt við setningu mennmgardaga herstöðva- andstæðinga 16. mars s.l. brugðið sér frá til aö ráögast við guð. Undir sömu pierkjum með flálegt hjal um frelsi og réttindi einstaklingsins hefur lika veriö gerð harkalegasta atlaga hér- lendis gegn málfrelsi, ritfrelsi, tjáningarfrelsi. Svæsnasta til- raun sem hér hefur veriö gerð á vettvangi dómstóla til að gera ís- iendinga aðmúlbundnum þrælum og þýjum sem þyröuekkiað segja hug sinn. Það er vlst öllum ljóst hversu þau vopn snerust I hönd- um forgöngumanna VL-liösins, svo þeir urðu aö gjalti en hinir dæmdu standa uppréttir. Til- raun VL-manna verður höfð I minnum, og þeir eiga ekki von uppreisnar né að skömm þeirra veröi máö af spjöldum sögunnar. Þeim mistókst að ógilda stjórnar- skrána að þvl leyti sem hún til- skilur þegnum landsins rétt til að tjá hug sinn. Fyrir áratugum lýsti ekki ófróðari maður um herfræöi en Ike heitinn Eisenhower að ekkert land yrði varið í atómstrlöi, og ljós varð lika sú hertækni Banda- rlkjanna aðkoma sér upp útvarð- stöövum til þess að beina þangað gereyðingarárásum, og senda þaðan langdræg helskeytin. Enn hefur hertækni breytzt, og stund- um virðast ástvinir hersetunnar vera farnir aö óttast það að elsku hjartans herinn hverfi héðan. Þvl miður sé ég ekki merki þess að sá ótti sé á rökum reistur held- ur fremur stafi hann af einhver ju misferli I tilfinningalifinu, ein- hverskonar móöursýki eða timburmönnum I steikargleöi Varðbergseða hergróðasvalli eða af öðru volæði þeirra sem setja traust sitt á þennan her. Þaö er vonandi að þessir menn- ingardagar verði hugvekja þjóö- inni. Meö söngoghljóðfæraslætti, myndlist og ljóðum og öðrum skáldskaparmálum, erindum og list leikara, kvikmyndum verður næstu daga reynt að efla og styrkja þann liðsafnað sem þarf til aö þjóðin verði aftur ein, sam- einuð um þaðað I þessulandi eigi og megi ekki vera her. Sá maður sem þetta hús er kennt Jóhannes Kjarval og hér ætti andi hans að rikja, næra okkur og innblása til að hugsa stórt og starfa vel, hann sagöi: Fólk sem aldrei lyftir neinu i samtaki veröur aldrei þjóð. Hér er fylkt liöi, breiðfylking listamanna sem leggja vilja sinn skerf fram til að sýna hug sinn svo ekki veröi um villzt né vé- fengt. Við skulum taka saman og sýna að við séum þjóð. Fyrrum var sagt þegar bátum var hrundið á flot eða lent með átökum: Samtaka nú. Með þess- um orðum set ég menningardaga andstæðinga hernáms: Samtaka nú. Thor Vilh jálmsson. _ Reyðfirðingar Vilja kaupa skuttogara Bátarnir tryggja ekki næga hráefnisöflun Reyðfirðingar hafa nú i undirbuningi kaup á nýjum skuttogara. Þar er ástandið i útgerðar- málum þannig, að þeir eru með tvo gamla báta, aðrar fleytur hafa þeir ekki til aflafanga, svo heitið geti a.m.k. Nú er útgerð þessara gömlu báta vaxandi erfiðleik- um bundin og þvi er horft til togarakaup- anna. Blaðið hafði tal af þeim Arna Ragnarssyni og Hallgrlmi Jónas- syni á Reyðarfiröi og innti þá nánar eftir þessum málum: — Jú, það er rétt, sögðu þeir, — að viöhöfum fullan hug á skuttog- arakaupum. Héðan eru gerðir út tveir bátar. Þeir