Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, laugardaginn 24. mars n.k. kl. 14.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra i dag i afgreiðslu spari- sjóðsins að Borgartúni 18 og við inngang- inn. Stjórnin Lausar stöður Norska þróunarlandastofnunin (NORAD) hefur óskað eftir þvi að auglýstar yrðu á tslandi 5 kennarastöður við Norræna stjórnunarskólann (IDM) i Nzumbe i Tanzaniu. Ein staðan er i endurskoðun og reiknings- haldi,en fjórar stöður á ýmsum sviðum stjórnunar s.s. i vörudreifingu, flutning- um og innkaupum. Umsóknarfrestur er til 31. mars n.k. Nánari upplýsingar um störf þessi ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu Aðstoðar Islands við þróunarlöndin Borgartúni 7, (jarðhæð), en hún er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17 — 18.30. Steinsson Sjónvarpsmarkaðurinn erum i fullum gangi. óskum eftir 14, 16, 18 og 20 tommu tækjum i sölu. Ath. tökum ekki eldri en 6 ára gömul tæki. Erum einnig með úrval af alls kyns hljómflutnings- tækjum. Hjón með barn vantar stóra og bjarta ibúð, má vera ein- býli. Best væri i vesturbænum (gamla bænum). Vinsamlegast hringið i sima 21981. Stóra sviöið getur tekið miklum stakkaskiptum, eins og hér sést. Heimili fjölskyldunnar, — kalt éper- sönulegt og smart. Ljósmyndina tók Leifur á fundi með fréttamönnum f vikunni. Stundarfriður Nýtt verk eftir Guðmund Blaðberar óskast Vesturborg: Grenimelur — Reynimelur (sem fyrst) DJOÐVIUINN Siðumúla 6, simi 81333. í Þjóðleikhúsinu á sunnudag A sunnudagskvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir Guðmund Steinsson og nefnist það Stundarfriður. Guðmundur er gestum Þjóðleikhússins vel kunn- ur, en þetta er fjórða leikritið eft- ir hann sem tekið er til sýninga þar. Skemmst er að minnast Sól- arferðar, sem naut geysilegra vinsælda og mikillar aðsóknar á sinum tima. 1 þessu nýja verki beinir Guðmundur spjótum sin- um að neysluþjóöfélaginu og sýn- ir okkur nútima fjölskyldu sem út á við er hlutverki slnu fyllilega vaxin, — en efasemdir um innvið- ina eru vaktar. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson. Leikmynd og búninga hefur Þórunn Sigriður Þorgrímsdóttir gert og er þetta fyrsta verkefni hennar fyrir Þjóð- leikhúsið. Hún hefur nýlega lokið námi I leiktjaldagerð i V-Berlin og hefur gert leikmyndir fyrir leikfélögin i Kópavogi og Akur- eyri og Alþýðuleikhúsið. Gunnar Reynir Sveinsson hefur „hljóðsett” Stundarfrið, en i leik- ritinu er mikil músik i samræmi við umgjörðina, s.s. allt nútima- diskóið á fullu. Aðstoðarleikstjóri er Sigrún Valgarðsdóttir en leik- endur eru 9. 1 Stundarfriöi er brugðið upp myndum af heimilislifi nútlma- fjölskyldu. Allir eru önnum kafnir og tlmi til mannlegra samskipta ernaumur. Heimiliðeinkennist af nýjustu tisku og er ekki ósvipað og maður Imyndar sér opnu I hús- búnaöarblaði eða pall á vörusýn- ingu. Heimilislif I slikri umgjörð, fjölskylda sem sjálf er afsprengi tisku og hraða — þetta er það sem Ieikurinn snýst um. Heimilið likist brautarstöð þar sem menn eiga stutta viðkomu og aldrei er ró. Slminn, dyrasiminn, útvarpið, sjónvarpið, plötuspilarinn, kass- ettutækið, — allt glymur þetta látlaust og gefur engin grið. Út- litsgildið er mikilvægara en nota- gildiö og húsbúnaður og fatnaður er óþægilegur, — en hvað gerir maöur ekki fyrir tiskuna? Boðskapur leikritsins er skýr og höfundur talar tæpitungulaust, sagði Sveinn Einarsson, Þjóöleik- hússtjóri á kynningarfundi meö Það er eins gott að tylla sér, þegar hælarnir eru svona háir! Mæðgurn- ar I Stundarfriði, leiknar af Kristbjörgu Kjeld og Lilju Þorvaldsdóttur, ásamt Þórunni. S. Þorgrimsdóttur, sem gert hefur tjöld og búninga. Guömundur Steinsson höfundur Stundarfriðs ásamt Helga Skúlasyni , sem leikur fööurinn, og Sveini Einarssyni Þjóðleikhússtjóra. fréttamönnum s.l. miövikudag. Þetta er eitt skemmtilegasta verk sem við höfum unnið að lengi og þaö á vissulega erindi til margra I okkar samfélagi. Þannig á lika gott leikhús að vera. Guðmundur hefur fylgst með æfingum og unnið með hópnum allan timann. Hann sagði að leik- ritið hefði ekki tekiö miklum breytingum þó hefði eitthvað verið strikað út, en litlu breytt eða bætt viö. Fjölskyldan sem hann sýnir okkur i Stundarfriöi eru hjón ásamt börnum sinum, tveimur dætrum og syni, auk af- ans og ömmunnar. Við sögu koma vinir eldri dótturinnar. Hjónin eru leikin af Helga Skúlasyni og Kristbjörgu Kjeld. Eldri dóttur- ina leikur Lilja Þorvaldsdóttir, þá yngri Guörún Gisladóttir og son- inn leikur Sigurður Sigurjdnsson. \ Afinn og amman eru leikin af Þorsteini 0. Stephensen og Guð- björgu Þorbjarnardóttur en Randver Þorláksson og Sigurður Skúlason leika vinina. Leikritið verður frumsýnt n.k. sunnudag. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.