Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.03.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. mars 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 næg eg gód dagvistarheimili fyriröll bb'rn J Iðnaðarblaðið er vettvangur íslenzks iðnaðar og birtir ítarlegri upplýsingar um iðnað, bæði í efni og auglýsingum, en nokkurt annað blað. Áskriftarsímar 82300 og 82302. nna&arbla&b FRÉTTIR OG FAGLEGT EFNI. Iðnaðarblaðið birtir sérhæft efni fyrir þá sem starfa við iðnað. Þar er að finna faglegt efni og fréttir af því helzta sem efst er á baugi í íslenzkum og erlendum iðnaði. Iðnaðarblaðið segir frá tækninýjungum, framleiðslu- og innflutningstækifærum, verk- og tæknimenntun, rekstri, öryggismálum, launa- og kjaramálum, ásamt margvíslegu sérefni umJjyggingariðnað, mannvirkjagerð og framleiðslu. Aflahrotan fyrir Suðvesturlandi: Togarar eru fljótír að fylla Mokafli hefur aö undanförnu borist á land á Þorlákshöfn og I Keflavlk. Keflvikingar njóta þess, umfram Sandgerðinga og Grindvikinga, aö skuttogarar, sem fengiö hafa afar góöan þorskafla landa þar reglulega. Þorlákshöfn. Gestur Amundason hafnar- stjóri á Þorlákshöfn segir aö menn muni ekki önnur eins afla- brögð og veriö hafa þaö sem af er árinu nema þá 1973 þegar Vest- mannaeyjabátar lögöu þar upp á gosári. Þann 18. þessa mánaöar höföu veiöst 8400 tonn af bolfiski, en á sama tíma i fyrra var aflinn 5000 tonn. S.l. miðvikudag bárust 334 tonn á land upp úr 24 bátum. Frá þvi i-febrúarbyrjun eru allir Þor- lákshafnarbátar á netum. Grindavík Afli Grindarvikurbáta hefur veriö sæmilegur aö undanförnu, en þó hvergi nærri eins góöur og veriö hefur á Þorlákshöfn. Þar bárust á land 294 tonn upp úr 45 bátum á miðvikudag, var Kópur aflahæstur þann daginn meö 17 tonn. Enginn togari landar nú i Grindavik. Keflavík Afli Keflavikurtogara hefur veriö meö eindæmum góöur aö undanförnu og fyllast skipin á helmingi skemmri tima en endra- nær. Landaði Dagstjarnan 120 tonnum sl. miövikudag eftir aö- eins 5 daga útivist. Afli neta og linubáta er sæmilegur. Frá Keflavik róa 5 togarar 28 netabát- ar og 4 linubátar. Sandgerði Sandgeröingar hafa átt óhægt um vik aö taka á móti togurum vegna þrengsla i höfninni á loönu- vertiö. Þaöan róa 30-40 bátar og eru flestir á netum, þeir hafa fengiö reytingsafla. þb. Kjöroröin eru letruö á barmmerki, sem hópurinn selur til aö f jármagna aögerðirnar. Næg og góð dagvistarheimili Kröfuganga og útískemmtun á laugardagínn Samstarfshópur um dagvistar- mál hefur aö undanförnu undir- búiö aögeröir til aö vekja athygli borgarbúa á stööu dagvistarmála á barnaárinu. Aö hópnum standa 12 samtök og er markmiöiö meö samstarfi þeirra aö knýja á meö úrbætur i þessu brýna hagsmunamáli, undir kjöroröinu ,,Næg og góö dagvistarheimili fyrir öll börn”. Þjóöviljinn ræddi I dag viö Margréti Siguröardóttur, eina þeirra sem aö þessu samstarfi standa. Sagöi hún, aö upphaf samstarfsins hefði veriö fyrir frumkvæöi 8. mars-hreyfingar- innar sem meö bréfi til ýmissa samtaka bauö upp á samvinnu aö þessum málum. 1 hópnum eru nú fulltrúar Fóstrufélags Islands, Iönnemasambands Islands, Fé- lags einstæðra foreldra, Nem- endaráö KHI, tbúasamtaka Vesturbæjar, Ibúasamtaka Þing- holtanna, Rauösokkahreyfingar- innar, Framfarafélags Breið- Framhald á 18. siöu Félagsmálapakkinn smáopnast: Lög um orlof I gær var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um orlof. Lögin eru sett í samræmi viö fyrirheit rikisstjórnarinnar 1. desember siöastliöinn og miöa aö þvi fyrst og fremst aö tryggja innheimtu orlofsfjár. Þau eru sett i sam- bandi viö önnur lög sem sett voru fyrir nokkru um forgangsrétt og ábyrgö rikissjóös á orlofsfjár- kröfum viö gjaldþrot og breyting- um á reglugerð um orlof sem gerðar veröa samhliöa þessu frumvarpi um aö Póstgiróstof- unni sé skylt aö greiöa orlofsþega höfuöstól eigin orlofsfjár þótt viö- komandi atvinnurekandi hafi ekki staöiö skil á greiðslum sinum til stofunnar. 1 þvi skyni aö auðvelda Póst- gíróstofunni þessa innheimtu er henni heimilt aö ganga aö bókhaldi fyrirtækja i þvi skyni aö sannreyna fullyröingar um greiðslur. Þetta ákvæöi hinna nýju laga hefur mjög hlaupiö fyrir brjóst Sjálfstæðismanna á Alþingi. I efri deild bentu formælendur þeirra á aö þetta lagaákvæöi striddi gegn Islenskri réttarhefö meö þvi aö þar væri skuldheimtu- manni heimilaöur aögangur aö bókhaldi skuldara. Ekki þarf aö taka fram aö þingmenn Sjálf- stæöisflokksins töldu einnig aö þaö strlddi harkaiega gegn marg- rómaöri siðgæöisvitund islensku þjóöarinnar. Ekki höföu þeir orö á þvl aö þaö striddi gegn þessari frægu vitund aö launafólk væri svipt orlofi sinu án þess aö hafa nokkur tök á þvi aö ná þessu fé sinu. Þingmenn Sjálfstæöis- flokksins fluttu breytingartillögur um þaö I báöum deildum aö þetta ákvæöi frumvarpsins yröi fellt niöur, en þaö var fellt. sgt Fasteignamatið: Kann enga skýringu á þessum mikla mun sagði Erlendur Einarsson forstjóri SÍS Nei, ég geri ekki ráö fyrir aö viö vildum selja Holtagaröa á 360 miljónir, sagöi Erlendur Einars- son, forstjóri StS en eins og skýrt var frá 1 Þjóöviljanum I gær er þaö fasteignamat hússins og á aö jafngilda staðgreiösluvirðinu. Brunabótamatið er hins vegar 3 miljörðum hærra og sagöist Er- lendur enga skýringu kunna á þessum mikla mun, en hafa yröi i huga aö brunabótamat og fast- eignamat ættu ekki að vera jafn- háar upphæöir. Erlendur sagöi aö sér kæmi á óvart ef mistök heföu oröiö I sam- bandi viö matiö, — þaö væri I höndum opinberra aðila og á þá yröi aö treysta. Athygli sin heföi ekki veriö vakin á þessum mun fyrr en I gær en hins vegar heföi hann oröiö var viö geysilega aukningu á fasteignagjöldum Sambandsins i heild. Holtagaröar eru ekki fullbúnir og sagöi Er- lendur aö lokum aö skýringin gæti legiö I þvi aö húsiö væri enn i smiöum. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.