eru báðir orðnir gamlir og i ýmsu á eftir tlmanum. Menn hafa því takmarkaðan áhuga á að ráða sig á þá þegar annað betra býðst. Ljóst er, að á þessum bátum verður ekki Iryggö hér hráefnisöflun til frambúðar. Ný skip þurfa að koma tál. — Nú hafa Reyðfiröingar I höndum tilboð frá portúgölsku fyrirtæki um að smiða fyrir þá togara og að taka annan gamla bátinn upp I andvirðið. Það er þeim að sjálfsögðu mjög mikils virði þvi erfitt er að fá mikla pen- inga ,,á borðið” fyrir gamla báta, en fjárráöin ekki alltof rúm heimafyrir. Þeir, sem að þessum kaupum standa á Reyöarfirði eru annars- vegar „Gunnar og Snæfugl”,, sem gerir út bátana og rekur salt- fiskverkun og hinsvegar Kaupfé- lag Héraðsbúa, sem rekur frysti- húsið. Þessir tveir aðilar hafa unniðað þvl I sameiningu aðfesta kaup á umræddum togara. — Og það má þá lfka gjarnan geta þess, sögðu þeir, félagar, að Reyðfirðingar hafa nánast ekkert fengið I sinn hlut af þvi fé, sem variðhefur veriö til hagræðingar og uppbyggingar frystihúsanna. Þvlmá svo bæta hér við, aörík- isstjórnin ræddi á fundi slnum nú I vikunni um togarakaup Reyö- firðinga, að frumkvæöi Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráð- herra. Lagði hann þar eindregiö til, að þetta mál fengi jákvæða af- greiðslu hjá rikisstjórninni hið allra fyrsta. Er þess fastlega aö vænta að svo verði. — mhg Veitingastaöurinn Nessý við Innstræti er innréttaður i skoskum Tudor- stil. Hann er opinn til 23.30 á kvöldin. Nýr veitingastaður í miðborg Reykjavíkur Nýr veitingastaður hefur veriö opnaöur I miðborg Reykjavikur. Hann heitir Nessý (eftir Loch Ness-skrimslinu) og er i sundinu við Nýja bió sem borgin hefur nú samþykkt að nefna Innstræti. Eigandi er Jón Hjaltason veitingamaður á Óðali. Veitingastaðurinn Nessý er innréttaður i skoskum Tudorstil og tekur 40 manns I sæti. Hann er opinn frá 11 — 23.30 og verður þvi eini staöurinn sinnar teg- undar i gömlu Kvosinni sem er opinn svo lengi á kvöldin. Aöalréttir staðarins verða kjúklingar sem eru framreiddir á annan hátt en til þessa hefur tlökast. Þá er sú nýjung i Nessý að notaðar verða svokallaðar einmata umbúðir um matinn þ.e.a.s. þær eru einungis notað- ar einu sinni. Jón Hjaltason sagði I samtali við blaöiö að til athugunar væri að sækja um að fá aö reiöa fram borðvin með matnum. —GFr Alþýðuorlof og FéLagsstofnun stúdenta: „Ungir ferðast ódýrt” Alþýðuorlof og Félagsstofnun stúdenta hafa tekið upp merkilega samvinnu um ferða- lög, sem kynnt eru undir heitinu „Gungir ferðast ódýrt”, UFO- ferðirnar. Óskar Hallgrfinsson forstjóri Alþýöuorlofs og Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Félags- stofnunar sögðu frá þessari ný- breytni á blaðamannafundi sem Samvinnuferðir-Landsýn héldu til kynningar á starfsemi sinni á miövikudag. En S-L. sjá um feröirnar og veita upplýsingar um þær. Þessi samvinna felur það I sér aö allir námsmenn eldri en 16 ára og fólk úr verkalýðsfélögunum yngra en 26 ára njóta nú sömu frlðinda um t.a.m. flugferöir viða um heim. Þb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.